Vísir - 06.05.1977, Page 10

Vísir - 06.05.1977, Page 10
10 VÍSIR C'lgefandl: Reykjaprent hf Framkvemdastjórl: Davfö Guömundsson Ritstjórar: t>orsteinn Pólsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Fréttastjórl erlendra írétta: Guömundur Pétursson. Um- sjón meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guöfinnsson, Ellas Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guöjón Arngrlmsson, Kjartan L. Pálsson, OIi Tynes Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guövinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Akureyrarritstjórn: Anders Hansen. Utlitstelknun: Jón Oskar Hafsteinsson og Magnús Ólafsson. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Sölustjóri: Páll Stefánsson. Auglýsingastjiri. Þorsteinn Fr. Sigurösson. Drelfingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. . Auglýsingar: Slöumdla §. Slmar 822M. 8M11. Askriftargjald kr. 13M á mAnuöl innanlanda. Afgreiöala: Hverflagötu 44. Slmi 84411. Verö I UuaaaUu kr. 78 eiaUktö. Ritstjórn: SiöumAla 14. Sfmi 84411, 7 llnur. Prentua: BUÖapreat kf. Höft og spilling i tíð núverandi ríkisstjórnar hefur örlað á tilhneig- ingum til þess að endurvekja haftakerf ið, sem hér var við lýði allt fram til 1960. Sumir þættir þess hafa að vísu aldrei verið afnumdir eins og t.d. verðlagshöftin. En þar að auki hafa haftareglur verið teknar upp á öðrum sviðum á nýjan leik. All hörðum gjaldeyrishöftum hefur verið viðhaidið án þess að það hefði nokkur raunveruleg áhrif á gjald- eyriseyðslu. En stjórnvöld hafa með þessu reynt að hlutast til um daglegt líf islenskra ferðamanna er- lendis og jafnvel reynt að ákveða hvernig þeir möt- uðust. Gjaldeyrisskammturinn var nýlega rýmkaður, en kerfinu haldið óbreyttu. Þá hefur ríkisstjórnin einnig gert tilraunir til þess aðsetja innflutning undir haftareglur. I þvi sambandi má nefna að á síðasta ári var afnuminn frjáls innflutningur á kexi og ýmsum skyldum vöru- tegundum. Þessi aðgerð var studd þeim rökum, að rikisstjórnin teldi ekki ástæðu til þess að landsmenn neyttu fæðu af þessu tagi og því mætti spara gjaldeyri með þvi að innleiða haftakerfið á þessu sviði. Enaðsjálfsögðu skipti þessi ráðstöfun engum sköp- um varðandi gjaldeyrissparnað. Rikið hélt áfram að flytja inn tóbak og eyða í því skyni helmingi meiri gjaldeyri en innfluttu brauðvörurnar kostuðu. Svo virðist því sem ríkisstjórnin hafi talið meiri þörf á að takmarka kexát en reykingar. Þetta einfalda dæmi sýnir gleggst hversu hafta- reglur eru fáránlegar. En að sjálfsögðu verður ríkis- stjórnin ekki í alvöru sökuð um að vilja heldur viðhalda reykingum en kexáti. Það eru allt aðrar ástæður sem liggja að baki ákvörðunum sem þessum og þær eru ekki síður alvarlegar en tilraunir til þess að hlutast til um daglega hætti borgaranna. Um þessar mundir er verið að ganga frá stofnun nýrrar kexverksmiðju, sem Samvinnuhringurinn ætl- ar að reka. Skömmu eftir að viðskiptaráðherra tilkynnti um innflutningshöftin í fyrra ákvað Sam- vinnuhringurinn að færa enn út kvíarnar og reisa hér kexverksmiðju. Nú er það góðra gjalda vert að auka og ef la innlenda framleiðslu á þessu sviði sem öðrum. Kjarni málsins er hins vegar sá, að það er ekki sama hvernig að uppbyggingu atvinnulifsins er staðið. I þessu tilviki er augljóst, að innflutningshöftin voru sett af ríkisstjórninni i því skyni fyrst og fremst að auðvelda Samvinnuhringnum að setja á fót verk- smiðju af þessu tagi. Hér er því um að ræða pólitíska mismunun í þágu Samvinnuhringsins. Þegar uppbygging atvinnulifsíns er látin ráðast samkvæmt pólitískum lögmálum eins og í þessu til- viki, er lítil von til þess að hér verði komið á heilbrigðu efnahags- og atvinnulifi. Atvik af þessu tagi eru dæmigerö fyrir þá spillingu, sem ávallt þrífst í hafta- skipulaginu. Þó að núverandi rikisstjórn hafi ekki i verulegum mæli fáríð inn á braut haftakerf isins, má þegar f inna dæmi sem þetta um spillingu. I þessu tilviki bendir meira að segja allt til þess, að spillingin sá ákvörðun- urástæða fyrir þvi að haftareglur voru settar á þessu vU:*Uiði innflutnings. Þetta litla dæmi ætti þviað hvetja menn til árvekni í þessum efnum. óhjákvæmilegt er að standa gegn öll- vm frekari tilraunum af þessu tagi. Hér verður ekki komið á heilbrigðu efnahags- og atvinnulífi, nema leifar pólitiska hafta- og skömmtunarkerfisins verði upprættar með öllu. Ýmislegt er enn óunnið í þeim efnum. Því verður að breyta með nýsköpun i efna- hagsmálum. Föstudagur 6. mai 1977 VISIR Lítill tími fyrir búskapinn hjá Inga ,,Ég fer noröur i Reykjadal •um helgina og verö heima I viku. Siöan kem ég suöur aftur og verö hér bundinn viö störf fram á sumar og raunar meira og minna til haustsins”, sagöi Ingi Tryggvason frá Kárhóli I Suöur-Þingeyjarsýslu. — Ætlaröu aösinna bústörfum þessa viku furir noröan? ,, Þaö er aðeins hugsanlegt aö ég hafi smátima til aö lita á búskapinn enaö mestu verö ég bundinn viö störf sem eru félagslegseölis. Þaö er meðal annars sparisjóö- ur sem ég stjórna þarna og tals- verö vinna i kringum hann.” — En hvaöa störfum muntu siöan sinna I borginni? „Störfin i fjárveitinganefnd munu taka langmest af tima minum hér. Ég er formaður nefndarinnar eins og sakir standa i forföllum Jóns Árna- sonar og þaö eru ýmis erindi sem menn eiga viö mig svo og fundir i nefndinni. Nei, þvi miö- ur verður vist litill timi fyrir bú- skapinn næstu vikurnar”, sagöi Ingi Tryggvason að lokum. — SG Ingl Tryggvason ,,Ég verö áfram um tima i Reykjavik núna eftir aö þinginu er Iokiö. Ýmis mál sem ég hef tekiöaö mér fyrir mina umbjóö- endur hafa setiö á hakanum vegna annrikis aö undanförnu. Fyrirgreiöslumálin hafa þvi oröiö aö biöa”, sagöi Steinþór Gestsson frá Hæli og brosti kankvislega. Hann sagðist gjarnan vilja fara þegar I staö austur aö Hæli til aö taka þátt i starfinu þar. Þaö heföi ekki veriö amalegt aö koma beint i sauöburöinn og yf- irleitt reyndi hann að vinna eitt- hvaö heimavið yfir sumariö. „En ég verö að segja þaö aö i raun og veru starfa ég ekkert .við búiö lengur. Þingmanns- starfiö erorðiö fulltstarf alltár- ið ef vel á aö vera og ekki hægt aö sinna bústörfum meö þvi að nokkru gagni”, sagöi Steinþór Gestsson, en hann hefur setið á Alþingi siöan áriö 1967. — SG Steinþór Gestsson. Fleiri íslendingar til útlanda nú en í fyrra Færri útlendingar komu hing- aö til lands I april en i sama mánuöi I fyrra. tslendingar höföu hlns vegar aukiö feröalög sin. Samkvæmt upplýsingum út- lendingaeftirlitsins komu 3585 útlendingar til landsins i apríl, en 4008 á sama tima f fyrra. Hins vegar komu 4689 Islending- ar nú til landsins, en 3568 i fyrra. Fyrstu fjóra mánuöi ársins komu 13.868 islendingar til landsins, en á sama tima i fyrra 10.268. Aukningin er því 3.600. — ESJ. Steinþór verður úfram í borginni við „fyrirgreiðslur"

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.