Vísir - 20.04.1977, Blaðsíða 11
VISIR
Miðvikudagur 20. apríl 1977
Gefur hálfreiknað dœmi vís-
bendingu um hálfan skilning?
Fyrir um það bil sex vikum
urðu töluverðar umræður á
þingi og i fjölmiðlum um sam-
ræmd próf. (Jr þessum umræð-
um varð f rauninni ekkert og
þær dóu niður cftir örfáa daga.
Þingmenn og blaðamenn leituðu
að nýjum brennidepium og
fundu þá eða bjuggu þá til. Af
þessari reynslu má sjá hvernig
umræðu fjölmiðla er venjulega
háttað i málum sem einhverju
skipta. Fjölmiðlarnir gera sér
Ijósa nýjungagirni lesenda og á-
heyrenda og miða efnisval sitt
nær eingöngu við hana, enda
eiga fjölmiðlarnir drjúgan þátt i
að vekja nýjungagirnina, sem
er i því lfk byltingunni að hún
étur börn sln og foreldra.
Fjölmiðlarnir hafa enga sjálf-
stæða tilhneigingu til að halda
sér við efnið, geta það alls ekki
ef efnið er fremur leiðinlegt, en
jafnframt kostar það lesendur
eða áheyrendur mikið erfiði aö
fá fjölmiðlana til að gera ein-
hverju efni góð eða ýtarleg skil.
Það verður ekki gert nema með
þvi að skrifa eða tala opinber-
lega, en það er flestum of mikil
fyrirhöfn. Fjölmiðlarnir eru af
þessum sökum til þess eins
fallnir að breiða út fréttir eða
skoðanir i stuttum hrinum. Þeir
eru ekki eins og venjuleg sam-
töl, vettvangur til umræðu og
skoðanaskipta.
Skilningur
Síðast þegar hér var rætt um
samræmdipróf var lögð áhersla á
prófin sem stjórntæki mennta-
kerfisins annars vegar, en sem
réttlætismál gagnvart einstök-
um nemendum hins vegar. Trú-
lega eru þetta þau sjónarmið
sem merkilegust eru þegar
menn velta þvi fyrir sér hvort
próf skuli vera samræmd eða
ekki, en þau snerta hvergi miklu
djúpstæðari vanda sem blasir
við kennurum við öll próf, hvort
heldur þau eru samræmd eða
ekki. Prófunum er þegar öllu er
á botninn hvolft ætlað að mæla
kunnáttu, árangur i námi og þá
vaknar strax sú spurning hvort i
raun sé nokkur leið að mæla
þetta. Þaö er aðeins i allra ein-
földustu og þá jafnframt ó-
merkilegustu tilvikum að próf-
andinn hefur þvi sem næst bein-
an aðgang að þekkingu nem-
andans á námsefni. Þannig er
til dæmis auðvelt að prófa hvort
nemandinn kann að leggja sam-
an eöa að lesa og hvort hann
kann eitthvert fróðleiksefni ut-
an að, en það er mjög erfitt að
prófa hvort nemandinn skilur
stærðfræðina sem honum var
kennd, eða hvort hann skilur
kvæöi sem hann las. Siðari atr-
iðin tvö, skilningur á stærðfræði
og kveðskap, eru lik öllu þvi
sem mestu máli skiptir i mennt-
un, en fyrri atriðin eru nánast
tæknileg, þaðer engin ástæða til
aö sækjast eftir þeim sjálfra
þeirra vegna. Það er að visu ó-
liklegt að menn komist vel af án
þess að kunna að lesa og leggja
saman og séu jafnframt fróðir
um hitt og þetta, en geri þeir
það eru þeir i engu minni menn.
En hafi menn ekki einhvern
þann skilning sem jafna má til
stærðfræðivits og skáldskapar-
vits komast þeir ekki lifs af.
Prófandinn verður ævinlega
að ráða i skilning nemandans af
einhverjum kennimerkjum sem
bera vitni um skilninginn, en
eru ekki skilningurinn sjálfur.
Við þetta bætist að námsefni
sem ekki er tæknilegt eins og
samlagning, en höföar til skiln-
ings eins og stærðfræðin, er
ævinlega svo yfirgripsmikið að
engin leið er að prófa i þvi öllu,
heldur verður að velja úr litil
brot efnisins til að prófa i.
Prófgerð, prófmat
Dr. Halldór Guðjónsson
dósent skrifar aðra
grein um samrœmd
prófmöguleika
prófenda til þess að
komast að þekkingu
nemenda og ráða i
skilning þeirra
Bæði þessi vandamál hljóta
að koma upp i huga prófandans
við gerð prófs. Hvernig á að
velja úrtak úr námsefninu
þannig að skil nemanda á úrtak-
inu gefi sem heilstæðasta mynd
af valdi hans á námsefninu öllu?
Hvers konar prófverkefni leiða
best i ljós kennimerki skilning á
námsefninu öllu?
Þegar meta á prófúrlausn er
það einkum fyrra atriðið sem
veldur vanda. Ef einstök próf-
spurning eða úrlausnarefni er
sæmilega afmarkað, þá kann að
vera hægt að segja skýlaust af
eða á um það hvort úrlausn er
alrétt eða ekki, en sé úrlausn
ekki alrétt verður málið miklu
erfiðara. Gefur hálfreiknað
dæmi visbendingu um hálfan
skilning? Hvað er hálfur skiln-
ingur? Það er reyndar lika auð-
velt aö þekkja alrangar úr-
lausnir, en allt sem liggur milli
alrangs svars og alrétts er og
verður álitamál. Úr þessum
vanda losnar prófandi aldrei
nema þegar um er að ræða
námsefni sem er tæknilegt eins
og samlagning eða þegar próf-
andinn hefur frá upphafi próf-
gerðar einsett sér að taka
tæknileg atriði og einstaka fróð-
leiksmola eina gilda sem kenni-
merki skilnings.
Einkunnagjöf
t ljósi þeirra vandkvæða sem
á þvi eru að semja próf og meta
þannig að sem réttust mynd fá-
íst af kunnáttu nemanda, er
þess varla að vænta að auö-
hlaupið sé að þvi að gefa loka-
mat á prófúrlausn i tölum. Sé
prófandinn sér meðvitandi um
hversu mikiö álitamál prófmat-
ið er hlýtur hann að eiga erfitt
með aö segja að einn nemandi
sýni 76,2 prósent kunnáttu en
annar 76,3 prósent kunnáttu,
þótt hann eigi tiltölulega auðvelt
með aö segja aö einn nemandi
kunni meir en upp á fimm en
annar minna. Sú nákvæmni i
einkunnagjöf sem almennt
hefur tiðkast, þ.e. hversu mörg
bil eru höfð i einkunnastiganum,
er blekking, sé litið á einkunnir
sem mælikvarða á þekkingu.
En það má skjóta sér undan
þessum vandkvæðum á tvennan
hátt. Annars vegar má segja
sem svo að prófin séu til þess
eins að bera saman kunnáttu
nemendanna sem prófið taka og
að einkunnirnar sem þeim eru
gefnar eigi þvi aðeins að sýna
hvar nemendur standa innan
hópsins, en séu ekki til visbend-
ingar um kunnáttu hvers nem-
anda. Þetta er sú leið sem farin
er þegar gefið er á kúrfu eins og
gert var við samræmdu prófin.
Hins vegar má segja sem svo
að einkunn sé gefin eingöngu
fyrir frammistöðu á prófinu,
þ.e. sú hugmynd að prófið eigi
að mæla raunverulega kunnáttu
er látin lönd og leið, i stað þess
er litið á prófiö sem sjálfstæðan
mælikvarða, sem settur er með
eins konar lagaboði án frekari
réttlætingar að minnsta kosti án
réttlætingar sem styðst við hug-
myndir um raunverulega kunn-
áttu eða þekkingu. Þótt þessi
siðari leið kunni að virðast und-
arleg og nánast fáránleg við
fyrsta tillit, tiðkast hún engu að
siður og stundum er hún réttlæt-
anleg. Þannig segja sumir sál-
fræðingar að greind sé það sem
greindarpróf mæla, þ.e. greind-
arprófin eru sjálfstæður mæli-
kvarði, settur af eins konar
lagaboði án réttlætingar sem
visar til fyrirfram gefinnar
greindar, greindin er siðan skil-
greind með tilvlsun til þessa
mælikvarða. Þótt greindarpróf
þjóni allt annars konar tilgangi
en venjuleg próf, má greinilega
neyta sömu bragða við venjuleg
próf og segja aö kunnátta sé þaö
sem prófin mæla.
Próf og starfsréttindi
Þótt þessi seinasta leið sé,
eins og sagt var, undarleg og
nánast fáránleg og gefi tilefni til
skemmtilegra útúrsnúninga (ef
kunnátta er það sem prófin
mæla, þá viröist sjálfsagt að
auka kunnáttuna með þvi að
láta nemendur læra úrlausnir
prófverkefnanna utan að áður
en þeir ganga til prófsins) er
hún þó réttlætanleg þegar mikið
liggur við. Sum próf hafa meðal
annars það mikilvæga hlutverk
að veita þeim sem prófið stand-
ast rétt til að aðhafast siðar hitt
eða þetta, leggja rafmagn i hús,
byggja brýr eöa teikna þær,
taka af manni löpp eða setja i
hann tennur. Þegar prófi er
þannig ætlað að skera úr um
tæknilega kunnáttu prófmanns
til að gegna ákveðnu starfi, er
ofur eðlilegt að þjóðfélagið setji
reglur eða lög um lágmarks-
kunnáttu til starfsins. Að slikum
reglum eða lögum settum er þá
engin þörf að spyrja framar
hvað próf samkvæmt reglunum
eiga að mæla.
En þótt prófandinn hafi þann-
ig verið leystur undan öllum
þekkingarfræöilegum vanda, er
vandinn engu að siður enn ó-
leystur, hann hvilir nú á herðum
þess sem setur reglurnar eða
lögin. Þegar um er að ræða próf
til starfsréttinda er reyndar til-
tölulega auðvelt að skjóta sér
með öllu undan þessum þekk-
ingarfræðilega vanda. Við slfk
próf skiptir það eitt máli að
tryggja einhverja lágmarks-
frammistöðu þeirra sem prófið
standast að prófinu loknu. Til
þess að finna þær kröfur, sem
gera þarf til þeirra sem læra
vilja má kanna vinnubrögð og
árangur þeirra. En það er aug-
ljóst að þessi leið verður ekki
farin i þeim prófum eða náms-
greinum, sem ekki leiða til
starfsréttinda, þ.e. i greinum
sem ekki eru tæknilegar i við-
ustu merkingu þess orðs, heldur
miða að þvi að veita nemandan-
um þekkingu hennar sjálfrar
vegna.
Skátarnir halda árlega Tlvolidag við Austurbæjarskólann I Reykjavfk. Þar gefst gestum m.a. tækifæri
til að varpa blautum tuskum framan I hrausta skáta I sjóstakk, eins og þessi mynd frá Tivoiideginum i
fvrra ber með sér.
Mikið um dýrðiríReykjavikásumardaginn fyrsta:
SKÁTA-TÍVOLÍ
VIÐ AUSTUR-
BÆJARSKÓLA
Á sumardaginn fyrsta
munu skátar úr Reykja-
vík og Sumargjöf standa
fyrir skemmtunum í til-
efni dagsins í Reykjavík.
Skátamessur verða
haldnar á vegum skáta i
Neskirkju og Breiðholts-
skóla. Ennfremur verður
messa í Hallgrímskirkju
sérstaklega ætluð eldri
skátum og velunnurum
þeirra. Þar mun sr.
Ragnar Fjalar þjóna fyr-
ir altari en frú Ingibjörg
Þorvaldsdóttir predika.
Skrúögöngur verða frá Hljóm-
skálanum og Sjómannaskólan-
um kl. 13.00 og verður gengið að
Austurbæjarskólanum þar sem
skátarnir hafa komið fyrir
TIvoli og verður selt inná svæði
skólans fyrir vægt verð, kr.
100.00 fyrir fulloröna og kr. 50.00
fyrir börn. Siöan veröur sumar-
króna seld á staðnum. Þar
verða m.a. skotbakkar, dósa-
bakkar, spákonur og margt
annað, sem fróðlegt er að sjá og
reyna. Skemmtiatriöi munu
veröa á palli innan svæðisins og
munu þau verða endurtekin
með stuttu millibili þann tlma
sem Tivoliið er opið.
Um kvöldið mun svo verða al-
mennur dansleikur á leikvelli
skólans, og mun hljómsveitin
„Poker” sjá um að skemmta
fólki þar. Einnig munu skátarn-
ir sjá um sitt eigið skátaball i
Tónabæ og verður það aöeins
fyrir skáta.