Tíminn - 02.07.1968, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.07.1968, Blaðsíða 13
I MMÐJUDAGUR 2. júlí 1968. ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 ............... ^ n^njn^n m Hinar Guðnason Einar vann Coca-Cola keppninni í golfi lauk á laugardaginn með sigri Einars Guðnasonar eftir tvísýna og harða keppni. Svo jöfn var keppnin, að ekki var ljóst fyrr en á síðustu holunni, hver myndi sigra. Einar fór 72 holur á 324 höggum. Hans ísebarn, ungur og mjög efnilegur golfspilari, varð annar á 326 höggum og þriðji varð Þorbjörn Kjærbo á 329 högg um. Þorbjöm hafði forystu fyrir síðustu umferðina. 2 leikir UL-liösins Unglingalandsliðið, skipað lelk mönnum 18 ára og yngri, lék gegn b-landsliðinu s. 1. föstudag og tapaði 3:2. Var frammistaða unglingaliðsins mjög góð. En elcki að sama skapi á Akureyri á sunnu daginn, þegar liðið mætti b-liði Akureyrar, en þá tapaði liðið 6:2. ísl. leikmennirnir verða að berjast eins og Ijón þegar þeir mæta þýzku „áhugamönnunum" í kvöld Landsleikurinn í kvöld 2. deild Tveir leikir fóru fram í 2. deild uxn helgina. Akranes vann ísa- fjörð fyrir vestan, 3:0, og Breiða- blik sigraði Selfoss 3:2. Akranes hefur nú tryggt sér örugga for- ystu í b-riðlinum. Um helgina voru íslenzku landsliðsmennirnir í æfinga- búðum að Laugarvaibni undir stjóm landsliðsþjálfarans Peiffhers og létu þeir vel af dvöilinni þar, þd .prógrammið værl strangit. Þýzku lei'kmenn irnir toomu á lauigardaginn og höfðii æfingu á sunnudaginn, á kosningadaginn, á KR-vellin- um. Þeir eru sterkle-gir og likj-ast ekki áhugamönnum í fjjótiu bragði. fslenzka liðið í kvöld er skip að þessum leikmönnum: Þor- bergur Atlason, Fram, Ársæll Kjarbansson, KR, Þorsteinn Friðþjófsson, Val, Anton Bjamason, Fram, Guðni Kjart ansson, Keflavík, Þórólfur Beck, KR, fyrirliði, Eyleifur Hafstei-nsson, KR, Elmar Geirs son, Fram, Kári Árnason, Akur eyri, Hermann Gunnarsson, Val, Reynir Jónsson, Val. Framhald á bls i 5 Kári Árnason, einn af framherjum . liðsins, í landsleik gegn Bretum. við Vestur-Þjóðverja er fyrsti iandsleikur íslands eftir hinn sögulega 14:2 leik í Kaupmannahöfn á síðasta ári. íslenzka liðið hefur því allt að vinna. Því miður er landsleikjasaga okkar í knattspyrnu ekki glæsileg, og nú er kominn tími til að snúa blaðinu við. Hinn fjölmenni hópur áhugamanna um knatr- spyrnu krefst þess af lands liðsmönnum okkar, að þeir berjist eins og Ijón í leikn um í kvöld, að þeir stefni óhikað að sigri. Peiffher landsliðsþjálfari um þýzku leikmennina, sem mæta íslandi í kvöld: „Þeir eru engir áhugamenn" „Þessir þýzku leikmenn eru að mínu áliti engir áhuga- menn f íþróttinni. Sumir eru það að nafninu til, aðrir ekki.“ Þetta voru orð landsliðsþjálf- arans, Walther Peiffliers, í við- tali, sem blaðið átti við hann um mótherja íslenzka lands- liðsins í landsleiknum í kvöld. Peiffher er áreiðanlega maður, sem veit hvað hann segir um knattspymu og knattspyrnu- menn og þá sérstaklega þýzka knattspyrnu. „Ég hef fylgzt með þýzkri k-nattspyrnu síðan ég var smá strákur og þekki marga af leik mönnum þessa liðs af afspurn og úr greinum þýzku dagblað anna. Þýzk og ensk knatt- spyrna er sú bezta, sem leik- in er í heiminum í dag Knatt spyrnumenn þessara þjóða leika taktiskt, fast og ákveðið, algerlega lausir við sirkus- knattspyrnu Suður-Ameríku- landanna og sumra Evrópu- landa. Það er að vísu skemmti- legri knattspyrna á að horfa, en ekki að sama skapi eins árangursrík og sú knattspyrna, sem leikin er í Englandi og Þýzkalandi. í Þýzkalandi er deildaskipt- ingin þannig, að 18 lið leika í efstu deild. sem kölluð er „Bunder-lígan“. og er hún ein göngu skipuð atvinumönnum Þaðan komu allir leikmenn þýzka landsliðsins, sem léku úrslitaleikinn gegn Englandi i síðustu heimsmeistarakeppm. Það lið, sem sigrar í „Bunder lígunni" verður Þýzkalands- meistari, en tvö. neðstu liðin falla niður i ..Regínoal-lfguna" sem er næsta deild fyrir neð- an, en í henni eru um 90 lið, sem ieika í 5 riðlum eftir því hvaðan þau eru frá Þýzkalandi Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast í úrslit, og leika til úrslita í tveim fimmliða riðlum, og það lið, sem sigrar í sínum riðli, kemst upp í „Bunder-iíguna.‘ I ár voru það liðin BSC Hertha Berlín, og Offenbach-Kickers Þessi lið eru bæði atvinnu- mannalið, en þó er einn leik- maður Offenbach-Kickers með í þessu þýzka liði, sem leik- ur hér, og er sagt áhugamanna- lið. Það er Egon Schmitt, frá- bær leikmaður, og þarf engin að segja mér, að hann sé á- hugamaður, í það minnsta ekki eins mikill áhugamaður og ís- lenzku leikmennirnir, sem eru þeir einu sönnu áhugamenn í knattspyrnu sem leika í Evrópu í dag. Alls staðar, sem ég þekki til, fá leikmenn, á- hugamannaliða, og þá sérlega landsliða greitt fyrir æfingar og leiki sína, nema hér á ís- landi. Allir leikmenn Region- allígunnar þýzku eru í það minnsta hálf-atvinnuimenn, , eins og t.d. leikmenn SW. Essen, sem hér var fyrir skömmu. Annað lið, sem lék í 10 liðá úrslitum í Regíonallígunni í ár, og er talið atvinnumannalið, er SV Alsenburg, en þetta lið á einnig einn leikmann, sem leikur sem áhugamaður í kvöld. Fyrir neðan „Regíonal líguna koma svo áhugamanna- liðin, og eru þau um 300, og leika f mörgum riðlum Úr þessum liðum eru flestir leik- menn liðsins. Þar fyrir neð- an eru svo mörg hundruð á- hugamannalið, sem leika í tug- um riðla, en úr þeim liðum eru engir leikmenn sem leika hér. Eitt frægasta knattspyrnu- lið Þýzkalands FC KÖLN, en það lið leikur í „Bunderlíg- unni“ og varð þar f 3 s*eti á síðasta ári, á mjög gott áhuga- mannalið, sem varð Þýzka- landsmeistari í ár, og úr því liði leika í kvöld 3 mjög góðir Ieikmenn. sem allir eiga það sameiginlegt, að þeir verða atvinnumenn í haust þegar keppnin hefst aftur. Þeir eru 19—20 ára gamlir, og ald- ir upp hjá félaginu, til þess eins, að verða atvinnumenn, sem þeir nú þegar eru orðn- Framháld á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.