Vísir


Vísir - 17.02.1977, Qupperneq 24

Vísir - 17.02.1977, Qupperneq 24
I* / VfSIRI íbúar fjölbýlishúsa við Krummahóla mótmœla: Fimmtudagur 17. febrúar 1977 Spassky og Smyslov koma ó sunnudaginn — ekkert heyrist frá Fischer „ViO reiknum fastlega með þvi aö Robert Fischer hafi fengið boð okkar og far- seðiiinn i hendur, enda þannig um hnútana búið. Hins vegar hefur enn ekki tekist aö ná beinu sambandi við hann” sagði Einar S. Einarsson, for- seti Skáksambandsins i sam- tali við Visi i morgun. Nú styttist óöum I að ein- vigið milli Boris Spassky og Vlastimil Hort hefjist á Loft- leiöahótelinu, en Fischer var boöiö aö dvelja hér um tima meöan á einviginu stæöi eða þá koma siöar. Hort er væntanlegur til landsins annaö kvöld en Spassky á sunnudaginn. Einar S. Einarsson sagöist hafa fengiö þær upplýsingar hjá Spassky i gær, að rússneski stórmeistarinn Smyslov kæmi einnig hingaö til lands á sunnudag, en hann verbur aöstoöarmaöur Spasskys. Aðstoðarmaður Horts veröur dr. Alster, sem er alþjóölegur skákmeistari. —SG „BEIÐNIN DREGIN TIL BAKA" -segir Páll Ásgeir Tryggvason ,,Ég taldi ekki ástæðu til að skýra utanrikisráöherra frá þessum beiönum, þar sem þær voru i rauninni dregnar til baka, a.m.k. um tima” sagði Páll Asgeir Tryggvason, deildarstjóri i varnarmála- deild, i viðtali við Visi i morgun um þá frétt Visis i gær, að a.m.k. einn umsækj- enda hefði óskað eftir að fá nöfn meðumsækjenda sinna um stöðu framkvæmdastjóra Sölu varnarliðseigna, en feng- ið neitun. t yfiriýsingu um málið sagði Páll Asgeir: ,,Að gefnu tilefni skal þaö hér meö staöfest, aö hr. Stefán Skarphéöinsson, skrifstofu- stjóri Sölu varnarliðseigna, hringdi til undirritaðs i byrjun janúar og óskaði eftir upp- lýsingum um nöfn annarra umsækjenda um stöðu fram- kvæmdastjóra Sölu varnar- liöseigna. Var honum tjáö, aö af tillitssemi við þá umsækj- endur, sem sérstaklega heföu beðið um aö nafni þeirra væri haldiö leyndu, fengju þeir ekki stööuna, heföi verið ákveöiö aö birta ekki nöfn þeirra aö svo stöddu, hvað sem siðar yrði. Jafnframt var honum skýrt frá þeirri skoöun undir- ritaös, aö lagalega séö þyrfti ráðuneytiö ekki aö gefa um þetta upplýsingar, þar sem um starf i þágu utanríkisþjón- ustunnarværi að ræöa. Dróþá Stefán þessa beiðni sina til baka, að svo komnu máli, og kvaöst una þessu, ef aðrir sætu viö sama borö. Tveir aðr- ir umsækjendur fengu sömu svör, og sögöust láta þar við sitja. Undirritaður taldi ekki ástæöu til þess að skýra utan- rikisráðherra frá þessum samtölum, þar sem þessar óskir voru I rauninni dregnar til baka, a.m.k. I bili, og hafa ekki veriö endurnýjaöar sið- VILJA EKKI NABYLI VIÐ IÐNAÐARHVERFI tbúar i fjölbýlishúsum við Krummahóla hafa sent borgar- yfirvöldum undirskriftalista, þar sem mótmælt er fyrirhug- uðu iðnaðarhverfi mUli fjöl- býlishúsanna við Krummahóla og einbýlishúsanna þar fyrir norðan. „Hér er um aö ræða rúmlega riggja hektara svæöi”, sagöi Þóröur Þorbjarnarson, borgar- verkfræðingur, i viðtali viö Visi I morgun. „Það var sýnt sem landnotkunarplan um það ■ leyti sem Krummahólabyggöin var skipulögö, þannig aö öllum mátti ljóst vera, aö eitthvaö slikt kæmi þarna. A síöasta fundi gekk skipu- lagsnefnd I meginatriðum frá skilmálum á skipulagi á þessu iðnaöarsvæði, og skipulagiö og svarið við mótmælunum kemur allt fyrir i einu hjá borgarráöi”, sagði hann. Aðspuröur, hvort 'haldiö yrði fast viö þetta iðnaðarsvæöi þrátt fyrir mótmælin, sagðist Þóröur hafa trú á þvi. „Vil viljum endilega reyna aö hafa einhver atvinnusvæöi inni i ibúöarhverfunum. Við höfum settt okkur þaö markmið við úthlutun á þessu svæöi, aö þarna veröi um frekar mann- frekan og þrifalegan iðnað aö ræða, sem hafi um leið eitthvert þjónustugildi fyrir hverfiö. Þaö er alveg ljóst, aö i svona iðn- aðarhverfi verður aö ganga vel frá þvi, aö þarna verði góð hús oggóö umgengni”, sagöi Þórður aö lokum. Felldu niður kennslu í Fellaskóla í dag — vegna bruna í Fellahelli „Hér hafa orðið talsverðar skemmdir af reyk og sóti, en þær eru ekki fullkannaðar enn- þá” sagði Valur Þórarinsson, forstöðumaður Fellahellis, I samtali við Visi i morgun. Siödegis i gær kom upp eldur i loftklæöningu i samkomustaðn- um Fellahelli i Breiöholti. Hellirinn er i kjallara Fella- skóla og barst reykur og sót um loftræstingastokka upp I húsa- kynni skólans. Varö þvi aö fella niöur kennslu i dag meðan unniö er aö hreingerningum. Valur Þórarinsson sagði, aö reynt yröi að koma öllu i samt lag í Fellahelli sem allra fyrst. Ekki heföu orðib skemmdir á húsgögnum vegna elds. Eftir væri aö athuga hvort gólfið i leiktækjasal hefði skemmst, en það var einmitt i klæðningu yfir öðru baðinu þar sem eldurinn kom upp og telja menn liklegt aö útleiðsla rafmagns sé orsök- in. — SG Galvaskir slökkviliðsmenn bjuggust til inngöngu í reykjarkófið þegar Visismenn komu á staðinn laust fyrir klukkan 17. Börnin fylgdust af athygli meö störfum slökkviliðsins og er greinilegt á sum- um andlitunum.að þau hafa búist við aðfá frí Idag. (Ljósm. Visir — Jens) „ALDREI $ÉÐ NEITT ÞESSU UKT" ís og vatnsmagnið i Þjórsá mjög mikið upp á siðkastið „Ég hef aldrei séð neitt þessu likt” sagöi Oddný Kristjáns- dóttir, húsfreyja i Ferjunefi I Villingaholtshreppi, um is- magnið i Þjórsá þessa dagana. 1 samtali við Visi i morgun sagöi Oddný að vatnsmagnið i ánni heföi aukist i hlákunni i nótt, og nú flæddi yfir veginn á tveim stöðum og væri hann ófær litlum bilum. „Þaö er vatn yfir öllum tún- um hjá okkur og alveg heim aö bæjarhúsunum og i Mjósundi hefur nú um nokkurn tima veriö dælt undan heyjum i hlöðu” sagöi Oddný. „Ef hlánar mjög skarpt gæti áin sprengt isinn af sér með látum og þá er ekki gott að segja hvernig fer. En þetta ætti aö vera i lagi ef ekki hlýnar i veðri, og viö vonum bara það besta.” — GA Lagarfoss hefur tafist ó aðra viku vegna orða- lagsatriða Lagarfoss hefur nú tafist á aðra viku vegna orðalags- atriða i sambandi við banka- ábyrgð. Skipið átti sem kunn- ugt er aö sigla með skreið til Nigeriu en liggur enn i Reykjavikurhöfn og er þess beðið að málið komist á hreint. „Það er óhætt að segja að málið sé á hreyfingu. Þaö er verið aö vinna að þvi og von er á frekari fréttum i dag” sagði Siguröur Markússon fram- kvæmdastjóri Sjávarafurðar- deildar SIS i samtali viö VIsi. Menn frá SIS eru nú erlehdis til aö vinna aö lausn málsins. Sagöi Siguröur Markússon aö fundir heföu verið með kaup- endum og ráöuneytismönnum i Nigeriu i gær og væru frekari fundir fyrirhugaöir i dag. — EKG Að reisa sér gaman- leik um ðxl Heimir Pálsson, leik- listargagnrýnandi Vísis, skrifar í dag um gaman- leik sem selfyssingar hafa sýnt að undan- förnu: „Sá sem stelur fæti er heppinn í ást- um". Sjá bis. 10 íþrótta- frímerki fyrir 15 milljónir? Þótturinn Úr heimi frímerkjanna er eins og venjulega ó bls. 17 i dag

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.