Vísir - 01.05.1977, Side 6
6
Sunnudagur 1. mai 1977
VÍSlR
VÍSIR
Sunnudagur
1. mai 1977
setning er mjög svo venjuleg
þegar sjómenn eiga i hlut þegar
þeir eru að leggja frá bryggju.
En að fá þetta allt i einu yfir sig
þegar maður er sestur upp i
flugvél og er að leggja af stað i
loftið er dálitið óvenjulegt.
Það var þvi ekki nema von að
farþegar i flugvél Flugfélags is-
lands á leið til Kaupmannahafn-
ar um árið hrykkju við er þeir
heyrðu þessi orð kölluð er vélin
var i flugtaki á Keflavikurflug-
velli einn morguninn.
Bjarna Gunnari fannst vélin
eitthvað sein að komast i loftið,
og þeim hugsunum sinum til
áréttingar kallaði hann þessi
orð yfir farþegasalinn. Menn
urðu þó rólegir stuttu siðar, er
vélin lyfti sér i loftið, þeir voru á
flugi, en ekki komnir á sjó út.
,,Jú þau eru aö sjálfsögðu rik i
huga manns á stundum ýmis
orðatiltæki og setningar sem
maður notaði á sjónum, en þó er
ég ekki svo forstokkaður sjókarl
að ég geti ekki haftstjórn á mér,
þetta var nú meira svona til
þess að lifga fólkið við”.
En það var ekki allt búið enn.
Þegar flugvélin var að undirbúa
lendingu á Kastrup flugvelli og
farþegar sátu spenntir á ,,út-
kikki” eins og Bjarni kallar það,
gall allt i einu við: „Gera klárt
að framan”. Og aftur hrukku
■ allir við.
„Hvernig væri að ræða viö
einhvern iþróttamann, en
blessaður góði talaðu við hann
eins og mann!!"Þetta mælti rit-
stjóri Helgarbl- þegar hann
sendi undirritaðan af stað til að
ræða við „einhvern iþrótta-
mann”. Það er óþarfi að taka
þessi orö bókstaflega, ég veit að
„stjórinn” átti ekki við að það
væri ekki hægt að ræða viö i-
þróttamenn eins og menn, hann
hafði fremur i huga að iþrótta-
maðurinn svaraði einhverjum
öðrum spurningum en þeim sem
snúa beint að iþrótt hans, en
ekki gaf hann þó neina „for-
múlu” sem farið skyldi eftir i
þessu viðtali.
Fyrir valinu varð að þessu
sinni Bjarni Gunnar Sveinsson,
körfuknattleiksmaður úr
Iþróttafélagi stúdenta og lands-
liðsmaður, en hann er einnig
kennari við Armúlaskóla i
Reykjavik, auk þess sem hann
starfar hjá Vélsmiöju Páls
Helgasonar sem skrifstofu-
stjóri.
Eyjapeyji
Bjarni Gunnar eins og hann er
kallaður fæddist i Reykjavik en
5 ára fluttist hann til Eyja. Hug-
ur hans hneigðist ekki mikið að
iþróttum i æsku, en þó tók hann
þátt i knattspyrnu með öðrum
„peyjum” á sinu reki, svona til
þess að vera ekki sér'á báti.
Hann varð svo frægur aö leika
knattspyrnu i 4. og 5. flokki, ,,en
ég þótti ávallt lélegur mark-
vörður” segir hann sjálfur.
“Körfubolti. Jú eitthvað var
hann stundaöur, en ég fór aldrei
á æfingar, hafði ekki áhuga á
þessari skrýtnu iþróttV
Ungur til sjós
Til sjós fór kappinn ungur,
eins og siður er i Eyjum. Sjó-.
mennskuna stundaði hann siðar
grimmt á sumrin þegar hann
átti fri frá námi, og þeir sem
þekkja kappann hafa örugglega
heyrt hans fyndnu tilsvör og
athugasemdir sem settar eru
fram á „mergjuðu” sjómanna-
máli á stundum.
ftJú, i 11 sumur var ég á sjó, en
aldrei komstég þói hann krapp-
ann. Ég hef verið við flestar teg-
undir veiða, þó aldrei komið á
togara, og i dragnót hef ég
aldrei veitt eina einustu bröndu'.'
Tilsvörin og setningarnar
/#frægu"
„Sleppa að aftan”. — Þessi
Þýskaland .
Leiðinlegasti staður sem ég
hef komið til, jú, það er örugg-
lega London. London er leiðin-
leg borg, það er „skitalykt” þar,
allt fullt at mengun og ólofti. Ég
get hinsvegar ekki dæmt um
London út frá menningarlegu
sjónarmiði, ég hef ekki haft
tima til þess að skoða söfn og
þess háttar, en einn stóran kost
sé ég við London. Hann er sá að
það er svo stutt þaðan til Ir-
lands.
Á írlandi er besta fólkið sem
ég hef heimsótt. Fólkið þar er
svo persónulegt og ljúft i fram-
t reikningstima. Bjarni Gunnar er ihuguil á svip, en nemendurnir
grúfa sig yfir verkefni sin.
komu og vill allt fyrir þig gera.
Þú hefur það ekki á tilfinning-
unni að það sé eingöngu tekið á
móti þér þar af einhverri skyldu
eins og sumstaðar hefur komið
fyrir að við höfum fundið fyrir á
landsliðsferðum okkar. Þeir eru
elskulegir irarnir og viljá allt
fyrir mann gera, sannkallað
fyrirmyndarfólk heim að sækja.
Fólkið i Hamilton i Kanada,
þar sem við kepptum i for-
keppni Ólympiuleikanna á
siðasta ári var einnig sérlega
gott fólk heim að sækja, þar var
sko regla á hlutunum og margt
gert til þess að láta manni liða
sem best meðan maður var
gestur þar.
Eitt var það þó sem mér
fannst mjög ónotalegt i þessari
umræddu kanadaferð, en það
var hversu litill ég var innan um
miðherja þeirra liða sem við
lékum við.
Hér heima er maður vanur að
vera stærstur — Bjarni er 2
metrar á hæð — T?n innan um
þessa risa þarna úti sem flestir
voru 2,05-2,13 metrar á hæð varð
maður gripinn hálfgerðri ónota-
tilfinningu”.
Við báðum Bjarna að rifja
upp fyrir okkur eftirminnileg-
ustu landsleiki sina.
„Ég veit varla hvað ég á að
segja. Landsleikurinn gegn ir-
um i Dublin 1974 verður ávallt
minnisstæður, en það er örugg-
lega einn af minum betri lands-
leikjum. Þá var leikur gegn
portúgölum sem var leikinn hér
heima um vorið 1976 mjög góður
af minni hálfu, og verður sér-
staklega minnisstæður fyrir þá
sök að ég kom út úr þeim leik
með 100% nýtingu i skotum sem
er vist mjög óvenjulegt.
Fleiri leiki mætti nefna, t.d.
leikinn gegn Luxemborg i
Evrópukeipninni 1975 enhann
fór fram i V-Þýskalandi og leik
gegn Noregi hér heima i haust”.
//No easy way"
Bjarni nefndi leikinn gegn ir-
um i Dublin 1974 sem mjög eftir-
minnilegan landsleik, og undir-
ritaður sem var viðstaddur
þann leik getur ekki látið hjá
liða að segja frá litlu skemmti-
legu atviki sem gerðisb þar.
Þannig var, að Bjarni var i
miklu stuði, og leikmenn irska
liðsins réðu ekkert við hann.
Það var nóg fyrir islensku leik-
mennina að gefa boltann á
Bjarna, hann sá um að koma
honum i körfuna.
Nokkrir ungir piltar — 10-12
ára — sem sátu á næsta bekk
fyrir aftan undirritaðan gátu
ekki dulið hrifningu sina á
frammistöðu Bjarna, og þegar
hann hafði eitt sinn skilað
boltanum i körfu iranna með
miklum tilþrifum heyrðist einn
þeirra segja við félaga sina:
„0 boy, no easy way to stop
him”. Þetta var sagt af svo
mikilli tilfinningu, að það var
ekki hægt annað en að hafa
samúð með aumingja piltinum.
Að hafa aga
Haustið 1971 hóf Bjarni Gunn-
ar störf sem kennari við
Ármúlaskóla i Reykjavik, jafn-
framt þvi sem hann stundaði
nám við Háskólann.
„Það er ekkert erfitt að eiga
við unglingana, þótt ávallt séu
innan um einhverjir sem eru
erfiðari en aðrir. Þó er þetta að
minu áliti þannig vinna að mað-
ur ætti ekki að vera lengur i
henni en svona 5-6 ár i einu, taka
sér þá hvild.
En mér hefur ávallt gengið
vel að halda aga, og ef það tekst,
þá er mikið fengið!1 r K
>»
...og svo þýöir ekkert að slá slöku viö þetta, þiö verðiö aö einbeita
ykkur að þvi aö komast til botns I þessu.... Ekki vitum viö hvort
þetta var nákvæmlega það sem Bjarni Gunnar var að segja er
myndin var tekin, en hann er greinilega aö segja eitthvaö merkilegt
við nemendur sina.
Hérna gnæfir Bjarnihátt yfir andstæðingi sinum, og fátt er til varnar þegar hann er kominn i þessa stöðu meö boltann. Myndin er úr
leik landsliðsins gegn „pressuliöi” I vetur.
Vissulega hefði það verið sóun
á góðum krafti ef Bjarni
Gunnar hefði ekki snúið sér að
körfuboltanum. Framfarirnar
létu ekki á sér standa, 1974 var
hann valinn i landslið íslands, 27
ára að aldri, og hefur nú alls 32
landsleiki að baki.
„Jú, maður hefur komið viða
við með landsliðinu, og senni-
lega á marga staði þar sem
maður hefði ekki komið á ella.
Ég hef tekið þátt i landsliðsferð-
um til Finnlands, Danmerkur,
Sviþjóðar, Kanada, Irlands,
Skotlands, Englands og V-
„Mér finnst vera skíta-
lykt í London"
— Rœtt við Bjarna Gunnar Sveinsson —
körfuknattleiksmann, kennara, sjómann
og skrifstofustjóra
Byrjaöi allt i MA
Þrátt fyrir orð Helgarblaðs-
ritstjórans i upphafi þessarar
greinar, er það ekki meiningin
að ræða ekki um iþróttir, og
vikjum okkur að körfuknatt-
leiknum um stund.
„Það var á skólaárum minum
i Menntaskólanum á Akureyri
að ég byrjaði i körfuboltanum.
Fyrir einhverja tilviljun komst
ég i b-lið 3. bekkjar, og það var
nóg til þess að ég tók „bakteri-
una”.
Siðan lá leiðin i Háskólann, og
þá lá beinast við að hefja æfing-
ar með Iþróttafélagi stúdenta,
sem ég og gerði. Um haustið
1967 fór ég á nokkrar æfingar
hjá Benedikt Jakobssyni heitn-
um, og eftir það var ekki aftur
snúið, og ég^leik enn með liði
stúdentanna!1
I landsliö 27 ára
Hagstœtt
varahlutaverð
Góð
viðgerðarþjónusta
Hótt endursöluverð
LADA 1200
Verð ca kr.
1145 þús.
m. ryðvörn
LADA 1200
STATION
Verð ca kr.
1233 þús.
m. ryðvörn
•>; 'y
■ H. í -
LADA 1500 S
TOPAS
Verð ca kr.
1357 þús.
m. ryðvörn.
Hagstœðir greiðsluskilmólar
»...og gaf þeim upp
málið á okkur báðum«
»Þelr skera svampinn alveg eins og
maður vill og sauma utan um hann líka, ef
maður bara vill.«<^
»Já, Lystadún svampdýnur...<
»Hættu nú aö tala, elskan mín«
efni til að spá í
LYSTADÚNVERKSMl-ÐJAN DUGGUVOGI 8 SÍMI 846 55
L VÍSIR smáar sem stórar!