Tíminn - 26.07.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.07.1968, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 26. júlí 1968. TIMINN FOR YSTUMÖNNUM BÍLSTJÓRA IKEFLA VÍK SAGT UPP STARFH Ástæðan: Afskipti af kjaramálum sérleyfisbifreiðastjóra EKH-Reykjavík, fimmtudag. Upp hefur risið alvarleg at- vinnudeila í Keflavík milli sér- leyfisnefndar og framkvæmda- stjóra Sérleyfisbifreiða Kefla- víkur annars vegar og Bifrei'ða- stjórafélagsins Keilis hins veg- ar. Málsatvik VQru þau, að um síðustu mánaðamót var tveimur vönum bifreiðarstjórum hjá Sér leyfisbifreiðum Keflavíkur sagt upp starfi án þess að nokkur ástæða væri gefin upp. Nú vill svo til, að annar þessara manna, Skarphéðinn Njálsson, er for- maður Keilis en hinn, Ragnar Sigurðsson, hefur verið í samn- inganefnd félagsins og líta þeir svo á, að ástæðan til uppsagnar innar sé hin virka þátttaka þeirra í stéttarfélagi sínu. Bif- reiðastjórafélagið Keilir hefur mótmælt þessari uppsögn með því að setja yfirvinnubann á Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur og allir starfsmenn fyrirtækisins utan yfirmenn skrifuðu undir mótmælin. Blaðið hafði í dag samband við nokkra málsaðila. Við komum að máli við Skarp héðin Njálsson í dag, þegar hann var á milli ferða hér í Reykjavík og fara svör hans við nokkrum spurningum blaða- manns hér á eftir: „Ég hef verið formaður Bif- reiðastjórafélagsins Keilis frá stofnun þess 14. marz 1966, en Keilir er stéttarfélag þeirra manna, sem aka fólksflutninga- bflum hjá hópferða- og sérleyf ishöfum í Keflavík. Frá stofnun félagsins hefur það átt í harðri kjarabaráttu og hefur það sett á oddinn fyrir utan almenn kjaramál, aukin frí og að unnir matar- og kaffitímar yrðu greiddir í yfirvinnu. Félagið hef ur verið skeleggt í kjarabaráttu sinni og m. a. var Keilir eina stéttarfélagið á Suðurnesjum, sem tók þátt í allsherjarverk- fallinu í vetur og hélt því meira að segja áfram eftir að 18 manna nefndin samdi og náði fram hagstæðari kjörum en stéttarbræður þeirra í Reykja- vík. Sem formaður félagsins hef ég að sjálfsögðu þurft að beita mér töluvert". „Við getum ekki séð annað en að uppsögnin eigi rætur sin- ar að rekja til þess að við Ragn ar höfum unnið að félagsmál- um og átt í deilum við atvinnu- rekanda á þeim vettvangi, en einnig blandast inn í þetta stjórnmála- og þjóðmálaskoðan- ir, þó ekki vilji ég fara út í það atriði nánar. Að okkar dómi er uppsögnin ólögleg sam kvæmt vinnulöggjöfinni eða þeim ákvæðum hennar, sem kveða á um fullt skoðanafrelsi og að enginn atvinnurekandi megi hafa áhrif á félagslegar skoðanir manna eða afskipti. „Af hálfu sérleyfisnefndar, en hún er skipuð af bæjar- stjórn til þess að hafa umsjón með rekstri Sérleyfisbifreiða Keflavíkur, _sem annast fólks- flutninga milli Reykjavíkur og Keflavíkur, hefur ekki fengizt nokkur önnur ástséða uppgefin fyrir uppsögninni en sú, að ver ið væri að stokka upp í fyrir- tækinu. Framkvæmdastjórinn hefur til dæmis látið hafa eftir sér, að sem starfsmenn hefði hann síður en svo eitthvað út á okkur Kjartan að setja“. „Þetta eru hreinar atvinnuof- sóknir og til marks um það barst Bifreiðastjórafélaginu Keili bréf í fyrradag frá fram- kvæmdastjóra Sérleyfisbifreiða Keflavíkur, Ragnari Friðriks- syni, þar sem hótað er mótað- gerðum ef til framkvæmdar kemur yfirvinnubann það, sem félagsmenn höfðu einróma sam þykkt“. Tlminn birtir hér bréfið orð- rétt: Skarphéðinn Njálsson. „Bifreiðastjórafélagið Keilir. Keflavík. Vér höfum í dag móttekið bréf yðar dags. 22. þ. m., þar • sem þér tilkynnið oss þá ákvörð un félagsfundar og trúnaðar- mannaráðs félags yðar að stöðva alla aukavinnu meðlima félags- ins hjá oss frá og með 24. þ. m. Af þessu tilefni viljum vér tjá yður eftirfarandi; Vér lítum á aðgerðir þessar sem algerlega ólögmætar, og ef til þeirra kemur, áskiljum vér oss allan rétt til skaðabóta o. fl. í því sambandi. Sama gild ir, ef til framkvæmda koma hót anir yðar um mótmælavinnu- stöðvun. Virðingarfyllst, f. h. Sérleyfisbifreiðar Keflavíkur, Ragnar Friðriksson". Blaðamaður spurði Skarphéð- in að lokum, hvert þeir félagar og Keilir ætluðu að skjóta máli sínu. „Ýmislegt hefur komið til greina. Félagar okkar á vinnu- stað hafa sýnt okkur stuðning sinn með þvl að skrifa allir und ir mótmælaskjal, sem var býsna harðort og Keilir samþykkti einróma á félagsfundi að setja yfirvinnubann á fyrirtækið. Næsta skref myndi svo verða mótmælavinnustöðvun eins og talað er um í bréfinu, en margir góðir menn hafa reynt að koma því til leiðar að ekki yrði haf- izt handa um slíkar aðgerðir strax, þar eð unnið er að því að „sjattla" málið. Undanfarið Framhaid a bts 15 Baldur Þórðarson Tækifæri til aukinnar líkamsræktar kvenna Steinn Guðmundsson. Tveir nýir íslenzkir milliríkjadómarar fá verkefni í Osló í haust. Alf • Reykjavík. — Stjóni Knatt spyrnusambands íslands hefur til- nefnt tvo nýja miUiríkjadómara. Eru það Baldur Þórðarson og Steinn Guðmundsson, en báðir eru þeir kunnir landsdómarar. Alls voru tilkynntir fjórir milliríkja- dómarar tfl FIFA (Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins) frá íslandi, itbir Hannes Þ. Sigurðsson og Magn ús V. Pétursson, auk Baldurs og Steins. í framhaldi af þessu má geta þess, að ákveðið hcfur verið, að Steinn Guðmundsson muni dæma Evrópubikarleik norska liðsins Lyn og ungverska liðsins Vasas, sem fram fer í Osló í haust. Línuverðir verða þeir Baldur Þórðarson og Guðmundur Guðmundsson. Athygli lækna og annarra líkams fræðinga hefur á síðustu árum I auknum mæli beinzt að mikilvœgi líkamsnæktar fyrir fólk á öllum aldri. Óhóf I mataræði, ófþarft fitu magn og hreyfingarleysi eru atriði er flýta fyrir Ihnignun og hrörnun líkamans. Með þessar staðreyndir I huga var um sl. áramót hafin ný starf- semi á vegum Júdód'eildar Ár- manns. Þar er konum á öllum aldri gefið tækifæri til hollra og hóf- legra líkamsæfinga undir hand- ‘leiðslu sérþjálfaðra leiðbeinenda. í æfingatímum þessum er aðal- áherzlan lögð á alhliða líkamsrækt en ekki á fimleika I venjulegum skilningi. Sérstaklega er ástæða til þess að benda á, að engin nauðsyn er á, að þátttakendur hafi áður notið íþróttaþjálfunar. Þar sem það á við er konunum gefinn kost ur á ráðleggingum varðandi sér- stakt mataræði til þess að losna við óþarfa líkamsþunga. Vegna mjög góðra undirtekta og mikillar aðsóknar að þeim nám- skeiðum sem haldin hafa verið á undanförnum mánuðum, hefur nú verið ákveðið að fjölga námskeið- unum. Hefjast byrjendanámskeið I byrjun næsta mánaðar og verður bæði um síðdegistíma og kvöld- tíma að ræða. Er sérstök ástæða til þess að benda á, að eitt nám- skeiðið er verður þriðjudaga og fimmtudaga kl. 3 sd., er eingöngu ætlað konum um og yfir fimmtugt og konum sem myndu vilja léttast um meira en 4—5 kg. Öll nám- skeiðin fara fram í hinum nýju og mjög vistlegu húsakynnum Júdó- Framhaid á bis 15 KiúöfitmtNN *öRur,c,u!s mcmm* h'öfn NO-RNAHROí i«*& »»>#>*>.< n »»mV: ÖRUGGUR AKSTUR í Höfn gefur út leiðarlýsingu Klúbburinn ÖRUGGUR AKST- UR I Höfn í Hornafirði hiefur gef ið út leiða.rlýsingu um leiðina frá Höfn til Skaftafells I Öræfum og frá Höfn til Egilisstaða. Er þetta smekklegur þrlblöðungur, og í honum er getið helztu staða S leiðunum, og sagt frá I hve mik- illi fjarlægð frá Höfn þeir eru. Framhaio a Dls 15 Athuga um brezka sýn- ingu í Rvík KJ-Reykjavík, fimimtudag. Að undanförnu hefur Torben Friðrikisson forstjéri Innkaupa- stofnunar Reykjavíkur verið á ferðalagi í Bretlandi, þar sem hamn hefur rætt við ýmsa kaup- sýslumenn, og menn sem standa framarlega í verzlunarmálum Bretlands. Meðal þess, sem rætt hefur verið um, er mögulei'ki á að setja upp brezka sýningu I Reykjavík, en brezkar sýningar, eða brezkar vikur, hafa verið I mörgum Evrópuborgum, o-g veru lega sett svip sinn á viðkomandi borgir, t.d. með brezkum strætis- Framhalo á bls 15 Forystumaður sænskra samvinnumanna látinn Carl Albert Anderson, sem lengi var einn af forystumönnum sa.mvinnuhreyfingari.nnar á Norð urlönduim, lézt s.L laugardag. Varð hann bráðkvaddur í fœðing- a,rbæ sinum, Filipstad, þar sem hainn var í sumarfríi. Anderson var 69 ára að aldri. Carl Albert Anderson lét sænsk þjéðmál mjög til sín taka. Hann sat í fjölmörg ár I borgarstjórn StoVkh.álrnÆlwitg-.'' »'.g t USkIrdt-g inum. Hann hefur mörg undanfar i ár verið forseti borgarstjérnar- Stokkhólms. Hann var fram- kvæmdastjéri Konsumförenimigen í Stökkhólmi á árumum 1942 til 1965 og stjórnarformaður sam- bands s-ænsku samvinniufélaganna 1957 til 1965. Andersen var virk- ur þátttakandi í norrænu sam- starfi og kom hann oft til ís- lands og sat fumdi sambands nor rænu samyinufélaganma og átti mai-ía UAvi*>

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.