Vísir - 17.02.1977, Síða 10

Vísir - 17.02.1977, Síða 10
10 VÍSIR OtgefandhReykjaprent hf. \ Framkvæmdastjóri: Davíft Gubmundsson Kitstjórar:t>orsteinn Pólssondbm. ólafur Kagnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi GuÖmundsson.• Fréttastjóri erlendra frétta :Guömundur Pétursson. Gmsjón meö helgarblabi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Edda Andrésdóttir,Einar GuBfinnsson, Elias Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Gu&jón Arngrlmsson, Kjartan L. Pdlsson, óli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Gu&vinsson, Iþróttir: Björn Blöndal, Gyifi Kristjánsson. Akureyrarrltstjórn: Anders Hansen. CtUtsteiknun: Jón óskar Hafsteinsson og Magnús ólafsson. Ljósmyndir: Jens Alex- andersson, Loftur Asgeirsson, Augiýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigur&sson. Dreifingarstjóri: Sigur&ur R. Pétursson. Auglýsingar: Slöumúla 8. Simar 11660, 86611. Askriftargjaid kr. 1100 d mánu&i innanlands. Afgreiösla : Hverfisgata 44. Simi 86611 < Verft I lausasölu kr. 60 eintakió. Ritstjórn: Siöumúla 14. Sfmi 86611, 7 Ifnur . Prentun: Bla&aprent hf. Akureyri. Simi 86-19806. Ge/r, Björn og Jón Um þessar mundir virðist vera fremur kyrrt á vett- vangi hinna hefðbundnu stjórnmálaátaka. En undir lygnu yfirborðinu leynast þó ýmis hættumerki, sem ugglaust geta leitt til meiri sviptinga. En eins og sakir standa hlýtur meginverkefnið að vera það eitt að ráða niðurlögum óðaverðbólgunnar. Verðbólgan er orðin svo rógróin að menn freistast f remur til að ganga í takt við hana en spyrna við fæti. Sannleikurinn er sá, að eftir fagurgala stjórnmála- manna í þrjá áratugi sjá menn ekki fram á að þeir ráði við þennan mikla vanda, sem á allra síðustu árum hefur verið svo risavaxinn, að hann hefur valdið al- varlegri sýkingu i þjóðfélaginu. Eina leiðin er þó víðtæk pólitísk samstaða stjórn- málaflokka og hagsmunasamtaka. Borgararnir eiga kröfu á hendur stjórnmálamönnum og hagsmunaleið-* togum, að þeir láti hefðbundin átök sitja á hakanum, þar til verðbólgumeinsemdin hefur verið upprætt. Fyrir dyrum standa samningaviðræður um nýja kjarasamninga. Ákvarðanir um þessi efni hafa óneitanlega veruleg áhrif á framvindu efnahagsmál- anna. Nýjar og stórfelldar víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags munu enn auka á ringulreiðina og draga úr möguleikum á raunverulegum lífskjarabótum. Fyrir þá sök er mikilvægara nú en oftast áður að póli- tísk samstaða náist um þessi efni með hliðsjón af raunverulegu horfi efnahagsmálanna. Vinnuveitendasambandið samþykkti fyrir skömmu að leita eftir samstöðu við verkalýðshreyfinguna um sameiginlega málaleitan gagnvart ríkisvaldinu um aðgerðir af þess hálfu til þess að greiða fyrir kjara- samningum. Bent er á nauðsyn þess að lækka opinber gjöld, sem lögð eru á atvinnureksturinn, í þvi skyni að styrkja rekstrargrundvöll atvinnufyrirtækjanna og um leið að auðvelda þeim að rísa undir eðlilegum kauphækkunum. Jafnframt lýsir Vinnuveitendasambandið yfir því, aðþaðsé reiðubúiðtil að styðja verkalýðshreyfinguna að því er varðar tillögur um lækkun skatta og úrbætur í trygginga-og húsnæðismálum. Engum vafa er undir- orpið að kjarabætur i þessu formi yrðu raunhæfari en stórfelld krónutöluhækkun kaupgjalds. Þar að auki er . auðveldara með þessum hætti að styrkja stöðu lág- launafólks á kostnað þeirra, sem hafa há laun. Björn Jónsson forseti Alþýðusambandsins hefur í viðtali við Vísi sagt, að vel geti komið til greina, að verkalýðshreyfingin hafi samstarf við vinnuveitend- ur um einhvers konar lausn af þessu tagi. Samstarf þessara aðila getur án nokkurs vafa skipt sköpum um framvindu efnahagsmálanna. Alþýða manna á is- landi á í raun og veru allt sitt undir því að óðaverð- bólgan verði upprætt. Enginn eðlilegur fjárhagslegur eða siðferðilegur grundvöllur er fyrir rekstri atvinnufyrirtækja við nú- verandi óðaverðbólguaðstæður. Augljóst er því, að hér er um ríka gagnkvæma hagsmuni að ræða. Forvígis- menn þessara samtaka bera því mikla ábyrgð gagn- vart almennum borgurum landsins, sem eru orðnir langþreyttir á verðbólguringulreiðinni. Við síðustu kjarasamninga sameinuðust vinnuveit- endur og launþegar um tillögur að pólitfskri lausn á vandamálinu að hluta til a.m.k. Rikisstjórnin sá sér ekki fært að taka þátt i lausn málsins á þeim grund- velli. Nú hafa aðstæður breyst að nokkru leyti. I því sambandi má benda á, að allir þessir aöilar eiga að sitja á rökstólum í svonefndri verðbólgunefnd. Það er til þess ætlast, að þeir Geir Hallgrímsson, Björn Jóns- son og Jón Bergs taki höndum saman við að uppræta þá meínsemd, sem verðbólgan er í islensku þjóðfé- lagi. Fimmtudagur 17. febrúar 1977 vísm « Heimir Pálsson skrifar1 ym leikhús: y Að reisa sér gamanleik um öxl Leikfélag Selfoss sýnir: Dario Fo: Sá sem stelur fæti verður heppinn 1 ástum. Leikstjóri: Steinunn Jóhannes- dóttir Þegar um þessar mundir verður nokkurt hlé á frumsýn- ingum atvinnuleikhúsanna hér i höfuöborginni koma til áhuga- mannahópar og fylla i eyðurn- ar. Þannig sýna leikfélög ýmissa skóla ávöxt starfs sins á þessu máli og á mánudag og þriðjudag gafst ibúum Stór- reykjavikur kostur á að sjá sel- fyssinga spreyta sig á gaman- leik Dario Fo um skúrkinn góða Harlekin og það sem viö ber þegar hann stelur fæti Merkúrs. Dario Fo er I tölu kunnustu leikhúsmahna þessarar aldar, hugmyndarikur maður sem ekki lætur kóng né páfa segja fyrir verkum, byggir starf sitt á fornri italskri — og raunar um tima samevrópskri — hefö, beitir I leikhúsi sinu einföldum brögðum grimuleikhússins. Þannig er leikrit hans um þann sem stelur fæti öldungis hefð- bundinn gamanleikur meö gamalkunnugum persónum, Harlekin og Pantalóni aö visu með öðrum nöfnum. Viðburðir leikritsins eru kátlegir og gera Ismeygilegt grin aö fjármála- spillingu sem ekki er eins bundin við Italiu og textinn gefur I skyn, en svo er broddur- inn sorfinn notalega af meö þvi aö láta Harlekln lenda I ástar- ævintýri sem endar vel. Margir reykviskir leikhús- gestir munu minnast sýningar LR á þessu verki fyrir einum 8 árum, en þó enn fleiri sýning- arinnar á einþáttungum sem I sameiningu fengu nafniö Þjóf- ar, lik og falar konur — og ein- mitt voru verk þessa sama Dario Fo. Þar var þá á fjölum einhver allra besta gamanleik- sýning sem hér hefur verið boö- ið upp á. Nú er ég alls ekki viss um að „Sá sem stelur fæti” sé miklu lakara verk en „Þjófar, lik og falar konur.” Að visu syndgar Fo dálitið upp á náðina meö þvi að teygja efnið I heils-kvölds-leikrit. Hitt er öld- ungis vist: til þess að úr verði jafngóð sýning þarf jafngóð- an leik. Og það vekur ósjálfrátt upp þaö sem I þessum pistli var til umræðu fyrir skemmstu: Það þarf betri og reyndari leik- ara til að bera uppi gamanleik en harmleik. Og þaö er engin von til þess aö bær af stærö Sel- foss geti lagt til svo marga góða leikara að þeir geti borið uppi gamanleik. Afrakstur starfs selfyss- inganna verður þess vegna dálitiö sorglegur. Og hann verð- ur sorglegur fyrst og fremst fyrir þá sök að þarna er á ferð — eins og að jafnaði I áhuga- leikhúsi — fólk sem á sér ekki aðra ósk en gera vel og leggur sig I lima að svo megi verða. En það hefur orðiö fórnarlamb forntrúarinnar: Gamanleikir skulu það vera! Vissulega var mikili munur á hvernig leikendum tókst. Ketill Högnason náði t.d. furðanlega góðum tökum á Appollo (Harlekin), haföi vald á skemmtilegum sveiflum i geð- brigðum og raddbeitingu og gerði persónuna ismeygilegan bragðaref sem naut óskoraðrar samúðar áhorfenda. Þetta er raunar að sumu auðveldasta hlutverk leikritsins, þvi það hefur flestar mennskar hliðar. Aðrir leikarar I aðalhlutverk- um, þau Hörður S. Óskarsson (Attilio), Gylfi Þór Glslason (Aldo) og Katrin Inga Karls- dóttir (Anna) féllu öll I gildru ofleiksins, hreyfingar uröu of ýktar, raddbeiting slikt hið sama — án þess að tækist að fylla persónuna á bak við. I hlutverki Dafne náöi Þóra Grét- arsdóttir betri árangri — eink- um eftir að ýkjuleiknum sleppti og hún fékk að sýna á sér eöli- legri hliðar. Þetta er allt saman ofur skiljanlegt og fjarska algengt. En það er lika sorglegra fyrir þá skuld. Ahugaleikhúsin eiga svo sannarlega skilið að lifa og blómstra. En þau eiga lika skilið að fá þá tilsögn og aöstoö sem bjargar þeim framhjá verstu hættunum. Um leið og ég þakka selfyss- ingum fyrir komuna á sviö höfuöborgarsvæöisins, vona ég að þeir láti ekki dræma aðsókn reykvikinga og mistök þessa leikárs draga úr sér allan kjark. Spurningin er bara að reisa sér ekki gamanleik um öxl. HP rir leiksýningu selfyssinga I 1 l | I

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.