Tíminn - 04.07.1968, Page 3

Tíminn - 04.07.1968, Page 3
FIMMTUDAGUR 4. júlí 1968. TIMINN Ríkisstjórnin iofar ráðstöfunum í haust: SAMIÐ VID SJÓMENN - ÁKVEDID EJ-Reykjavík, miðvikudag. Allt útlit er nú fyrir að síld- veiðar geti hafizt eftir nokkra daga. Hefur bræðslusíldarverðið verið úrskurðað með samkomulagi í yfirnefnd og er það kr. 1.28 pr. kíló, sem er 7 aura liækkun. Jafn- framt hefur verið samið við sjó- menn, og verður samkomulagið lagt undir skriflega atkvæða- greiðslu í sjómannafélögunum. Tekur sú atkvæðagreiðsla og taln ing nokkurn tíma, en væntanlega verða úrslit kunn annað kvöld eða nótt. ic Samkomulag náðist um þessi atriði eftir að ríkisstjórnin hafði lofað, að liún muni „á næsta hausti beita sér fyrir þeim að- gerðum, sem nauðsynlegar kunna að reynast, til að auðvelda síld- veiðibátum að standa í skilum með greiðslu vaxta og afborgana af stofnlánum með öðrum hætti en nýjum lánum eða frestun af- borgana. Á hliðstæðan hátt hef- ur ríkisstjórnin lýst því yfir, að hún muni á næsta hausti beita sér fyrir þeim aðgerðum, sem nauðsynlegar kunna að reynast til þess að auðvelda síldarverk- smiðjunum, er að nokkru marki vinna síld veidda norðanlands og austan á þessu ári, að standa í skilum með greiðslu vaxta og af- borgana af stofnlánum.“ Sagði Eggert G. Þorsteinsson, sjávarút- vegsmálaráðherra, í fréttaauka í útvarpinu í kvöld, að þessar yfir- lýsingar ríkisstjórnarinnar muni gera útvegsmönnum og síldarverk smiðjum kleift að hefja síldveið- ar og vinnslu. Útgerðarmenn síldveiðiskipa héldu fund í kvöld til að ákveða, livort aflétta skyldi veiðibanni því, er þeir höfðu samþykkt. Var almennt búizt við, að þeir myndu aflétta banninu, vegna þess sam- komulags er náðst hefur. Síldarverðið sjálft var loks á- kveðið með samkomulagi en auk þess að ákvarða verðið 1.28 kr. pr. kíló tímabilið 1. júní til 15. október, ákvað verðlagsráðið að heimilt skuli að greiða 22 aura lægra verð fyrir hvert kíló síld- ar, sem tekin er úr veiðiskipi í flutningaskip utanhafnar. Sjávarútvegsmálaráðherra ræddi ákvörðun síldarverðs, sjómanna- samningana og loforð ríkisstjórn arinnar í fréttaauka útvarpsins í kvöld. Framhald á bls. 12. KJAR VALSS ÝNINGIN - rætt við Guðbrand Magnússon SJ-Reykjavík, miðvikudag. Málverkasýning Kjarvals í Listamannaskálanum, „Allir ís lendingar boðnir", hefur nú staðið í meira en þrjár vikur og mikill fjöldi gesta, inn- lendra sem erlendra, komið og skoðað þau miklu listaverk, sem þar getur að líta. Sýning- in hefur nú verið framlengd og verður opin til 10. júlí næst komandi frá kl. 10 til 10 dag- lega. Aðgangur að sýningunni er ókeypis, en sýningarskrá er seld á 100 kr. og gildir hún jafnframt ' sem happdrættis- miði, og er vinningurinn Þing- vallamynd eftir Kjarval frá 1935. 26 málverk- eru á sýningunni, flest einkaeign, siem almehn- ingi gefst yfirleitt ekki tæki- færi til að njóta nem-a nú. — Það kostaði töluvert átak að fara inn á heimili mianna og fara út með dýrmætasta hhit- inn, en það var vel ómaksins vert, en svo lét Ragnar Jóns- son uonmæLt við blaðamenn í gær. Er blaðamönnum gafst kost Guðbrandur við málverkið „Bók merki". (Tímamynd—Gunnar) ur á að skoða Kjarvalssýning- unia í gær vakti einn af vinum listamannsins, Alfireð Guð- mundsson, athygili á því, að einn þeirra manna, sem lánað Framhald % bls. 14 Gefa út Færey- ingasögu GÞE-Reykjavík, miðvikudag. Prentsmiðja Jóns Helga- sonar hefur nú hafið útgáfu á íslenzkum fornritunv með útgáfu Færeyinga sögu, en hún hefur aldrei áður verið prentuð hér á landi í sér- stakri útgáfu. Færeyinga saga er eitt elzta bókmennta legt listaverk, sem samið hef ur verið hér á íslandi, og að því leyti sígild saga, að hún á jafnt erindi við okk- ur, sem nú lifum og forfeður okkar á 13. öld, þegar hún var samin. Það er Ólafur Halldórsson cand. mag., sem búið hefur Færeyinga sögu til útgáfu, en fyrir skömmu las hann verkið í útvarp og var mjög góður rómur gerður að. Prentsmiðja Jóns Helga- sonar hyggur á frekari út- gáfu íslenzkra fornrita, og í undirbúningi er m. a. útgáfa Eiríks saga rauða og Græn- lendinga saga, sem Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur, mun annast, auk þess Fóst- bræðra saga og Kjalnesinga saga, en í haust koma út Brennu Njáls saga og Jóms- víkinga saga. Jómsvíkinga saga hefur aldrei verið gef in út hérlendis, en er fræg erlendis, einkum á Norður- löndum, þar sem margar út- gáfur hafa verið gerðar af henni. Þar greinir frá Jóms- víkingum, sem voru land- varnarmenn Danakonunga, og er sagan að sumu leyti ævintýraleg og skrifuð af mikilli kímni. Hún er sam- in hér á landi um eða laust eftir 1200, og er varðveitt í ágætu handriti frá síðara hluta 13. aldar. Það er einn- ig Ólafur Halldórsson, sem sér um útgáfu þessarar bók- ar, en Jón Böðvarsson cand. Framhald á bls 15 Verðlaunaveiting Hið íslenzka náttúrufræðifé- lag hefur að venju veitt bókar- verðlaun fyrir beztu úrlausnir í náttúrufraéði á landsprófi miðskóla. Tveir nemendur hlutu verðlaun að þessu sinni, Einar Stefánsson, nemandi í Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar í Reykjavík, og Steingrímur Pét- ursson, nemandi í Laugaskóla, S.-Þingeyjarsýslu. Viðræður í Moskvu Hinn 26. júní fóru fram við- ræður í Moskvu á milli dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, viðskipta- ráðherra og N. S. Patolichev, utanríkisviðskiptaráðherra Sov- étríkjanna um ýms mál, sem varða viðskipti Sovétríkjanna o,g íslands. Viðræðurnar voru mjög vin- samlegar og náðist samkomulag um að auka sölu á íslenzkum útflutningsvörum til Sovétríkj- anna á þessu ári til þess að jafna þann halla, sem annars yrði á viðskiptunum. Þá náðist einnig samkomulag um, að við- skipti landanna fyrir næstu ár, sem semja á um í Reykjavík í ágústmánuði n. k., verði áfram á jafnkeypisgrundvelli og vænt anlegum viðskiptasamningi fylgi vörulistar og kvótar á báða bóga. Enn fremur var ákveðið, að kaup- og sölusamningar skyldu framvegis gerðir í sama gjaldmiðli. Auk viðskiptaráðherra, tóku þátt í viðræðunum af Islands hálfu Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri, dr. Oddur Guð jónsson, sendiherra og Hannes Jónsson, séndiráðunautur. Ferðir Ferðafélagsins Eftirfarandi sumarleyfisferðir eru ráðgerðar á vegum Ferða- félagsins í júiímánuði: 6. 7. Fjögurra daga ferð um Síðu að Lómagnúpi. 6. 7. Níu daga ferð um Vestlirland. 13. 7. Vopnafjörður — Melrakka- slétta, 10 dagar. 15. 7. Land- mannaleið — Fjallabaksvegur, 10 dagar. 16. 7. Hornstrandar- ferð, 9 dagar. 16. 7. Níu daga hringferð um landið. 20. 7. Ferð um Kjalvegssvæðið, 6 dagar. 22. 7. Sjö daga ferð í Öræfi. 23. 7. Lónsöræfi, 10 dagar. 24. 7. Önnur hringferð um landið, 9 dagar. 24. .7. Kjalvegur — Skagafjarðardalir, 5 dagar. .31. 7. Sprengisandur — Vonarskarð — Veiðivötn, 6 dagar. Auk þessara ferða verða fleiri ferðir í Öræfi, og svo vikudval- ir í sæiuhúsum félagsins í Þórs- mörk, Landmannalaugum, Veiði vötnum, Hvítárnesi, Kerlingar- fjöllum og Hveravöllum. Þess- ar vikudvalir í sæluhúsunum eru ódýrustu sumarleyfisferð- irnar, sem völ er á og kosta 1400 krónur með ferðum fram og aftur. í sæluhúsunum eru ágætar dýnur og hitunartæki. Ferðafélagið mælir með viku- dvölum í sæluhúsunum. RitgerSarsamkeppni Á síðastliðnum vetri efndi tímaritið Vorið og Flugfélag íslands til ritgerðasamkeppni meðal 10—14 ára kaupenda Vorsins. Ritgerðarefnið var: Samgöngur milli íslands og Noregs að fornu og nýju. — Fyrstu verðlaun, sem er flug- far með þotu Flugfélags ís- lands, Gullfaxa, til Noregs og nokkurra daga dvöl þar, hlaut Emil Þorsteinsson, 13 ára, frá Höfn í Hornafirði. / Fjöldi ritgerða barst og verða enn fremur veitt nokkur bóka- verðlaun fyrir næstbeztu ritgerð ir. Þetta er í 5. skiptið, sem Flugfélag íslands hefur boðið til slíkra verðlauna og hefur verið farið til skiptis til nær- liggjandi nágrannalanda. Hafa verðlaunahafar síðan skrifað ferðasöguna í Vorið A síðast liðnu ári var tekin kvikmynd af þessu ferðalagi, er síðan var sjónvarpað. Hallgrímskirkju gefið dýrmætt listaverk í dag, 3. júlí, eru liðin hundr- að ár síðan Ásgeir Eyþórsson, fyrrum kaupmaður á Kóranesi og Straumfirði, fæddist. Hann var faðir Ásgeirs, forseta ís- lands, og þeirra systkina. í til- efni af þessu aldarafmæli hafa afkomendur Ásgeirs Eyþórsson ar og konu hans, Jensínu Matt- híasdóttur, afhent Hallgríms- kirkju í Reykjavík dýrmæta og fagra gjöf, til minningar um þau. Er það helgimynd úr steindu gleri, gerð i Englandi af sömu meisturum og gerðu gluggana, er nú prýða Bessa- staðakirkju. Er hún hinn vand aðasti gripur. Myndin er síð- asta stórverk Guðmundar Ein- arssonar frá Miðdal, og kom hún fullunnin til landsins eftir lát listamannsins. Það er enn ekki ákveðið, hvar myndinni verður fyrir komið kirkjunni til frambúðar, en sú ákvörðun verður gerð í sam- ráði við gefendurna. En allir, sem að Hallgrímskirkju og hennar málum standa, eru þakk Framhald á bls- 12.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.