Tíminn - 26.07.1968, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.07.1968, Blaðsíða 2
r 2 VETTVANGUR TÍMINN 1 ÆSKUNNAR FÖSTUDAGUR 26. júlí 1968. Leiðtoai kvaddur Við lo*k hinnar eigiralegu sjálf- stæðisbarátitu íslendinga á öðrum áratug þessarar aldar riðluðust þær fylkingar, sem skapaðar voru á grundvelli ólikrar afstöðu til sambandis íslands og Danmerkur. Átök I þjóðimáilum snerust æ meir um markmdð og beiitingiu mdsmum andi aðferða í hinni innlendu framfarasókn, þróun félagslegra hreyfinga og um stöðu alþýðu- stéttanna. Mófum hins nýja þj'óð- mlál'agruindiyallar og Uofnun flokkslegra samtaka í samræmi við hamn voru verk tiltölulega fámenms hóps, sem með s'fcjórn- málastarfi sínu og orðræðum varð miestur örlagavaidur í ísiiendimga- sög.u tuttugustu aldar. Þjóðmála- ferill þessara einstaklinga er eitt gleggsta dæmið um áhrifamátt ör- fárra manna með okkar smáu þj'óð, ef saman fara hæfni, d'jörf- ung, einbeitni, starfsorka og djúp ur félagslegur skilndngur á vanda málum hverrar tíðar. Þótt saga þeirra fjöldahreyf- inga og stjórnmálafilokka, sem mótuðust á þessum árumj, sé marg slumgim og hundruð nafna eigl með réttu í hana að ritast, stend- ur þó einn maður framar öðrum 'og má með réttu kallast faðir nútíima flokkaskipunar íslenzkrar. Jónas Jónsison frá Hrifilu var sem ungur maður hvetjandd og þátt- takandi jafnt í stofnun Framisókn arflokksins og Aliþýðufdokksins og 'hann var h'öfundur bræðrasam- bands þessara flokka í þjóðmál- um um rúmlega tveggja áratoga skeið. Á því tímabi'li voru reist traustustu virkin í félagslegri að- stöðu almennings á íslandi, þæði til sjávar og sveita, og þá var lagður grunnurinn að hinrri víð- tæku framfarasókm á sviði efna■> hags og mennta. Milli heknsstríðanna fór Jónas Jónisson í fararbroddi nýjar braut- ir og opnaði bæðd einstaklingum og félagsheildum miöguleika til aukins þroska. Engin íslending- ur á þessari öld hefur komið víð ar við sögu. Á blómaskeiði krafta sinna og hæfileika vann Jónas Jónsson íslenzkri alþýðu allt er hanm kunni með óeigingjörnu huganfari sjálfboðaliðans. Fram- gjörnum en verklitlum valda- streitumönnum okkar tíma er hollt að hugleiða, hve sikamma hríð þessi áih'riifaríki umbótafrömuður sat ráðherrastól. Fimm ár Jónas- ar Jónssonar voru íslenzkri þjóð til lengdar,, meira virði en ára- fjöld annarra. Jónas Jónsson í hópi ungra manna á 50 ára afmæli Framsóknarflokksins í desember 1966. Við dánarbeð stórbrotinna leið- toga duiga fáedn orð lítt til að vega þá og meta. Aðeins ítarleg könnun í Ijósi miargbrotinna gagna meginar að gefa fulla sýn yfir at- hafnir þeirra og áhrdf. Og næst þó líklega aldrei öll, Gagnyart 'siíkum máttarviðum i sogu þjó'ð- ar er hæpið að beita g^llingum. Afrekin eru svo ótvíræð að eng- inn greiði er að draga undan mdstökin. Á kveðjustund ber hins vegar ávallt að þakka góðar gjörð- ir, en láta dóma um annað bíða sdðari tíma. Ungir menn, sem vdlja vinna að framför þjóðar sinnar, geta til- einkað sér margt í fédagslegu farl Jónasar Jónssonar frá Hrýfiu. Hann gaf fordæmi um ýmsar meginstefnur og aðferðiir, sem öðruim hefur veitzt erfitt að fylgja, þótt þær tvímælal-aust leiði til farsældar. Hér skal aðeins gripið á þrennu. Enginn stjórnmálam.aður ís- lenzkur, að Jóni Sigurðssyni und- anskildum, hefur gert sér jafn mikið far og Jónas Jónsson, um að öðlast víðtækt og beint 9a«n- band við fólk úr öllum byggðum landsins og öllurn starfsgreinum og afla sér þannig náinnar þekk- ingar á högum, vandamálum og viðhionfum fóllksins sijálfs. Tengsl Jónasar Jónssonar við íslenzka alþýðu voru mdlliliðalaus. Hann Ritstjóri Björn var persónulegur fólagi þúsunda manna og dyr hans stóðu umyrða lausf öllum opnar. Þar var enginn varnarmúr gervianna eða yfir- borðsilegrar virðiinigarlöngunar. Starf h.ans, líif hans, var að eigin dómi fyrst og fremist í þágu al- mennings i landihú og persónuleg forréttindi voru Jónasi fjarri skapi. Engin.n hefur átt jafn rí'k- an þátt í að flytja valdasfóla nið- ur á jörðina og úr einöngruðum sölum úf til fólksins sjálifis, Jónas vann öðru fremur að eílingu fé- lags'Legra samtaka aliþýðu, bæði verkamanna í bæjum og bænda til sveita. Hann sá glöggt, að einungis félagslegur máttur megnaði að brj'óta kúgun á bafc aftur og slfta hlekkii þrælkunar. Viðtækur og frjálshuiga samvinnu andi væri vænlegasta leiðin til bættra lífskjara. Ásamt efnahags- legum úrbótum yrði að tryggja jafnræði til menntunar og styrikja þátt almennings í hdnni mienn- ingarlegu framför. í krafiti þess- arar sannfiærdngar bedtti Jónas sér fyrir byggingu ótrúlega mangra . skóla og menningarbú- staða, sem enn í dag eru aðal- sómi héraða um allf land og í höf.uðstaðnum stolt þjóðarinnar. Honum var ljóst, að án andlegrar reisnar yrði lítið úr ísiLending- um í samfélagi þjóðanna. Þannig óf Jónas Jónsson í traustan vef au'kna og almenna menptun og félagsdega sókn að bættum efna- hag. Þá þætti, sem mikilvægastir eru fyrir áframhaldandi sjálf- stæði íslenzkrar þjóðar. Þegar ryðja þarf nýjar brautir, er ef til vill mestur vandinn að velja menn til ábyrgðar og for- ystu. Jónias Jónsson sýndi í reynd meir en nokkur annar ráða- maður,- að hann treysti frekast ungum mönnum til slíkra verka. Bezt myndi duga að virkja áræði þeirra og óbrotinn baráttuvilja, ferskar hugmyndár oig nýjar að- ferðir. Gömlum mönnum hætti um of til að fara troðnar slóðir. Staðnaðir þjóðfólagshættir krefð- ust róttækra breytinga. Hugsjóna rí'kir og stjórnhæfir aaskumenin væru líkleigastir til að gera fjar- læga framtíðarsýn að nálægum veruileika. Þegar Jónas Jónsson beitti sér fyrir framiboðum korn- ungra manna og skipaði þá stjórn endur mennta- eða fjánmiálastofn ana, töldu margir slífct þvílíkt ábyrgðarleysi að jaðraði við brjálæði. En Jóinas studdi óhrædd ur viið bakið á hinum ungu mö.nn- um oig varði þá hiklaust fyrir öreftmætum ásökunum. Enginn þessara manna brást því trausti, sem hionum var sýnt, oig flestir hafa staðið í fararbroddi víðtækr- ar fraimsóknar oig endurnýjunar í ísLenzku þjóðlífi. Óskeikuil bæfni Jónasar í vali á forystuimönnum, frábær mannþekking og trú á getu ungra manna voru meðal stærstir kosta hins Látn.a leiðtoga. Að síðustu skal geta þess, sem merkast er og mest erindi á til ungra u.mbótamanna á okkar tíð. Með smiíði flokkanna tveggja og sköpumar bræðras'ambands þeirra í þjóðmálabaráttumni sýndi Jónas Jónsson óumdeilanlega í ,verki fé- lagslegan skyldleika og sameigin- leiga hagsmuni samtaka fólks til sjávar og sveita, bæði flokkslegra og annarra, verkailýðs- og sam- vinnufélaga. Meðan þau bræðra- tengs.l voru virk var mest og bezt unnið í þágu íslenzkrar "alþýðu. Aðeins þá náðu veriulegar og var anlegar grundvallarúrbætu.r fram að ganga. Þær stoðir, sem allt annað hefur hvílit á, voru reistar í krafiti félagslegrar samstöðu þessara flokka og hreyfiniga. Bar- áttulínur íslenzkra þjóðmála hafa aldrei verið skýrari en þá: Fram farasókn fjöldans gegn forréttinda aðstöðu fflia'ldisaifila. Síðain þessu bræðrasamibandi lauik hafa mál-1 efni og afstöður í ísdenzkum stjór.n máliur). verið aftaka ruglingsleg og framfarir orðið að mestu fyriir tilvilj-un eða sdemibilukku. Alger- lega hefur skort afdráttarlausar línur og hispurslausar aðgerðir. Á okkar dögum 'er svo komið að stj'órnmálaátökin hafa á margan hátt 1'0'snað úr t&ngslum við hinn fél'agslega V'eruleika, líkt o.g var um hina gömdu flokka á öðrum áratug aldarinnar. Æ fleiri verður nú Ljós þörfin á nýjum þjióðmálagru'ndvelli og myndun öflugrar félags- og stjórnmála- hreyfingar, sem megnar að fram- kvæma þá þjó'ðtfélaigsendumýjun, sem lífsnauðisynleg er framtiíðar- heill ísiLenzkrar þjóðar. Þegar ungir menn kveðja Jónas Jónsson frá Hriflu og þakka afrek hans í þágu þjóðarinnar, sýna þeir minningu hins látna leiðtoga mesta sæmd, ef þeir á'kveða að varðveita i verki höfuðfiramlag hans til ís- lenzkra stjórnmála: Að án sam- stöðu umbótasinnaðra hreyfinga og róttækra flokka almennings í landdnu, fóliksins sjálfs, verður aldrei framkvæmd hin umtfangs- mikla þjóðfélagsendurnýjun á ísiandi. Ungdr menn, sem vilja umfram ailt heili ílslanidis, mega ekki vegna sikammsýni eða þröngra hagsmuna glata þessum sögule^a sannleika, þvi að mikið er í húfi. Ólafur Ragnar Grímsson. Kveöja frá ungum Framsóknarmönnum Það mun ekki ofmælt, að Jónas Jónsson frá Hriflu liafi verið einna mestur örlagavaldur í íslenzkum stjóinmálum á þessari öld. Fyrir fimmtíu árum lagði hann hornstein að þeirri flokka- skipun, sem við enn búum að. Hann gerðist leiðtogi ungu kynslóðarinnar á sínum tíma, og er hann hófst til valda um skeið, leitaðist hann hvarvetna við að lyfta ungum og efnilegum mönnum í áhrifastöður. Árangur- inn af þeirri framtakssemi var tvímælalaust frábærlega jákvæður. Enginn íslenzkur stjórnmálamaður hefur í jafn ríkum mæli og Jónas Jónsson sýnt í verki, að hann kynni skil á vitjunartíma yngri kynslóðarinnar. Það var ekki að ófyrirsynju, að Jónas Jónsson frá Hriflu var kjörinn fyrsti heiðursfélagi Sambands ungra Framsóknarmanna þegar á stofnþingi samtakanna að Laugarvatni 1938, enda hafði hann hvatt mjög til stofnunar sambandsins. Nú við andlát hans og útför senda ungir Framsóknarmenn um land allt fjölskyldu hans hugheilar samúðarkveðjur. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.