Tíminn - 26.07.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.07.1968, Blaðsíða 7
I r f, r ,* i i i“r v v f i r, } i* • ,r A >\ « TIMINN Kveðja frá Sambandi ísl. samvinnufélaga Við fráfall Jónasar Jónssonar frá Hriflu, minnast íslenzkir samvinnumenn þess, aS hann var sterkasti málsvari, boSberi og hugsjónaleiStogi samvinnustefn- unnar hér á landi í hálfa öld. Hann gekk ungur í þá sveit, helgaSi samvinnuhug. sjóninni krafta sína og baráttuhug og hóf að rita um samvinnumál með þeim hætti að þjóðarathygli vakti þegar í stað. Síðar stofnaði hann skóla hreyfingarinnar og stýrði honum í áratugi. Þar veitti hann ungum samvinnumönnum veganesti, sem dugði öðru betur í baráttu og starfi. Skólann gerði hann að virtri menntastofnun. Hann var einnig lengi ritstjóri aðalmálgagns samvinnuhreyfingarinnar hér á landi og bar skjöld hennar og sverð í sókn og vörn með óbrotgjarnri reisn. — Hugsjónir hans og ritsnilli urðu hreyfingunni til ómetanlegs brautargengis en eru jafnframt bjartur viti, sem lýsir langt fram á veg. íslenzkir siamvinnumenn kveðja því Jónas Jónsson frá Hriflu, með djúpri virðingu, aðdáun og þakklæti. JAKOB FRÍMANNSSON. FÖSTUDAGUR 26. júlí 1968. undur smávægilegt það, sem um var deilt. En þá braut í blað. Unga kyn- slóðin sá, að of miklu var eytt í togstreituna við Dani, og væri meir um vert að snúa sér að inn- anlandsmálunum. Á þeirri stundu er það, sem þjóðin tekur að skipa sér í flokka um þau, og þá fer hér eins og í nágranna- löndunum. að þjóðin skipar sér í þrjá flokka. Er það athyglisvert, að Jónas Jónsson er ráðhollur í hópi þeirra, sem stofnuðu verka- lýðssamtökin, en sakir aðstöðu og uppeldis er hann einnig megin- burðarásinn í stofnun Framsókn- arflokksins, sem hagur sveitafloks stóð hallari fæti fyrir stóriðju þá, sem komin var til sögu við sjáv- arsíðuna. Segja má, að fáir eða engir hafi orðið slyngari og mik- ilvirkari við að stíga ölduna á þessu tímabili í íslenzkum stjórn- málum en einmitt Jónas Jóns- son og hans samherjar, og gilti þetta þá ekki síður í uppeldis- og menntamálum og þar með töld um fögrum listum, en fáir eru þeir í hópi stjórnmálamanna, sem þar stigu hana jafnfarsællega og Jónas Jónsson. Ég lýk þessum fáu minningar- orðum mínum með þeim ummæl- um, að lengi mun sjá staði ævi- starfs Jónasar Jónssonar í ís- lenzku bjóðlífi, og það svo að bera mun við himin af sjónarhól- um langrar framtíðar Guðbrandur Magnússon. t Jónas Jónsson frá Hriflu er lát- inn. Með honum er horfinn einn stórbrotnasti og sérstæðasti per- sónuleiki meðal íslenzku þjóðar- innar á pessari öld. Á þingmanns- ferli sínum og fárra ára ráð- herratíð, kom hann fleiri nyt- semdarmálum fram, en dæmi eru til hér um einstakan mann á jafnstuttum tíma, Jónas vai alltai á undan sam- tíðarmönnum sínum og því oft misskilinn. Hann, átti t.d. þá tvo eiginleika í mjög ríkum mæli, sem mjög sjaldac fara saman i einni persónu, að vera óvenju víðsýnn nugsjónamaður og frá- bær framkvæmdamaður Þjóðin mun þakka honum því betur, sem lengra líður fram 0- hlutdræg íslands saga ■ síðari tíma, mun telja hann mesta mann þjóðarinnar meðal samtíðar- manna sinna. Jón Sigtryggsson. f Það leikur ekki á tveim tung- um, að saggn mun telja Jónas Jónsson frá Hriflu mann aldarinn- ar. Saga J. J. er eitt óslitið æfin- týri. Hann fæddist í l'ágreistum torfibæ á bakka Skjálfandafljóts á mesta harðindatíma síðustu aldar, þegar við lá, að mörgum sveitum blæddi út vegna fólksflótta til Vesturheims. Jónas brauzt til mennta með lítil fararéfni en mikinn vil'jakraft oig trú á lífið. Hjaltalín, skólastjóri á Akureyri gaf Jónasi þann vitnisburð, að aldrei hefði þyngri fiskur komið á sitt færi. Eftir þriggja ára nám í höfuð menningariöndum Evrópu kom Jónas heim Oig þar með var lífsstarfið hafið. Með skriifum sín- um í Skip.faxa, Timarit kaupfélag- anna og síðar Tímann, réðst hann gegin kyrrstöðu- og afturhaldsöfl- um þjóðfélagsins með brugðnum brandi. I-Iann laiU'St upp herópi líkt og Jósúa við rnúra Jeríkó- borgar og íhaldsvirkni hrundu, nýr tímd var gen.ginn í garð. Með stjórnarmyndun Tryggva Þór- hallssonar og Jónasar Jónssonar 1927 hófst fiinmáratímabilið, sem kallað er. Þá hófst allsherjar sókn á ölilum sviðum þjóðlífsins. Rækt un, endu'rnýjun húsa og vegakerf- ið teygði sig um sveitir landsins. Héraðsskólarnir voru reistir við heitar lindir og höfuðborgin ski.pti um svip. Landspítaii, Þjóð- leikhús og sundihöll voru reist og grunnur lagður að háskólahverfi. Það var líkast því, sem þjóðin hefði vaknað af Þyrnirósarsvefni og verið l'ostin töfrasp'rota á þessu Jónasartímabili frá 1927—1932. Maðurinn, sem stóð fyrir þessúm umbrotum lék á fiðlu, sem gerð var úr penna og bleki. Á þessum árum var tími hi.nna fjölmennu funda. Þá geystust for ingjár flofckanna mdlli héraða um gervallt landið, og var hesturinn viða aðalsamgöngutækið. Á löng- um ferðum á hestum var úthaldi Jónasar Jónssonar við brugðið. Fylgdarmenn hans hafa sagt, að oft hafi hann fengið sér góðan blund á hestbaki milli staða, því að fundir stóðu oft fram á nótt. Á fundi þessa var’ fjölmenní úr heilum héruðum og varð oft að halda þá.undir beru lofti; þvL að hvergd . fannst húsrými fyrir svo mikið fjölmenni. Frægir voru Sveinastaðafundur. Ske'ggjastiaðafundur, Borgarnes- fundur og ekki sízt Hvammstanga fundur, þar sem Ólafur Thors fór úr jakíkanum i Viðureigninni við Jónas Jónsson. Þessir fundir voru einví'gi stjómmálaforingjanna, til aðstoðar þurfti hvorki gamanleik- ara né hljómsveitir. Þá hugsuðu menn um þjóðmálabaráttuna en ekki skrípalæti. Skiptist þá þjóðin í tvær fylkinigar, með Jónasd eða á móti honurn. Búðardalsfundui'inn: Það átti að fara að halda stóran fund í Búðardal, ég var þá unglingur vestur á Skógarströnd. Áhuginn var mikill að komast á fundin.n. Við lögðum af stað fjórir ung'ir menn á bátkríii og rerum inn allan Hvammisfjörð á móti austan strekkingi, en á fundjnn kpmumst við. Fundurinn var í stóru slátur- húsi, þarna var mikið fjölmenni. og stórskolalið frá báðum, en for ingjar þarna voru Jón Þoi'lákis- son og Jónas. Þetta var harður fundur, sem stóð fram á nótt. En er heim skyldi halda var veðrið tekið að versna, stórsjór á firð- inurn, ófært á lítilli bátskel. Varð- skipið Óðinn lá í höfninni, far- kostur d'ó m .s m ál a rá ð'he rr ans. Ég herti upp huigann, gekk á fund Jónasar Jón.ssonqr og bað urrí far fyrir okkur fjórmenningana út fjörðinn. Það var auðsótt og vair okikur skotið á land í Stybkis- hólmi. För okikar þótti hin fræki- legasta, að hafa fa.rið með her- skipi í boði ráðherra, sem þá var talin.n næstum einvaldur í landi.nu. Austurlandaferðin: Eftir að J.J. hóf görígu sína á áttunda tug ævinnar gerði'st hann hdnn rösk- asti ferðamaður, 'heimsótti fornar slóðir víða um álfuna, þar sem hann dvaldi við nám á fyrsta tug aldarinnar. Það var okkur mikil ánægja gömlum nemendum hans, Hailldóri Sigfússyni, Guð- mundi Inga, og undirrituðum, er vdð fen.gum hánn með okkur í ferðalag um Austurlönd nær, _á hinar fornu söguslóðir bibliunnar. Þessi farð varð okkur öllum og ekki sízt Jónasi ógleymanleg. — Ganga 4 spor Páls postula um Damaskus, koma að gröf Saladins, sem barðiist við Ríbharð Ljóns- hjiarta. Standa í garði Pílatusar og ganga þaðan á Golgata, yfir lækinn Kedron í Getsemane til OHufjaillsins. Upphafsmaður Sund haliar Reykjavíkur og sundlauga héraðsskólanna tók nú rösklega sundtökin i Dauðahafinu við ræt- ur Jeríkóborgar. á sjötugasta og níunda aldursári. Tveim árum síðar fór Jónas Jónsson með dóttur sinni til ísrael, þar sem samvinna manna hefur gert grýtta eyðimörk að gróðursælu landi Drengurinn, sem fæddist og ólst upp vi'ð undiriledk Goða.foss á bökkum Skjálfandafiljóts, hefur nú lokið ferð sdnni á meðal okkar. En saga hans geymist og spor hans munu sjást um aliar byggðir íslands. Hjálmtýr Pétursson. f Kveðja frá Þingeyingum. Dáinn! Horfinrt1 Svo varð Jónasi Hallgrímssyni að orði við andlátsfregn. Undrun og spurn er i orðunum. Ennþá grípa okkur lík hughrif Við trú- um því varla, að gamlir vinir og samferðamenn hverfi úr hópi okk ar. Við eigum ekki og þurfum ekki að trúa. Þeir lifa' áfram í verkum sinum og minningum okk- ár. Jónas trá Ilriflu verður aldrei dáinn og horfinn nokkrum ís- lendingi. — Hann fæddist 1. maí 1885, eitthvert harðasta og kald- asta vorið og sumarið á versta harðindatímabili 19. aldar. Það var fært í U'ásögur, að þá var spretta svo lítil, að breiða þurfti poka á reipin, svo að heyið tylldi í bönd- unum. I-Iann var þriðja barn blá- fátækra frumbýlinga í Hriflu, engjalausri hjáleigu frá höfuðból- inu Ljósavatni. Þar var allt lág- reist, ekki einu sinni bæjarþil fram á hlaðið Nú er ' Hriflu eitt stærsta bú sveitarinnar Bjartar stórbygging- ar í víðlendu túni Dlasa við af þjóðvegi. Flest gömlu smábýlin íslenzku hafa iandkosti til að verða að stórbýlum Litli drengurinn sem fæddist i lágreistu Hriflubaðstofunni er í dag borinn til moldar. viðurkennd ur af alþjóð sem virkasti foringi í baráttunni, þegar íslendingar voru að rísa úr öskustó örbirgð- ar og kúgunar til þess að skipa virðingarsess í flokki fremstu menningarþjóða. Við íslendingai erum allir ná- skyldir, svo sem ein ætt eða fjöl- skylda. Þess vegna má vænta af- burðamanna iafnt úr iægstu hreys um sem hæstu ættgörðum. Nánust.u ættingiar Jónasar voru ekki bióökunnir En ekki þarí að fara nema fram til síðari hluta 18. aldar til þess að finna san. eiginlega forfeður hans og ýmissa ágætra skálda og athafnamanna, bæði í öður- og móðurætt. Þar má nefna Fiölnismenn. Brynjólf Pét.ursson og Jónas Hallgrímsson Hannes Hafstein. Davíð Stefáns- son og lóhann Siguriónsson Lögmál erfðanna eru óræð Sér stæðar eigindir frá löngu horfn- um forfeðrum op mæðrum geta sameinazt i einstaklingum, svo ríá- frændur verði ólíkir. Þessar ör- lagadísir erfðanna voru stórgjöf ular við Jónas frá Hriflu. Það er aðall skálda og lista- manna að geta séð hluti og við- burði frá fleiri hliðum og í breyti- legra ljósi og með meira innsæi en aðrir og geta miðlað öðrum af þessurn sýnum sínum. Jónas átti þennan skáldhug og andagift í ríkari mæli en flestir aðrir. Hann orti þó aldrei ljóð, sögur eða leikrit, en margar ritgerðir hans og iafnvel fræðibækur eru þrungnar af skaldlegri andagift. Öllu framar orti hann í fram- kvæmdum. Hann skapaði sögu úr skógum hugmynda sinna og þeirri meginkynngi og myndagnótt, sem í huga hans bjó. Jónas var alinn upp við fátækt á smábýli í harðbýlli sveit á harð- indaárum. Þetta varð honum að dýrmætum arfi. Hann skildi þá, sem urðu að beygja sig undir þungt brauðstrit við annir lífs- bjargar, nótt með degi. Þá vildi hann hefja til meiri tækifæra til menningar og lífsnautnar. Æskuheimilið stóð við þjóðveg á krossgötum pingeyskra byggða og með víðsýni til allra átta Sú kynslóð Þingeyinga, sem kennd er við pjóðhátíðina 1874 var á bezta starfsaidn á æskudögum Jón asar. Vorhuga hennar buguðu eng in harðindi Þeir trúðu á samtaka°- mátt hinna fátæku smáu. Þeir stofnuðu i fyrsta kaupfélagið og brutust undan efnahagslegu oki selstöðunnar Þeir stofnuðu Þjóð- liðið. sem átti að verða landsmála- félag, sem hafði stórfelld áhrif, þó skammvinnt vrði Þeir stofn- uðu Huldufélagíð til að vinna að innanhéraðsmiálum. Flestir þeirra voru of fátækir iii að geta geng- ið í skóla Þeir stofnuðu bóka- félag, lærðu erlend mái og lásu úrval heimsbókmenntanna, mest - þýðingum á Norðurlandamálum. Engar erlendar menningarhreyf- ingar fóru fram hiá þeim. Þeir voru mjög frjálslyndir félags- hyggjumenn á öllum sviðum Jónas Jónsson var trúr læri- sveinn bessara manna og hélt Þess ari barnatrú sinm allt til æviloka. Ævistarf hans var að koma æsku- hugsjónum sínum og þeirra í framkvæmd Jónas fór sínar sérstæðu leið- ir til bess að búa sig undir lífs- starfið. Hann var veturna 1903— 1905 á gagnfræðaskólanum á Ak- ureyri. Þá voru bar aðalkennarar Hjaltalín og Stefán Stefánsson. Hann varð fyrir miklum áhrifum frá báðum. Hiaitalín beindi huga hans að þjóðlegum træðum, en Stefán að íslenzkri náttúrufræði. Síðar ritaði hann kennslubækur á báðum bessum sviðum Haft var eftii Hjaltalín. að Jónas væri sá stsérsti lax. sem komið hefði á hans snæri. Jónas var nú vetur heima og kenndi á Ljósavatni Síðan hófst , Framhald á bls. 9 i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.