Vísir - 20.04.1977, Side 24

Vísir - 20.04.1977, Side 24
VISIR Miðvikudagur 20. aprll 1977 Valur varð ís- landsmeistari Valsmenn urðu islands- meistarar i handknattleik 1. deildar 1977 þegar þeir sigr- uðu Fram 24:20 i hörkuleik i l.augardalshöllinni i gær- kvöldi. Valur hlaut 24 stig, en Vikingur sem varð i öðru sæti hlaut 22 stig. Myndin sem Ein- ar Karlssun tók er af fyrirliða Vals, Jóni Karlssyni, sem hampar islandsmeistarabik- arnum cftir leikinn i gær- kvöldi. Sjá nánar á Iþróttaopnu bls. 13 Mannsins enn saknað Enn hefur ekkert spurst til Sigurðar Agústssonar i Kópa- vogi sem leitað hefur verið að. Sigurður hvarf af Borgar- spitalanum i fyrradag og hef- ur ekkert til hans spurst siðan. Var hans leitað I gær og verð- ur leit haldið áfram. Þeir sem einhverjar upplýsingar kynnu að geta gefið um ferðir Sigurð- ar eru beðnirað hafa samband við lögregluna I Kópavogi sem fyrst. —EA Selja kökur um borð í varðskipi A sumardaginn fyrsta held- ur félag aðstandenda Land- helgisgjeslumanna, Ýr, köku- sölu, og veröur hún um borð i varðskipinu Öðni við varð- skipabryggjuna á Ingólfs- garði. Þar verða á boðstólum gómsætar kökur af öllum teg- undum viö vægu verði. Skip- verjar á varðskipinu munu sýna þeim gestum skipið sem áhuga hafa á. Agóði af köku- basarnum mun renna i væntanlegan orlofsheimilis- sjóð landhelgisgæslumanna. Kökusalan hefst kl. 14 e.h. Houkur krefst þess að verða settur inn í embœtti ó ný „Ég hef skrifað Jóni Ey- steinssyni bæjarfógeta bréf og ber þar fram kröfu um að verða samstundis settur inn I embætti á ný og mér verði greidd þau laun sem ég á inni hjá embætt- inu siðan ég var leystur frá störfum”, sagði Haukur Guö- mundsson í samtali við Visi. Haukur sagðist vera búinn að lesa yfir endurrit skjala varö- andi rannsókn handtökumálsins svonefnda og gæti hann ekkiséð að þar væri hann sakfelldur á nokkurn hátt. Hann kvaðst þvi vera þess fullviss að forsenda fyrir brottvikningu sinni væri brostin og hann ætti þvi fullan rétt á að taka við sinu fyrra starfi sem rannsóknarlögreglu- maður i Keflavik. Þegar Visir hafði samband við Jón Eysteinsson bæjar- fógeta vildi hann litt tjá sig um málið. Hann staðfesti þó að um- rættbréf hefði borist sér i hend- ur. Hins vegar sagðist hann ekki enn hafa fengið endurrit af skjölum frá Steingrimi Gaut Kristjánssyni um niðurstööur rannsóknar handtökumálsins og þvi gæti hann ekki tekiö afstöðu til erindis Hauks fyrr en eftir lestur þessara skjala. I samtal- inu við Jón kom fram, að drátt- ur hefði orðið á að umrædd gögn kæmu til hans og þeirra hefði verið von fyrir allnokkru. Steingrimur Gautur lýsti þvi yfir fyrir skömmu i samtali við Visi að hann myndi senda rikis- saksóknara málið á næstu dög- um og það væri siðan saksókn- ara að taka ákvörðun um fram- haldið. —SG BIÐSKÁK SKÁKEINVÍGISINS TEFLD KLUKKAN 14: Lokadagur bks runmnn upp tirslit fengust ekki þegar þeir Spassky og Hort mættust I 16. sinn i skákeinviginu i gær. Þeir sátu i fimm klukkustundir yfir tafli og fór skákin i bið að þeim tima loknum. Hvorugur vildi spá um úrslit i skákinni sem verður tefld á- fram i dag. Hins vegar var það mál manna er fylgdust með viðureininni, að Spassky myndi án efa ná jafntefli i dag og sumir spáðu honum sigri. Aðrir voru þess fullvissir að Hort myndi takast að ná yfirburðastöðu og sigra. Hver sem úrslit verða eftir skákina i dag er ákveðið að lengur verði ekki teflt. Spassky nægir jafntefli til sigurs, en vinni Hort verður varpað hlut- kestium þaðhvor helduráfram. Menntamálaráðherra býöur skákmeisturunum og fleiri gestum til kvöldverðar i ráð- herrabústaðnum i kvöld og þar verða verðlaun afhent. Siðan efnir skáksambandið til fagnað- ar að Hótel Borg og verður þar boðið uppá ýmis skemmtiatriði. —SG Fimm klukkustunda bardaga loks lokið I gærkvöldi og Hort er greinilega orðinn þreyttur. Klukkan tvö Idag mætast þeir Hort og Spassky i siðasta sinn við taflborðið i þessu einvigi og annar hvor þeirra verður siðan hylltur sem sigurvegari. ( Visismynd Jens) Nýjar upplýsingar um dvalarstað eftirlýsta íslendingsins: FRÁ SAKADÓMI TIL SPÁNAR MADUR SENDUR Sakadómur hefur nú fengið á- reiðanlegar upplýsingar um dvalarstað mannsins sem leitað er vcgna rannsóknar Guðmund- armálsins. Maður frá sakadómi fer væntanlega utan innan skamms tima og fer þess á leit við mann þennan að hann komi heim og skýri frá vitneskju sinni um málið. Eins og Visir skýrði frá i gær hefur alþjóðalögreglan Interpol tekið þátt i tilraunum til að hafa upp á þessum manni og með að- stoð hennar hefur tekist að hafa upp á þeim stað þar sem maður- inn heldur sig. Margt bendir til að umræddur maður búi yfir mjög mikils- verðum upplýsingum varðandi morðið á Guðmundi Einarssyni, en hann hvarf af landu brott nokkru eftir hvarf Guðmundar. —SG Hnuplað fró Komið hefur i ljós að konan sem er i gæsluvarðhaldi hjá lög- reglunni i Hafnarfirði hefur hnuplað á fleiri stöðum en sagt var frá I gær. Hún mun til dæm- ríkissaksóknara is hafa tekið tvær peysur á skrifstofu rikissaksóknara er hún var þar stödd, en peysurnar voruieigu starfsstúlkna á skrif- stofunni. Þá hefur komið I ljós aö inn- stæða sparimerkjabókarinnar sem grunur lék á að konan hefði tekið varminni en ætlað var eða um 100 þúsund. —EA Einkaflugvélar til sýnis Einkaflugvéiar reykvikinga verða til sýnis á Reykjavikur- flugvelli á morgun, sumar- daginn fyrsta. Það er Vélflug- félagislands sem gengst fyrir sýningunni. Ekki er að efast um að marga fysir að sjá hinar mörgu einkaflugvélar, sem reykvikingar eiga. Aögangs- eyri að sýningunni verður stilltmjögi hófenöllum ágóða af sýningunni verður varið til að bæta húsnæðisaðstöðu vegna einkaflugvélanna. —EKG

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.