Vísir - 06.05.1977, Síða 11
VISIR Föstudagur 6. mat
1977
Af ráðstefnu um neysluvenjur og heilsufar:
Ráöstefna um neysluvenjur
og heilsufar var haldin i Domus
Medica um siöustu helgi. Til
hennar var boöiö læknum,
manneldisfræöingum og öörum
sem áhuga hafa á manneldis-
málum, svo og framleiöendum
matvæla og fuiitrúum stjórn-
valda.
A ráðstefnunni var fluttur
fjöldi erinda um heilbrigðis-
ástand og fæðuval tslendinga og
um uppbyggingu heilbrigðis-
þjónustunnar og markaðskerfis
matvælaframleiðslunnar. Var
tilgangur ráðstefnunnar m.a. sá
að kanna möguleika á sam-
eiginlegri stefnumörkun inn-
Lífslíkur fólks eru
hœttar að aukast
þratt fyrir bœtta heilbrigðisþjónustu
Hiutiráöstefnugesta ihúsakynnum Domus Medica. — Myndir LA.
lendra sérfræðinga til að stuðla
að hollari neysluháttum.
t erindum og umræðum kom
meðal annars fram að þrátt fyr-
ir að kostnaður við heilbrigðis-
þjónustu landsmanna hafi auk-
ist verulega undanfarin ár, hafa
lifslikur miðaldra fólks ekki
aukist á timabilinu. Tiðni
hjarta- og æðasjúkdóma er
sambærileg við það hæsta sem
gerist i heiminum. Krabbamein
i brjóstum, lungum, blöðruháls-
kirtli og ristli fer hækkandi.
Tiðni magabólgu og magasárs
er mun hærri meðal islendinga
en annarra þjóða. Og hér eru
tannáta og tannskemmdir ekki
siður algengir menningarsjúk-
dómar en gerist á öðrum vest-
urlöndum.
Þá kom fram að neysluvenjur
landsmanna eru þannig, að
þáttur fitu, mettaðrar fitu og
sykurs er of riflegur, en hlutur
bundinna kolvetna og trefjaefna
aftur á móti of naumur.
Um þetta liggur fyrir vit-
neskja þegar litið er á þjóðina i
heild. Hins vegar vantar veru-
lega upplýsingar um neyslu-
venjur hinna ýmsu þjóðfélags-
hópa, sérstaklega aldraðs fólks
og barna.
Fólk er farið að halda að það
megi ekkert borða, án þess að-
stofna lifi sinu I hættu. Þessu
töldu fundarmenn að væri alveg
öfugt farið, þ.e. að fólk þyrfti
einmitt að auka fjölbreytni i
fæðuvali sinu og draga þar með
úr neyslu á einhæfum og orku-
rikum fæðutegundum, serátak-
lega sykri og harðri fitu.
Úrræði
Með þvi að auka verulega
framleiðslu og neyslu á
garðávöxtum og öðrum fitu-
snauðum afurðum, svo sem létt-
mjólk, undanrennu og mysu
töldu fundarmenn að mætti
beina neyslu landsmanna inn á
hófsamari brautir. Einnig þyrfti
að breyta reglum um kjötmat á
þann hátt, að tekið verði mið af
hollustuháttum i mun rikara
mæli en nú er.
Breyta þurfi þeim tolla- og
verðlagsákvæðum sem stuðla
að óhollum venjum, m.a. þurfi
að fella niður vörugjald á heilu
korni til samræmis við aðrar
kornafurðir. Þá þurfi að kanna
hvort ákvæði um smásöluálagn-
ingu og visitölufestingu, t.d. á
sælgæti hafi stuðlað að ofneyslu
á sælgæti.
Efla þurfi fræðslustarfsemi
heilbrigðisyfirvalda og breyta
menntun heilbrigðisstétta,
þannig að heilsuvernd sé gert
hærra undir höfði. Jafnframt
þurfi að styöja við þær heil-
brigðisstofnanir sem fylgjast
með heilbrigðisástandi og
neyslu landsmanna, svo sem
Hjartavernd, Krabbameins-
félagiö og Manneldisráð.
Kom fram að þar sem þörfin
fyrir heilbrigðisþjónustu sé
ávallt meiri en unnt sé að veita,
þurfi að beiná fjárveitingum tií
heilbrigðismála i framtíðinni
inn á þær brautir, sem gefa
mesta möguleika á bættri heilsu
fyrir landsmenn. Hér að neðan
getur að lita álit Páls Sigurðs-
sonar ráðuneytisstjóra i heil-
brigðisráðuneytinu og Daviðs
Gunnarssonar framkvæmda-
stjóra rikisspitalanna á þessum
þætti málsins. —SJ
Prófessor Siguröur Samúelsson
og dr. Jón Óttar Kagnarsson
ásamt fleiri þátttakendum I
ráöstefnunni.
„Arðsemíssjónarmið-
ið verður oð róða"
- segir Davíð Á. Gunnarsson um ráðstöfun
fjármuna til heilbrigðismála
,,Þaö cr augijóst aö viö getum
ekki stefnt i þessa átt. Hér ger-
ist þaö sama og i aliri stóriöju
og orkuframkvæmd. Fyrstu
fjárfestingar eru mjög arösam-
ar. Meöallifslengd hækkar og
barnadauði minnkar. Eftir visst
mark hættirhins vegar fjárfest-
ingin og reksturinn aö gefa eins
mikinn arð. Það er margt sem
bcndirtil þessað viö islendingar
séum nú aö náigast eöa jafnvel
komnir aö þvi marki nú þegar”.
Þetta er álit Daviðs Gunnars-
sonar framkvæmdastjóra rikis-
spitalanna á þeirri þróun að á
siðustu 25 árum hefur hlutdeild
heilbrigðismála i þjóöarfram-
leiðslu á tslandi vaxið úr um
3% i um 7% án þess að hafa
áhrif á meðallifslengd, en Davið
fjallaði um ráðstöfun fjármuna
til heilbrigðismála á ráð-
stefnunni.
„Þaö er langt I það, aö okkur
sem störfum að heilbrigðismál-
um, finnist að nægjanlegu fjár-
magni sé varið til þessara
mála”, sagði Davið. „Enn vant-
ar mikið á að sómasamlega sé
staðið að t.d. málum vangefinna
og ýmissa hópa geðveikra. Enn
eru stór átök nauösynleg á sviði
fyrirbyggjandi áðgerða. Þessir
þættir verða hins vegar að
keppa við aðra þætti þjóöfé-
lagsins og sin á milli um fjár-
veitingar.
Arðsemissjónarmiöiö veröur
að ráða. Ég vildi t.d. gjarnan
sjá samanburð á læknisfræði-
legri arðsemi hreinsibúnaðar i
álverksmiðjunni eða væntan-
legri járnblendiverksmiðju, og
þvi að byggja 40 rúma bækl-
unarlækningadeild, endurhæf-
ingarsundlaug og nokkur heim-
ili fyrir vangefin og fjölfötluð
börn. Vitað er með vissu hvað
búnaöurinn kostar og hægt er aö
áætla hversu mikið hann bætir
likamlega heilsu og eykur lif-
likur starfsmanna og hollustu-
hætti umhverfis.”
Dauðsföllum fækkað
með fræðslu.
Davið sagði aö ef litið væri á
yfirlity íir helstu dánarorsakir á
tslandi kæmi i ljos að hjá strák-
um 1-10 ára deyja flestir slys-
faradauða.
Daviö Gunnarsson telur aö
meiri aröscmi geti veriö fóigin f
þvi aö verja fé til fraiöslu cn
fjölgunar á siysamóttökum, ef
markmiöiö er aö fækka siysa-
dauösföllum.
Það væri ’auðvelt að setja
markmið, t.d. aö fækka dauðs-
föllum um helming. Vafalaust
væri mun arðsamara að verja
fjármunum i^þessu tilfelli til
fræðslu en þvi að t.d. bæta og
fjölga slysamóttökum. Hér eiga
arðsemissjónarmiðin að ráða.
Arðsemi áróðurs.
„Það borgar sig að auka
fyrirbyggjandi aðgeröir að þvi
marki aö heildarkostnaður
verði i lágmarki,” sagði hann.
„A þessum grundvelli eru stofn-
anir eins og Hjartavernd og
Krabbameinsfélagið auk
göngudeilda reknar.
Hér er i islenska þjóðfélaginu
mikill óplægður akur. An þess
að geta sannað það, er ekki
ótrúlegt að arðsemi siendurtek-
innar fræðslu um reykingar,
mataræði, hreyfingu og annað
þess háttar i sjónvarpi, sé það
mikil, að hagkvæmt gæti verið
að loka heiiii spitaladeild og
nota rekstrarféi sh'ka fræðslu.”
—SJ
' :(
„Aukin tœkni hef
ur litlu breytt"
segir Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri
„Þegar málin eru rannsökuö
niöur i kjölinn veröur niöur-
staöan sú, aö aukin tækni á sviöi
rannsókna og meöferöar hefur
litlu breytt um raunverulega
lækningagetu sjúkrastofnana og
einkum er þetta áberandi hvaö
snertir aöaldánarorsakirnar
tvær, h jartas júkdóma og
krabbamein.”
Þetta sagði Páll Sigurösson
ráðuneytisstjóri i heilbrigöis-
málaráðuneytinu meðal annars
I erindi sem hann flutti á ráð-
stefnunni.
Páll sagði aö siðustu 40 ár I
læknisfræði hafi meira en
nokkur önúur markast af tækni-
þróun, tækni á sviði rannsókna,
tækni á sviði skurölækninga,
tækni á sviði lyfjaframleiöslu og
lyfjageröar og tækni I þvi að
viðhalda lifi sem kannski er
ekki neitt lff, og lifga aö nýju þá
sem aö hluta eru dauðir.
„Til þessara þátta hefur fjár-
magnið til heilbrigöisþjónustu
fyrst og fremst farið og það er
ekki fyrr en á þessum áratug að
menn vakna upp við þann vonda
draum að stefnubreytingar sé
þörf, möguleikum tækninnar
séu lltil takmörk sett, en hitt
orki meira tvimælis aö hvaða
gagni hún komi þegar til
lengdar lætur.”
Að fyrirbyggja
og lækna
Páll kvað okkur hér á landi
hafa tekið þátt I þessu kapp-
Páli Sigurðsson: „Orkar
tvfmælis aö hvaöa gagni tæknin
kemur þegar til lengdar lætur.”
hlaupi um tækni i læknisfræöi.
Þvi aukna fjármagni sem veitt
hafi verið til heilbrigðismála
hafi fyrst og fremst verið beint
til reksturs sjúkrahúsa og rann-
sóknastofnana.
Hins vegar hafi mjög litill
hluti þess fjármagns runnið til
lækningastarfa utan sjúkrahúsa
og gegni þar sama máli um
almenn læknisstörf, sérfræöi-
störf og heilsuverndarstarf og
litið sem ekkert fjármagn hafi
fariö til að upplýsa almenning
um gildi hoilra lifshátta eða til
enduruppeldis hvað snertir
neysluvenjur og siöi.
Læknar andvígir
stefnubreytingu
„Mjög víða hafa heilbrigðis-
stjórnir nú uppi áætlanir um
breytingar á þessum sviðum.
Ráðgert er að minnka til muna
það fjárstreymi sem farið hefur
til læknisfræðilegrar tæknivæö-
ingar, en beina I þess stað fjár-
magni til bættrar almennrar og
sérhæfðrar læknisþjónustu og
heilsuverndar og sérstaklega
aukinnar upplýsingastarfsemi I
skólum og I fjölmiðlum.
Þessi stefnubreyting hjá heil-
brigöisyfírvöidum hefur mætt
verulegri mótspyrnu, einkum
læknasamtakanna, sem hafa
getað sýnt fram á að bætt
læknisfræðileg tækni getur skipt
sköpum I sambandi við sjúk-
dómsgreiningar og ákveöna
læknismeðferð, einkum á sviöi
skurölækninga, en einnig á
mörgum sviðum lyflækninga.”
Fræðslumiðstöð
Páil sagðist ekki telja vafa á
þvi að heilsugæslustöövar veröi
I framtlöinni miöstöðvar heil-
brigöisfræðslu fyrir almenning.
Sé vlsir að sliku starfi þegar
fyrir hendi. Hins vegar veröi
upplýsinga- og fræðslustarf I
framtiðinni á mun breiðari
grundvelli en nú er og þurfi þvi
aö stefna að þvl að á vegum
heilbrigðisstjórnar komi upp
sérstök upplýsinga- og fræðslu-
miðstöð i þessu skyni.
Slik miðstöð ætti einnig að
miðla fjölbiðlum, bæði hljóö-
varpi, sjónvarpi og dagblöðum
réttum upplýsingum um
hollustuhætti, heilsufar,
lækningar og sjúkdóma.