Vísir - 30.04.1977, Síða 3
VISIR Laugardagur 30. april 1977
3
Guðrún Á. sýnir
25-30 ketti á
Loftleiðum
Guðrún A. Simonar mun
halda kattasýningu i Kristalsal
Hótel Loftleiöa á sunnudaginn
kemur 1. mai kl. 2-6. Þetta verð-
ur fyrsta kattasýningin á Is-
landi. Hún verður opin aöeins
þennan eina dag.
Sýndir verða siamskettir i
tveimur litum, afbrigði af
persneskum ketti, einnig þrilit-
ir, tvilitir og einlitir kettir. Alls
veröa sýndir milli 25 og 30 kett-
ir.
Til skemmtunar veröur
söngur; Guðrún A. Simonar og
Þuriður Pálsdóttir syngja
kattadúettinn eftir Rossini, þá
mun Guðrún A. Simonar syngja
lag eftir Skúla Halldórsson við
texta eftir Guðjón Bjarna Guö-
laugsson. Þetta lag var samið
sérstaklega fyrir siamsköttinn
Kikki, sem er 15 ára. Lagið heit-
ir „Kötturinn Kikki”, Kikki
verður á sýningunni ásamt fjöl-
skyldu sinni, sem sé frú og börn-
um og barnabömum. Þá munu
nokkrir söngfélagar Guðrúnar
syngja létt lög.
—ESJ
lýsingar um stofnanir og fyrir-
tæki um allt land, og sagði
Jóhann, að efni bókarinnar væri
alltaf að aukast.
Lögð er áhersla á að allar upp-
lýsingar í árbókinni séu sem nýj-
astar, en að meðaltali þarf að
breyta um 25% af efninu á ári.
Nú er í árbókinni kafli á ensku,
og er hún notuð af sendiráöum og
ræöismönnum Islands erlendis og
af erlendum verslunarráðum.
20 fastráðnir
starfsmenn
Jóhann sagði, aö fastráðnir
starfsmenn væru um 20 en auk
þeirra ynnu nokkrir tugir manna
ýmis störf fyrir sérritin.
Starfseminni er skipt niður I
fjögur meginsviö: stjórnun, sölu,
ritstjórn og framleiöslu. Skrif-
stofustjórnun annast Olga
Kristjánsdóttir og Kristln Orra-
dóttir, en Jóhanr. Briem er fram-
kvæmdastjóri.
„Viö leggjum mikla áherslu á
að starfsfólkið geti starfað sjálf-
stætt aö verkefnum sinum, en
jafnframt f mikilli samvinnu viö
aðra starfsmenn”, sagði Jóhann.
„Við teljum mikilvægt að starfs-
fólkið skipti um störf til þess að
það kynnist af eigin raun sem
flestum störfum innan fyrirtækis-
ins. Þannig verður hópurinn sam-
hæfðari, og einstakir starfsmenn
eiga auðveldara með að ganga i
önnur störf ef á þarf aö halda.
Jafnframt erum við alltaf aö
reyna að bæta skipulagiö hjá okk-
ur og taka upp nýjungar i rekstr-
inum”.
Nýja húsnæðiðer mjög vistlegt,
og sagði Jóhann, að lögð hefði
verið mikil áhersla á að búa sem
best aö starfsfólkinu með vönduð-
um innréttingum og vistlegri aö-
stöðu.
—ESJ.
1. maí fulltrúaráðsins, INSÍ og BSRB
Hörð verkfalls-
átök framundan
Fulltrúaráð verkalýðsfélag-
anna i Reykjavik, Bandalag
starfsnianna rikis og bæja, Iðn-
nemasamband tslands og Far-
manna og fiskimannasamband
islands efna sameiginlega til
kröfugöngu og útifundar í
Reykjavik á baráttudegi verka-
lýðsins 1. mai, sem er á sunau-
daginn.
1. mai-nefnd fulltrúaráðsins
hefur sent frá sér ávarp, sem
meirihluti nefndarinnar stendur
að— þ.e. aðrir nefndarmenn en
Hilmar Guðlaugsson, forystu-
maður múrara. Iðnnemasam-
bandið stendur einnig að
ávarpinu, og BSRB hefur lýst
yfir stuðningi við „öll megin-
atriði” þess. Farmanna- og
fiskimannasambandið virðist
hins vegar ekki standa að
ávarpinu, þótt það taki þátt i
kröfugöngunni og útifundinum.
Kröfuganga kl. 14
Kröfugangan mun halda frá
Hlemmtorgi niður Laugaveg kl.
14, en á Lækjartorgi verður úti-
fundur. Þar flytja þau Jóhanna
Sigurðardóttir, VR,og Kolbeinn
Friðbjarnarson, Vöku á Siglu-
firði ræður, en ávörp flytja
Sveinn Ingvarsson fyrir Iðn-
nem asambandið, örlygur
Geirsson fyrir BSRB og Ingólfur
Stefánsson fyrir FFSt. Jón
Snorri Þorleifsson, formaður
Trésmiðafélags Reykjavikur,
verður fundarstjóri.
Meginkröfurnar
Aðalkröfurnar, sem bornar
verða i kröfugöngunni, eru: 100
þúsund króna lágmarkslaun,
fullar visitölubætur og launa-
jöfnun.
1 ávarpi 1. mainefndarinnar
er þess krafistaö rikisstjórnin
viki. Þá er sagt, að augljóst sé
að verkalýðshreyfingin verði að
búa sig undir hörð verkfallsátök
og geti hún unnið sigur i þeim
átökum efhver einasti launþegi
sé virkur.
Vildu helst ekki
rjúfa samstarfið”
t dreifib^éfi frá Rauðri verka-
lýðseiningu kemur fram, að hún
stendur að útifundinum á
Lækjartorgi vegna þeirrar
„ákvörðunar Alþýðubandalags-
ins og Alþýðuflokksins að efna
tilaðgerða 1. mai á þann hátt að
ihaldið getur ekki verið með”.
Þar segir að forystumenn
þessara flokka hafi helst ekki
viljað „rjúfa samstarfið við
ihaldið” en þessi ákvörðun sé
„sigur þeirrar hreyfingar, sem
barðist gegn ihaldinu á ASI-
þinginu”.
—ESJ
Teikni-
mynd í
Vísisbíói
Kvikmyndin sem sýnd verð-
ur fyrir sölu- og blaðburðar-
börn Visis i Laugarásbiói i dag
heitir „Dýrin i sveitinni”.
Þetta er bráðskem mtileg
teiknimynd sem hæfir öllum
aldursflokkum. Svningin hefst
kl. 1.
íþrótt fyrir
knapa
og hest
Hestamenn halda nú um helg-
ina kynningarmót, þar sem keppt
er i fyrsta sinn samkvæmt
keppnisreglum F.E.I.F., öðru
nafni Evrópusambands eigenda
islenskra hesta.
Mótið fer fram á keppnissvæði
Fáks á Viðivöllum. Veröur keppt i
tölti, fjórgang og fimmgang á
hinum nýja hringvelli Fáks, og i
skeiði á stóra hringnum, en
hlýðnikeppni verður i gerði við
hesthúsin.
Forkeppnin hófst i morgun kl.
10 og stendur til kl. 6 síðdegis. t
fyrramálið hefst hún aftur kl. 10,
en eftir hádegið hefst mótið opin-
berlega með forkeppni i 250
metra skeiði og hópreið kepp-
enda.
Knapinn eins mikilvæg-
ur og hesturinn
Þetta mót er að þvi leyti sér-
stakt að það er iþróttamót þar
sem ekki reynir minna á hæfni
knapans en hestsins. Verður met-
ið hvernig knapinn ber sig til
jafns við fótalipurð hestsins.
Geysilegur áhugi er fyrir mót-
inu, miklu meiri en nekkurnóraði
fyrir og hefur dagskráin sprengt
af sér öll upphafleg timabönd.
Koma keppendur viða að innan-
lands og utan, frá Austurriki,
Þýskalandi, Belgiu og af öllumr
landshornum. Þeir eru á öllum
aldri, sá yngsti 11 ára og sá-elsti
um sextugt. Margir þekktustu
reiömenn landsins og ekki ófræg-
ari hestar taka þátt í mótinu, en
77 hestar eru skráöir til keppni.
—SJ
Sumir keppenda eru langt að komnir og voru þeir aö æfa sig fyrir
keppnina þegar Jens tók þessar myndir í gær. Fremst á myndinni
eru þau Lena M. Rist og Jóhannes Hoyos frá Austurríki og Gfsli B.
Björnsson, en hann er í stjórn mótsins.
MIKIÐ UM NUMERAKLIPPINGAR
Aðalskoðun bifreiða i lög-
sagnarumdæmi Reykjavlkur
hefur gengið vel að sögn Guðna
Karlssonar, forstöðumanns bif-
reiðaeftirlits rikisins. Skoðunin
var komin að bifreiðinni R 24000
i gær, en töluvert margir hafa
ekki látið skoða bila sina á rétt-
um tima. t fyrrakvöld voru
klippt númer af 29 bifreiðum og
35 bifreiðar fengu að fara á
verkstæði. Að sögn Guðna á aö
herða aðgerðirgegn óskoðuðum
bifreiðum á næstunni.
—IÞH
I. maí kaffí Svalanna
í Blómasal og Víkingasal Hótel Loftleiða
Opnað kl. 14:30. Skyndihappdrætti: Margt góðra vinninga, meðal annars:
Glæsilegt hlaðborð. rafmagnsteppi — myndavél — leikföng og vöruúttektir.
Mikið um að vera.á hótelinu á morgun.
_ Allur ágóði rennur til liknarmála.
Félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja.