Tíminn - 04.07.1968, Blaðsíða 13
TIMINN
:-:i:’’
ísicnzlo og þýzka landsliðið fyrlr leikinn á mánudag, ásamt dómara eg tfnovörðum.
ÍÞRÓTTIR
Vekjaraklukka handa landsliðsmönnum
var gjöf frá hinum erlendu gestum
Eftir lefkinn viS V-Þýzikatoid, á
þriðj ud aigskvöldið, var leikmönn-
um og forráðamönnum íslenzku
og þýzku landsliðarma, ásamt öðr-
um sjátfsögðum gestum, boðið í
samsœti, eius og vani hefur verið
til þessa.
Áður fyrr var sá háttur hafður
á, að Menntamálaráðuneytið, bauð
þeim leikmönnum, sem léku fýrir
íslandis hönd, og mótherjum þeirra
tii samsætis, að leik loknum. En
nú eftir að ríkisstjórnin hóf
„sparnaðaráætlun“ sína, voru þess
um boðum, sem varla hafa kostað
meir, en ein utanlandsferð ein-
hvers ráðherrans, hætt.
Knattspyrnusambandið, taldi sér
efcki fært að haetta þessari sjálf-
Sögðu gestrisni, að bjóða leik-
mönnum uppá matarbita að leik
lokum, þar sem m. a. skipzt er
á igjöfum, haldnar ræður, og rætt
er um leikinn, og buðu þvi þrátt
fyrir féleysi sitt, sem er mikið, í
samsæti eftir leikinn á mánudag.
En ekki er annað hægt að segja
að féleysi KSÍ hlýtur að vera
mjög mikið, því lágkúrulegra boð
var varla hægt að hafa, en þetta.
í smá herbergi undir stúku Laug
ardalsvallarins, sem með góðu
móti rúmar 20 manns, voru sam-
anboimnir 50—60 karlrnenn ís-
lenzka liðið og það þýzka ásamt
forráðamönnum, og starfsmönnum
leifcsins.
í þessu herbergi var boðið uppá
gosdrykki, pilsner og snittur, en
hivergi var hægt að láta frá sér
snitturnar eða drykkinn, því ekk
ert borð var til að setja matföng-
in á, og var því hver maður, að
troðast um með drykkinn í annari
hendi, og snitturnar í hinni og
drukkið var af „stút“ eða úr glös-
um, sem nokkrir vom sivo heppn
ir að ná í. í þessu herbergi, voru
svo rœður haldnar, en aðeins þeir
fremstu sáu hver var að tala:
Fyrst talaði Björgvin Sehram og
mælti skörulega að v’anda, afhenti
hann eftir góða ræðu á þýzku,
Knattspyrnusambandi Þýzka-
landis, stóran keramik-vasa að gjöf
og öilum leikmiönnum þýzka li'ðs
ins keramik-öskuba.kka til minning-
ar um leikinn. Þá afhenti hann
sfcozka dómaranum, eftir smátölu
á ensku, samskonar gjöf, og einnig
landsliðsþjálfaranum Peiffher,
eftir. áð: hafa talað á dönsku til
hans. Loks þakkaði hann íslenzku
leikmönnunum fyrir leikinn á
„íslenzku“.
Formaður þýzka áhugamanna
| samhand'sins, mœlti á ensku, og
færði KSÍ stóra gjöf, (en þeir
öftustu sáu efcki hver hún var)
einnig rétti hann öllum meðlim
um KSÍ stóran pafcfca.
Þá fengu íslenzku leifcmennimir,
vefcjarakilukku með merki V-þýzka
sambandsins að gjöf, og fannst
mörgum sú gjöf táknræn, um
að íslenzkum knattspjTnumönnum
veitti efcki af að fara að vakna
til dáða.
Þá færði hann skozka dömaran
um og íslenzku línuvörðunum
seðlaveski að gjöf, hefur líkiega
hu'ldið, eins og einhver sagði, að
Unuyerðirnir fengju greitt fyxir
leifcinn en svo er ekki þótt alstaðar
erlendis, fái dómari og línuverðir
j borgað fyrir hvern leifc, en skozfci
I dómarinn fær greitt fyrir sín
„Kom mest á óvart að
hann bölvaði á þýzku“
Klp. — Reykjavúk.
Það gekk erfiðleika að ræða
við leifcimenn íslenzka og þýzka
landsliðsins í hinni „stóru veizlu“
sem KSÍ bauð uppá, eftir lands
leikinn á dögunum, þó tófcst okk
ur að ná í Kára Árnason hinn
marfcheppna leikmann ÍBA, inní
geymslu og spurðum hann m. a.
álits á undirbúningi og æfingum
landsliðsins fyrir leikinn.
Það fyrsta sem við spurðum um
var: — Hyers vegna að hann næði
engum árangri með úrvalsliðum,
og væri aldrei svipur hjá sjón í
þeim og leikjum með Akureyri?
— Ég er líklega eins og Peiffher
segir, meiri ,,klúhbspiller“en úrvals
leikmaður. Ég þekki strákana hér
ekfci eins vel og þá fyrir norð
an, sem ég er alinn upp með og
hef aldrei kunnað að nota þá rétt,
og þeir ekki mig. í þetta sinn
gekk það ekfci betur en fyrr, ég
vona að það fari að koma. Svona
ferðir eins og þessi á Laugarvatn
eru sjálfsagðar og ættu að hafa
komið fyrr, þá er ég viss um að,
við hefðu lært vel hver á annan,
og allt gengið betur. Þessi helgi
á Laugarvatni, var mjög góð,
hvað æfingar snertir, og einnig
fyrir móralinn" sem er alveg
stórkostlega góður. það eru marg
ir sem halda að félagsrígur sé
milli manna í svona hóp. þar sem
leikmenn eru samankomnir ' úr
öllum liðum, en það er langt því
frá. Það er létt yfir hópnum, og
þetta var ein skemmtun, mikið
hlegið í hviHdartímum og mikið
svitnað á aafingum.
Um leikinn er það að segija, að
úthaldiið brást, hann var erfiður,
þeir voru líkamlega sterkari en við
og léku fast..
Þorbergur Atlason sem léfc sinn
fyrsta landsleik, sagði er við náð-
um í hann í búningsfclefanum, þeg
ar hann var að koma úr baði, með
sár og rispur á mjöðm og hönd
um, að hann vær efcki svo
óánægður með leikinn í heild, en
hann væri sár útaf 3. markinu.
— Ég rann til í markinu, og þar
mieð náði ég engri spyrnu, en
hefði það ekki- skeð hefði ég náð
boltanum því það var laust skot.
í öðru markinu var ég óhepp
inn, ég náði ekki boltanum alveg’
en gat slegið í hann en ekki nógu
fast, því að hann fór í stöngina og
í markið hefði ég verið sentimetra
innar á honum, hefði ég haft að
slá hann út fyrir stöngina.
Fyrsta markið átti ég efcki neinn
möguleika á að verja, ég var einn
með þá tvp fría á markteig, og
hefði ég hlaupið út, hefði hann
bara gefið á hinn.
„Taktikin" sem Peiffher lagði
upp, var góð og viturieg og ágæt
lega útfœrð af strákunum framan
i af. Mér fannst Guðni og Eyleifur
koma bezt frá leiknum af okkar
mönnum.
Við buðum Guðna Kjartanssyni
heimkeyrslu, eftir leikinn, til að
fá tóm til að ræða við hann. Við
mundum að vísu ekki eftir því Hð
hann býr í Keflavík fyrr en við
vorum seztir inn í bilinn, en sem
betur fór þurftum við ekki að
keyra hann alla leið þangað.
Hionum lá á að komast suður,
því að íþróttaskóianum á Laugar
vatni var slitið á föstudag, en þar
hefur Guðni stundað nám í vetur,
og ekki komið heim til sin, síðan
í april. En hann fékk ekki að fara
á föstudaginn, með sfcólafélögum
sínum, því daginn eftir áttu
félagar hans úr landsliðinu að
koma austur, og vera um helgina.
Guðni sagðist vera óánægður
með að þeir skyldu ekki skora
nema 1 mark i fyrri hálfleik.
— Við áttum tækifæri til þess,
en ekki í seinni háilfleik, þá voru
þeir húnir að sjá, að úthaldið var
að verða búið hjá okkur, og þeir
bættu við sig. Miðjan hjá okkur
slitnaði í sundur, og tengiliðir
þeirra, léku af fullum krafti og
komu yifirleilt tveir á móti og
mynduðust við að fara í návigi,
og ef maður bjó sig undir það,
gáfu þe'ir boltann, og sá sem gaf.
keyrði á fulilu í mann, þetta var
erfitt en þeir eru sterkir. og fljót
ir og geta þetta, en v" ekki.
Um dvölina á Laugarvatni sagði
hann, að hún hefði verið góð, og
ætti að vera svona æfingatvúðir fyr
ir íslenzka landsliðið fyrir hvern
leik. Leikaðferð Peiffhers, var
góð, því að hann fær 6 sóknarleiik
m-enn, úr hinum ýmsu félögum, til
að gera lið úr, á eimji helgi, og
það tókst vel, í fyrri 'hálfleik, og
á köflum í þeim síðari.
Þýzku leikmennirnir, báðu þá
j íslenzku strax eftir leikinn, að fara
i með þá út, og sjá næturiífið hér
: í Reykjavík. En varla hafa þeir
i verið hrifnir af úrvalinu, því að
i eiqi staðurinn, sem dansað var,
j var Þórscaifé og þar náðum við í
þá flesta. Þeir ísienzku sátu dauð
þreyttir við borð, en þeir þýzku
virtust enn hafa mikið úthald eftir
því sem þeir dönsuðu, Twist og
La postella, af mifcilli kunnáttu,
við sti;ttk]æddur hnátur, sem voru
eins og peð við hliðina á stæltum
knattspyrnumönnum Þýzkalands.
Ekkert áfengi var um hönd haft
hjá hvorugu liðinu, en menn
þömbuðu pilsner af mifcilli kunn
áttu.
Við hittum fyrst Rainer Zobel
19 ára leikmann, sem er með 12
1 landsieiki að bafcí eða fleiri en
nokkur mótherji hans í leiknum,
og er þó ári yngri en yngsti mað
ur íslenzka liðsins.
Zobel, var ekki á því að viður
I Framhald á bls. 12
störf í þessum leifc eftir gjaldskrá
FÍFA.
I/>ks afhenti Björgvin Schram,
Gísla Sigurbjörnssyni, forstjóra
EMheimilisins silfurmerki KSÍ,
því að í ár eru 33 ár liðin frá því
að fyrsta þýzfca knattspyrnuliðið
kom hingað til lands, og vann
Gísli ötuilega að því að fá þetta
lið hingað upp. Einibver í hópnum
var þá svo_ vinigjarnlegur að benda
stjóm KSÍ á, að Þorhergur Atia
son hefði leikið sinn fyrsta
landsleik í knattspyrnu og ætti
þvtí að fá „máilmmerki“ KSÍ, sem
ætáð eru afhent í slíkum samsæt
um, og er það eina sem íslenzkur
landsliðsmaður fær fyrir að leika
fyrir þjöð sína, en svo ef hann
nær 25 landsleikjum sem fæstir
gera fær hann armibandsúr.
En þvi miður hafði það litla
atriði gleymzt, að koma með málm
merfcið, og tóik því Björgvin
gullmierki KSÍ úr harmi sínum, ag
„ilánaði það til miorguus", eins og
hann orðaði það.
En nú komu önnur vandræði í
'ljós, Matthías Hallgrímisson, sem
kom inná í siðari hálfleik lék
einnig sinn fyrsta landsleik f
þetta sinn. En nú hafði enginn
merki til að láma. Fyrir nofckrum
árum, Þegar Helgi Daníelsson lék
sinn 25 landsleik, gleymdist »3
líafa armbandsúrið með handa
Helga, og lánaði Björgvin' þá sitt
úr, tii að Hel'gi fengi eittlhvað.
Það má því segja, að það sé
heppni að Bjiörgvin skuii ætíð
hafa eitthivað á sér til að bjarga
málunum. Fer nú að verða tíma
bært fyrir stjórn KSÍ að fara að
„hugsa“ fyrir hvern landisleik, því
svona smá atriði (hjá þeim), eins
og að láta mann fá merki fyrir
sinn fynsta landsleik er stórt at-
riði hjá þeim, sem það á að
fá, og er leiðinlegt, að sýna það
fyrir framan stóran hóp manna,
að ekfcert er hugsað um þá litlu,
sem þó standa í miðjum eldinum.
KSÍ er nú búið að ráða fram-
kvæmdastjóra til áð ,,vinna“ fyrir
sig, og því mœtti ætla að tóm hafi
gefizt í 7 manna stjórn til að
„hugisa“.
Það er að vísu ekki eftir nema
einn i landsleikur í knattspyrnu
hér á landi í ár, en góður tími er
tii stefnu, og er vonandi að hann
verði notaður vel, þá meðal ann
ars, tit þess að hinum erlendu
gestum sem hér koma, í boði
KSÍ, sé í það minnsta boðið uppá
hina heimsfrægu ísl. gestrisni, og
her Menntamálaráðuneytinu, og
Fjármáiaráðuneytinu skylda til,
sóma síns, og þjóðarinnar vegna
að bjóða erlendum landsliðum,
sem hér leika uppá einhyern lítinn
hluta hennar.