Vísir - 20.03.1977, Blaðsíða 14

Vísir - 20.03.1977, Blaðsíða 14
14 Sunnudagur 20. mars 1977 vísm vægi f jölskyldunnar, og faöirinn sé höfuö hennar, er auöséö aö samband ungu mannanna viö hann er frjálslegt. Þeir gripa aö visu aldrei frammi fyrir honum, en þá gripa þeir reyndar heldur ekki frammi hvor fyrir öörum. Hins vegar bæta þeir oft ein- hvérju við, eins og til frekari út- skýringar, eða þeir gripa spurn- inguna og svara henni fyrst, án þess aö hika. A nútima mæli- kvarða teljast sjálfsagt sumar hugmyndir mormöna um fjöl- skyldulifiö gamaldags, en faðir- inn er greinilega enginn alráöur ógnvaldur. -O- „En fyrst þiö grundvalliö á Guðstrú, af hverju getið þiö ekki bara kallaö ykkur kristna menn’” „Mormónar er i rauninni aðeins nafn, sem kannske gefur ekki rétta hugmynd um söfn- uðinn. Mormóni er orð sem i daglegu tali er notað um þann sem er i „Kirkju Jesú Krists af Siðari Daga Heilögum.” Þaö er nafniö sem viö notum, þótt viö höfum ekkert á móti þvi aö vera kallaðir mormónar.” „Til skýringar er rétt að geta þess aö orðið „heilagur” á þarna ekki að útleggjast i sam- ræmi við erfðir og siöi rómversk-kaþólskrar trúar. Við leggjum i það hina almennu merkingu sem Páll postuli lagði i orðið þegar hann ritaði þeim sem voru i frumkirkjunni. Mormónar lita aðeins á sig sem heilaga, i þeim skilningi að þeir trúa á Jesú Krist og tilheyra kirkju hans.” „OK, en mér sýnist nú samt sem þið séuð bara kristnir?” Mormónarnir sex hlæja, en halda svo áfram útskýringun- um. „Mormónar eru oft flokkaðir sem mótmælendur, þar sem þeir eru ekki kaþólskir. í raun- inni eru þeir þó engu nær mót- mælendatrú en kaþólsku.” „Meðal trúarreglan mormóna eru allar siðferðilegar kröfur og undirstöðukenningar Nýja Testamentisins. Trúin á upphaf sitt i kenningum Bibliunnar, en við þær hafa mormónar bætt þvi sem þeir kalla nútima opinber- un”. Hefur Guð ekki málfrelsi? „Meginreglan um opinberun á okkar timum er grundvallar- atriði i guðfræði mormóna. „Við trúum öllu sem Guð hefur opin- berað, öllu sem hann opinberar nú, og við trúum, að hann eigi enr> eftir að opinbera marga og mikilvæga hluti.” Þetta er hin opinbera yfirlýsing kenningar- innar”. „Kristnir menn og gyðingar halda þvi yfirleitt fram að Guð hafi birst og leiðbeint útvöldum mönnum fyrr á öldum. Mormónatrúin heldur þvi fram að þörfin fyrir guðdómlega handleiðslu sé eins mikil i hin- um flókna heimi nútimans og hún var á tiltölulega fábrotinni öld hebrea.” „Grundvallarsannindi sem sett eru fram i Gamla- og Nýja Testamentinu, eru eins bind- andi á okkar dögum og þau voru þann dag sem þau voru boðuð. Samt skapar lifið okkur nú vandamál sem voru allendis óþekkt fyrir mörgum öldum. Þar við bætist að ýmsar kenn- ingar Bibliunnar hafa verið túlkaöar á svo marga og ólika vegu, að margt hugsandi fólk veit ekki hverju þaö á að trúa.” „Hafi Guö talað áður fyrr, er þá eðlilegt að trúa þvi að hann geti ekki talað á okkar timum? Hvaða manni kæmi til hugar að neita Guöi um rétt til að tjá sig?” Lifandi spámaöur. „1 samræmi við kenninguna um ðpinberun á okkar timum hafa mormónar alltaf sinn „lif- andi spámann” sem er æðsti tengiliður þeirra við Guð. Jóseph Smith var fyrsti spámaðurinn og sá sem nú er heitir Spencer W. Kimble. Hann £r*F nsguf O&JI 0<»» ÖV&* Ad skilja ci oð hluslu einkuro inntro (jölskyldunnar 1 í ' "í í'f t 1. . ■9 Srs ,,fs Robert, Daniel, Byron, Melva, David og Teryl. Vlsismyndir Jens. hefur tvo sérlega ráðgjafa óg þessir þrir menn mynda Æðsta forsætisráðið.” „Meö þeim starfar Tólf- postularáðið, þar fyrir neöan kemur Sjötiundarráðiö og svo framvegis. Þannig starfa mormónar með sama skipulagi og rikti i kirkju þeirri sem Frelsarinn stofnaði. „Hvað Bibliuna snertir hafa mormónar þrjár bækur til við- bótar við hana. Þær eru „Mormónsbók,” „Kenning og Sáttmálar” og „Hin dýrmæta perla.” Þessar bækur ásamt Bibliunni eru grundvallarrit mormónakirkjunnar. Kenn- ingarnar i þessum þremur bók- um okkar eru ekki i mótsögn við kenningar Bibliunnar. Þær staðfesta að hin hebresku rit eru guðdómleg að uppruna og skýra til muna margar kenningar sem þar er að finna og menn hafa deilt um öldum saman.” Fjölkvæniö... „Nú voru mormónar lengi ofsóttir, viða um heim og ein kveikjan að þeim ofsóknum var fjölkvær.iö. Hvað viljið þið segja um það?” „í margra augum hefur mormónatrú táknað aöeins eitt — fjölkvæni. Um það voru sagð- Melva og Davift: „Fjölskyldan er eitt hift mikilvægasta.” Byron: „Vift trúum öliu sem Guft hefur opinberaft”. „Vift erum hvorki mótmælendur né kaþólskir” Teryl meft myndir af hofum mormóna. Daniel: „Vift lltum ekki niftur á nokkurn mann....” ar margar sögur I öllum heims- hlutum, og þær svæsnar. Þær heyra nú timanum til, sem betur fer.” „Sannleikann um og ástæð- una fyrir fjölkvæninu er að finna I trúarboðskapnum. Þvi er ,,-haldið fram að mormónatrú sé endurreisn verka Guðs á öllum timum fagnaðarboðskaparins. Gamla Testamentið kennir að öldungarnir, þeir menn sem Guð hafði velþóknun á, hafi átt fleiri en eina konu, með guðlegu samþykki.” „Við þróun Mormónakirkj- unnar á nitjándu öld, var það opinberað leiðtoga hennar að slikir hjúskaparhættir skyldu teknir upp á ný”. „Boðun þessarar kenningar var mikið áfall. Skömmu eftir að Brigham Young frétti um hana sá hann likfylgd fara um götu. Og þá á hann að hafa sagt að heldur vildi hann láta grafa sig i stað þess sem I kistunni væri, en að þurfa að gangast inn á þessa kenningu. Þrátt fyrir þetta var hún samþykkt sem boðorð Guðs.” „Þetta þýddi þó alls ekki að allir karlmenn safnaðarins gripu sér samstundis fjölda kvenna til fylgilags. 1 framkvæmd var þetta mjög erfitt. Eftirlit var strangt og það var aðeins örlitið brot karl- manna, sem tóku sér fleiri en eina konu.” „Þeim einum sem voru stað- fastir og höfðu fært sönnur-að þeir væru færir um að sjá fleiri en einni fjölskyldu farboða, var heimilað fjölkvæni. Það urðu aldrei meira en þrjú prósent fjölskyldna innan kirkjunnar, fjölkvænisfjölskyldur og sá háttur var talinn trúarlegs eðlis, eingöngu.” Hlýðum landslögum „Siðla á niunda tug siðustu aldar samþykkti svo banda- rikjaþing ýmis lög, sem bönn- uðu þennan sið. Hæstiréttur kvað upp þann úrskurð að lögin brytu ekki i bága við stjórnar- skrána og þá tilkynnti kirkjan að hún væri fús til að beygja sig I þessu efni.” „Hún hefði heldur ekki verið sjálfri sér samkvæm ella, þvi ein undirstöðukenning hennar er að menn hlýði landslögum. Þetta var árið 1890 og siðan hafa embættismenn kirkjunnar ekki framkvæmt slikar vigslur. ■ Einstaklingar sem hafa stofnaö til þessháttar hjúskapar, hafa verið settir út af sakrament- inu.” „En þetta allt varð til að dreift var mörgum hlægilegum firrum sem hafa reynst furðu lifseigar. Þær hafa villt mönn- um sýn að þvl er snertir hina raunverulegu hjúskaparkenn- ingu siðari dags heilagra.” „1 guðfræði mormóna er hjónabandið heilagur samning- ur sem er gerður að guðlegum fyrirmælum. Samkvæmt valdi prestdæmisins eru maður og kona ekki aðeins gefin saman i þessu lifi sem lögleg hjón, heldur og um alla eilifð”. „Kirkjan leggur mikla áherslu á helgi heimilisins og kennir að börn séu blessun frá Drottni. A enga meginreglu leggja mormónar meiri áherslu en helgi hjúskaparsáttmálans. í guðfræði mormóna er hórdómur svo alvarlegt brot að hann gengur morði næst.” Meira krafist. Mormónakirkjan leggur tölu- vert meira á sina óbreyttu safn- aðarmeðlimi, en kristin kirkja og Byron og fjölskylda hans eru e.t.v. ágætt dæmi um þaö. Ef menn lifa i samræmi við kenn- ingar kirkjunnar geta þeir orðið þeirrar blessunar aðnjótandi að starfa fyrir hana á einhverju sviði. Það er nokkuö almenn regla að karlmenn verji tveimur ár- um af ævi sinni i einhverskonar störf fyrir kirkjuna. Oftast eru það trúboðsstörf erlendis, þvi mormónar eru fjórar milljónir talsins I flestum löndum heims- ins og leita stöðugt eftir þvi að breiða trúna út.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.