Tíminn - 04.07.1968, Page 6
*
6
TÍMINN
FIMMTUDAGUR 4. júlí 1968.
ÁRÍÐANDI
TILKYNNING
Fyrirtæki 1 Englandi hef-
ur fyrirliggjandi og
flyfcur út: Landbúnaðar-
traktora, sem einnig
fást með skóflum fyrir
s'kurðgröft eða ámokst-
ur. — Vegvaltara, loft-
pressur, Rafmagnsgen-
eratora, Beltatraktora,
Kornþurrkara o.s.frv. —
Bjóðum góð, notuð og
yfirfarin tæki á Iágui
verði, með ábyrgð.
Skrifið til:
A. Portell, 49
Queen Victoria Street,
London E.C.4
pIpulagnir
Tek að mér viðgerðir, —
breytingar, uppsetningu á
hreinlætistækjum o.fl.
Guðmundur Sigurðsson,
pipulagningameistari,
Grandavegi 39. Simi 18717
BORÐ
FYRIR HEÍMILI OG SKRIFSTOFUR
DE
LUXE
■■ ■
Hi
TT
■ FRÁBÆR gæsi ■
■ FRÍTT STANDANÐI ■
■ STÆRS: 90X160 SM ■
■ VIBUR: TEAK ■
■ FOLÍOSKÚFFA ■
■ ÚTDRAGSPLATA MEB ■
GLERI A
B SKÚFFUR ÚR EIK ■
HÚSGAGNAVERZLUN
REYKJAVÍKUR
bRAUTARHOLTI 2 - SÍMI 11940
10. þing Sjálfsbjargar,
landss ambands fatlaðra
Frá ársþingi Sjálfsbjargar
10. þing Sjálfsbjárgar, lands-
sambands fatlaðra, var haldið að
Jaðri dagana 8.—10. júní s.l. Svo
skemmtilega vildi til, að hinn 9.
júní var tíu ára áfmælisdagur
fyrsta Sjálfsbjargarfélagsins, en
það var stofnað á Siglufirði.
Mættir voru til þingsins 44 full
trúar frá níu félagsdeildum.
Reykjavíkurdeildin sá um þing-
hald að þessu sinni og ávarpaði
Sigurður Guðmundsson formaður
hennar, þingfulltrúa af því tiléfni.
Lýsti hann ánægju sinni yfir þeim
árangri, sem náðst hefur frá stofn
un samtakanna og hvatti til áfram
haldandi samvinnu og baráttu fyr
ir hagsmunamálum fatlaðs fólks.
Theodór Jónsson, formaður
landssambandsins, bauð síðan full
trúa velkomna til þings.
Að lokinni kosningu .starfs
manna þingsins var gengið til dag
skrár. Formaður flutti skýrslu
stjórnar og framkvæmdastjóra.
Innan Sjálfsbjargar eru tíu fé-
lagsdeildir með 873 virkum félög
um.
Skrifstofa sambandsins er enn-
þá til húsa að Bræðraborgarstíg
9 og vinna þar nú fjórir starfs-
menn. Starfsemi hefur verið mik-
il á árinu og verkefni það, sem
hæst hefur borið er bygging
Vinnu- og dvalarheimilis Sjálfs-
bjargar að Hátúni 12. Um þessar
mundir er verið að ljúka steypu-
vinnu við 5. og efstu hæð fyrsta
áfanga. Nú hafa alls verið lagð-
ar kr. 13.500.000/- í bygginguna.
Auk eigin fjár, sem aflað hefur
verið með merkja- og blaðasölu
og happdrættum, en þau voru tvö
á árinu hefur Styrktarsjóður fatl-
aðra veitt styrki. Þá veitti Al-
þingi á fjárlögum 1968, kr. 1.500.
000/- styrk í sama skyni og
Erfðafjársjóður lán, kr. 3.000.
000/-. Einnig er von á styrk frá
Svíþjóð.
í nóvembermánuði síðast liðn-
um var öllum sveitarstjórnum
skrifað og farið fram á fjárhags-
stuðning. Undirtektir hafa verið
ágætar. Eins og sjá má, er reynt
að afla fjár til byggingarinnar
með ýmsu móti, enda framkvæmd
irnar fjárfrekar og er allur stuðn-
ingur vel þegin.
Lögreglustjórinn í Reykjavík
hefur veitt samþykki sitt, til þess
að úthlutað verði merkjum, sem
veita mikið fötluðum ökumönn-
um undanþágu frá gildandi ákvæð
um um bifreiðastöður. Merki
þessi má festa innan á rúður bif-
reiða. Þau verða um 12x18 cm. að
stærð, með bókstafnum „P“, hvít-
um á bláum grunni, ásamt skrá-
setningarnúmeri bifreiðar og
nafni ökumanns, sem undanþágan
gildir fyrir. Mun þetta koma til
framkvæmda nú í sumar og verð-
ur merkjunum úthlutað hjá lög-
reglustjóra, samkvæmt tillög-
um Sjálfsbjargar.
Merkin veita, eins og áður seg-
ir, undanþágu til að leggja bif-
reiðum, þar sem bifreiðastöður
annars eru ekki leyfðar, þó svo
að ekki stafi hætta af í umferð-
inni.
Alþjóðadagur fatlaðra var 24.
marz. Af því tilefni tók Sjálfs-
björg á leigu í eina viku, sýn-
ingarglugga verzlunarinnar Málar
ans í Bankastræti og voru þar
sýnd margs konar hjálpartæki fyr
ir fatlaða, ásamt líkani af Vinnu-
og dvalarheimilinu. Greinar um
málefni fatlaðra voru birtar í dag-
blöðum og Haukur Kristjánsson,
yfirlæknir flutti útvarpserindi
um sama efni.
Á síðastliðnu án boðaði biskup
til fundar fulltrúa frá ýmsum
líknarfélögum, ásamt nokkrum
prestum. Var tilgangurinn að
ræða á hvern hátt þjóðkirkjan
gæti orðið félagasamtökum þess-
um að sem beztu liði og eflt sam-
band milli kírkjunnar og líknar-
og mannúðarfélaga í landinu. Nú
hefur að tilhlutan biskups, verið
skipuð fimm manna nefnd til að
fjalla um þessi mál og er séra
Erlendur Sigmundsson formaður
hennar.
Fyrir jólin kom út bókin „í
meistara höndum,“ sem María
Skagan tók saman. Bókaútgáfa
Guðjóns Ó. sá um útgáfuna. Sam-
kvæmt ósk Maríu Skagan, renn-
ur allur ágóði af bókinni til Hjálp
arsjóðs Sjálfsbjargar.
Landssambandið flytur Maríu
Skagan og 'öðrum þeim aðilum,
er styrktu útgáfu bókarinnar, al-
úðar þakkir.
Á undanförnum árum hafa ver-
ið kannaðir möguleikar á að fá
land undir sumarbúðir fyrir sam-
tökin. Það hefur þó ekki tekizt
ennþá, en málinu verður haldið
vakandi.
Sameiginleg skemmtiferð allra
félaganna er fyrirhuguð nú í sum
ar.
Gjaldkeri Landssambandsins,
Eiríkur Einarsson, las og skýrði
reikninga síðasta árs.
Tekjur urðu kr. 1.725.019.48,
tekjuafgangur kr. 1.041.422.76
hrein eign í árslok kr. 3.922.553.51.
Starfsemi sambandsfélaganna
var víðast hvar blómleg á árinu.
Húsavíkurfélagið festi fyrir
nokkru kaup á húseign og hefur
öll aðstaða til félagsstarfsemi
batnað mikið við það.
Félagið á Siglufirði hefur starf-
rækt vinnustofu óslitið síðan ár-
ið 1960 og eru þar framleiddir
vinnuvettlingar. Vinnustofan hef-
ur jafnan verið rekin hallalaust.
Akureyrarfélagið er um þessar
mundir að hefja rekstur plastverk
smiðju og eru miklar vonir við
hana bundnar. Þar verður meðal
annars framleitt raflagnaefni.
Gestgjafar þingsins, Reykjavík-
urdeildin, efndu til kvöldvöku á
laugardagskvöldið, þar sem góðir
gestir skemmtu þingfulltrúum og
ennfremur var á sunnudag farið
í hringferð um nágrennið og með
al annars skoðaðar byggingarfram
kvæmdir Sjálfsbjargar.
Á mánudag komu fulltrúar Jað-
arsstjórnar og þingstúku Reykja-
víkur í heimsókn og færðu Sjálfs-
björg að gjöf fagran kristals-
blómavasa með breyptu merki
templara í tilefni af 30 ára afmæli
landnáms templara að Jaðri.
Þingslit voru að kvöldi 10. júní
og þakka fundarmenn starfsfólki
Jaðars ágæta dvöl.
Helztu samþykktir þingsins eru
sem hér esgir:
Tillögur tryggingamálanefndar:
1. að endurskoðuð verði 13.
grein almannatryggingalaganna
og leggur sérstaka áherzlu á að
breytt verið tekjuviðmiðun grein-
arinnar.
2. að örorkulífeyrisþegar með
mjög litla eða enga vinnugetu
eigi rétt til örorkulifeyrisauka,
sem nemi 60% af hinum almenna
örorkulífeyri.
3. að launþegar, sem njóta ör-
orkubóta og verða atvinnulausir,
eigi rétt á dagpeningum úr at-
vinnuleysistryggingasjóði.
4. að lífeyrir verði greiddur
með börnum, sem eru svo fötl-
uð, að framfærandi þurfi miklu
til að kosta vegna fötlunar þeirra
þó að um sé að ræða börn, sem
að öðrum kosti njóta ekki barna-
lífeyris. Einnig verði heimilað að
hækka um allt að 100% barnalíf-
eyri, þar sem ástæður eru sér-
staklega slæmar.
5. að öryrkja, sem er algjör-
lega tekjulaus og dvelur á sjúkra
húsi eða dvalarheimili, verði sjálf
um greitt a-llt að 25% örorkulíf-
eyris.
6. að beina því til Landssam-
bandsstjórnar og fulltrúa Sjálfs-
bjargar í Öryrkjabandalagi fs-
lands að leggja áherzlu á eftir-
farandi atriði í frumvarpi til laga
um endurhæfingu, sem nú er unn
ið að á vegum Öryrkjabandalags-
ins.
a) að fatlaðir fái sem bezta að-
stöðu til náms og starfsþjálfunar.
b) að tryggður verði fjárhags-
legur rekstrargrundvöllur öryrkja
vinnustofa og endurhæfingar-
stöðva. Jafnframt minnir þingið á
drög að frumvarpi til laga um
endurhæfingu frá milliþinganefnd
er samþykkt var á þingi Sjálfs-
bjargar 1964.
.. i
Tillögur félagsmálanefndar:
1. Að landssambandið haldi á-
fram að styrkja fólk til náms í
sjúkraþjálfun og öðru því námi,
er snertir endurhæfingu, enda
njóti það starfskrafta þess að
námi loknu eftir samkomulagi,
ella verði styrkurinn endurgreidd
ur.
2. að unnið verði að því, að
öryrkjar njóti betri lánakjara til
húsbygginga en nú gerast.
3. að leitazt verði við að hafa
samvinnu við arkitekta og aðra
þá, er við skipulags- og bygginga-
mál fást, um að tekið verði tillit
til sérstöðu fatlaðra.
Tillögur farartækjanefndar:
1. að á næsta ári verði úthlut-
að til öryrkja 350 bifreiðum 4—5
manna,. þar af 250 til endurveit-
inga.
2. þingið leggur áherzlu á að
öryrkjar hafi frjálst val bifreiða-
tegunda og vill um leið vekja
athygli á aðstöðumun leigubíl-
stjóra og öryrkja.
3. þingið leggur áherzlu á að
felldir verði niður allir tollar og
gjöld af bifreiðum til öryrkja og
mælir eindregið með tillögu Norð
urlandaráðs um að ríkisstjórnir
Norðurlanda gera samræmdar ráð
stafanir um niðurfellingu aðflutn-
ingsgjalda og annarra gjalda
vegna bifreiðakaupa örýrkja.
4. þingið beinir þeirri áskorun
til borgar- og bæjaryfirvalda, að
þau hlutist til um að á opinber-
um bifreiðastæðum sé eitt stæði
merkt og sérstaklega ætlað fötl-
uðu fólki, og sé það mun rýmra
en önnur, vegna erfiðleika fatl-
aðs fólks við að komast í og úr
farartæki.
í stjórn Sjálfsbjargar, landssam
bands fatlaðra, fyrir næsta ár voru
kjörnir:
Formaður, Theodór Jónsson
Rvík., varaform., Zophanías Bene
diktsson, Rvík., ritari, Ólöf Rik-
arðsdóttir, Rvík., gjaldkeri, Eirík-
ur Einarsson, Rvík., meðstjórn-
endur Jón Þ. Buch, Húsavík,
Ingibjörg Magnúsdóttir, fsafirði,
Heiðrún Steingrímsdóttir, Ak.ur-
eyri, Sigurður Guðmundsson,
Reykjavík, Lára Angantýsdóttir,
Sauðárkróki.
Framkvæmdastjóri er Traustt
Sigurlaugsson.
V