Vísir - 30.04.1977, Page 11
/
VISIR Laugardagur 30. april 1977
15
Bjorgunarsveitin Ingólfur býst til ferðar.
Fieiri hundruð manns tóku
þátt I leitinni aö þyrlunni
TF-AGN sem þeir Jón Heiö-
berg, flugmaöur og Asgeir
Höskuldsson, tæknifræöingur,
fórust meö. Sextiu vélsleöar og
fjöimargar flugvélar og þyrlur'
voru notaöar viö leitina, en
flestir voru þó fótgangandi.
Þaö var björgunarsveit Slysa-
varnafélagsins frá Vfk i Mýrdal
sem fann flakið.
Jón Heiöberg var 26 ára gam-
all og lætur eftir sig eitt barn.
Asgeir Höskuldsson var 44 ára
gamall og lætur eftir sig konu og
þrjú börn. Asgeir var eigandi
vélarinnar en Jón annaöist flug
hennar fyrir hann. Jón var
reyndur þyrluflugmaöur og
haföi um nokkurra ára skeiö
rekið þyrluþjónustu ásamt
Andra Heiöberg, fööur sinum.
—ÓT.
Þyrlan, TF-AGN. Visismynd. Loftur.
Fleiri hundruð
manns tóku
þótt í leitinni
Jón Heiðberg. Asgeir Höskuldsson.
Flak þyrlunnar. Mynd Axel Ammendrup.
„Ég er mátulega stressaður í vatnslitina"
Jónas Guðmundsson: „Þaö sem ofsagt kann aö vera veröur ekki
aftur tekið...”
Ljósm. LA
— segir Jónas Guðmundsson, en hann sýnir nú afrakstur streitunnar
á Kjarvalsstöðum
„Já, ég hef alveg snúiö mér aö
vatnslitunum núna. Ég er mátu-
lega stressaöur f þá,” sagöi Jón-
as Guðmundsson listmálari og
rithöfundur, sumum kunnur
undir starfsheitinu stýrimaöur,
þegar Vlsir tók hann tali I tilefni
þess aö hann opnaöi um helgina
sýningu aö Kjarvaisstöðum.
„Fyrir 10 árum var olían
eiginlega einráð. Menn töldu
ekkert annaö vera myndlist. En
svo kom olíukreppan og þá snúa
menn sér að vatninu og mála
meö vatnslitum, pastel og i
grafik.
Ég læröi grafik hjá Weiss-
hauser i Munchen haustiö ’74 og
fékk til þess styrk frá mennta-
málaráöuneytinu. En hún hent-
ar ekki mikilvirkum mönnum.
Þetta er of seinvirk aöferö. Hún
þarf svo mikla þolinmæöi aö
hún er ekki nema fyrir yfirlegu-
menn. Hjá mér er þolinmæðin á
núlli.”
Trampar á 9 af 10
Jónas kvaöst helst vilja málá
myndirnar hratt og láta litina
„flæöa”.
„Þetta veröa „sorteringar”
hjá mér likt og er i postulininu.
Ég mála kannski 10 myndir, ein
er nokkurn veginn i lagi, en á
hinum trampar maöur. Þessi
tegund vatnslitunar er likt og
hjá rithöfundum. Töluö orö
veröa ekki aftur tekin og þaö
sem ofsagt kann aö vera I vatns-
litum veröur ekki heldur aftur
tekiö, þvi aö pappirinn hefur
gleypt það.
Aö minu mati er hugsanlegt
að „leiörétta” meö hvitum lit
sem þekur, en til þess aö vatns-
litamyndir séu góöar, þurfa þær
helst aö vera blautar áfram.”
Máluðu eins og enskar
kerlingar
„Islendingar máluöu lengi vel
eins og enskar kerlingar meö
vatnslitum. Þeir höföu vatn,
pensil og einhverja liti. Hins
vegar hefur oröiö geysileg
þróun I meöferö vatnslita og viö
eigum þegar ýmsa góöa vatns-
litamálara I nýja 'Stll, t.d. Eirík
Smith, Hafsteinn Austmann og
Torfa Jónsson.
Af eldri kynslóöinni ef svo má
oröa þaö, voru margir frábærir
vatnslitamálarar. Þar vildi ég
nefna Gunnlaug Scheving,
Kjarval og Asgrim Jónsson. Af
þeim sem nú eru á lífi af eldri
kynslóöinni er til dæmis Svavar
Guðnason.”
Oliumyndin yrði vatns-
litamynd
„Ég tel nauösynlegt að vinna I
ákveöiö efni vissan tíma.
Myndirnar sem ég verö meö-á
sýningunni eru flestar málaöar
frá þvi í haust og þær eru allar
vatnslitamyndir. En þaö má þó
ekki halda sig of lengi viö sama
efniö. Ef ég málaöi oliumálverk
núna, held ég aö hún yröi vatns-
litamynd. Svona getur maöur
fest sig viö efniö og veröur þvi
aö passa sig.”
Vill vafalaust enginn
leika þau
Jónas hefur jöfnum höndum
fengist viö pensilinn og blýant-
inn eöa kannski öllu heldur rit-
vélina.
„Þetta fer afskaplega vel
saman,” sagöi hann. „Sumt er
auöveldara aö segja I myndum,
annað í máli.
Ég hef aöallega veriö aö
skrifa leikrit núna og lit á þaö
þannig að ég sé aö skemmta
mér. Það vill vafalaust enginn
leika þau, enda hef ég ekkert
haldiö þeim fram.
En ég er líka aö skrifa bók aö
nafninu til. Þaö er þó of snemmt
aö segja frá þvi ennþá. Þvi þaö
er þannig meö bækur sem eru
rækilega kynntar á meðan þær
eru enn I smiöum, aö þær koma
yfirleitt aldrei út.”
—SJ