Vísir - 17.02.1977, Page 9
vism Fimmtudagur 17. febrúar 1977
9
BÆJARSTJÓRN HÚSAVÍKUR:
Yill verðlagninqu um
Víkurskarð
Bæjarstjórn Húsavikur hefur
samþykkt áskorun á Vegagerö
rlkisins þess efnis, aö hefja
þegar á komandi sumri fram-
kvæmdir viö fyrirhugaöan veg
yfir Vlkurskarö. Þessari fram-
tiöartengingu byggöa viö Eyja-
fjörö og Skjálfanda veröi aö
hraöa sem mest.
I greinargerð er bent á, aö
Vaðlaheiði er jafnan lokuð fyrir
umferö allan veturinn og þar
sem leggja á þann veg niöur
með tilkomu vegar yfir Vikur-
skarð, sé að mestu hætt að halda
sem fyrst
honum við.
Einnig er bent á, að vetrar-
leiðin milli Húsavikvjr og Akur-
eyrar um Dalsmynni sé 27 km
lengri en um Vaölarheiði og lengi
þvl leiöina milli þessara staða
um 28%.
Þingmönnum Norðurlands-
kjördæmis eystra er falið aö
fylgja þessari áskorun eftir og
jafnframterþeim faliö að vekja
athygli á, að ekki verði gerður
hringvegur um Island nema
taka með leiðina milli Akureyr-
ar og Egilsstaöa. —SG
Ryðvarnarstöð
Eimskips tekur
til starfa í maí
i frétt frá Eimskipafélaginu
kemur fram, aö Byðvarnarstöð
félagsins muni taka til starfa I
mal. Hún veröi ein hin fullkomn-
asta sinnar tegundar á noröur-
löndum og stórbæta þjónustu viö
bifreiöaeigendur. Aætlaö er aö
stööin muni kosta um 100 milljón-
ir króna.
Það kemur fram I fréttinni, að
þegar fréttir bárust um það á
árinu 1975, aö nokkrir bifreiða-
innflytjendur hyggðust kaupa
skip, hafi komiö I ljós i viðræöum
við viðskiptavini Eimskips, að rlk
áhersla væri lögð á að bifreiðar
væru ryövarðar strax eftir kom-
una til landsins. Hins vegar lægju
þær oft lengi ótollafgreiddar og
Eimskip treysti sér ekki til að af-
henda bifreiðir úr sinni vörslu til
ryövarnar. Þvl hafiveriö ákveðið
að reisa umrædda ryðvarnastöð á
athafnasvæði félagsins.
Varðandi bflainnflutninginn er
tekið fram, að Eimskip flutti um
3.900 bila áriö 1976, sem er meira
en helmings fækkun frá árinu
1974. Þetta sýni best sveiflurnar I
Islenskri verslun.
1 frétt Eimskipafélagsins segir,
að samkvæmt upplýsingum frá
innflytjendum bfla sé það víðs
fjarri þeim að hætta að fly tja með
skipum Eimskips.
— SG
RITGERÐARSAMKEPPNI UM IÐNAÐINN:
Félag Islenskra iönrekenda
hefur I samráöi viö Mentta-
málaráöuneytiö ákveöiö aö efna
til ritgerðasamkeppni fyrir
nemendur I 9 og 10. bekk grunn-
skólans og nemendur fram-
haldsskóla.
Ritgeröaverkefni eru:
1. Hvernig á að tryggja búsetu I
landinu og jafnræöi I atvinnu-
möguleikum milli lands-
hluta?
2. A að leggja áherslu á þróun
iðnaðar á næstu árum?
3. Samhengi atvinnulifs á
Islandi.
Með samhengi er átt viö m.a.
hvernig atvinnuvegir þjóöar-
innar skipta meö sér hlut-
verkum, t.d. I útflutningi,
þjónustu og framleiöslu,
hvernig þeir styöja hvern
annan og gildi þess stuönings,
og hvaöa þátt þeir eiga I
myndun atvinnutækifæra
o.s.frv.
Miöa skal viö að ritgerðir séu
ekki lengri en 1200-1500 orö.
Heimilt er að vinna ritgeröirnar
sem hópverkefni tveggja til
fjögurra nemenda I samráði við
kennara.
Skilafrestur er til 15. april
1977.
I tilefni af samkeppninni
hefur upplýsingariti Félags
Islenskra iðnrekenda „Hvert
ætlum viö?” veriö dreift til
viökomandi skóla. Nemendur
eru einnig hvattir til aö kynna
sér handbækur og skýrslur um
Islenskan iðnað og Islenskt at-
vinnulif.
Dómnefnd skipa:
Bjarni Björnsson, iönrekandi,
og Bjarni Bragi Jónsson, hag-
fræðingur, tilnefndir af Félagi
Islenskra iðnrekenda.
Stefán Ólafur Jónsson,
deildarstjóri, tilnefndur af
Menntamálaráðuneyti.
Dómsnefnd mun leggja
áherslu á aö nemendur sýni
eigið frumkvæði I efnisvali og
gerð ritgerðanna og dragi álykt-
anir af eigin reynslu, atvinnu-
háttum og atvinnumöguleikum I
þeirra eigin byggöarlagi i sam-
hengi viö atvinnullf annarra
landsmanna.
Gert er ráð fyrir aö ritgerðum
verði skipt I tvo flokka 9. og 10.
bekk grunnskólans annars
vegar, og framhaldsskóla hins
vegar.
t hvorum flokki veröi veitt
fyrstu verölaun aö upphæö kr.
100.000 og 10 viöurkenningar aö
upphæö kr. 10.000,- hver, og
veröa þau veitt viö skólaslit hjá
verölaunahöfum.
þúsund
í verðlaun
Spurningunni um mikiivægi lönaöar hefur oftar en áöur skotiö upp,
vegna Iönkynningar sem veriö hefur. Ljósm. Kr. Ben.
„Ætlum, að búa
björgunarsveitirnar
um allt land sem
bestum búnaði"
Kvennadeild Slysavarna-
féiags tslands I Reykjavlk
efnir árlega til merkjasölu og
veröur hún aö þessu sinni
næsta föstudag 18. febr. Af þvi.
tilefni hefur deildin sent
borgarbúum svolátandi
ávarp, sem hún hefur óskaö
birtingar á:
Kæru reykvlkingar.
A fóstudaginn kemur verður
hinn árlegi merkjasöludagur
kvennadeildar Slysavarna-
félags tslands i Reykjavlk.
Það er einlæg ósk kvenna-
deildarinnar, að reykvíkingar
taki merkjasölunni vel og
styðji þannig SVFI I starfi.
Allur ágóöi merkjasölunnar
rennur til styrktar slysa-
varna- og björgunarstarfsins
SVFl, og ætlum við öll aö setja
metnaö okkar i að leggja
okkar skerf fram til þess aö
búa björgunarsveitirnar um
allt land, sem bestum búnaði.
Um leið og þiö kaupiö merki
kvennadeildarinnar leggið þið
fram ykkar skerf til þess að
svo megi verða.
Reykvikingar hafa ávallt
sýnt kvennadeild SVFI mikla
velvild og stuðning og vonast
hún eftir aö svo verði enn.
Við biöjum foreldra aö
hvetja börnin til aö selja
merkin og sjá til þess, að þau
veröi vel klædd.
Merkið kostarkr. 100,- og fá
börnin sölulaun auk þess sem
20 söluhæstu börnin verða
verðlaunuö sérstaklega.
Með fyrirfram þakklæti.
Kvennadeild Slysavarna-
félags tslands
I Reykjavik.
fenwood
eldavélar
Fyrirliggitinai
Slmi 21240
Laugaveg'
BONNEVILLE 750 cc.
Höfum til afgreiðslu strax frá Eng-
landi Triumph mótorhjól á mjög
hagstæðu verði ef pantað er strax. Ath. nýtt
Varahlutir og þjónusta. , heimihsfang
Vélhjólaverslun H. Ólafssonar
Freyjugata 1 Simi 16900
Ford Econoline
Ford í fararbroddi:
Ford Econoline sendibílar fyrirliggjandi
í ýmsum gerðum bœði með og
án hliðarglugga.
Burðarþol frá 1100 - 1600 kg.
SVEINN EGILSSON HF
FORD HUSINU SKEIFUNNI 1 7 Sltöll 85100