Vísir - 30.04.1977, Síða 10

Vísir - 30.04.1977, Síða 10
10 VÍSIR t’tgefandi .Keykjaprent hf Framkvæmdastjóri:Davfö Guömundsson Kitstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Kagnarsson Kitstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Fréltastjórl erlendra írétta: Guömundur Pétursson t'm- sjón meö helgarblaöi: Arni Pórarinsson. Blaöamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guöfinnsson, EHas Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guöjón Arngrlmsson, Kjartan L. Pálsson, óli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Saemundur Guövinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Akureyrarritstjórn: Anders Híínsen. ttlitsteiknun. Jón Oskar Hafsteinsson og Magnús Ólafsson. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Sölustjóri: Páll Stefánsson. AuglýsingastjSri. L*orsteinn Fr. Sigurösson Dreifingarstjóri: Siguröur K. Pétursson. Auglýsingar: Slöumúla 8. Slmar 11660, 86611. Askriftargjald kr. 1100 á mánuöi innanlands. Afgreiösla: Hverfisgata 44. Sfmi 86611. Verö I lausasölu kr. 60 eintakiö. Kitstjórn: Slöumúla 14. Slmi 86611, 7 línur. Prentun: Hlaöaprent hf. Þingleiðtogar í eldhósi Þingmenn stóðu í eldhúsi á fimmtudagskvöld og deildu um stefnu ríkisstjórnarinnar eins og venja er í þingiok. A margan hátt voru umræður þessar mál- , efnalegri en menn eiga að venjast. Að því leyti vörp- uðu þær ágætlega vel Ijósi á þær raunverulegu aðstæð- ur, sem nú eru fyrir hendi i pólitíkinni. Efnahagsmálin voru eðlilega þungamiðja umræðn- anna. Höfuðágreiningurinn I þeim efnum kom einna skýrast fram í ræðum þeirra Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra og Lúðviks Jósepssonar. Afstaða þeirra til vaxta lýsir einna gleggst þeim óliku sjónar- miðum, er þeir tefldu fram i umræðunum. Lúðviktaldi, að ríkisstjórnin hefði grafið undan at- vinnufyrirtækjunum með of háum vöxtum. Þetta er kórvilla. Vextir hafa þvert á móti verið of lágir og mismununin fráleit. Með þessu móti hafa sparifjár- eigendur raunverulega verið rændir í bankakerfinu. Afleiðingin er sú að bankarnir hafa fengið minna f jármagn til ráðstöfunar en áður og það er sú raun- verulega hætta, sem atvinnu- og ef nahagslífið stendur frammi fyrir að þessu leyti. Segja má að það sé heldur gagnrýnisefni á ríkis- stjórnina að hafa brugðist of seint við að tryggja sparif járeigendum eðlilega ávöxtun á fé sínu. Ríkis- sjóður hefur að vísu boðið sparif járeigendum eðlileg vaxtakjör, og hefði verið full ástæða fyrir stjórnar- andstöðuna að gagnrýna hana fyrir þá óheilbrigðu samkeppni við lánastofnanirnar. Forsætisráðherra og viðskiptaráðherra bentu rétti- lega á, að staða þjóðarbúsins hefði batnað einkum vegna hagstæðra viðskiptakjara. Það er rétt, sem for- sætisráðherra sagði, að þetta svigrúm ætti að nota til kjarabóta með þeim ákveðnu takmörkunum þó, að ekki leiddi til aukinnar verðbólgu. Þetta er rétt stefna. Spurningin snýst hins vegar um það, hvort unnt reyn- ist að fylgja henni fram. i þvi sambandi verður að hafa I huga, að jafnhliða er höfuðnauösyn að ná jöfn- uði I utanríkisviðskiptum. Eðlilegt er að talsmenn ríkisstjórnarinnar leggi I eldhússumræðum höfuðáherslu á þau umskipti til batnaðar, sem orðið hafa. Þannig hefur hraði verð- bólgunnar minnkað, viðskiptahallinn er minni en áð- ur, gjaldeyrisstaðan hefur batnað, þjóðartekjur hafa aukist á ný og full atvinna hefur ríkt. Þrátt fyrir þetta hafði stjórnarandstaðan ýmsar réttmætar athugasemdir fram að færa. Beittust og málefnalegustvar gagnrýni Magnúsar Torfa ólafs- sonar. Hann benti réttilega á, að skattar hefðu hækkað þrátt fyrir fyrirheit um skattalækkanir, verðbólgan væri enn þreföld samanborið við helstu viðskiptalönd og rikisumsvif hefðu aukist þó að kosningaloforð hefðu hljóöað upp á hið gagnstæða. Magnús Torfi sýndi einnig fram á, að ríkisstjörnin hefði ekki komið fram með umbótalöggjöf af ýmsu tagi í samræmi við stefnuyfirlýsingar sínar. Ný verð- lagslöggjöf hefur t.a.m. ekki komrð fram, mjög fá af fyrirhugðum umbótamálum félagsmálaráðuneytisins hafa orðið að veruleika og fögru loforðin um stefnu- mótun i orkumálum hafa reynst innantóm. I orku- málunum hefur reyndar verið staðið að meiri glap- ræðisfjárfestingu en unnt er að verja, ræður ríkis- stjórnarmanna báru þess vott. Geir Hallgrímsson forsætisráðherra hafði hins veg- ar lög að mæla, þegar hann sagði, að við hefðum nú í kjölfar ytri efnahagslegs bata tækifæri til þess að koma aftur á jafnvægi og bæta raunveruleg lifskjör. Og hann benti með réttu á, að við verðum að kunna fótum okkar forráð, ef betri tíð á að nýtast til aukinn- ar hagsældar. :-vrV-0: Hjónin Guðrún Lárusdóttir og séra Sigurbjörn Gíslason AFKASTAMIKILL MANNVINUR Aldarafmæli sr. Sigurbjörns Astvaldar Gislasonar var á sl. ári, f. á nýársdag 1876. Hann náði háum aldri, hafði þrjú ár um nirætt, er hann andaðist i Reykjavik 2. ágúst 1969. Um þenifan þjóðkunna mann hefursr. Jón Kr. Isfeld nú tekið saman bók, sem ber riafniö: Af- kastamikill mannvinur.Og mun vissulega af öllum, sem nokkuð til þekkja, vera talið mikið rétt- nefni. Þvi til stuðnings má lika geta þess, að i Guðfræðingatali tekurupptalningin á störfum sr. Sigurbjörns, ritverkum hans, útgáfu og annarri athafnasemi yfir næstum tvær blaðsiður. Sr. Jón hefur viðað að sér Vor auðlegð sé Nú, þegar er dagurinn orðinn svo dásamlega langur saman- borið við skimuna i skamm- deginu og vorið tánum tyllir tindana á,” þá fara annir lifsins aö komast I hámark i náttúr- unnar riki, og raunar s.a.s. á öllum sviðum. Hér hjá okkur Islendingum standa mjög annamiklir timar fyrir dyrum, enda þótt af öðrum toga sé heldur en venjulegar og eðlilegar vorannir. — Þetta annríki er eins og allir vita — I sambandi við þann mikla vanda hvernig skipta eigi þeim riku- legu gæðum, sem þessari þjóð fellur i skaut af nægtaboröi náttúrunnar og hún aflar sér I miklum mæli með dugnaði og verkkunnáttu. — A vorin koma gjarnan upp i hugann þessar linur úr alkunn- um sálmi þar sem fjallaö er um gjafir Guðs: Blessaðar ástgjafir hans drjúpa sem dögg til vor niöur. Þetta minnir á vorið og hinn mikilvæga þátt, sem himna- döggin á I vexti gróðursins og afrakstri jarðarinnar. Og þá túlka þessar linur lika þann sannleika, aö úr þvi að gæði lífsins eru gjafir skaparans, þá erum við mennirnir aðeins ráðsmenn yfir þessum hlutum öllum og hljótum að verja þeim að vilja hans, sem hefur gefið okkur þá, eða öllu heldur selt okkur I hendur umráðin yfir þeim um stundar sakir. — Og hver og hvernig er sá vilji? Hvers ætlast hann til af okkur I ráðsmennskunni? Guðs orö gefur okkur svar við þvi. Þar segir: Vilji Guðs er hið góða og fagra og fullkomna. Æösta skylda mannsins er þvi að einbeita sér aö þvi að samræma vilja sinn þessu markmiði og skipta lifsgæðun- um I samræmi viö það.—- Eins og nú horfir, þegar þetta er ritað, er búist viö harðnandi átökum um skiptingu llfs- gæðanna — þjóðarteknanna. Ekki er þaö þó af þvi, að nú komi minna til skiptanna heldur miklu efni I þessa bók og vitnar óspart i heimildir máli sinu til stuðnings. Þóttekki sé það lang- ur lestur er þar ágætt yfirlit yfir efnið i fáum en skýrum drátt- um. Auk þess geymir bókin grein um ætt og uppruna sr. Sigurbjörns eftir sr. Agúst á Mælifelli og greinar og ljóð i til- efni af aldarminningu hans. en áður. — Þvert á móti. En sannast ekkihér það, sem „höfundur og fullkomnari trúar vorrar” segir: „Ekki verður llf mannsins tryggt meö eigum hans”. (Lúkas 12.13) Þetta má llka heimfæra upp á heila þjóö. Af þessu eigum við íslendingar, eins og aðrar kristnar þjóðir, að draga okkar lærdóma. Við eig- um að nema þann sannleika, aö rlk þjóð er I raun og veru ekki betur á vegi stödd en sú efna- minni, ef hún ber ekki gæfu til að skipta auði slnum og afla- feng réttilega með landsins börnum og umgengst öll verð- mæti meö kærleika, sanngirni og fómfýsi, en ekki þeirri heimtufrekju sem ekkert tillit tekur til þess, sem heildinni er fyrir bestu. — Vor auðlegö sé aö eiga himnarlki vor upphefð, breytni sú er Guði líki. Vort yndi að feta I fótspor lausnarans.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.