Tíminn - 02.07.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.07.1968, Blaðsíða 9
WOÐJUDAGUR 2. júlí 1968. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framikvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 120.00 á mán innanlands — t lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjna EDDA h. f. Sigur þjóðarviljans Úrslit forsetakosninganna eru kunn. Þær urðu þjóð- kjör í fullum skilningi þess orðs, og leiddu þjóðar- viljann í Ijós, skýran og skýlausan. Nær tveir þriðju hiiutar kj'ósenda hafa skipað sér um’annað forsetaefnið, dr. Kristján Eldjárn. Sú þjóðarhreyfing, sem reis þegar um fraimiboð dr. Kristjáns Eldjárns, hefur orðið sterkari en flesta mun hafa grunað, jafnvel síðustu dagana, þegar línur tóku þó mjög að skýrast. Það er tvennt, sem augljóst má vera eftir tvennar forseta'kosningar í landinu. Annað er það, að þjóðin vill ekki, að stjórnmálaflokkar hafi afskipti af framboði eða kosningabaráttu. Hitt er, að hún vill með engu móti, að unnið sé fyrirfram að því að ákveðnir menn komizt í embættið, áður en hún kaliar til kjörs. Hún vill hreint borð og enga miHigöngu í þessum málum, og að hið beina trúnaðarsamband milli hennar og forsetans mynd- ist í raunverulegu og alfrjálsu þjóðkjöri, þar sem málin hafa verið lögð í dóm þjóðarinnar á þann veg, að þjóðar- viljinn geti komið skýrt fram. Þegar framboð dr. Kristjáns Eldjáms kom til sögu, var þessum forsendum fullnægt, og þjóðkjörið tryggt, og það mat þjóðin meira en flest annað, og ef til vill er þetta þyngsta lóðið á vogarskál þessara kosningaúrslita. Þessar bosningar eru því miklu meira en val milli tveggja vel hæfra manna í forsetastöðu, manna, sem þó eru ólíkir um margt. Þær eru engu síður tilsögn þjóðar- innar um það, hvernig hún vill hafa aðdraganda fram- boðs, og hverjar hún telur forsendur þess, að þjóðar- viljinn geti komið skýrt fram í forsetakosningum. Þessar kosningar aru því fyrst og fremst sigur þjóðar- viljans, og sá sigur er harla mikilvægur til þess að móta hefð réttrar umgengni við forsetaframboð og forseta- kosningar í framtíðinni og sveigja menn til hlýðni við skýr en óskráð lög um það, hvernig efnt skuli til kjörs á þessum æðsta og nákomnasta trúnaðarmanni þjóðar- innar allrar. Hin geysimikla kjörsókn sýnir vel hve ríkur áhugi og umhyggja manna er um tákn þjóðfrelsisins og sj'álf- stæðisins. Sá áhugi er eitt af gæfutáknum þessara kosn- inga og sýnir glöggt, hve mikilvæg lýðræðisvé þjóðin taldi sig hafa að verja og hvaða leið óháðs þjóðarvilja hún taldi nauðsynlegt að varða. Þótt annar frambjóðandinn hafi beðið ósigur, svo sem hlaut að verða í réttu þjóðkjöri, ber okkur að minn- ast þess, að það er engum minnkun að falla í íslenzkum forsetakosningum, sem réttilega er til stofnað. Sá maður á að loknum leik skilið þakkir alþjóðar fyrir framlag sitt til þess að láta þjóðarviljann koma í ljós, og hann á að meta vel fyrir þá þjónustu. Þess ber þjóðinni að minn- ast um leið og hún fagnar nýjum og rétt kjörnum for- seta, ágætum manni og mikilhæfri konu hans, sann- kölluðum þjóðarforseta eftir úrslitum kjörsins. Tíminn býður hin nýju forsetahjón velkomin til starfa, óskar íslendingum til hamingju með þessa æðstu trúnaðarmenn sína og skýlausan sigur þjóðarviljans. Þegar á allt er litið var kosningabaráttan drengileg oftast nær, þótt töluvert hitnaði í kolum við og við, og því geta menn nú við leikslok, beiskjulaust, tekizt í hendur og myndað það trúnaðarsamband við forseta sinn, sem þjóð- inni er nauðsynlegt. Gæfa og gengi fylgi íslenzku þjóðinni og hinum nýkjörnu forsetahjónum. TIMINN 9 J. H. Ollmann, fræðslustjóri Alþjóðasamvinnusambandsins: Hlutverk samvinnunnar í þjdðasamfélagi nútímans Hinn árlegi Alþjóðasam- vinnudagur, sem Alþjóðasam band samvinnumanna gengst fyrir, verður á laugardaginn kemur, 6. júlí. í því tilefni þykir ekki úr vegi að birta hér grein eftir J.H. Ollmann, fræðslustjóra sambandsins, þar sem fjallað er um hlut- verk samvinnu í þjóðasam- félagi nútímans. Lýsingar á mannlegri fá- tækt mirana oÆt á áhrifamikl- ar lýsingar hj'á höfumduan af- burða sjóferðasagna t.d. Shake speare, Melville og Conrad, en siögur þeirra enda alttaf á þá leið, að m'astrið brotnar niður á þiilfarið og sj'ómennirnir láta liífið, þrátt fyrir ýtrustu tiilraun ir til að halda sér og skipinu ofiajnsjávar. Á okkar tímum hafa stonm- ar úhafsins sjajdnast annað og meira að segja fýrir ferðamann inn en að smáhnykkur finnst í fHugvélinni, sem hann er far- þegi í. Ferðalög í stormi eru orðin örugg, á svipaðan hátt og miiðistéttarlif nútimians er öruggt í augum hinna fátæku. En hin- ir hvössu stormar höfunda sjó- ferðasafnanna buðu ekkert -• skj'ól, skip og áhöfn voru leik- soppar, og skipverjar urðu að beita öllum kröftum sínum til að geta haft von um að.komast af, — og það er þanndg sem fátæbtin er, hin raunveruiega fátækt, sem er hlutskipti meg- inhluta mannkynsins, þar sem lifið virðist velta yfir jafn miskunnarlaust og vindurinn og öldurnar í stormum liðna tímans. Þá er llfið svo mjög bland'að örvæntingu, hörku og skorti, að öll orka manna gengur til þess að forða fjöl- skyldum þeirra og þeim sjálf- um frá þvi að sökkva niður í algjöra örvæntingu. MSenn reyna þá að verða sér úti um einhiver lifsbjangarmeðul og leitast við að skapa sér ein- hvern hiegðunargiruindvöll til þess a@ halda lífinu, — en hiver einstakur getur aðeins þolað storminn í takmarkaðan tíma ,og það er undir þessum kringumstæðum sem orðið samvinna kemur eins og af himnum sent, — en árangur hennar er e.t.v. gott og ódýrt íbúðarhús í New York, nýgraf inn brunnur handa hirðingj- um á eyðimörkum Arabíu, starf í framleiðslusamvinnufé- lagi, sem hjálpar hiverjum ein stökum til að finna og þroska hæfileika sína, læiknishjálp fyrir gamalmenn/, áætlunar- bí'l til að flytja fólk frá af- skekktum stöðum til vinnu- staða í borgum, en allt þetta og fjölmargt fleira getur áunn izt með því að menn taki sam- an höndum og hjálpi sér sjálfir. Jafnt meðal einstaklinga, heilla þjóða sem á alþjóðleg- um vettvangi er baráttan gegn íátæktinni ekki hvað sízt fótg- in í því, að fólki sé komið í skilning um, að gæðum er hægt að deila án of mikillar áhættu, án þess að niokkur stofni heiðri sín-um í hættu og jafnvel þannig að allir hagnist af því. Fljótlega eftir síðari heimsstyrjöldina fór hugmyndin um gagnkvæma hjálp að vinna sér fylgi, ný- frjálsar þjóðir fengu sæiti á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og nýjar hjálparaðferðir ruiddu sér braut. Þær voru fólgniar í því, að uimfram- framleiðslu var beint til þurf- andi heiimshluta og aukin á- herzla var lögð á gagmikvæma aðstoð, en með þeim hætti varð Alheimsmatvælaáætlunin til, sem Matvæla- og land'bún aðarstofinun Sameinuðu þjóð- anna sér um framkvæmd á. Þó að öllum sem til þekkja sé ljóst, að Sameinðu þjóðirnar eigi við að stríða ýmsa erfið- leika í starfi sinu, sem t.d. hindrar þær oft í að gripið sé til nauðsynlegra aðgerða í erfiðleikatilvikum, nema hags rnunir eimhvers stórveldis komi þar við sögu eða svo vilji til að eiginhagsmunir samtakanna séu; í einhverri hættu staddir, þá hlaut þessi áætlun góðan framgang, og hjálpaði þar mikið til, að hún var j'öfnum höndum runnin undan rifjum Sameinuðu þjóðanna með sinn mikla og ágæta skilning á efha hagslegri jafnt sem félagslegri framþróun og Matvæla- og land'búnaðarstofnunarinnar, sem hiefur sérhæflt sig í hvers konar máiefnum er snerta fæðu og nýtur aðstoðar frá margivíslegum frjálsum alþjóða samtökum, m.a. Alþjóðasam- vinnusambandinu, við áœtlana gerðir sínar og framkvæmdir. Það er upp frá því, sem upp haflega var vandlnn hvernig nýta ætti óæskiliegar umfram- birgðir af landbúnaðarvörum, sem vaxið hefur ný tegund af þióunaraðstoð til frambúðar- hagsbóta fyrir allt mannkynið, — en með því hefur skapazt tækifæri, svo að vitnað sé i orð Kennedyis heitins Bandaríkjia- forseta, til að gera „matvœla- aðstoð að friðarvopni, vopni til að skapa frelsi og rétta fólki um gjörvallan heim hjálpnr- hönd.“ Það er hægt að sigrast á fátæktinni. Við samvinnu- menn leggjum frana okkar skerf til þess á vettvangi Mat- væia- og landbúnaðarstofnuuar inmar. Tæknilega aðstoð vantar í viðskiptum hvers konar, og á sviði alþjóðaverzlunar, með það fyrir augum að örva efna- hagslega framlþróum. Hvers konar tækniaðsiboð á sviði markaðsrannsókna og aukning- ar viðskipta eru í meginverk- efni Viðskipta- og þróunarráðs Sameinuðu þjóðanna, og sú starfsemi hefur notið óskipts stuðnings Aliþjóðasamvinnu- sambandsins, ekki aðeins með því að það hafi hvatt til þess að því verði fylgt sem megin- reglu, að samvinnumenn hafi samvinnu sín á milli, heldur einnig með því að ráðast í verk efni á borð við ráðstefnuna um samvinnuverzlun í Suöaustur- Asíu, sem haldin var árið 1966. Alþj óðasamvinnusambamdið heldur uppi stöðugri viðleitni til að temgja saman seljendur og kaupendur, og þótt sú við- leitni hafi ekki borið mikinn árangur enn sem komið er, þá fer hún sívaxandi, og beinist hún að hinum óskyldustu svið uim, allt frá neytendaþjónustu til vátrygginga, olíuverzlumar, húsabygginga, bankastarfsemi og landbúinaðarmála. Það er ekki einber tilviljun að árið 1968 skyldd verða helg að baráttu og verkefnum frá hemdi allra aðildarþjóða Sám- einuðu þjóðanna fyrir auknum mannréttindum. Þegar hungur- vofunni hefur verið bægt frá, á mannikyndð einndg rétt á læknishjálp og menntun, en þetta eru atriði, sem aðalritari Samieinuðu þjóðanna hefur ein- mitt lagt álherzlu á, * og sam- vinnumenn um allan heim leggja sitt fram á þessum svið um. Efnahags- og félagsmála- ráð Sameinuðu þjóðanna hefur einnig bvatt ’til þess, að árið 1968 verði lögð á það aukin áherzla að auka og styrkja réttindi kvenna, en það er miainnúðlegt og göfugt takanark til að keppa að, sem auk þess samræmist mjög vel samvinnu hu'gsjóninni. Allt frá Argentínu til Zam- híu er hinn óbreytti félagsmað ur aðili að Alþjóðasamvinnu- sambandinu og hefur þannig í gegnum starfsemi síns-eigin fé lags áhrif á ráðgjafarstarf þess hjá Sameinuðu þjóðunum, þar seim málefni ér snerta sam- vinnu eru tekin til meðferð- ar af Mltrúum þess. Þau ráð, sem þannig eru gefin, hafa síð an oÆí áhrif á lagasetningu í þeim ríkjum, er aðild eiga að Sameinuðu þjóðunum. Á s.l. ári áttu 88 ríki full- trúa á ráðsitefnu um útrým- ingu ólœsis í heiminum, sem Menningar -og vísindastofnun Samieinuðu þjóðanna gekkst fyrir. Ráðstefnan lýsti því rétti lega yfir, að það væri óvið- unandi ástand, að í heiminum væru um 1.000 milljóndr af ólæsu eða hálflæsu fólki, og hún lagði á það áherzlu, að baráttan fyrir útrýmdngu ólæs is í heiminum yrði að fara fram með alþjóðlegri sam- vinnu. Það er illt til afspurn- ar, að á miðri tuttugustu öld skuli vera hlið við hlið í heim inum þjóðir, sem veita 30% af æskulýð sínum æðri mennt un, og þjóðir, þar sem aðeins um 3% fullorðinna íbúa kunna að lesa og skrifa. Mennt er máttur, og innan samvinnu- hreyfingarinmar hiefur þekking in verið styrkur okkar allt frá upphafi vega. Það, að áherzla sé lögð á fræðslu um undir- stöðuatriði samvinnuhreyfing- arinnar er ein af meginreglum okkár, og hvert einasta sam- Framhald á Dls 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.