Vísir - 03.03.1977, Blaðsíða 1

Vísir - 03.03.1977, Blaðsíða 1
*r«- Breytingar á flugumferð yfír N Atlantshaf Kosta okkur milljónatugi — tH untrœðu á ráðstefnu í Kanada — Flugmálastjóri berst gegn þessum breytingum Breytingar sem ýmsar þjóOir vilja gera á flugumferOinni yfir Noröur-Atlantshaf, koma til með að kosta tsland tugi milljóna króna, ef þær nó fram að ganga. Agnar Koefoed- Hansen, flugmálastjóri er nú á flugmálaráðstefnu i Montreal i Kanada, ásamt hópi sérfræð- inga, til að reyna að bjarga þvi sem bjargað verður. Birgir Guðjónsson, hjá samgönguráðuneytinu, sagði Visi i morgun að hér væri um að ræða breytingar á samningi um sameiginlega greiöslu kostnað- ar á flugþjónustu sem Island veitir. t samningum er flugstjórnar- rými Islands ákveðin stærð. Um þaö fara flugvélar hinna og þessara þjóöa. Alþjóða flug- málastofnunin greiðir þvi fyrir þessa þjónustu, en rukkar svo aftur viðkomandi riki i hlutfalli við notkun á þessari þjónustu. Núna fara um 110 þúsund flug um svæðið árlega og af þvi eigum við aðeins tvö prósent. Suðurmörkin á islenska flug- stjórnarsvæðinu eru nú á fertugustu gráðu. Ýmsar þjóðir vilja pressa mörkin að sextug- ustu gráðu sem hefði i för með sér að flugum I reikningsgrund- vellinum myndi fækka i 22 þús- und. Okkar hlutfall myndi þá hækka upp i tiu prósent og þar meðhækka okkar greiðsluhluti úr 11 milljónum upp I 54. Þá koma inn i þetta fjar- skiptamál og veðurþjónusta. Fyrrnefndar erlendar þjóðir stefna að þvi að hætta að greiöa fyrir flugveðurþjónustu, sem Is- lendingar þyrftu þá að taka á sig. Það heföi örugglega i för með sér einhverjar kerfisbreyt- ingar hérna. Nú eru reknar hér tvær flug- veðurþjónustumiðstöðvar, I Reykjavik og Keflavik. önnur þeirra kynnti að verða lögö niöur, allavega yrði skorið eitt- hvað niður til að draga úr kostn- aöi. Birgir Guðjónsson taldi öruggt að einhverjar breytingar yrðu gerðar. Flugmálastjóri og menn hans beröust hins vegar fyrir þvi að þar verði sem minnstar. Meö Agnari úti eru Leifur Magnússon, aðstoöar- flugmálastjóri, Hlynur Sig- tryggsson, veöurstofustjóri, Björn Jónsson og menn frá pósti og sima. — ÓT Campeíinato delMundo ch'Ajedrez Rcykjnvik Fischer Spasskj’ CORDOBAS^t * a r) a AEREO N ICAKA CUIUIMA D( MH CMÍSHH IOX Einvígið í Reykjavík á frímerki erlendis 1 nokkrum löndum hafa veriö gefin út frimerki, þar sem minnst er heimsmeistaraeinvigisins ískák, sem haldið var i Reykjavik 1972. A myndinni sést eitt slikt frimerki, frá Nicaragua I Mið- Ameriku. 1 frimerkjaþætti Visis, sem birtur er á bis. 21 I dag, er skýrt frá nokkrum slikum frimerkjum. Að undanförnu hafa margir skólanemendur fylgst með störfum í ýmsum fyrirtækjum. Þar á meðal hafa nokkrir fylgst með þvi, hvernig Visir verður til á degi hverjum. Tveir nemendanna voru úr Garðaskóla og á bls. 10 skýra þeir i máli og myndum frá lifi og starfi skólanemenda þar. ^mmmm^m.^^m^^—mmmmm* 40 ár í lögreglunni án þess að beita kylfunni „Ég er ánægðastur yfir þvi að hafa engan skaðað og að hafa aldrei þurft að beita kylfu þauár, sem ég hef starfað i lögreglunni” segir ólafur Simonarson lögregluþjónn i viðtali við Visi, en hann hefur starfað i f jörtiu ár i lögregl- unni. Viðtalið við ólaf er á bls. 2. Það hafa eflaust flestir landsmenn fylgst með fs- lenska landsliðinu I hand- knattleik, sem nú tekur þátt i B-hluta heimsmeistarakeppn- innar i Austurriki. Hér má sjá nokkra islensku leikmenn- ina slappa af á miili ieikja I Austurriki með þvi að taka i spil. Við borðið eru Viöar Simonarson, Bjarni Guðmundsson, Jón Karlsson — með nýju hárgreiðsluna sina — og Agúst Svavarsson. Með þeim fyigjast þeir Þor- bergur Aðalsteinsson og Guirnar Einarsson. Ljós- wynd: Bjbrn Btöndai I AuatUirriki. gKaífci ra> 4*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.