Tíminn - 26.07.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.07.1968, Blaðsíða 9
Útgefandi: FRAMSÚKNARFLOKKURINN Framikvænidastjóri: Kristján Benedilctsson Ritstjórar: Þórartnn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og tndriði 6. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug lýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrtfstofur I Eddu- húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusimi: 12323 Auglýsingastmi: 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300 Askriftargjald kr. 120.00 á mán Innanlands — ! lausasölu kr. 7.00 etnt. — Prentsmiðjna EIDDA h. f. 1927 Minnisverð ártöl eru eins og merkisteinar við þjóð- veg sögunnar og sýna krossgötur og vegamót, áfanga- skipti og þáttaskil. Merkisártöl íslendingasögunnar minna okkur hvert um sig á mikla sögu. Ártalið 1927 er einn slíkra merkisteina þjóðarsögunnar á þessari öld. Þá var sem þjóðlífið fengi allt í einu nýja tíðni, fram- kvæmdahraðinn jókst skyndilega sem við stökkbreyt- ingu, og þessi einkenni héldust næstu áratugina. Framsóknartflokkurinn var stofnaður 1916, og upp úr því mótaðist flokkaskiptingin í landinu eftir stefnum í innanlandsmálum, þegar sjálfstæðisbaráttan komst í fullveldisáfangann. Stríðið og afleiðingar þess héldu þó öllu í föstum stakki fram yfir 1920, og þar á eftir fór með völdin stjórn, sem var íhaldssöm á gamla vísu og hleypti engu nýju fjöri í þjóðarumsvifin. Samt var á þessum árum lagður grunnur að því, sem síðar varð, og með þjóðinni var að gerast sú viðhorfsbreyting, sem lagði til aflið í þá nýju sókn, sem koma skyldi. Áhrifa. ríkustu verkamenn í þeim víngarði voru foringjar Fram- sóknarflokksins, þeir Jónas Jónsson, Tryggvi Þórhallsson og samherjar þeirra, og foringjar verkalýðssamtakanna, Ólafur Friðriksson, Jón Baldvinsson og samfylkismenn þeirra. Á þessum árum fylkti Framsóknarflokkurinn liði og málefnum til átakanna undir forustu Jónasar, og þá voru rædd við þjóðina þau verkefni, sem hennar biðu í næsta áfanga á vegi fullkomins sjálfstæðis. Með kosningasigrinum 1927 og stjórnarmyndun Fram sóknarflokksins urðu þáttaskilin. Þá hófst framkvæmda- sóknin mikla allt í einu með snöggum hætti, og umbóta- hraðinn jókst svo að líktist byltingu. Þó var ekki létt undir fæti á þeim árum. Þjóðin var bláfátæk, vanbúin að flestu og fékk yfir sig mörg áföll. En áræðið og stór- hugurinn í framkvæmdum átti sér enga hliðstæðu fyrr í íslenzkri sögu. Næsta fimm ára tímabilið var svo stór- brotið miðað við allar aðstæður, að það hefur æ síðan verið eggjandi fordæmi í framfarabaráttu þjóðarinnar. Þessi sókn stóð raunar með litlum hvíldum þrátt fyrir heimskreppu fram undir síðari heimstyrjöld, en þá taka við beyttir tímar með ýmsa aðra áhrifavalda. Hér skulu ekki talin þau stórræði, sem ríkisstjórn Framsóknarflokksins réðst í eftir 1927, en þar er að finna ýmsar þær stofnanir, sem enn eru styrkustu stoðir og menningargjafar íslenzks þjóðríkis. Sterkastur frumkvöðull þessarar sóknar og mestur víkingur í önnum dagsins var sá, sem undirbúið hafði jarðveginn bezt undanfarinn áratug, Jónas Jónasson frá Hriflu, þó að ekki sé réttmætt að þakka honum það allt einum. Þjóðin öll býr enn,* og mun búa um langa framtíð að þessari stökkbreytingu í íslenzkum þjóðmálum, ekki aðeins þeim stórvirkjum, sem unnin voru og nýtur enn, heldur ekki síður þeim umskiptum sem urðu í fram. kvæmdaháttum og viðhorfi til framfara og umbóta. Þjóðin fann í þessum átökum mátt sinn og getu til sjálfstæðs lífs, nýtt áræði og sjálfstraust eftir langa undirokun og kothugsun. Sú nýja djörfung, sem þjóðin öðlaðist í umskiptunum 1927, verður ekki frá henni tekin og hún er eitthvert mikilvægasta veganesti. sem þjóð getur átt, þó að slíku kappi verði að fylgja góð fyrirhyggja og raunsæi. Vafasamt er, að nokkur maður hafi meir eða betur unnið að því á þessari öld að gefa þjóðinni þessa lífs- nauðsynlegu trú á eigin mátt, trú, sem er hornsfeinn sjálfstæðis smáþjóðar. Þess vegna er árið 1927 merkilegur leiðarsteinn. * TIMINN 9 Jónas Jónsson Framhald af bls. 7 námsferill hans erlendis: Askov, Kaupmannahöfn, Berlín, Oxford, London og París. Alls staðar lærði hann þjóðtungurnar og kynnti sér menningarlíf þjóð- anna. Þetta var gagnólíkur mennta ferill því, sem þá gerðist meðal menntamanna og forráðamanna þjóðfélagsins. Starfsferill hans eftir heimkom una verður ekki rakinn í stuttu blaðagrein, en lífsskoðun sína og stefnumið hafði hann með sér að heiman. Frú Guðrún Stefánsdóttir, kona Jónasar, var jafnaldra hans, ferm- ingarsystir og sveitungi. Bæði voru þau bundin órjúfandi bönd- um við sveit sína og sýslu. Guðrún var Jónasi það, sem Auður var Gísla Súrssyni. í öll- um þeim óvægu árásum, sem hann varð fyrir, stóð hún við hlið hans hlý og sterk. Stundum var eitur- örvum óvinanna beint að henni og hún greip þær á lofti. Þetta greinarkorn er ekki nein ævisaga Jónasar Jónssonar, held- ur aðeins kveðja frá Þingeying- um. Hér er heldur ekki rúm til þess að rekja öll hin margvíslegu samskipti Jónasar við sýslunga sína, hvorki baráttu hans fyrir framfaramálum innan héraðs, svo sem stofnun Laugaskóla, eða sig- urvænlegum afskiptum af áhuga- málum Þingeyinga á alþingi og við stjórnarvöld. Þau hjón höfðu opið hús fyrir alla Þingeyinga í Reykjavík. Ef einhver Þingeyingur var i vanda staddur þar syðra, var jafnan bezt að leita hans ráða og var sama, hvort það var flokksmaður eða andstæðingur í stjórnmálum. Nú kveðja hann allir Þingeying ar með hlýjum huga og kærum þökkum íyrir samfylgdina. Jón Sigurðsson, Yztafelli. f I. Þegar Jónas Jónsson frá Hriflu fyrsti skólastjóri Samvinnuskólans er horfinn af sjónarsviðinu, er eðli legt að leiða hugann að starfi hans við skólann, mótun skólastofnunar- innar í höndum hans. Aldrei er að sjálfsögðu hægt að meta einn þátt í starfi manns án viðmiðunar við aðra þætti. Sérstaklega á þetta við um Jónas Jónsson, sem kom svo víða við\sögu og var meðal áhrifaríkustu manna á Islandi á þessari Öld. Forsendur allra starfa og við- horfa Jónasar Jónssonar voru þær, að hann var í senn einlægur og sannur sonur íslands og mikill og góður heimsborgari. Hið fyrra birtist í dáíæti hans á þingeyskri erfð, fylgi hans við ungmennafé- lagsskapinn og stolti hans af því að vera í hópi aidamótamannanna. Hið síðara kom fram í aðdáun hans á erlendum viðhprfum og al- þjóðlegum, raunsæisstefnu alda- mótanna, vísindastefnu Comtes, frjálslyndum og róttækum stjórn- málaviðhorfum og síðast en ekki sízt samvinnustefnunm. Það v'arð hlutskipti Jónasar Jónssonar í lífinu að helga krafta sína tv.eim miklum verkefnum og viðfangsefnum: Stjórnmálum og menntamálum. — Stundum falla störfin í einn farveg. Erfitt er að gréina á milli stjórnmálamannsins og ménntafrömuðarins I annan tíma skilja leiðir og þá gætir ým- ist stjófnmálanna meira eða menntamálanna. Starf Jónasar Jónssonar að menntamálum var blæbrigðaríkt. Jónasar verður lengi minnzt sem dugmikils menntamálaráðherra. Hann var vinsæll og dáður kennari við Kennaraskóla íslands. Hann var kennslubókarhöfundur, sem margar kynslóðir nemenda á fs- landi hafa komizt í kynni við. Jónas gerðist öflugur baráttumað- ur fyrir rýmkun æðri menntunar í landinu, veitti Menntaskólanum á Akureyri rétt til að brautskrá stúdenta og efldi Háskóla íslands á margan máta. Eftirminnilegur verður hlutur Jónasar í byggingu héraðsskóla landsins, þar sem hug- sjón ungmennafélagsskaparins birt ist áþreifanlegast í verki. — En traustast og fastast var Jónas Jóns- son samt bundinn Samvinnuskólan- um, sem honum var falið að stofna og hann stýrði og mótaði hátt á fjórða áratug. II. Samvinnuskólinn var óskabarn Jónasar Jónssonar. Hann átti sjálf- ur hugmyndina að stofnun skólans og markaði stefnu og starf mennta stofnunarinnar frá upphafi. Jónas Jónsson lagði ævinlega á það ríka áherzlu, að hlutverk Sam- vinnuskólans ætti að vera tvíþætt. Annars vegar ætti skólinn að veita nemendum sínum mikla þjálfun og mótun félagslega og menningar- lega, gera þá að hugsandi fólki og vökulu. Hins vegar ætti skólinn að búa nemendur undir margvís- leg viðskiptastörf, sem samvinnu- félögin og samfélagið þyrfti að láta leysa af hendi. Jónas þreyttist aldrei að undirstrika þessar skoð- anir sínar og árétta. Þannig full- yrti Jónas á aðalfundi SÍS árið 1923: „Samvinnuskólinn hefur aldrei verið og getur aldrei orðið verzlunarskóli í líkingu við skóla kaupmanna. Samvinnuskólinn er félagsmálaskóli og ekkert annað, hinn eini hér, sem stefnir að því marki“. — Af því sem nú hefur verið sagt, er ljóst, að Jónas Jóns- son hugðist með Samvinnuskólan- um skapa og móta_ nýja og sér- stæða gerð skóla á íslandi. — Það er sú hugmynd og forsendur henn- ar, sem ég mun gera að meginefni þessarar minningargreinar um Jónas Jónsson. Fátt er þeim, sem starfar við Samvinnuskólann ríkara í huga, þegar hinn svipmikli per- sónuleiki er horfinn Tvö viðhorf Jónasar Jónssonar, sem snerta Samvinnuskólann, ber að geta um í upphafi þeirrar könn- unar á forsögu skólans, sem stefnt er að. Jónas Jónsson hefur marg- sinnis fullyrt, að nemendur Sam- vinnuskólans hafi ekki þangað leit að til að tryggja sér launaða at- vinnu að námi loknu. Þeir komu ekki í skólann að búa sig undir ákveðin störf, heldur til að búa sig undir lífið, gera sjálfa sig að hæfari bjóðfélagsþegnum. — Hitt er sú sannfæring Jónasar, að mæli- kvarðinn á árangur Samvinnuskól- ans í mótun nemenda sinna sé sú skynjun nemendanna að skólinn brautskrái þá ekki frá námi, held- ur innriti þá til náms. Mælikvarði árangursins er áframhaldandi sjálfsnám, sem Samvinnuskólinn á að hafa vakið nemendur sína til. — Þessi viðhorf varpa sérstæðu ljósi yfir forsögu skólans og vísa veg til fjögurra meginþátta, sem hver um sig gæti orðið og mun vafálaust síðar verða að sérstöku rannsóknarefni. Hinir fjórir þættir skýra persónu Jónasar Jónssonar, skoðanir hans á mehntamálum og mótun Samvinnuskólans í höndum hans. Jónas Jónsson kynntist ungur að árum lýðháskólunum í DanmörKu. Hann hefur sjálfur lýst því, hversu heillandi honum þótti sú hugmynd Grundtvigs að skapa skóla, sem grundvallaðist á þeim anda og áhuga, sem einkennt hafði störf og fræðslu í baðstofunum íslenzku. Við störfin var fróðleiksþráin vak- in og í tengslum við störfin lifði hún og glæddist. Störf og menntun voru ekki aðskilin heldur sam- tvinnuð. — Hitt er ljóst, að sá af lýðháskólunum dönsku, sem Jónas kynntist fyrst og fremst, var lýð- háskólinn í Askov, enda dvaldi hann þar og stundaði nám. — Nú er sérstaða Askov lýðháskólans í því fólgin, að hann er nokkurs kon ar framhaldsdeild eða háskóli lýð- háskólanna. Þangað leita nemend- ur, sem áður hafa sótt aðra lýð- háskóla, og öðlast í Askov fram- haldsmenntun eða fá þar tækifæri til áframhaldandi sjálfsnáms. — Þegar þessa er gætt liggur nærri að álykta, að sú hugsun hafi snemma sótt að Jónasi Jónssyni. að ísland þyrfti líka að eignast skóla, sem væri að þessu leyti hliðstæður Askov. Ungt og áhuga- samt fólk ætti að eiga kost á fram haldsmenntun eftir að þrá þess hefði verið vakin í héraðsskólum landsins eða öðrum skólum ís- lenzkum, sem kynnu að starfa á líkum grundvelli og lýðháskóiarn- ir dönsku. Engum treysti Jónas Jónsson betur til að vilja stuðla að stofnun slíks skóla en íslenzk- um samvinnumönnum. Frá Danmörku lá leið Jónasar Jónssonar á undirbúningsárum til Bretlands. Hann gerðist þar nem- andi við skóla brezku verkalýðs- hreyfingarinnar, John Ruskin's College í Oxford. Þar opnaðist Jónasi nýr heimur og hefur lík- 1 lega breytt viðhorfum hans og skoðunum meira en hægt er að gera sér grein fyrir í fljótu bragði. — Aðstæður voru líka að ýmsu leyti óvenjulegar. þegar Jónas Jónsson stundaði nám við skóla brezku verkalýðshreyfingarinnar. Forysta skólans hafði verið falin ungum og róttækum guðfræðingi. Hann var dáður af nemendum sin- um, en skoðanir hans ýmsar þóttu óhæfar í svo virðulegum og grón- um menntabæ sem Oxford var. Því fór svo, að forstöðumaðurinn var hrakinn frá skólanum til að forða því að menntastofnunin yrði bann- færð í borginni. Þessu undu nem- endur illa. Meðal þeirra, sem mót- mæltu brottvikningunni með því að hverfa úr skólanum, var Jónas Jónsson. — En dvölin á John Rusk- ins skólanum og kynni af nemend- um h’ans og kennurum hafði marg- vísleg áhrif á skilning Jónasar Jónssonar á skólamálum og þjóð- félagsmál. Bar margt til þessa og verður um fátt getið. Skólinn bar heiti sérstæðs menningarfrömuðar á Bretlandi. John Ruskin lagði á það áherzlu, að lífið sjálft væri auður mannanna mestur. Hann taldi líka mikilvægt að gera sér grein fyrir þeim sannindum, að sérhver maður væri í starfi sínu og lífi að tjá sig á sama hátt og listamaðurinn tjáir sig í list sinni. Líf hvers manns og starf ætti að Framhald á bls. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.