Tíminn - 02.07.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.07.1968, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 2. júlí 1968. TÍMINN 3 GAULLISTAR HAFA EINIR HREINAN MEIRIHLUTA! . ^ ''jt Dr. Kristján Eldjárn og frú Halldóra veifa til hins mikla mannfjölda, sem sézt að hluta til á myndunum. (Timamynd—GE) ÞUSUNDIR HYLLTU NÝKJÖRINN FORSETA NTB-París, mánudag. Með yfirburðasigri sínum í seinni hluti frönsku þingkosn- inganna hafa Gaullistar gersam lega splundrað vinstri öflunum í Frakklandi. Flokkur Gaulle- ista fékk samtals 293 þingsæti og er það 94 þingsæta aukning frá því í þjóðþingskosningunum 1961. Sigur Gaulleista er þó enn meiri, ef reiknað er með fylgi allra stuðningsmanna de Gaulle hers- höfðingja. AIls er talið að þeir hafi nú um 357 þingsæti af þeim 487, sem franska þjóðþingið er skipað, þannig að stjórnarandstæð ingar ráða aðeins yfir 117 þing- sætum. í sjónvarpsræðu, sem de Gaulle forseti hélt á laugardag hvatti hann frönsku þjóðina til þess að sameinast og mynda sterkt, var- andi, og áhrifaríkt þjóðþing. Og hann varaði sérstaklega við á- hrifum kommúnista og stjórnleys ingja. Eftir úrslitunum í gær að dæma virðist franska þjóðin enn einu sinni hafa tekið’ hið traust- vekjandi átrúnaðargoð og þjóðar- hetju fram yfir stjórnmálalega ó- vissu og fyrirsjáanlega upplausn og byltingu fransks þjóðfélags. f þessum kosningum hlutu Gaulleistar og nánustu fylgis- menn þeirra samtals 357 fulltrúa kjöma á þing, en það mun vera um 119 fleiri þingfulltrúar en. í fyrra. Komúnistar fengu 35 þing sæti, og er það 39 þingsæta tap frá síðustu þingkosningum. Vinstrasambandið fékk í sinn hlut 57 þingsæti og er það 64 þing- sætum minna en við síðustu kosn- ingar og formaður þess, Francios Mitterand félli í sínu kjördæmi. Fyrrverandi fjármálaráðherra í stjórn de Gaulle, Valery Giscard d‘ Estaing, formaður stuðnings- flokks hershöfðingjans, hægri Gaulleista, vann mikinn sigur í kosningum þessum. Hlaut flokkur hans 64 þingsæti og bætti við sig 23 þingsætum frá síðustu kosning um. Miðflokkur Jacques Duhamel tapaði nokkrum þingsætum og sjö utanflokkaþingmenn hlutu kosningu í stað 8 áður. Sigur Gaullista er einsdæmi í franskri nútímasögu og nú á næst unni mun George Pompidou hefj- ast handa um að mynda nýja rík- isstjórn. Á miðvikudag kveður de Gaulle saman ráðherra hinnar nýju stjórnar til þess að skýra fyrir þeim þá pólitísku yfirlýsingu, sem birt mun verða við setningu þjóðþingsins fimmtu daginn 11 júlí n.k. í nótt sem leið sagði Georges Pompidou forsætisráðherra, að hinn glæsilegi sigur Gaulleista væri „sigur frelsis og frjálsræðis- ins“. Hann bætti einnig við að slíkur yfirburðasigur hefði í för með sér vissar skyldur, og sú fyrsta væri sú, að ekki mætti mis- nota meirihlutann. Pompidou hélt því fram að óeirðirnar og tilraun- in til þess að nota þær sem stökk- pall til þess að grípa völdin hefðu orðið þess valdandi að þjóðin hefði veitt Gaulleistum brautar- gengi í fyri'i hluta kosninganna. Eftir úrslit seinni hlutá kosn- inganna liti svo út sem meirihluti kjósenda sætti sig ekki við einstrengingslegar þving- Framhald 4 bls. 14 OÓ-Reykjavík, mánudag. Geysilegur mannfjöldi hyllti frú Halldóru og Kristján Eldjárn við Pjóðminjasafnið í kvöld. Mörg þúsundir manna og kvenna söfn uðust saman til að fagna nýkjörn um forseta kl. 21. Pegar hjónin gengu út á tröppur Þjóðminjasafns ins voru þau hyllt með langvarandi lófataki og húrrahrópum. Lúðra sveit lék og tók mannfjöldinn und ir og söng fullum hálsi. Illmögulegt er að giska á hve margir voru þarna samankomnir en óhætt er að fullyrða að mun færri komust að byggingunni én vildu, því að umferðaröngþveiti myndaðist á öllum götum sem liggja að safnbyggingunni og sátu þúsundir manna í bílum sínum og komust ekki á staðinn. Náðu bíla Iestirnar vestur og austur Hring braut, austur Reykjanesbraut og Miklubraut og lögreglan varð að loka hluta af Tjarnargötu og Sól eyjargötu fyrir bílaumferð. Norð an næðingur var á og sólskin. Lét mannfjöldinn ekki kuldann á sig fá og streymdu sífellt fleiri að. Frú Halldóra og Kristján Eldjárn stóðu um 20 mínútur á tröppunum og veifuðu til mannfjöldans og að lokum ávarpaði Kristján fólk ið, en hætt er við að íáir hiafi heyrt til hans því gjallarhornum Framhald á bls. 14. \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.