Tíminn - 02.07.1968, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.07.1968, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 2. júlí 1968. TIMINN 11 ÞaS var eitt sinn á framiboðs fundi í Sandgerði, er Óiafur heitinn Thors var að halda ræðu um fiskimáianefnd og sjávarútvegsmái yfirleitt! að einn funrianmanna tekur frammii fyxir honum og segir: — Blessaður hættu þessu, þú sem þek'kir ekki einu sinni þorsk frá ýsu.“ Ólafur svaraði samstuodis: — Ég þekki þó þij? frá þorski, og það er meira en sum ir gera. — Hérna eru stígvélin yðar. sagði skósmíðurinn við pólfar anm fræga. — Voruð þér ánægður með þau, sem ég bjó til fyrir yður fiyrir síðustu pólförina? — Já hæstánægður, — sagði pólfarinn — ég hef satt að segja eMd smakkað betri stíg vél. Gömlu hj'ónunum kom illa saman og átti þó kerling mesta sök á því. Hún sfcammaðist all an daginn og margítrekaði að karl væri hinn versti syndaseJ ur. S'á gamli tók þessu öllu rölega. Eitt kvöttd þegar karl hafði brugðið sér til næsta bæj'ar, kemur kerlu í hug að hræða hann duglega. Hún býr sig út sem vofu og situr í bæjiarsundinu og bíður karls. Þegar hann kemur segir hún með grafarraust: — Ég er djöfuMinn og er að boma til þess að sækja þig. Sá gamii rýnir út í myrkrið og verður ekki orðlaus: — Ef þú lýgur ekki, þá er gaman fyrir þig að koma með miér ton og heilsa upp á hana ömmu þína. Kona nolkikur sem gisti í Hreðavatnsskálanum kom Mauipandi um nóttina til Vig- fúsar og kvartaði sáran undan þvi að tvær rottur væru að fljúgast á í herbergi hennar. — Hvað er þetta manneskja, haldáð þér að það sé völ á nautaati fyrir hið lága gjald hér? — svaraði veitingamaður inn snaggaralega. Krossgáta Nr. 57 Lóðrétt: 1 Heldur 2 Sáta 3 550 4 9vei 6 Rimpar 8 Sjiáivargyðjia 10 Þjálfa 14 Lið inn fcíimi 15 Her 17 Gyltu. j , Ráðning á gátu nr. 56. Lárétt: 1 ísland 5 Ári 7 ! Ket 9 Töm 11 Ef 12 Ri 13 XII. 15 Bað 16 Lóa 18 Smár Lárétt: 1 Loðskinn 5 Mjaðar 7 ar- , . , „ Hress 9 Sykruð 11 Leyfist 12 Tónn Loðrett: 1 Iskexi 2 l»t 8 13 Fersk 15 Melódáa 16 Espa 18 Ar 4 Nlt 6 Smiður 8 Efi 10 18 Húðsborpa. Öra 14 Ilm 15 Bar 17 Óa. I þig um, að ég hef ekki stolið þessum bíl. — Og hefurðu fengið vinnu? hélt Alloa áfram. Enn fannst henni hann hika áður en hann svaraði. — Já nokkurs konar vinnu, — játaði hann að lokum. — Ég er ekki að reyna að vera ósvífinn með því að spyrja þig þessara spurninga, — sagði Alloa. Ég geri ráð fyrir, að mér finnist, ef ég á að segja eins og er, ég bera einhverja ábyrgð á þér. — Vegna þess, að þú lézt mig fara frjálsan ferCi minna? — sagði hann brosandi. Síðan bætti hann við: — En þú veizt ekki, hvað þú hefur tekið á þig með því. Hver sá, sem tekur á sig einhverja ábyrgð mín vegna, legg ur sig í þá hættu að verða að opna augun fyrir því, að sjá eftir því og ef ég á að vera djarfur þá geri ég ráð fyrir, að það geti líka valdið óhamingju. — En hvers vegna? — spurði Alloa. — Vegna þess, að ég er slæm- ur, svarti sauðurinn í fjölskyld- unni, sá sem fer sínar eigin leið- ir þó þær stefni beint til glöt- unar. — En samt líður þér ekki vel að lifa slíku lífi, — sagði Alloa. — Þú ert ekki hamingjusamur þannig. — Hvernig veizt þú það? — spurði hann. — Vegna þess, að þú lítur ekki út fyrir að vera hamingjusamur, a.m.k. ekki alltaf, — svaraði Al- loa. — Og þú, sem ert svona dyggð- ug, — sagði hann. — Ert þú hamingjusöm: — Já, óendanlega hamingju- söm, — svaraði hún og reyndi að þurrka burt í huga sér minning- una um næturnar, þegar hún hafði haft áhyggjur af honum og fundizt hún vera bæði reið og svikinn vegna nælunnar hennar Lou. — Og samt virðast dyggðir þín ar koma þér á óþægilegar aðstæð ur, sem gætu valdið þér ó- hamingju, — sagði hann Hún roðnaði og sagði fljót- færnislega: — Ég er ekki búin að þakka þér fyrir að hafa bjargað mér. Ég var hrædd, óskaplega hrædd. — Ef ég hefði ekki komið . . . byrjaði hann, en hætti svo. — Við skulum gleyma því. Það er ekki til neins að hugsa um slíka hluti. Vertu varkárri næst Þú mátt ekki treysta öllum eins og þú treystir mér. — En það var allt annar hlut- ur, — sagði Alloa brosandi — Það sem kom fyrir í morgun kom svo óvænt. Mér datt aldrei í hug, að neitt bessu líkt gæti komið fyrir mig. — Hvernig greiðir þú þér? — spurði hann. Hún sneri sér að honum furðulostin. — Hvernig ég greiði mér? — Líturðu aldrei í spegil? — spurði hann. — Áttu við, að menn eins og hr. Calvert þyki ég hafa fallegt andlit, — sagði Alloa. — Ó, nei, yfirleitt ekki. Þetta hefur aldrei komið fyrir mig tyrr. nema nema í ^ærkvöldi. Hún mundi skyndilega efttr manninum, sem hafði elt hana í garðinum, en hún fann, að hún gat ekki útskýrt, hvað hafði gerzt svo hún þagði og horfði niður á veginn, sem lá baðaður í sólinni. Dix leit á úrið sitt. — Ef við leggjum af stað núna og höldum góðum hraða ættum við að geta verið komin til Tours klukan hálf sex, — sagði hann. — Ég ætla að finna handa þér herbergi á góðu hóteli. og síðan ætla ég að bjóða þér út að borða. — En ég held að ég ætti að halda áfram lengra, — sagði Alloa. — Vitleysa, — svaraði hann. Þar að aubi langar mig að hafa ánægjuna af því að fá að bjóða þér út að borða. Alloa leit undan. — Ég geri ráð fyrir, að ég ætti að neita, — sagði hún. — Þegar allt kemur til alls, þekki ég þig ekki og . . — Móðir þín hefur varað þig við að taka á móti boðum frá ókunnum mönnum, — sagði hann brosandi. — En er ég svo ókunnur? Alloa varð að játa, að henni fannst eins og hún hefði þekkt hann lengi. Það var næstum eins og hann væri orðinn hluti af lífi hennar. Húd hafði hugsað um hann alltaf síðan um kvöldið i herberginu hennar Lou. Hún bað fyrir honum. Henni leið illa vegna þess, að hann hafði brugðizt vonum hennar. Og nú hafði hann komið henni til hjálp- ar á því andartaki, þegar hún var hjálparvana og skelfingu lost- in. — Ég haga mér eins og kjáni, — sagði hún. — Mér þætti mjög gaman að borða með þér, svo framarlega, að ég fái að borga fyrir mig. — Ertu að reyna að móðga mig? — spurði hann. Alloa hristi höfuðið. — Þú veizt, að svo er ekki, — sagði hún. — Ég er líka peninga laus, og ég veit, hvað það er að þurfa að horfa í hvern eyri, og láta eitthvað á móti sér, til þess að geta aðra hluti. Frú Derange gaf mér peninga til ferðarinnar. Ég verð að borga fyrir mig, þó það sé mjög vingjarnlegt af þér að bjóða mér að borða. Hann var hljóður nokkra stund eins og hann væri að hugsa um það, sem hún sagði, en svo fór hann að hlœo-a. — Það er ótrúlegt, hvað þú get ur verið heiðvirð, — sagði hann. Finnst þér ekki, að fyrst þú ert peningalítil, þá sé betra fyrir þig að lofa mér að borga og geyma peningana, sem þú hefðir annars notað til þess að kaupa mat? — Nei, auðvitað mundi ég ekki gera slíkt, — sagði Alloa. — Það væri ekki rétt. Þar að auki yrði ég að segja ósatt, og bú veizt eins vel og ég að það er ekki rétt. — Já, ég veit bað, — sagði hann. — En ætli nokkur á okk- ar tímum geti lifað samkvæmt þessu? — Faðir minn getur pað, — sagði Alloa. — Og það eru millj- ónir manna eins og hann, kon- ur og karlar, sem reyna að gera það, sem rétt er, hvað sem það kostar og hversu erfitt. sem það kann að vera. — Heldurðu, að ég geti í raun réttri orðið ein af þeim? — spurði Dix Hún snen sér snögglega við og horfði í augu hans. — Ég veit að þú getur það, — sagði hún. — Ég vissi það strax, og ég sá þig. Þú ert ekki venju- legur . . — Kún hikaði og leit- aði að rétta orðinu. — Þrjótur? — stakk hann upp á og gamalkunna glottið lék um varir hans — Það er andstyggilegt orð, — sagði Alloa áköf, - en þú veizt, hvað ég á við með því. GWeymdu því liðna, öllum þeim hlutum, sem þú fyrirverður þig fyrir að hafa gert. Gleymdu öllu, sem þú vilt ekki muna. Byrjaðu nýtt líf og gerðu allt það, sem rétt er og þess virði að gera það. Þá nœrðu sjálfsvirðingu og pú verður stolt- ur af verkum þínum — Þetta bljiómar svo vel þegar þú segir það, - sagði hann. — Ef svo er þá er ég að gera þér rangt, — sagði Alloa. — Það er erfitt. hræðilega erfitt oft á ÚTVARPIÐ Þriðjudagur 2. júlí 7.00 Morgunútvarp, 12,00 Hádegis útvarp. 13.00 Við, IISSITI sem heima sitjum. Inga Blandon les fraon- haldssöguua „Einn dag rís sól- in hæst“ eftir Rumer Godden í þýðingu Sigurlaugar Björnsdótt ur (2), 15.00 Miðdegisútvarp. 16. 15 Veðurfregnir. Óperutónlist. 17.00 Fréttir Frönsk tónlist. 17. 45 Lestrarstund fyrir Iitlu börn- in. 18.00 Lög úr kvikmyndum. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynn ingar 19.30 Daglegt mál, Tryggvi Gíslason magister talar. 19.35 Þáttur um atvinnumál. Eggert Jónsson hagfræðingur flytur. 19. 55 Samleikur í útvarpssal: Josef Moucka og Alena Mouckova leika á selló og píanó. 20.20 Rök- vísi og skopskyn barna, pistill eft ir Johannes Möller Ragnar Jó- hannesson íslenzkaði Höskuldur Skagfjörð les 20,40 , Lög unga fóiksins. Gerður Guðmundsdótt ir Bjarklind kynnir. 21.15 Lands- leikur í knattspyrnu: ísland — Vestur-Þýzkaland. Sigurður Sig- urðsson iýsir síðari hálfleik lands keppninnar, sem fram fer á íþróttaleikvangi Reykjavlkur. 22. 10 Fréttir og veðurfregnir. 22.25 „Valsasinfónía' eftir Raymond Moulaert Belgíska sinfóníuhljóm sveitin leikur- René Defossez stj. 22.55 Á hljóðbergi 23.30 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlolk. Miðvikudagur 3. júh' 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádeg isútvarp 13.00 Við vinnuna 14.40 Við. sem heima sitjum. 15.00 Mið degisútvarp 16.15 Veðurfregnir 17.00 Fréttir 17.45 Lestrar- stund fyrir litlu börnin 18.00 Danshljóm sveitir leika 18 45 Veðurfregnir 19.00 Fréttir 19.30 Daglegt mál Tryggvi Gíslason magister talar. 19.35 Konungur blómanna, Karl von Linné Þóroddur Guðmunds son rithöfundur flytur síðara er indi sitt 20 10 Sönglög eftir John Dowland. 20 30 Áttahagatryggð og eyðibyggðir Samfelld dagskrá um mannlífið við Breiðafjörð á árunum áður og enn i dag. 21. 20 Tsjaíkovskí 22.00 Fréttir og veðurfregnir 22.15 Kvöldsagan: .Dómarinn og böðuH hans“ Jóhanr Pálssor les býðingu Qnnui Eirfk'dónui >4> 22.35 Djassþattur Ólafur Stepjiensen kynnir. 23.05 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.