Vísir - 17.02.1977, Side 8

Vísir - 17.02.1977, Side 8
8 Annríkt vegna listahátíðar í Nígeríu Flugfélagiö Cargolux hefur lengi stundað vöruflutninga til Lagos, höfuðborgar Nfgerfu, en undanfarið hafa DC-8 þotur félagsins farið þangað reglu- lega fjórar til fimm feröir á viku og CL-44 vélarnar aö auki af og til. Ástæðan fyrir þessum tíðu ferðum eru geysimiklir flutningar á byggingarefnum, hUsgögnum o.fl. f sambandi við alþjóðlega listahátið. Mun listahátfðin standa i einn mán- uð og er búist viö allt aö 100.000 gestum viöa að úr heiminum. Félagiö hefur eigin stöövarstjóra þar syöra, en af- greiösla vélanna er f höndum Pinalpina. Fótt jafn nauðsynlegt.. Fundur í Iðju, félagi verk- smiðjufólks, hefur sent frá sér ályktun þar sem hann mót- mælir harölega framkomnu frumvarpi um skattamál, og telur, að þaö komi mjög hart niður á mörgu láglaunafólki, svo sem einstæöum foreldr- um, ennfremur skorar fundur- inn á forsvarsmenn ASI aö vera vel á veröi gagnvart frumvarpi þessu, þvi fátt er láglaunafólki jafn nauösynlegt og réttlátt skattalöggjöf. Berjast gegn auðhringum Starfshópur um auöhringi hefur nú í undirbúningi Utgáfu á bæklingi um fjölþjóöafyrir- tæki. Markmiö hópsins er söfnun og Utbreiösla upplýs- inga um eöli fjölþjóöafyrir- tækja f baráttu „fyrir auknu sjálfstæöi Islands og gegn heimsvaldastefnu”. Starfshópurinn telur aug- ljóst aö stefnt sé aö stóraukn- um umsvifum erlendra auö- hringa á Islandi og hyggst taka „fullan þátt í þeirri bar- áttu sem framundan er” eins og segir i frétt frá hópnum. Helstu forsvarsmenn Starfs- hóps um auöhringi eru Elfas Davíösson og Pétur G. Gunnarsson. —SG Þjóðverjar skrifa um störf Schiítz á íslandi Störf þýska sakamálasér- fræöingsins Karls Schutz hér á landi f sambandi við rannsókn sakamálanna tveggja, Guö- mundarmálsins og Geirfinns- málsins, viröast ekki einungis hafa vakiö athygli hér á landi. Þýskir fjölmiölar hafa einn- ig sýnt þessum málum áhuga. Þýskur blaöamaöur, Horst Zimmermann, er um þessar mundir aö skrifa um störf Schutz hér á landi. Zimmer- mann hefur f þvf sambandi sent Vísi bréf, þar sem hann biður um aö sér sé sent eintak af Vísi frá 17. desember sfðastliönum, en f þvf blaöi átti Ólafur Ragnarsson, ritstjóri, Itarlegt viötal við Karl Schutz, um feril hans og þau verkefni, sem hann var fenginn til aö taka aö sér hér á landi. —EA Fimmtudagur 17. febrúar 1977 visnt Dr. Björn Dagbjartsson, forst. Rannsóknarst. fiskiðnaðarins svarar órósum Einherja: Þvílíkt ofstœki skoðlegt öllum útflutningsiðnaði íslendinga" Skrif VIsis i sumar um mál- efni lagmetisiöjunnar Sigiósfid- ar á Siglufiröi i sumar hafa orö- iö aö tiiefni fyrir Einherja blaö framsóknarmanna þar nyröra til aö helia úr skálum reiöi sinn- ar yfir Visi og dr. Björn Dag- bjartsson forstjóra Rann- sóknarstofnunar fiskiðnaöarins. Vísir skýröi frá þvi eitt blaða i sumar aö ekki heföi fengist út- flutningsvottorö frá Rann- sóknarstofnun fiskiönaöarins fyrir lagmeti frá Siglósfld þar sem geymsluþol þess hafi ekki reynst nægilegt. Ætlunin var aö lagmeti þetta kæmi upp i samn- ing sem Sölustofnun lagmetis hafði gert viö Prodintorg I Moskvu. 1 þessum samningi var þaö gert aö skilyröi aö Utflutn- ingsvottorö lægi fyrir. Vegna hatrammra árása I Einherja á Visi og dr. Björn Dagbjartsson, hefur Björn skrifað grein þar sem hann ger- ir aö umtalsefni mál Siglósildar. Þar sem Einherji hefur ekki komiö út aö undanförnu fékk Björn greinina birta i öðru landsmálablaði á Siglufiröi, Siglfirðingi, sem út kom á laugardaginn var. Annarlegt og hættulegt Björn segir þar orörétt: „Þaö er annarlegt og hættu- legt sjónarmið hjá „Einherja” aö ætla aö kenna Vfsi og mér um Dr. Björn Dagbjartsson: „Annarlegt og hættulegt sjónar- miö aö ætla aö kenna Vfsi og mér um tjóniö, sem kynni aö hafa oröiö. tjón Siglósiidar og atvinnumissi starfsfólksins, ef kaupendurnir heföu neitað aö taka viö skemmdri vöru sem samkvæmt viöurkenndum stöölum, er óneysluhæf. Hver heilvita maö- ur hlýtur aö skilja aö upp kom- ast svik um sfðir og hefna sin þá alltaf.” Björn rekur gang mála. Hvernig þaö þróaöist aö Visir tók málið til meðferöar, eftir aö hafa átt viö hann viötal. Hann minnir á aö ekki sé það I fyrsta skipti sem Sigló hafi verið neit- aö um útflutningsvottorð. Það hafi einmitt veriö gert áriö 1975, meðal annars af sömu ástæöum og i fyrrasumar. Traustið á Siglo I grein Einherja er mikil á- hersla á það lögö aö Visir og Björn Dagbjartsson hafi meö umfjöllun um málið viljaö eyöi- leggja traust Sigló verksmiöj- unnar meðal sovétmanna. Björn minnir hins vegar á aö haustiö 1975 hafi fyrirtækiö orö- iö aö greiða sovétmönnum skaöabætur vegna ónógs geymsluþols lagmetisins. En ónógt geymsluþol olli einmitt þvi aö ekki var hægt aö veita Siglósfld útflutningsvottorö I fyrrasumar eins og fyrr er sagt. Eftir aö á þaö hafði reynt aö ekki fengist útflutningsvottoröiö var gengiö i þaö að finna hvaö gæti valdið þvi i vinnslurás fyr- irtækisins aö varan heföi ekki nægilegt geymsluþol. Aö þvi loknu fóru fram nokkrar breyt- ingar sem leiddi til þess aö vinnslan komst á ný I þaö horf, að gaffalbitarnir hafa siðan staöist fyllstu gæðakröfur. Ofstæki og vanþekking Um grein þá, sem ritstjóri Einherja birti i jólablaöi sinu varöandi fréttir Visis og skrif um lagmetisiöjuna á Siglufirði Landsmálablaöiö Siglfiröingur á Siglufirði hefur nú birt svar- grein forstjóra rannsóknar- stofnunar fiskiönaöarins viö árásum blaðsins Einherja. segir forstjóri Rannsóknar- stofnunar fiskiönaöarins i grein sinni i Siglfirðingi: „Þessi pistill er ritaöur af þvi- liku ofstæki, vanþekkingu og einhliða órökstuddum svivirö- ingum, að það verður að teljast skaölegt ekki aðeins fyrir lag- metisiðnaðinn, heldur og allan útflutningsiðnað islendinga, ef einhver skyldi leggja trúnaö á eöa jafnvel taka undir skrif af þessu tagi”. —EKG Bœjarstjórn Hafnarfjarðar um ólverið: KREFST VIRKRA OG SKJÓTRA RÁÐSTAFANA TIL MENGUNAR- varna A fundi bæjarstjórnar Hafn- arfjaröar i fyrradag var samþykkt eftirfarandi ályktun um hreinsibúnaö I álverinu i Straumsvlk, borin fram af Arna Gunnlaugssyni og Arna G. Finnssyni. „Bæjarstjórn lýsir vonbrigö- um sfnum meö þann mikla drátt, sem oröinn er á viöunandi ráöstöfunum til aö draga sem mest úr skaölegum áhrifum reyks og gastegunda frá Straumsvfk og aö alþingi skyldi ekki verða viö þeirri áskorun bæjarstjórnar aö taka upp I frumvarpiö um þriöju stækkun álbræöslunnar ákvæöi um sem fullkomnastan hreinsitækja- búnaö þar. Nýjustu upplýsingar, sem birtar hafa veriö varöandi mengun frá álverinu (skýrsla fluor-nefndar 1975) sýna aö fluor-mengun á gróöri hefir aukist mjög mikiö meö hverju árinu frá því er athuganir hóf- ust, en á árinu 1975 var hún komin langt yfir hættumörk f Hafnarfiröi. Þaö er þvf meö öllu óverjandi og óforsvaranlegt, aö lengur veröi haldiö aö sér höndum um raunhæfar aögeröir gegn þess- ari mengunarhættu fyrir um- hverfi, lff og heilsu, bæöi þeirra sem viö álveriö starfa og ann- arra. Bæjarstjórn getur þvi meö engu móti unaö áframhaldandi aögeröarleysi i þessu alvarlega máli og krefst hér virkra og skjótra ráöstafana til mengunarvarna. Um leiö og fagna ber, aö iönaöarráöherra hefir nú heitiö þvi aö leggja sérstaka áherslu á f viöræöum sfnum viö Alusuisse, sem eru aö hefjast I Sviss, aö komiö veröi upp fullkomnum hreinsibúnaöi viö álveriö, vill bæjarstjórn mega treysta þvf, aö forsvarsmenn álversins sýni sem jákvæöust og skjótúst viöbrögö gagnvart lausn máls- ins. Meðan fullnægjandi hreinsi- tæki eru ekki til staöar f ál- bræöslunni leggur bæjarstjórn rfka áherslu á viö heilbrigöisyf- irvöld, aö nákvæmlega sé fylgst meö öllum þáttum varöandi mengun frá álverinu, sem hættu geta haft f för meö sér, þ.á.m. meö sýnitökum á grænmeti til manneldis, sem til þessa munu ekki hafa veriö framkvæmdar.” Afborganirnar þegar taldar til kostnaðar Vegna skrifa Vfsis um „Greinargerö um stööu fram- kvæmda viö Kröfluvirkjun”, m.a. i forystugrein i dag, vill iðnaöarráðuneytiö benda á eftirfarandi: Eins og fram kemur f 'skýringum við lánsfjáráætlun 1977, bls. 10 og 15, felst í liön- um fjármagnsútgjöld aö upp- hæö 1564 millj. kr„ greiösla vaxta og afborgana vegna framkvæmda viö virkjunina. Ráöuneytiö vill af þessu til- efni upplýsa, aö afborganir lána nema 870millj.kr. af 1564 millj. en vaxtagreiöslur 694 millj. kr. Þær afborganir, sem hér um ræöir, hafa þegar ver- iö taldar til kostnaöar og er þvf ekki rétt aö bæta þeim viö þegar áfallinn kostnaö viö virkjunina.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.