Vísir - 20.03.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 20.03.1977, Blaðsíða 5
VISIH Sunnudagur 20. mars 1977 5 KOMA INN I FJÖLSKYLPU heimsóttur Myndir: Loftur Ásgeirsson viö sitt hæfi^hélt Friörik áfram, „og þaö er sjaldgæft aö nokkur veröi Utundan. Hér er mikiö iþrdttalíf. Þaö er spilaö og teflt. Viö höfum bekkjarskemmtanir og tvær meiri háttar hátiöar á hverjum vetri, desinn og mars- inn. Desinn er haldinn i desem- ber, eins og nafniö bendir til, og þá marsinn i mars. A þessar hátiöar geta nemendur boöiö foreldrum sinum og öörum ættingjum og hópast fólk hingaö yfir f jöll og snæ. Hefur stundum tekiö margar klukkustundir fyr- ir foreldra aö komast milli slns heima og skólans, en þeir hafa samt ekki látiö þaö stööva sig. Nú, svo höfum viö ýmsa klúbba og félög I skólanum. Sjónvarp er á vistunum, en þaö er ekki horft mikiö á þaö. Helst horfa nemendur á Iþróttirnar, Rokkveituna og Hjónaspil á meöan þaö var.” Kvikmyndavélin fjár- mögnuð á einu ári Kvikmyndasýningar eru haldnar einu sinni til tvisvar i viku og eru þær vel sóttar af nemendum. Kvikmyndavélin kom til skólans I fyrra og var hún fjármögnuö meö þvi aö nemendur héldu happdrætti og ýmis félagasamtök lögöu þeim llka liö. Þaö sem á vantaöi var greitt meö aögangseyrinum, en þaö kostar 200 krónur aö fara á bió I Eiöaskóla. Friörik Mar sagöi aö vélin heföi kostaö 1750 þúsund krónur og heföi tekist aö fjármagna hana á einu ári, en tjaldiö heföi þeim veriö lagt til. Kristinn skólastjóri sér um sýningarnar og eru yfirleitt ekki sýndar nema góöar myndir. Þær eru pantaöar frá kvik- myndahúsunum I Reykjavik. Eru nemendur ekki fyllilega ánægöir meö undirtektir kvik- myndahúsaeigenda, þvi oft vilji standa á myndunum. Þó sögöu þeir aö þetta væri svolitiö mis- jafnt. íþróttir einn stærsti lið- ur félagslifsins Eins og komiö hefur fram er mjög mikiö félagslif i Eiöa- skóla. Einn stærsti liöur þess eru Iþróttirnar. Aö sögn Guö- mundar Gislasonar formanns Iþróttanefndar taka flestir nem- endur þátt f einhverjum iþrótt- um fyrir utan skylduna. 1 skólanum fara fram mót I mörgum Iþróttagreinum og má þar sem dæmi nefna borötennis, blak, körfubolta, knattspyrnu og skák, sem nemendur vilja telja til iþrótta. Eins má geta þess aö sundlaugin er mikiö not- uö flest kvöld. Körfuknattleiksliðið ósigrandi Eitt helsta stolt skólans er körfuboltaliöiö. Þar sem skóla- félagiö er jafnframt ungmenna- félag hefur þaö rétt til aö senda liö á öll mót sem haldin eru á vegum ungmennafélaganna. Hefur körfuknattleiksliöiö veriö ósigrandi á austurlandi undan- farin ár. íþróttasalurinn er einna mest notaöur af öllum húsakynnum skólans og veröur notkunin aö vera þrautskipulögö. Um þaö sér Iþróttakennarinn I sam- vinnu viö Iþróttanefnd, en hann tekur eins og aörir kennarar skólans mikinn þátt I öllu félagsllfi nemenda. Hættu allir reykingum A fimmtudagskvöldum koma kennarar og nemendur saman I hátlöasalnum og halda kvöld- vökur og málfundi. Hafa þrir málfundir veriö haldnir I vetur og þá tekin fyrir mál sem varöa nemendur. Var mikil og góö þátttaka I umræöum á þeim öll- um.Rætt var um skólaferöa- lagiö og hverjir skyldu taka þátt Iþvl (engin niöurstaöa). Þá var rætt um sælgætissölu I skólan- um og loks reykingar. Af umræöum um reykingar er þaö aö segja aö enginn treystist til aö mæla þeim bót. Hættu ein- hverjir nemendur reykingum eftir fundinn, en allir þeir kennarar sem reyktu fóru I bindindi og stóö þaö enn þegar slöast fréttist. Reykingar eru ekki leyföar I skólanum og hefur reglan veriö sú aö ekki mætti reykja I augsýn skólans. Nú hefur veriö leyft aö reykja aö húsabaki og telst þaö ekki til augsýnar. Brá svo viö aö fremur dró úr reykingum heldur en hitt þegar nemendur þurftu ekki lengur aö taka sér ferö á hendur út fyrir hól til þess aö fá sér aö reykja. Sælgæti og öl er selt á vegum skólafélagsinsog er aöeins hægt aö næla sér I þessar vörur á böllunum og einu sinni I miöri viku. Var rætt um hugsanlegar breytingar á þessu, en ekki reyndist áhugi á því meöal nem- enda, enda fjárráö misjöfn I stórum hópi eins og gengur. A hverju ári er stefnt aö því aö skólablaöiö, Helgi Asbjarnarson komi út þrisvar sinnum. Og nú hefur veriö bætt viö Iþrótta- blaöi, sem á aö koma út fjórum sinnum I vetur. Skólablaöiö hefur haldiö þessu nafni sinu frá upphafi og hefur þaö nú komiö út I ein- hverri mynd I ein sextíu ár. 1 fyrstu mun þaö hafa veriö lesiö upp á samkomum, en nú er þaö fjölritaö og er hvert blaö um 60 síöur aö stærö. Að vaska upp Nemendur sjá sjálfir um aö taka til I herbergjum sinum. Auk þess eru þeir þrír I einu i eldhúsinu. „Viö leggjum á borö og vösk- um upp og þess háttar,” sögöu þeir Friörik Mar og Guömund- ur. „Viö erum ágætlega ánægö meö þaö, því aö viö þaö lækkar fæöiskostnaöurinn og hann þurfum viö aö borga.” Eflaust hefur margt fariö fram hjá okkur af llfinu innan veggja Eiöaskóla, enda trauöla hægt aö komast til botsn I þeirri veröld á einni kvöldstund. En þrátt fyrir stutta viödvöl feng- um viö þó tækifæri til aö ganga úr skugga um aö kvikmynda- sýningatækin eru I góöu lagi og aö lítill munur er á aö skoöa góöa vestra I hátíöasal austur aö Eiöum og I kvikmyndahúsi I Reykjavík. —SJ 9 . Þetta kvöld voru margir uppteknlr viö að horfa á körfuboltakeppni milli skólallðsins og Hattar fró Egiisstöðum. Körfuboltaiiðið hefur veriö mjög slgursælt og seglr formaöur fþróttanefndar þaö ósigr- andi. Yfirleitt horfa nemendur Htið á sjónvarpið, en þó var einn viö tækið þegar við litum inn á vist- ina. c> Kristinn Kristjánsson skóla- stjóri viö kvikmyndasýninga- vélina góðu. Hjá honum stendur sonur hans. Gunnlaugur. [ i m 1 ú ájj r'i 1 1 Sundlaugin er óspart notub flest kvöld. Bókfærslukunnáttunni kippt I lag

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.