Vísir - 01.05.1977, Blaðsíða 2
2
Sunnudagur 1. mai 1977 VISIR
Aldrei hef ég lært aö heilsa aö
hermannasiö. Ég veit þaö eitt
aö bera skal hönd upp aö húfu,
en hvort á aö láta handarbakiö
snáa upp eöa fram eöa eitthvaö
enn annaö hef ég ekki hugmynd
um.
t rauninni gerir þetta ósköp
Iltiö til, vegna þess aö viö eigum
biáa passann frá lýöveldinu,
þurfum ekki aö kunna þetta og
lærum þetta vonandi aldrei. Viö
ættum aö geta notaö hendurnar
á okkur til einhvers annars en
heilsa aö hermannasiö og bera
dót til þess aö svipta annaö fólk
llfi.
Kunningjar minir erlendis,
sem þurftu aö gegna herþjón-
ustu, hafa sagt mér ýmsar
hroiisögur úr henni, Grundvall-
aratriöi I heföbundnum her
viröist vera bælingaragi. Menn
eru kúgaöir til skilyröislausrar
hlýöni og niöurlægöir. Ef þú ert
til dæmis fiöluleikari og veröur
aö passa á þér hendurnar ertu
settur i skógarhögg eöa ein-
hverja erfiöisvinnu, þar sem
hætta er á aö fingurnir veröi
stifir og lipurö þeirra minnki.
Einn félagi minn sagöi mér aö
fyrsta daginn hafi liöþjálfinn
komiö inn og spurt, hvort ein-
hver kynni erlent tungumál
mjög vel. Fjórir I hópnum ját-
uöu þvl og héldu aö þeir yröu nú
settir I eitthvert áhugavert
starf. Þiö skúriö klósettin héöan
I frá, sagöi liöþjálfinn.
Þaö er kannski engin furöa,
aö her vestrænna þjóöa, sem
byggist á bælingaraganum ein-
um saman hafi ekki staöist al-
þýöuherjum þriöja heimsins
i. þessari grein mun verða
skýrt frá þeim helstu getnaðar-
vörnum sem á boðstólum eru
hér á landi og eins mun iitils-
háttar verða minnst á nokkrar
tilraunir, sem gerðar hafa verið
með ný getnaðarvarnarlyf, bæði
fyrir karlmenn og kvenfólk.
Nýlega eru komnir út á
vegum landlæknisembættisins 2
bæklingar, sá fyrri um pilluna
og sá síðari um hina svokölluðu
lykkju. Þessum bæklingum
hefur verið dreift út til heil-
brigöisstofnana, þar sem heppi-
legt þykir að hafa slika upplýs-
ingapésa á boðstólum. Enn hafa
þeir ekki verið sendir út i skóla
landsins. Báðir veita góð og
greinileg svör við spurningum
sem varða bæði pilluna og
lykkjuna. bótt margt hafi veriö
skrifað á undanförnum árum i
fjölmiðla um getnaðarvarnir,
bækur og bæklingar gefnir út
um sama efni, er þó mörgu
ósvaraö i þvi sambandi. Er pill-
an óskaðleg? Getur hún valdið
sjúkdómum seinna meir, sem
ekki er vitað um að hún geri i
dag? Veldur hún ófrjósemi?
Slikar og áþekkar spurningar
heyrum við læknar oft eins og
við er að búast, annað eins og
hefur verið skrifað um alls kyns
hættur samfara töku pillunnar.
Það er almennt viðurkennt,
að notkun pillunnar er ekki með
öllu áhættulaus og getur m.a.
valdið blóðtappa og hækkun á
blóðþrýstingi. Ahættuna verður
að vega og meta i hverju tilviki
og jafnframt hafa það i huga að
meðganga og fæðing hefur
tiltölulega meiri hættur i för
með sér en taka pillunnar.
Lykkjan:
Hvað með lykkjuna? Eru ein-
hverjir sérstakir kostir við
lykkjuna? Lykkjan er mjög
örugg getnaðarvörn og veldur
fáum aukaverkunum. Algeng-
ast er meiri og lengri tiðablæð-
ingar en áður og jafnvel auka-
blæðingar. Alvarlegustu auka-
verkanir eru bólgur i eggja-
leiðurum. Slikar sýkingar eru
þó sem betur fer fátiðar og
koma aðallega fyrir hjá konum,
sem hafa haft eggjaleiðarabólg-
ur áður. Þessar bólgur koma
stundum strax eftir að lykkj-
unni hefur verið komið fyrir i
leginu, en oftar seinna. Þegar
ákveða á hvort lykkjan sé
heppileg getnaöarvörn, fer það
fyrstog fremst eftir stærð legs-
insog þvi hvort konan hafi alið
barn. Þegar læknir ákveður
hvaða getnaðarvörn hentar
konu best, tekur hann m.a. tillit
til aldurs hennar, fyrri barn-
eigna og ráðleggur þær getn-
aöarvarnir, sem hann telur að
frekast komi til greina. Fleiri
þættir hafa áhrif á val getnaðar-
varna, svo sem sérstakar óskir
viðkomandi konu, fyrri sýking-
ar i legi ásamt reglu á tiðum.
Aldurstakmörk?
Menn eru ekki á eitt sáttir
hvað snertir aldurstakmörk
stúlkna, sem óska eftir að fá
pilluna. Flestir læknar eru
sammálaum aðekkieigi að láta
stúlku hafa pilluna fyrr en hún
hefur haft reglulegar tiðir i
a.m.k. 2 ár og hafi heilsu til þess
að taka pilluna. Hvað um and-
legan og likamlegan þroska,
mun sjálfsagt margur spyrja,
þegar um er að ræða 13-14 ára
stúlku? Slikt verður læknir að
reyna að meta f hverju tilfelli og
gera það sem honum finnst rétt
eöa ráölegast. Þaö er ekki bein-
linis I verkahring læknisins að
halda siöferðispredikun yfir
ungu stúlkunni, sem leitar til
hans I þeim eina tilgangi að fá
ráð I sambandi viö getnaðar-
varnir. Kynlifssiðfræði tilheyrir
hinu almenna uppeldi á heimil-
um og i skólum, og þaö er heilög
skylda foreldra og annarra
uppalenda að veita þá nauðsyn-
legu uppfræðslu, sem i raun og
veru er undirstaða hamingju
llfsins.
Aðrar getnaðarvarnir
Ein sú elsta getnaöarvörn,
sem ennþá er I fullu gildi og sú
eina sem ætluð er karlmönnum
er smokkurinn. (Condom á
flestum erlendum málum, að
sögn nefndur eftir enskum hirö-
lækni, dr. Condom, sem sagöur
er hafa útbúið smokk handa
Karli 2. bretakonungi, sem orð-
inn var miður sina vegna sívax-
andi fjölda óskiigetinna barna
sinna). Þeir voru og eru reynd-
ar enn mikiö notaðir, sérstak-
lega við skyndikynni, þar sem
þeir eru ekki einungis góö getn-
aðarvörn, heldur um leiö sú
eina, sem til er til varnar smiti
af kynsjúkdómum.
Fyrir kvenfólk er það fyrst og
fremst hettan, sem talin er
mjög örugg, — þó ekki eins og
pillan og lykkjan. Sæðisdrep-
andi (lamandi) krem, froða og
stilar veita nokkuð góða vörn.
(sjá nánari i bæklingi
Kynfræösludeildar Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavikur,
sem hér er birtur með).
Að framanskráðu má sjá, aö
enn er ekki uppfundin nein
ákjósanleg getnaðarvörn, sem
bæöi er óskaöleg með öllu og
alveg örugg. Þeir vlsindamenn,
sem standa aö rannsóknum i
sambandi við getnaöarvarnir,
viðurkenna að litlir möguleikar
viröast fyrir þvi að svo verði I
náinni framtið. Samt sem áöur
eru stöðugt og i vaxandi mæli
gerðar tilraunir viöa um heim á
gerð getnaðarvarna fyrir bæði
kynin. Meðal þeirra má nefna
m.a.:
Töflur fyrir karlmenn
Vfsindamenn hafa átt I miklu
basli með að finna lyf, sem gæti
haft lamandi áhrif á þær tugi
Kynferðismál
og
kynfrœðsla
Umsjón: Guðjón
Guðnason,yfirlœknir
VISIR
CigefandLReykjaprent hf
F'ramkvarmdaitjórl: Davfð GuOmundtton
RUatJórar: l>orttelnn Pálsion ábm.
ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrui: Hragi Guömundsson Fréttastjóri erlendra frétta: Guömundur Pétursson. Lm-
sjón meö helgarblaði: Arni Þórarinsson Blaöamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guðfinnsson,
Ellas Snæland Jónsson, Finntwgi Hermannsson, Guöjón Arngrlmsson, Kjartan L Pálsson, Oli
Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guövinsson. Iþróttlr: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson.
Akureyrarritstjórn: Anders Hansen. t'tlitsteiknun: Jón Oskar Hafsteinsson og Magnús Olafsson.
I.jósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson
Sölustjóri: Páll Stefánsson Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr Sigurösson Dreifingarstjóri: Siguröur
R Pétursson
Auglýsingar: Slöumula 8. Slmar 11660 , 86611. Askriftargjald kr. 1100 á mánuöi innanlands.
Afgreiösla: llverfisgata 44. Slmi 86611. Verö I lausasölu kr. 60 eintakiö.
Ritstjórn: Slöumula 14. Sfmi 86611, 7 Ifnur. Prentun: Blaöaprent hf.
HHBHBHDBnHBHBBinnnaH
Áskriftarsími Vísis er 86611
Hringið strax og tryggið ykkur eintak
af Vísi til lesturs hvern dag vikunnar
fyrir aðeins 1100 krónur ó mónuði
1