Vísir - 01.05.1977, Blaðsíða 13
Sunnudagur 1. mal 1977
13
,Núna erégaft vlnna aö heinuldarmynd um Stokkhólmsraggarana”.
— Vísir heimsœkir Lárus Ými Óskarsson sem er við nám á Dramatiska Institutet i Stokkhólmi
„Um skólann: Þeir vilja fólk sem hafi bakpoka til aö taka upp ór
þegar þaö fer aö gcra hlutina".
Þetta er hin glæsilegasta
skólabygging, veröur manni á
að hugsa við aö aka framhjá
hiísi Dramatiska Institutet I
Stokkhóimi i Sviþjóð. Þeir sem
láta sér það nægja komast þvi
miður ekki að þvi aö þessi bygg-
ing og sú starfsemi sem hún
hýsir er allt annað cn venjuleg.
Eða er það i nokkrum venju-
legum skóla sem þú finnur full-
komin upptökustúdió, svo full-
komin að islenskir sjónvarps-
menn yrðu grænir af öfund. Og i
þessum skóla, sem utan frá séð
viröist svo ósköp venjulegur,
eru framleiddir fleiri kilómetr-
ar af kvikmyndum ár hvert.
Já, Dramatiska Institutet er
vissulega óvenjulegur skóii.
Þarna eru þrir islendingar við
nám. Hallmar Sigurðsson við
leikhúsleikst jórn, bráinn
Bertelsson og Lárus Ýmir
Óskarsson sem er við leikstjórn
og pródúksjón.
Þegar við tveir visismenn
vorum á ferö i Stokkhólmi fyrir
skömmu litum við inn á þá
merkilegu stofnun Dramatiske
„Þaö er fáránlegt aö ætla sér aö
gera kvikmynd og kunna aöeins
að tala viö leikarana".
Institutet, nánast eingöngu fyrir
forvitni sakir. Þar sem við
gengum eftir einum ganginum
og spurðumst fyrir um eitthvað
sem viö höfðum hug á að sjá leit
maður út úr einu herberginu og
kallaði til okkar.
Þarna var þá kominn Lárus
Ýmir Óskarsson. Þó hann hefði
' án efa fullt að gera gaf hann sér
tima til aö leiðsegja okkur um
stofnunina og segja okkur frá
sér og sinum högum, þó að hann
áminnti okkur margsinnis um
að mikla ekkert og að vera sem
hlutlægasta i allri frásögn.
Kennsla og verkefni sam-
einuö
„Ég er hérna við nám i leik-
stjórn og pródúksjón fyrir kvik-
mynd og sjónvarp”, sagði Lárus
þegar við spurðum hann um
námið.
Þetta fer mest fram á þann
hátt aö kennsla og verkefni eru
sameinuö. Það væri aldrei haus
né sporöur á þessu ef við lærð-
um aðeins staöreyndir sem við
siðan kynnum ekkert aö nota.
bannig lærir maður að gera
verkefni og fjalla um vandamál
sem koma upp með kennttrun-
um.
Þaö sem ég hef gert i vetur
eru tvær stuttar, leiknar mynd-
ir. fimm minútna °8
fimmtán minútna. önnur
myndanna er eftir handriti sem
Jökull Jakobsson rithöfundur
hefur gert, en hann dvelst hér
núna. Þá hef ég gert stuttar
myndir um ballett og hálftima
leikrit.
Núna er ég að vinna að heim-
ildarmynd um „Stokhólms-
raggarana”. Raggarar nefnast
ungir menn sem keyra um á
stórum ameriskum bilum og
stunda slagsmál og fylleri.
Ég er núna að undirbúa gerð á
leikinni mynd sem taka mun
hálftima i sýningu. A öðru ári
gerum við viöameiri myndir.
Allir læri allt
Við vinnum i þriggja manna
hópum. Grundvallaratriði viö
kennslutæknina er aö allir læri
allt. Til að mynda kann ég á
myndavél, segulbönd, mixbönd
og þess háttar. Samstarfsmenn
minir þekkja einnig inn á mitt
sviö. Þannig geta þeir rætt
handritið sem jafnokar minir.
Það er fáránlegt aö ætla sér
aö gera kvikmynd og kunna að-
eins að tala við leikarana. Það
er enginn leikstjóri sem ekki
kann tæknina iíka.
— Það er eins og rithöfundur
sem vill skrifa en kann ekki skil
á málfræöinni. Menn verða að
kunna skil á tæknilegum mögu-
leikum.
Þessi skóli er i þróun kennslu-
fræðilega séð Aður var það
þannig að hver starfsgrein var i
sinu horni. Leikstjórinn með
sina smávindla i einu horninu, á
öðrum staö var myndatöku-
maöurinn með sinar vélar og
hljóöupptökumaðurinn með sin
tæki. Þaö gekk ekki. Eftir að
breytt var til hefur þetta gengið
ágætlega.”
Gildi hópvinnu
Lárus leggur mikla áherslu á
það i spjalli okkar hve hópvinn-
an hafi mikið gildi. — „Við
spjöllum saman um myndir og
ræöum hvernig til hafi tekist”,
segir hann. — Hann segir að
menn eigi að gera hluti sem þeir
séu á nippinu með að kunna?
þannig læri þeir.
„Það er gaman aö stúdera
myndir sem aðrir gera. Það
vekur samkeppni og við hjálp-
um hver öðrum,” bætir hann
við.
Um skólann segir Láus Ýmir.
„Þeir vilja fólk með einhverja
lifsreynslu. Vilja að þaö hafi
bakpoka til að taka upp úr þeg-
ar það fer að gera hlutina.
Skólinn hefur gott álit’á sér á
alþjóðlegum vettvangi. Fyrstu
starfsárin ræddu nemendur
meira um þjóðfélagsvandamál
en nú er. Þá fékk hann það orð á
sig að þetta væri pólitiskur
klúbbur.
Þetta var idjótiskt! Það er
fáránlegt aö eyða tima sinum
þannig þegar tækifæri er ti! þess
i tvö ár aö hafa nóg af tækjum
sem hægt ^r aö nota. Þaö er nær
að kanna þessi mál eftir ár.
Þessi skóli er vel búinn. Rikið
greiðir allan kostnað. Það er
alltaf hægt að segja að það vanti
filmur og auövitað höfum viö
ekki ótakmarkaö af þeim. Okk-
ur finnst það ósköp dapurlegt,
en aörir segja að við séum spiilt
af eftirlæti! En þaö er staðreynd
að mikiöer filmaö hér miðað við
aðra skóla.
Tækjákostur er hér afar góð
ur. Hér höfum við sjónvarps-
stúdió, litastúdió, sem er mörg-
um kiössum fyrir ofan islenska
sjónvarpsstúdióið.
Hér er útvarpsdeild, kvik-
myndadeild, leikhúsdeild,
maskdeild, það er föröun og
grimugerð, almenn pródúksjón,
fyrir'fólk úr atvinnulifinu. Hér
eru lika styttri námskeið fyrir
fólk úr atvinnulifinu. Þetta eru
námskeið sem taka allt frá
þremur upp i tólf daga.
Flestir nemendanna eru svi-
ar, en svo eru lika útlendingar
innan um.”
Heimsfrægir kennarar
Lárus fer miklum viðurkenn-
ingaroröum um kennarana sem
hann segir vera afar góða. Auk
hinna föstu kennara koma til
Dramatiska Institutet gesta-
kennarar. — „Til dæmis Jona;
Cornell, sem er talinn vera einn
af fimm bestu leikstjórum svia.
Roy Anderson, sem þykir einn
hinna efnilegri meöal yngri svia
og hefur ti) að mynda gert
K3rlikhetshistorie. Svo fáum
viö lika stundum erienda leik-
stjóra. Til dæmis Truffaut og
Milos Forman".
—EKG
Lárus sýnir blaðamanni Vlsis hið fulllunvia stúdló þar sem hægt er
að taka upp i lit.