Tíminn - 02.07.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.07.1968, Blaðsíða 5
r WMÐJUDAGUR 2. júlí 1968. TÍMINN Bjarni Andrésson, bygginga- eftirlitsmaður frá Reykjavík sendi Landfara þetta athyglis- verða bréf um mánaðamótin: Sólstöður fyrir norðan Það leikur ljómi birtu og fegurðar um þessi orð í venju- leguárferði. Sólin vakir yfir norðurslóð nótt og dag, svo að jafnvel auga hennar rís yfir sæ um legu árferði. í ár er Jónsmessan fyrir norðan ekki vafin neinum töfraljóma. Sumir firðir eru fullir með hafís, þennan forna og nýja óvin lífs og gróðurs, sem annálar herma og bónd- inn norðan og austan á nú í höggi við. Leiðin lá norður yfir Holta- vörðuheiði um sólstöðurnar. Norðan svalinn lék um landið. Botnssúlur voru snævidrifn- hið efra. Kuldaleg kveðja sem lofaði ekki góðu þegar norðar drægi. Borgarfjörðurinn heils- aði með svölu skini, en Baula var grá fyrir hærum vafin snjó þoku. Tún og eyrar Norðurárdals blöstu við augum með klaksár hið neðra, en þegar ofar og innar dró voru aðeins grænir blettir á víð og dreif í ka^d- auðri jörð. Hvers er að vænta norðan heiðar úr því Borgarfjörð- urinn er svo sárt leikinn? Vísindaleg rannsókn Holtavörðuheiðin er snævi þakin og krepjuskaflar á veg- inum. Hrútafjörðurinn að mestu íslaus innan Hrúteyjar, en þétt ísbelti utan eyjar. Tún eru hér mjög illa farin af kali, svo illa að manni hrýs hugur við. Það má segja, að flest túnin séu steindauð að sjá, að - minnsta kosti nýrækt- in. Þetta er í annað skipti á þessum áratug, sem hafísinn þekur fjörðinn, spillir lífi og kreppir að lífsbjargarhvöt fólksins, sem stundar búskap báðum megin fjarðar. Jarðirnar eru flestar vel hýstar, og stórar nýræktar- spildur blasa við á hverju býli og vitna um dug, framtaks- semi og bjartsýni ræktunar- mannsins. Nú blasir dauðinn við, þar sem áður var líf og grængresi. Vorkuldinn virðist hafa drepið rætur gróðursins. Sér staklega er nýræktin illa far- in. Gömlu túnin, hert í margra alda baráttu við kuldann, virð- ast standa sig betur gegn kal- inu. Vísindaleg rannsókn verður 'að koma hér til, svo að varan- leg lausn finnist á þessum mikla vanda, ef unnt er. Það er neyðarúrræði að þurfa að bylta túnum árlega fyrir ein- rænar jurtir, þó að nú hafi verið gripið til þess úrræðis í nauðvörn. Landbúnaðarráðu neytið verður að hafa forystu um vísindalega rannsókn vandamálsins, ef takast mætti að finna færa leið til varan- legra úrbóta. Fjársöfnun til aðstoðar Ef ekki tekst að finna ráð, sem dugar, er augljóst, að það fólk, sem enn býr á hafíssvæð- unum jafnvel á stórum og vel hýstum jörðum, flosnar upp og margar góðar jarðir fara í auðn. Hér er áreiðanlega brýn þörf á skjótri og drengilegri aðstoð. Vandamálið hlýtur að snerta alla þjóðina. Kalnefndin, blöðin, útvarpið og sjónvarpið þurfa að skera upp herör meðal þeirra, sem búa á íslausu svæðunum og gangast fyrir fjársöfnun til að stoðar þeim, sem hafa orðið verst úti. Þannig gætum við veitt efna hagslegan og siðferðilegan styrk meðan unnið er að því að finna færa leið úr vandan- um. Fólk, sem eyðir milljónum í ferðalög erlendis, skemmtanir, áfengi og hvers kyns tildur og prjál, ætti að geta miðlað af eyðslufé sínu og létt undir með íbúum kalsvæðanna, þeg- ar illa horfir, annað er ekki sæmandi. Bjarni Andrésson. Nú vantar sökudólg Helgi Hannesson á Strönd ritar nokkur orð um búið í Gunnarsholti 11. þ.m. Grein Helga túlkar viðhorf þeirra bænda, sem nú leita með logandi ljósi að söku- dólgnum, til að hengja fyrir offramleiðslu á landbúnaðar- vörum. Helgi hefur fundið einn megin skaðvald, búið í Gunnarsholti, sem framleiðir, skv. Heiga, 20 tonn af kjöti á ári eða heil 0.16 prósent af því kjöti, sem á markaðinn berst. Annan skaðvald nefnir Helgi, tilraunabúin, sem lík- lega framleiða önnur 0.16 pró- sent til samans. Kjörinn bænda leiðtogi hefur svo fyrir nokkru fundið þriðja aðilann til að hengja.uippflosnaða stéttarbræð ur sína, sem leyfa sér þá ó- svúfni að hafa fáeinar kindur sér til gamans í ellinni, eftir að þeir eru fluttir á mölina. Ég hefi ekki við hendina tölur um, hver framleiðsla þessara manna er, en líklega nær hún 1.6% af heildarfram- leiðslunni. Og þá eru fundnir sökudólgar fyrir ca. 250 tonn- um af þeim 300, sem nú liggja hér í geymslum og Bretar vilja ekki einu sinni kaupa í hunda fóður. Þetta eru þá aðilarnir, sem sökina bera, og vandinn er ekki annar en að banna þeim að hafa fé!! En það hefur enginn beðið um, að þeim væri bannað að heyja óg selja hey. Helgi minntist a.m.k. ekki á, að „rangæski íhaldsbóndinn“ hafi atyrt Ingólf ráðherra fyrir ann að en að vera ekki búinn að afmá Gunnarsholtsærnar. Það biður enginn um, að Páll í Gunnarsholti hætti að heyja, — og sá grunur læðist að, að þeir, sem næstir hon- um sitja, væru reiðubúnir að heyja í Gunnarsholti og beita á sandgræðslusvæðin, og auð- vitað fjölga sínu fé til jafns við það, sem nú er á sand- græðslubúinu, og þó líklega helzt meira. Meginatriðið virðist vera, að ríkisbúin megi ekki framleiða annað en hráefnið, heyið, síð- an eru bændur reiðubúnir að taka við og skila offramleiðsl- unni. Ég veit ekki, hver orsökin fyrir því, að bændur sjá ekki eða vilja ekki sjá hið einfalda samhengi milli sívaxandi rækt unar, (nú um 5—6000ha á ári, eða sem svarar ca. 1500 — 2000 tonna aukingar af dilka- kjöti á ári) og bygginga, sem óhjákvæmilega hljóta að leiða til aukinnar framleiðslu og aukinna markaðsörðugleika. Beinir ræktunarstyrkir nema nú, samkvæmt fjárlög- um, 60 milljónum, og Stofn- lán Búnaðarbankans til ann- arra framkvæmda en íbúðar- húsabygginga í sveitum, voru á briðja hundrað milljónir á síðasta ári. Hvorugri þessara stjórnarathafna hafa bændur mótmælt, «é beðið Ingólf að bæta úr með Dráðabirgðalög- um, bótt afleiðingar þessarar fjárfestingar nafi birzt þeim einkar glögglega í 50 kr. frá- drætti á hvern dilkskrokk frá fyrra ári, — um það sama Hestamannafélagið Faxi Auglýsir Kappreiðar félagsin^ verða haldnar að Faxahorg 14. júlí kl. 15,00. Þátttöku í kappreiðum og gæðingakeppni, ber að tilkynna fyrir 10. júlí, til stjórnar félagsins eða Símonar Teitssonar, Borgarnesi. Gæðingar mæti laugardaginn 13. júlí kl. 16,00. STJÓRNIN. Trúin flytur fjöll. — Vi3 flytjum allt annað SENDIBfLASTÖÐIN HF. BlLSTJÖRARNIR aðstoða leyti og þeir þurftu að greiða áburðinn á spildurnar, sem þeir fengu styrk og lán út á, — að ógleymdum 40—50 kr., sem enn eru ógreiddar af and- virði þeirra skroikka, sem inn voru lagðir haustið 1966. Það eru ekki undur, þótt leiðtogar bænda með landbún aðarráðherrann í broddi fylk- ingar hælist um yfir síaukinni ræktun, þeir hafa ástæðu til þess!! Þrjú atriði, sem þakka mætti Þrjú mikilsverð atriði hef- ur sandgræðslustjóranum tek- izt að leiða í ljós með stór- búskap sínum í Gunnarsholti. Hið fyrsta er, að hægt er samtímis að þrælbeita land og græða það upp. Þetta er mik- ilsverð reynsla fyrir þá sök, að óþarfur fjárfjöldi virðist nú á góðri leið með að eyðileggja afréttina. Annað er það, að með mik- illi, samfelldri ræktun og góð- um vélakosti, hefur tekizt að framleiða ódýrara hey en áð- ur þekktist. Hið þriðja, að sýnt hefur verið fram á, hversu miklu verki við hirðingu er hægt að afkasta, þegar aðstaða er góð. Allt eru þetta atriði, sem þegar hafa haft þýðingu fyr- ir íslenzkan landbúnað og eiga eftir að hafa mikla þýðingu í framtíðinni. Landsómagi? Hastarleg er sú fullyrðing Helga, að verðbætur á útflutt- ar landbúnaðarvörur séu ómagagreiðslur. Bændur báðu að vísu um þessar greiðslur. en meginröksemdin fyrir þeim var þó, að nokkur umfram- greiðsla væri nauðsynleg fyrir þjóðina. Á þeim grundvelli hefur þeim verið haldið áfram til þessa, og ef þjóðina vantaði þessa tryggingu, var þá ekki sjálfsagt, að allir reyndu að stuðla að því að hún væri fyr- ir hendi, — ríkisbú ekki und- anskilin? Um hitt má svo auðvitað deila, hvort þörf sé á þessari tryggingu, og hve hiá hún á að vera, en frá sjónarmiði bænda getur varla talizt æski- legt, að rikisvaldið skipuieggi þannig offramleiðslu, sem síð- an er notuð til að þrýsta nið- ur verðinu til bænda. Og sízt skyldu bændur lasta, þótt þeir fáu, sem á ríkisbú- unum starfa, fái greidd fuU laun fyrir vinnu sína, heldur taka sér það til fyrirmyndar í sinni kjarabaráttu og láta reikna sér og sínum full laun, í stað þess að vinna á hálfum launum og þaðan af minna, eins og nú er. Bráðabirgðalögin, sem vantar Helgi lýkur grein sinni með því að segja, að Rangæingar biðji nú um bráðabirgðalög-til að skera niður féð í Gunnars holti. Fáránleg væri sú ráðstöfun, ein sér. Hinu hefðu Rangæing- ar sóma af, ef þeir bindust samtökum um að rækta ekki einn hektara á þessu ári og hinu næsta. og bæðu um leið ráðherra sinn og þingmann að stöðva á sama r.íma, með bráða birgðalögum. ef á þyrfti að halda, styrkjagreiðslur og lán til ræktunar og bygginga í land búnaði, þeirra framkvæmda, sem óhjákvæmilega leiða af sér meiri markaðsörðugleika, en bændur og verzlunarfyrir- tæki beirra fá ráðið við nú um sinn. 5 Á VÍÐAVANGI Yfirburðasigur dr. Kristjáns Eldjárns Þjóðarviljinn kom skýrar fram í forsetakosningunum á sunnudaginn, en nokkurn hafði órað fyrir. Jafnvel bjartsýnustu stuðningsmönnum dr. Kristjáns Eidjárns datt ekki í hug að yfirburðasigur hans gæti orð ið svo stórkostlegur, sem raun varð á. Flestir höfðu spáð því að baráttan yrði mjög hörð og munurinn á atkvæðafylgi frambjóðendanna tiltölulega lít ill, þótt flest virtist benda til þess, að dr. Kristján Eldjárn mundi bera hærri hlut frá borði. Gerðu flestir þeir, sem spáðu í úrslitin og töldu að dr. Kristján myndi sigra, að dr. Gunuar Thoroddsen myndi þó hljóta meira fylgi en Kristján í Reykjavík, sem talið var liöfuðvígi dr. Gunnars. Til þess að dr. Gunnar ætti mögu leika á að vinna kosningarnar yrði hann að hafa verulega yf- irburði í Reykjavík. Það má því segja, að öllum — nema fréttamanni Morgunblaðsins í spádómsþætti sjónvarpsins — hafi verið strax Ijóst, er fyrstu atkvæðatölurnar úr Reykjavík voru birtar 15 mínútum eftir að kjörfundi lauk, hver úrslit in myndu verða, en þá hafði verið talinn um lielmingur at- kvæða í Reykjavík. Við næstu tölur var þetta svo augljóst, að enginn efi gat komizt að. Kosningaúrslitin voru því ekki eins spennandi eins og kannski margir höfðu vonað, er hafa yndi á að láta spenning inn hrífa sig á kósninganóttina. Hvers vegna? í gær töluðu flestir um or- sakirnar fyrir þessum yfirburða sigri dr. Kristjáns Eldjárns og töldu flestir hann ótrúlega mik inn. Sýndist sitt hverjum um orsakirnar eins og gengur og fór það að sjálfsögðu talsvert eftir því hvorn frambjóðand- ann þeir höfðu stutt. Mjög margir voru þeirrar skoðunar, að hér réði ekki ein- ungis mannamunur, því að allir viðurkenna að mennirnir voru báðir vel hæfir til starfsins. Aðdragandi framboðanna skipti kannski mestu máli í þessu sam bandi. Framboði dr. Kristjáns Eldjárns hefði strax í uppliafi verið tekið afar vel. Ómótmælt af viðkomandi höfðu sögusagn ir verið mjög á kreiki í þrjú ár um að dr. Gunnar Thoroddsen væri að undirbúa framboð sitt til forseta, er hann dró sig út úr ráðuneyti dr, Bjarna Bene- diktssonar og gerðist ambassa- dor í Danmörku. Vitað var að leitað hafði verið hófa hjá ýms um um gagnfraniboð en menn ekki viljað ljá máls á slíku er til þeirra var leitað um mögu Icika á framboði. Virtist alit benda til þess um tíma að svo myndi fara að ar. Gunnar Thor oddsen yrði sjálfkjörinn í emb ætti forseta. Þjóðin vill hins vegar greinilega fá að kjósa for sctann og bað án fyrirsagnar frá einum eða öðrum. Þess vegna fékk framboð dr. Kristjáns Eldjárns m. a. svo ótrúlega sterkan hljómgrunn, er hann loks lét til leiðast að gefa kost á sér. Þjóðin vill einnig greinilega að forsetaembættið sé örugglega utan og ofan við stjórnmálaflokkana og afskipti stjórnmálaflokkanna séu næg fyrir þótt þeir láti þjóðkjör forseta afskiptalaust. Þetta Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.