Vísir - 30.04.1977, Qupperneq 20
Kísiliðjan aftur í
fullan gang í dag
inni kom til umræðu i fulltrúaráöi
verkalýðsfélaganna i Reykjavik.
Meirihluti vildi sámþykkja
ávarpið, en Magnús L. Sveinsson
varaformaður Verslunarmanna-
félags Reykjavikur studdi
Hilmar. Gaf minnihlutinn sem
skipaður var Hilmari og
Magnúsi, út sérstakt ávarp.
Einhliða pólitisk sjónar-
mið.
1 yfirlýsingu sem Magnús og
Hilmar rituðu i gær segja þeir að
árangur kjarabaráttu verði best
tryggður með faglegri, lýðræðis-
legriog sameiginlegri baráttu. Sé
það i samræmi við þá stefnu sem
lögð hefur verið áhersla á i yfir-
standandi kjaradeilu. „Meirihluti
1. mai nefndarinnar hefur hafnað
þessum grundvallaratriðum og
lagt fram ávarp þar sem einhliða
pólitisk sjónarmið eru sett ofan
faglegri og stéttarlegri baráttu,”
segja þeir Magnús L. Sveinsson
og Hilmar Guðlaugsson i yfirlýs-
ingu sinni.
Þeir rekja siðan að þeir hafi
gerttillöguum að Björn Þórhalls-
son formaður Landssambands
islenskra verslunarmanna yrði
annar af ræðumönnum dagsins en
þvi verið hafnað.
í lokin segja þeir Hilmar og
Magnús:
„Meirihluti stjórnar fulltrúa-
ráðsins hefur þvi hafnað öllu
samstarfi við okkur og ber þvi
ábyrgð á að ekki náðist samstaða
um framkvæmd háiðahaldanna.
—EKG
Aðalágreiningurinn var fyrst
og fremst tilkominn vegna þess
að meirihiutinn réðist á löglega
kjörin stjórnvöld og krafðist þess
að rikisstjórnin segði af sér. Þá
var i ávarpi þeirra sagt að rikis-
stjórnin væri óbilgjörn og fjand-
samleg verkalýðnum. Og loks var
krafist úrsagnar tslands úr At-
lantshafsbandalaginu”.
Þetta sagði Hilmar Guðlaugs-
son formaður Múrarasambands
Islands i samtali við Visi. Hilmar
var fulltrúi i 1. mai nefnd verka-
lýðsfélaganna i Reykjavik I ár, en
skrifaði ekki undir ávarp nefnd-
arinnar.
„Þessar kröfur voru fyrst og
fremst settar fram til að kljúfa
samstöðuna”, sagöi Hilmar enn-
fremur. „Þeirvissu aö undirslikt
ávarp gátum við ekki skrifað,
ekki einu sinni með fyrirvara”.
Agreiningurinn i 1. mai nefnd-
Gosið liggur niðri
Allt á að komast I fullan gang
I Klsilverksmiðjunni við Mý-
vatn Idag. Vésteinn Guðmunds-
son framkvæmdastjóri sagði I
samtali við Vfsi I gærkvöldi að
allt útlit væri fyrir aö fyrra
kerfiö kæmist I gang þá fijótlega
og að hitt yrði tekið 1 notkun f
dag.
„Tvær þrónna stórskemmd
ust”,sagði Vésteinn. „Sprungur
komu I þá þriöju, sem var sú
eina er var full af hráefni. Það
er þó ekki hætta á efnisskorti".
Vésteinn sagöi aö nú væri
byrjaö aö dæla vatni úr þrónni.
Sagði hann aö I dag heföi einnig
veriðgerð athugun á verksmiöj-
unni sjálfri og vélabúnaði. Ekk-
ert heföi fundist sem sýndi að
verksmiöjan og vélar hefðu
skemmst.
„Hvort rekstrargrundvöllur
verksmiðjunnar er I hættu, fer
eftir áframhaldinu hérna”,
sagði Vésteinn. „Þaö er auövelt
að gera við það sem skemmst
hefur. Nú er einnig I athugun að
setja sterkari gjaröir á bygg-
ingar, en ekki veröur þó form-
lega um þaö fjallaö fyrr en
stjórn Kisiliöjunnar kemur
saman að loknum athugunum”.
Vésteinn sagöi aö landið á
þessum slóöum væri sifellt aö
gliðna. Þaö hefði valdið þvi að
vatnsleiðslur hefðu fariö i sund-
ur oftar en einu sinni I gær, en
veriö settar saman. Síma-
strengir og hitaveituleiöslur
slitnuðu sömuleiðis og sagði Vé-
steinn allt hafa veriö slmasam-
bandslaust við Kfsilgúrverk-
smiðjuna um tima. Rafmagns-
leiðslur slitnuðu vegna gliðnun-
arinnar. Varð að bæta leiðslurn-
ar og bæta við rafmagnsstaur-
um.
Aö sögn þeirra sem á þessum
slóðum eru, hefur gosið rénaö
mjög og viröist liggja þvi sem
næst niðri um þessar mundir.
Stöðug skjálftavirkni er þó
nyrðra þó ekki hafi komið neinir
snarpir kippir.
—EKG
,Kröf ur meirihlutans
rufu samstöðuna'
DRENGUR
FYRIR BÍL
Tfu ára drengur varð fyrir
bfl á móts við Sandhólí ölfusi I
gærdag rétt fyrir klukkan
fjögur.
Drengurinn mun hafa
hlaupið fyrir bilinn. Hann
slasaðist þó sem betur fer litið
og fékk aö fara heim eftir
læknisrannsókn.
—EA
Blaðaverð hœkkar
Askriftarverö dagblaðanna
hefur verið hækkað i kr. 1300 á
mánuði og lausasöluverð i kr.
70. Verð auglýsinga hefur
einnig veriö hækkað og er nú
kr. 780 hver dálksentimetri.
Sex
milljóna
fjórdróttur
í spari-
Sjóði
Kópavogs
,,A aðalfundi sparisjóðsins
sem haldinn var fyrir skömmu
var þessu áfalli iýst og allir
ábyrgðamenn sjóðsins hafa
fengiö vitneskju um það. Upp-
hæðin mun nema nær sex
milljónum króna og hafa full-
nægjandi tryggingar veriö
settar fyrir grciðslu”, sagði
Sigurgeir Jónsson i samtali
viö VIsi í gærkvöldi.
Sigurgeir á sæti I stjórn
Sparisjóðs Kópavogs, en þar
komst upp um mikinn fjár-
drátt fyrir skömmu. Yfir-
gjaldkeri sjóðsins hafði dregið
sér nær sex milljónir króna á
skömmum tima. Upp komst
um svikin viö skyndikönnun
sem Seölabankinn fram-
kvæmdi i sjóðnum um siöustu
mánaðamót.
Bankaeftirlitið hefur siðan
annast rannsókn málsins og
þaö vérður ekki fyrr en þaö
hefur lokið sinni rannsókn aö
málinu verður visaö til saka-
dómsmeðferöar.
Visir reyndi að afla upp-
lýsinga um þetta mál hjá
Jósafat Lindal sparisjóðs-
stjóra. Hann neitaði að ræða
við blaöið samkvæmt skila-
boðum sem simastúlka spari-
sjóðsins bar frá honum, án
þess þó að erindis heföi þá
verið getið.
—SG
Hópferðir hagsmunasamtaka og félaga fœrast i vöxt:
Geta stórlœkkað farajökfin
Verslunarmannafélag
Reykjavikur hefur samið viö
Arnarflug um leiguflugtil Kaup-
mannahafnar I sumar. Verður
fariðutan 14. júni og heim aftur
29. júni.
Félagar VR geta fengiö far-
miðann á 35 þúsund krónur aö
viöbættum farþegaskatti. Fyrir
börn innan 12 ára aldurs er
gefinn 50% afsláttur. Þetta er
mun lægra verð en fólki annars
gefst kostur á. Flug til Kaup-
mannahafnar kostar meö
áætlunarflugi um 80 þúsund
krónur, en lægstu fargjöld eru á
þriggja mánaða farseðlum
46.500 krónur. Meö Norræna fé-
laginu og Dansk-lslenska félag-
inu kostar farseðilinn þessa leið
47.500
Magnús Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri Arnarflugs sagði I
samtali við Visi aö áhugi stærri
félaga og hagsmunasamtaka
hefði stóraukist á viðræðum um
leiguflug. Þegar um stóra hópa
væri að ræða gæti félagið boðið
upp á verulega lægri largjöld en
annars gilda. Sagði hann að
nokkur önnur samtök hefðu
tekiö upp viðræður viö félagið
og hefðu sum þeirra skrifað
undir samninga, en þeir samn-
ingar heföu ekki veriö staöfestir
enn og þvi ekki hægt að skýra
frá þeim nánar.
-SJ
Ósamstaða um 1. maí ávarpið í Reykjavik
VÍSIR
Laugardagur 30. april 1977