Vísir - 06.05.1977, Side 9
Mikið um að vera í
Grensóskirkju
Kirkjudagur verftur I Grensás-
klrkju á sunnudaginn. Hann hefst
með guOsþjónustu kl. 11 f.h. Sfftan
verftur kaffisala kvenfálagsins kl.
15-18 og um kvttldift verftur kvöld-
vaka f safnaftarheimilinu. Hefst
hún kl. 20:3«.
Tilgangur kirkjudagsins er
fyrst og fremst aft minna á kirkj-
una, starf hennar, veg og vanda.
Safnaftarheimili kirkjunnar hefur
t vetur verift i notkun, eftir aft
framkvæmdum lauk i kjallara sl.
haust. Var æskulýftsstarfift þar
vikulega, Al-Anon fundir, bibliu-
lestrar, kvenfélagsfundir o.fi.
Enn er þó margt ógert i húsinu.
Eru þaft allt dýrar framkvæmdir
og verftur þvi tekift á móti f jár-
framlögum á kirkjudaginn.
A dagskrá kvöldvökunnar verft-
ur þetta m.a.: Jóhanna Sigmars-
dóttir forstöftukona flytur ræftu,
Jón G. Þórarinsson organisti
kirkjunnar leikur á orgel, Manu-
ela Wiesler leikur einleik á flautu,
kór Kvennaskólans i Reykjavik
syngur, o.fl..
.
Ys og þys
að hœtta
Sföustu sýningar á ballettinum Ys og þys útaf engu verfta i
Þjóöleikhúsinu á morgun kiukkan 14. Ballettinn hefur verift afar vel
sóttur hingaft til og lofaftur óspart i blöftum af gagnrýnendum.
Þaft er sem kunnugt er Islenski dansflokkurinn sem danspr
ballettinn. Natalie Konjes baliettmeistari sá um sviftsetningu og
samdi dansana, en verkift er byggt á samnefndu leikriti Shakes-
peare. —EKG
Galleri Sólon Islandus: Inga S.
Ragnarsdóttir, Jenný Erla
Guftmundsdóttir, Jónina Lára
Einarsdóttir og Sigrún Eldjárn
sýna grafik og keramik. Sýningin
er opin kl. 14-18 virka daga og
14-22 um helgar til 14. mai.
Menningarstofnun Bandarikj-
anna: Sýning á verkum banda-
riska graflklistamannsins
Josephs Goldynes er opin kl. 13-19
virka daga og 14-18 á sunnudög-
um, á laugardögum er lokaft.
Sýningn stendur fram til 15. mal.
Loftift: Gunnar örn Gunnarsson
sýnir teikningar. Sýningin er opin
á verslunartima og kl. 14-18 á
morgun, en þá lýkur henni.
Gallerl Sufturgata 7:13 listamenn
sýna myndverk og kvikmyndir og
er sýningin unnin upp úr þemanu
Umbreyting. Sýningin er opin kl.
16-22 virka daga 14-22 um helgar
og stendur til 22. mal.
Matstofur frystihúsa I Vest-
mannaeyjum: Listasafn ASI
heldur myndlistarsýningar I mat-
stofum lsfélags Vestmannaeyja,
Vinnslustöövarinnar og Fisk-
iftjunnar. Sýningarnar standa til
loka malmánaftar.
' .V
Einn nemend i Myndlista-og handfftaskólans vinnur aft uppsetningu sýningarinnar. Ljósm. LA
170 nemendur sýna
Hin árlega vorsýning Mynd-
lista- og handfftaskóla tslands
verftur opnuft föstudaginn 6. mal
kl. 2og verftur opin dagana 6., 7.
og 8. mal frá 2-10.
Undanfarin ár hafa sýningar
skólans verlft mjög stórar og
leitast vift aft gefa þverskurft af
öllu þvf, sem gert hefur verift f
skólanum um veturinn.
t ár verftur brugftift út af þess-
ari venju. Sérhver nemandi
dagskóians, en þeir eru 170 aft
tölu, velur sér eitt verk, sem
hann óskar aft sýna. Verkunum
er komift fyrir án tillits til
deilda- efta bekkjaskiptinga, en
teikningum, málverkum,
grafik, nýlist og listmunum raft-
aft saman svo aft sérhvert vift-
fangsefni myndi ákveftna heiid.
Vegna þessa nýja fyrirkomu-
lags er ekki unnt aft sýna verk
þeirra, sem námskeift stunda,
en um 500manns eru innritaftir f
námskeift á ári hverju. Þó er op-
ift inn I barnateiknistofu, sem er
f tengslum vift kaffistofu nem-
enda.en þar selja þeir veitingar
til styrktar ferftasjóft sfnum.
VERÐLAUNAGETRAUN
INGVARS & GYLFA
í tilefni 20 ára afmælis fyrirtækisins 17. maí n.k. efnum við til verð-
launagetraunar.
Hvað hefur fyrirtækið framleitt
hjónarúm í mörg ár?
(Setjið x í þann reit sem þér teljið réttan.)
19 ár □ 16 ár □ 11 árQ 9árQ
Nafn:
Heimili:
Sími:
Sendió seðilinn til
Húsgagnaverzlunar Ingvars og Gylfa,
Grensásvegi 3, Rvík, fyrir 15. maí n.k.
Vinninaur hiónarúm I