Tíminn - 04.07.1968, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að
Tímanum.
Hringið í síma 12323
ÁSÍLD
Þegar Guðjón Einarsson, Ijós
myndari Tímans, hélt niður á
Grandagarð í gærdag, var
verið að vinna af fullum
krafti í síldveiðibátunum að
gera þá klára fyrir síldveiðar.
Myndin sýnir menn að vinnu
í einum bátanna í gær.
ÁSKORUN TIL BÆNDA FRÁ STJÓRN BÚNAÐARFÉLAGSINS:
Nýtið allt það graslendi
sem vaxtarskilyrði hefur
SJÁ 3. SÍÐU
Á SÍLD UPP Á LOFORÐ
EJ—Reykjavík, þriðjudag.
k Mikill grasbrestur er víða á Vesturlandi, Norðurlandi og Austur
landi, og útlit fyrir vcrulegt heyleysi á þessum landsvæðum. Hefur
þetta m. a. komið greinilega í ljós í frásögntim þeim sem birzt hafa
í TÍMANUM undanfarna daga, en sú þriðja birtist í þessu blaði á
baksíðu.
★ Stjórn Búnaðarfélags Tslands hefur nú sent frá sér áskorun til
bænda landsins, þar sem skorað er á þá, að beita öllum hugsanlegum
ráðum til þess að allt graslendi, sem vaxtarskilyrði hefur, verði varið,
áborið og hagnýtt til slægna í sumar, og ekki í það horft þótt heyfóð-
ur af slíkum löndum þurfi að flytja um langan veg ef nauðsyn krefur.
Áskorun Búnaðarfélagsins felst í bókun, er gerð var á fundi stjórn-
ar BÍ í gær, 2. júli. Fer hún hér á eftir:
„MeS sérstöku tilliti til þeirra horfa, sem nú eru um
grasvaxtarhorfur, einkum á Norður-, Vestur- og Austurlandi
ber brýna nauðsyn til að taka til rækilegrar athugunar, hvað
hægt er að gera til þess að draga úr verulegum afleiðingum
af grasbresti á þessu sumri.
Stjórn Búnaðarfélags íslands ákveður að koma á fram-
færi í blöðum og útvarpi áskorun til bænda um að beita sér
fyrir því með öllum hugsanlegum ráðum ,að allt graslendi,
sem vaxtarskilyrði hefur, tún og engjalönd, verði varin,
áborin og hagnýtt til slægna í sumar og svo til verks gengið
í þessu efni, að eigi sé í það horft, þótt heyfóður af slíkum
löndum þurfi að flytja um langan veg ef nauðsyn krefur".
Tíminn ræöir viö bændur í Borgarfirði og a Sudurlandi:1
ílestir telja sig varla
haf a hey tií sölu í haust
OÓ-Reykjavík, miðvikudag.
Biinaðarfélag íslands hefur
skorað á bændur á þeim Iands
hlutum, sem kalskemmda gætir
lítið eða ekki, að bera á öll
tún og grasvelli, sem ella eru
. ekki nýtt, og afla eins mikils
heyfengs í sumar og mögulegt
er. Eins er skorað á þá sem
búa á kalsvæðunum að leita
eftir slægjum á eyðibýlum og
jafnvel fá leigðar slægjur í
fjarlæguni héruðum til að afla
heyja fyrir búpe-ning sinn til
að ekki þurfi að koma til stór
fellds niðurskurðar í haust.
Tíminn hafði í dag tal af bænd
um í Borgarfirði, Hraungerðis
lireppi og undir Eyjafjöllum,
til að fá upplýsingar um hvort
líkur eru til að bændur í þess
um héruðum yrðu aflögufærir
með hey í haust. En ástandið í
þessum efnum er ekki betra
en svo, að ekki er að vænta um
frambirgða af heyi nema uiulan
Eyjafjöllum. Annars staðar cr
spretta ekki skárri en svo að
menn gera vart betur en heyja
fyrir eigin búpening.
Sturla Jóhannsson, bóndi á
Sturlu-Reykjum í Reykholtsdal
sagði, að þar Iiti skár út með
heyfcng en víða annars staðar.
Þó væru tún í Borgarfirði sums
staðar kalin og víðast hvar er
sprettan sein. Er sprettan nú
mun minni en á sama tíma i
fyrra. En geri vætutíð bráð-
lega má búast við að bændur
í Borgarfirði fari almennt að
slá um iniðjan iúlimáiiuð.Bænn
ur að norðan hafa leitað fyrir
sér með slægjur en úllitið er
ekki gott og þykjast Borgfirð
ingar tæpast ná meira heyi en
þeir þurfa sjálfir á að halda.
Helzt *) von til að Norðlending
ar fái að heyja á flæðiengjum
á Hvítárvöllum og þar í grennd.
Stefán Guðmundsson Túni i
Hraungerðishreppi sagði, að
þar um slóðir væri sláttur rétt
að byrja og hefði hann fyrst
hafizt í Ölfusholti s. 1. mánu
dag. En almennt hefst sláttur
þó ekki fyrr en síðar. Tún eru
víða meira og wina kalin, þó
Iivergi i svo stórum mæli og
fyrir norðan. Á nokkrum bæj
um eru tún leigð, en þar eru
eingöngu bændur úr sveitinni
sem nýta þau. Við reynum auð-
vitað að heyja eins og hægt er,
sagði Stefán, en varla get ég
ímyndað mér að menn verði
Framhaia a t>is lö.
SÉRSTÆTT
BRÚÐKAUP
NTB-Sydney, miðvikudag.
★ Mjög svo einkennileg bjóna-
vígsla fór fram i Ástralíu f dag,
nánar tiltekið í litlum kofa rétt
fyrir utan Sydneyborg.
■k Ungur maður að nafni Wallace
Mellish, sem oft hefur komizt í
kast við lögin og er nú eftirlýst-
ur fyrir meinta bílastuldi, gekk
þar að eiga unnustu sína vopnað-
ur haglabyssu, en allt í kringum
kofann stóðu 30 lögreglumenn,
gráir fyrir járnum með táragas-
sprengjur og hríðskotabyssur.
Áður en giftingin fór fram,
hafði Mellish hafzt við í kiofanum
Framhald á bls 15.
íslendingaþættir
Þriðja tölublað „Islendinga-
þátta“ kemur út með blaðinu á
morgun, föstudag.