Tíminn - 04.07.1968, Side 16

Tíminn - 04.07.1968, Side 16
UMFERÐANEFND REYKJAVÍKURBORGAR VILL AUKA HRAÐANN KJ-Reykjavík, miðvikudag. I máuudaginn, taldi nefndin tíma-1 í þau mörk, sem gildandi voru bært að reglum um hámarkshraða fyrir H-dag. Á fundi umferðamefudar í borginni verði breytt, þannig að Hér cr um að ræða götur, þai Reykjavíkur, sem haldin var á I liámarkshraði verði færður upp | Framhald a bls. 14 ! Á myndlnni sést barnaskólinn á Elðum og hluti mótssvæðisins (Tímamynd—KJ) 13. LANDSMOT UMF| HALDIÐ AÐ EIÐUM 13—14. JULI: • • BUIZT ER VIÐ FJOLMENNI JK-Egilsstöðum, miðvikudag. Eips og kunnugt er, verður 13. landsmót UMFÍ haldið á Eiðum 13. og 14. júlí n. k. Unnið er nú af kappi að und- irbúningi mótsins, og í dag sagði Björn Magnússon, for- qtaður landsmótsnefndar, blað inn frá tilhögun þess í stórum dráttum. Síótið hefst föstudaginn 12. júlí, klukkan átta síðdegis. Þá verður keppt í tíu greinum starfsíþrótta, og einnig heldur mótsstjórn fund með flokks- stjórum hinna ýmsu héraðssam banda. Keppnisgreinar á mót- inu verða, auk starfsíþróttanria frjálsar íþróttir karla og kvenna, sund karla og kvenna. Þá keppa þrjú lið til úrslita í knattspyrnu, handknattleik karla og kvenna, og körfuknatt lcik. Þá verður og keppt í glímu. Á laugardagskvöld, verður stutt kvöldvaka, og koma þar m.a. fram hljómsveit in Ómar frá Reyðarfirði, aust- firzkt þjóðlagalríó auk þess, sem ávörp verða fluttl Áð lok- inni kvöldvökunni verða dans- leikir. Á sunnudaginn verður hátíðardagskrá, sem hefst klukkan 13.30 Efni hennar verður þannig í stórum drátt- um: Messa, hátíðarræða, Bjarni M. Gíslason, söngur Karlakórs Fljótsdalshéraðs og blandaðs kórs frá Neskaupstað. Fimleikasýning, eitt hundrað piltar og stúlkur frá Neskaup- stað og Seyðisfirði sýna únd- ir stjörn Þorvaldar Jöhanns- sonar íþróttakennara. SÖguleg leiksýning, þættir úr sögu Una danska, teknir saman af Kristj- áni Ingólfssyni skólastjóra á Eskifirði. Leikfélag Neskaup- staðar sér um sýninguna. Þjóð dansar barna og unglinga frá , Eskifirði, undir stjórn Elínar Óskarsdóttur. Glíma, piltar frá Reyðarfirði sýna undir stjórn Aðalsteins Eiríkssonar. Áuk þess mun Lúðrasveit Neskaup- staðar leika á mótinu. Búizt er við miklum fjölda keppenda og gesta á mótið ogi berast þátttökutilkynningar nú óðum, hvaðanæfa að af land- inu. Framkvæmdir við íþrótta svæðið eru nú á lokastigi, og einnig er unnið að ýmsum öðr- Framhald á bls. 14. HARÐIND Q Ástandiö í A-Hún. og Skagafiröi: | Y Fl Rl .EIT T MIKI •• IÐ KA Lll ) NEMA I BLONDUHLIÐINNI IGÞ-Akureyri, þriðjudag AuSséð er á ástandinu á þeim svæðum, sem TÍMINN hefur þegar athugað, að undirbúningur að björgun- arstarfinu verður í tvennu lagi. Annars vegar þarf að taka skýrslu um kalið á þeim svæðum, þar sem tún eru svo að segja ónýt. Hins vegar þarf að fylgjast með þeim svæðum, þar sem grasspretta nær sér ekki á sfrik á næstu 2—3 vikum, með það fyrir augum að kanna, hver heyfengurinn gæti orðið. Þegar upplýs- ingar um þetta liggja fyrir, má gera sér grein fyrir fóðurvöntuninni í heild, og hvað víðtækar ráðstafanir þarf að gera til þess að bæta bændum upp hið gífurlega tjón vegna túna, sem ónýt eru af kal- skemmdum. Strax og komið er austar í Húnavatnssýslunum fer að bera á því, að gróðurinn virðist hafa tekið betur við sér, einkum í úthaga. Þetta verður töluvert áberandi þegar komið er í Vatnsdalinn, og má segja, að þar sé grasspretta, þótt hún sé mjög seint á ferðinni, mjög sæmileg, og kal mun minna en annars staðar. Sama er að segja í Langadal. Sem dæmi má nefna, að túnið á Geitarskarði er allt mjög vel og þétt sprott- ið, en þess ber að gæta, að þótt nú sé orðið þetta áliðiö sumars, er varla hægt að tala um að komin sé háarslægja á túnin. En þessi tún geta að sjálfsögðu brugðið skjótt við ef hlýnar á næstu 2—3 vikum. En það þýð- ir, að sláttur verður hálfum mánuði eða þrcmur vikum síð- ar á ferðinni en venjulega. Tíminn hitti að, máli Jón Tryggvason, bónda og oddvita i Ártúni, Bólstaðarhlíðarhreppi, og staðfesti hann, að á túnun um þar í kring væri um að ræða lélega háarsprettu miðað við bezta líma Það hefði sprott ið ótrúlega hægt i vor, og þó komið ágætir tíðarfarskaflar. Klakinn fór seint úr jörð. Jón kvaðst hafa verið að setja nið- ur girðingarstaura rétt áður en blaðamaður Tímans hitti hann, og þá hefði klakinn verið rúm- lega fet í jörðu! Jón benti á, að þctta væri ekki fyrsta erfiðisár bænda nú, heldur þriðja harðindaárið í röð. Það hefði verið mjög erfitt í fyrra, en þá var haldið áfram að hvctja bændur til að stækka búin, sem hcfði verið eðlileg hvatning til þcss aö bæta af- komuna. En nú væri útilokað annað en framkvæma stórkost- lega lækkun, bændur gætu ekki annað vegna skulda, sem þeir hafa safnað undanfarið, og kaup félögin gætu ekki hjálpað frek ar en þau hafa nú þegar gert í því sambandi. Hann sagði, að undanfwin ár hefði ekki lánazt að slá nema einu sinni á sumri vegna sprettu leysis og kals. Eitthvað hefði verið fækkað á fóðrum í fyrra en Jón sagðist telja. að enn kæmi fyrir að bændur settu of djarft á í svona árferði, enda hefðu þeir auðvitað áhuga á að halda sínum bústofni. Aftur á móti væri fyrirsjáanlegt, að í haust þýddi ekki að vera með slíkar ásetningar. Jón sagði, að í Svartárdal i Austur-Húnavatnssýslu i væru bændur illa settir. einkum fram arlega í dalnum, því að þar hefði mikið kal verið í fyrra og mikið kal núna. Einnig væri Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.