Tíminn - 07.08.1968, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.08.1968, Blaðsíða 14
14 TIMINN FjórBi hver íslendingur.. e Framhald af bls. 16 arástahd skapast þótt komið hefðu fimm þúsund mianns í viðíbót. „Þetta er heppilegasta svœði sem ég veit um fyrir sam komur sem þessar", sagði Vil- hjálmur. Vatnið sem þarna er, er mjtög gott neyzluvatn, og jarðvegsbotninn sem er hraun i'ð, er mjög ákjósanlegt. Á laugardeginum fengum við úr hellisrigrvingu, mest allan dag inn, sagði Virhjálmur ,og veg- irnir sem við höfðu lagt um svæðið voru blautir af aur, en bílar „spóluðu" ekki og er það að þakka hinu þutina jarð vegslagi, sem er ofan á hraun inu, og þar undir er jarðvegur inn fastur fyrir. Þa'ð er talið að um fimmtán þúsund manns hafi komið í Húsafell, en það er langt frá því að það sé sú tala tólks sem við seldum að- gang. f því sambandi ber þess að geta, að allir ófermdir ungl ingar í fylgd með foreldrum sínum fengu ókeypis aðgang. Alls munu hafa starfa'ð á sta'ðn um hátt á annað hundrað manns í samibandi við mótið. Vilhjálmur sagði að forráða- mönnunum hefði fundizt að of mi'kið áfengi hefði veri'ð á samkomustaðnum á laugardeg inum - það er of há prósenttala fólks sem var undir áihrifum. Til þess að bæta úr því, er heppilegast, að foreldrar komi í ríkari mæli með unglingun- um, en hópferðir voru hvaða- næfa að, sem unglingar kornu með. Það er margt sem þarf a'ð huga að, sagði Villhjálmur, þeg ar á tveim dögum rís í Húsa- fellsskógi og nágrenni næst stærsti bær á fslandi. Til marks um það, mé geta þess að sorphreinsunarbíll og sorP hreinsunarmenn frá Borgar- nesi störfuðu á staðnum, og sögðu þeir að sorpmagnið hefði veri'ð álíka og mánaðarsorp í Borgarnesi. Allcnikið rusl er enn á svæðinu, en þó er það minna en var í fyrra. Munu unsmennafélacar úr Borgar- firði vinna að hreinsun sam- komusvæðisins nú næstu kvöld. Yfirleitt var umgengni fólks góð, en þó bar nokkuð á slæmri umgengni hjá ungling unum. í tjaldbúðum þeirra. Hinar nýju framkvæmdir sem lagt var í nú fyrir þessa helgi reyndust vel, sagði Vil- hjálmur, danspallurinn við LamMiúsalindina og raflínan, sem lög'ð var um hátíðasvæðið. Greinilegt var að Hlj'ómar úr Keflavík voru stærsta „núm erið" á hiátíðinni, og voru það bæði ungir og gamlir sem söfn uðust saman þar sem þeir léku. Annars voru í Húsafellsskógi úrval landsþekktra skemmti- krafta, sem allir stóðu sig me'ð ágætum og gerðu meira en gert hafði verið rá'ð fyrir. Gunnar Eyjólfsson leikari hljóp í skarð ið við að kynna atriði á mótinu, og leysti það verk vel af hendi. A'ð sögn löggæzrumanna, ge'kk umferðin að og frá sta'ðnum slysalaust og dreifðist hún vel á alla vegi, sem er mjög þýð- ingarmikið. Engin óhöpp sem um er tal andi urðu á mótinu, og það mesta varð, þegar ungur piltur var að æfa sig í þrístökki, en hann snéri sig á ökla. Síðustu gestirnir voru uð fara af staðnum í dag, sagði Vilhjólmur, og staðurinn að færast í samt lag á nýjan leik, en alltaf eru einhverjir dvalar gestir þar efra, bæði i sumar húsunum sem Kristleifur á HúsafelH leigir þarna út, og svo eru alltaf einhverjir í tj61dum. Hvort aftur verður haldin há tíð sem þessi, er undir Æsku- lýðsnefnd og Ungmenna- sambandi Mýrasýslu og Borgarfjarðarsýslu komi'ð, sagði. Vilhjiálmur og mér finnst að áhuginn hér í héra'ðinu sé mikill, að halda myndarlega samkomu, þar sem öllum regl utn sé hlýtt til fullnustu. Að lokum sagðist Vilihjálmur vilja þakka þeim f jölmörgu sem höfðu unnið við sumarhátíðina í Húsafellss'kógi, og ekki sízt hinum fjölmörgu gestum, sem hefðu trúað þeim fyrir að skipuleggja helgina fyrir sig. Bindindismótið í Galtalækj- arskógi um verzlunarmanna helgina sóftu um 5 þúsund manns og fór mótið vel fram að öllu leyti. Forráðamenn mótsins róma mjög framkomu mótsgesta, er virtust skemmta Þórarinn Kr. Eldjárn, hrcppifjóri, Tjörn f Svarfaðardal, lézt sunnudaginn 4. ágúst. JarSarförln fer fram aS Tjörn laugar- daginn 10. ágúst kl. 2. F. h. f jölskyldunnar Hjörtur Eldjárn Þórarinsson. Faðir okkar, Guðjón Þorsteinsson, trésmiðameistari, Hellu, Rangárvöllum, lézt sunnudaginn 4. ágúst s. I. að sjúkrahúsinu Sólvangi Börn hins látna. Hafnarf. Þökkum hjartanlega auðsýnda vináttu og hluttekningu vlð fráfall og jarðarför, Nínu GuSrúnar Gunnlaugsdóttur og Steingríms Björnssonar, sem létust af slysförum hinn 15. iúli s. I. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim, sem þátt tóku í leitinni að hinum látnu. Guð blessi ykkur. Aðstandendur. sér prýðilega Þetta var 9. bindindismótið, en það var, eins og kunnugt er, haldið á vegum Umdæmisstúkunnar nr. 1 og íslenzkra ungtemplara. Mótið var sett á laugardags kvöld af formanni mótsnefnd- ar, Gissuri Pálssyni, en öðrum fyrirhuguðum dagskráratr- iðum var frestað ^egna óhag- stæðs veðurs. Dansað var af miklu fjöri á tveimur stöðum, í gríðarstóru samkomutjaldi og á stórum palli, og lét fólk- ið veðrið ekki hafa áhrif á sig, enda fór það batnandi eftir því sem leið á nóttina. Fjór- ar hljómsveitir léku fyrir dans inum, Roof Tops, Mods og Ma' estro, sem léku fyrir nýju dönsunum, en Stuðla-tríóið fyrir gömlu dönsunum. Á sunnudag hélt mótið á- fram í ágætu veðri. Guðsþjón usta hófst ki 2, séra Björn Jónsson í Keflavík prédikaði. Að guðsþjónustu lokinni hófst dagskrá: Los Aztecas-tríóið frá Mexíkó lék og söng, Sigurjón Pálsson, bóndi að Galtalæk flutti staðarlýsingu, þrjár ung ar stúlkur frá Keflavík sungu við gítarundirleik m.a. Galta- lækjarlióð við hinar beztu und irtektir. Guðmundur Snæland lék á munnhörpu. Síðar var í- þróttakeppni og áttust m.a. við handknattleikslið frá ung- templarafélögunum Hrönn í Reykjavík og Árvakri í Kefla- vík og sigruðu hinir síðar- nefndu. Á sunnudagskvöld hófst kvöldvaka kl. 8 með ræðu Jóns R. Hjálmarssonar, skólastjóra í Skógum, Ketill Larsen og Davíð Oddsson fluttu þrjá skemmtiþætti, Kristín Sig- tryggsdóttir söng þjóðlög. ung temp'.arahljómsveitin Ma' estro úr Kópavogi lék nokkur lög, Karl Hdgason, félagi í Hrönn skemmti með tveimur gamanþáttum og „Skotturnar" fjórar úngar blómarósir frá Keflavík sungu nokkur lög. Að kvöldvökunni lokinni var stig- inn dans af enn meira fjöri en kvöldið áður. Um miðnætti var gert hlé á dansinum ög kveiktur varðeldur á eyrunum fast við YtriRangá og flugeld um skotið. Og söngurinn hljómaði og hughrifin voru sterk við bálið. Mótinu var slitið um nóttina. Frásögn mótsgests, er gömlu dönsunum var slitið pá um nóttina greindi frá áhrifaríku augna- bliki, þegar einn hljómsveit- armanna flutti kveðjur frá hljómsveitinni fyrir frábæra viðkynningu, enda dansað af mikilli ánægju, og bað alla tengjast höndum og syngja ættjarðarlög. Eins og fyrr segir,* sóttu j bindindismótjð um 5 þúsundi manns á öllum aldri. Auk sér-j staks tjaldbúðarsvæðis ung-i menna, var f.iölskyldutjald-' búðasv'æði, ei þar fékk fólk| tækifæri til að hafa bifreiðir j sínar hjá tjöldunum. Margir, | sem nú komu í fyrsta skipti í Galtalækjarskóg, létu orð falla, að þeim bætti staður inn fallegur og einkar heppi- legur til slíks samkomuhalds. Engir lögreglumenn voru í Galtaiæk.iarskógi, en skipu- lögð gæzla fór ailan tímann fram á vegum félaga í bind- indinssamtökuiium. Og þann ig hefur það verið á öllum fyrri D'.ndindin-mótum. Kynnir á bindindismótinu í Galtalækjarskógi var séra Björn Jónsson Vestmannaeyjar. Aðkomufólk var með færra móti á þjóðhátíðinni í Eyjum að þessu sinni. Bar minna á ölvun en oft áður og er það ekki sízt að þakka viðvörun lögreglunnar og þeirra aðila, sáu iim mótið, um að eftirlit yrði haft með óeðlilegum „vín- innflutningi". Gizkað er á, að um 4—5 þús. manns hafi verið á hátíðinni, en hún hófst á föstudag og láuk á sunnudagskvöld. Tvær hljómsveitir léku fyrir dansi, Logar og hljómsveit Ólafs Gauks, sem jafnframt sá um skemmtiatriði ásamt Svavari Gests. Má geta þess, að einn af hljómsveitarmeðlimunum varð fyrir því óhappi að detta niður af sviðinu og handleggs- brotna, en hann lét það ekki á sig fá og spilaði áfram eins og ekkert hefði í skorizt eftir að gert hafðt verið að meiðsl- um hans. Veður var fremur óhagstætt fyrsta daginn, en á laugardag og sunnudag var komið ágætis veður, sól og blíða og undi fólkið sér vel í góða veðrinu. Löggæzlumenn eru sammála um, að mein menningarblær hafi verið yfir þessari þjóð- hátíð en þeim, sem haldnar hafa v/erið á undanförnum ár- um. Bjarkarlundur. Að venju lögðu margir leið sína í Bjarkarlund, og að sögn hótelstjórans þar töldu lög- reglumenn að um 2500 manns hefðu verið á staðnum um helgina. Dansað var þar á palli tvö kvöld, og einnig voru skemmtiatriði á sunnu- daginn. Nokkuð bar á ölvun þarna, en ekki svo að nein vandræði hlytust af Er þetta álíka mannfjöldi og verið hef- ur í Bjarkarlundi um verzlun- armannahelgina undanfarin þrjú ár. Flúði vegna hita úr Ásbyrgi. Mikið var af tjöldum í Ás- byrgi og við Hljóðakletta um helgina. Veður var méð ein- dæmum gott þar, og naut fólk náttúrufegurðarinnar og góða veðursins í ríkum mæli. Mátti sjá bíla úr nær öllum sýslum landsins þarna. Svo mikill hiti var í Ásbyrgi að fólk hrein- lega hélzt þar ekki við, og fór á staði þar sem hitinn var ekki eins mikill. Velheppnuð sumarhátíð í Atla vík. Um helgina héldu Fram- sóknarmenn á Austurlandi sína árlegu sumarhátíð í Atla- vík í Hallormsstaðaskógi, og sóttu hana á þriðja þúsund manns. Skemmtidagskrá var mikil og vönduð, og naut fólk verunnar í Atlavík mjög vel. Veður var mjðg ákjósanlegt, aðeins kom skúr á laugardag- Framhald á bls. 11. HESTAMOT Framhaíd af bls. 7. frægSai- ^-i.inar oví aó á þessum f jórum írum heíur honum^ aldrei tekizt að slá hið gamla íslands- met Glanna fyrr en nú. Síðasta keppnisgreinin er 800 metra brokk, en brokk er tiltölulega ný keppnisgrein. Það er orðið kvöldsett, þegar keppnisgreinunurn er lokið, og mótsgestir fara yfirleit* til t.ialda sinna og fá sér eitthvað í svang- inn. Flestir nota kvöldið til að spretta úr srjon á góðum gæðing um og fegar líða tekur á kvöld- ið má hvarvetna heyra jódyn og gleðihlácra. Það er stór hópur mótsgesta. sem stormar í sam- komuhúsin að Iðavöllum og Egils stöðum, og þar er nú heldur en MIÐVIKUDAGUR 7. ágúst 1968. ekki glatt á hjalla. Hljómsveitir leika dunandi danslög, og ungir og gamlir hestamenn og konur hringsnúast í takt við músíkkina, en yfirleitt snúast samræður manna og kvenna um blessaða hestana. Ungur maður, dálítið slompaður. horfir brosandi á stúlku eina og segir: — Mikið værirðu falleg og yndisleg hryssa, svona viðkvæm, kvik og frá, eins og þú ert. Það er langt liðið á nóttu, þeg- ar kyrrð færist yfir mótssvæðið, og sumir eru ekkert að eyða þess um skemmtilega tíma í svefn. Það er spilað á gítara, sungin ættjarðarlög, „og guðaveigar lífga sálaryl". Margir nota alla nótt- ina til útreiða. Þetta er fögur nótt og biört og lofar. góðu um næsta dag. Dómalýsingar og verðlaunaaf- hendingar hefiast næsta dag kl. 10 árdegis, en síðan er hlé til kl. 14. Koma þá hestamenn áð- ildarfélaganna beggia ríðandi í hóp inn á svæðið, fyrst Héraðs- búar, og þar er að sjálfsögðu fremstur í flokki Pétur á Egils- stöðum. Síðan koma Hornfirðing ar. Hér getur svo sannarlega að líta úrvai gæðinga, þeir eru hver öðrum_ glæstari og gangliprari. Séra Ágúst Sigurðsson prestur í Vallanesi flytur ræðu og síðan flytur Einar G.E. Sæmundsen, for maður Landssambands Hesta- mannafélaga ávarp. Það er 6 vetra góðhestur, Svipur frá Jaðri í Suðursveit, sem hlýtur fyrstu verðlaun sem gæð- ingur. Umsögnin um hann hljóð- ar þannig: Mjög glæsilegur í reið, lundljúfur, fjörrpikill, fiölgengur, en skortir nokkuð þiálfun. Léttir í Stóru-Lág í Hornafirði er nr. 2, en nr. 3 er Blakkur frá Jaðri í Suðursveit. Högni frá Brunnum í Suðursveit hlýtur fyrstu verð- laun klárhesta, en Sörli frá Breiða bólsstað í Suðursveit er nr. 2. Kl. 17 fer' fram síðasti liður- inn á dagskrá mótsins, þ.e. úrslit kappreiðanna. Þar bera aðkomu- hestar yfirleitt hærri hlut. Buska er fyrst í skeiði, en nær þó ekki tilskildum tíma til að hlióta verð- laun, Gula-Gletta úr Reykjavík er fyrst í 300 metra stökki með tímann 22,7, Sprettur frá Tóka- stöðum, S.-Múl, og verðlaunagæð ingurinn Svipur frá Jaðri eru fyrstir í 250 metra folahlaupi á 20.4 sekundum. í 800 metra stökki urðu þrír hestar úr Reykjavík fyrstir. Þytur varð nr. 1, en hafði þó heldur lakari tíma en í undanrás, eða 64.3 og næstir urðu Reykur og Blakkur, með tímana 65 sek. og 65.6 sek. Þytur frá Eiðum var fyrstur^ í 800 metra brokki og setti ís- landsmet. Tími hans var 2.08.0. Tekið er allmjög að hvessa, þegar keppnisgreinum er lokið, og mótsgestir halda heim á leið, léttir í skapi éftir skemmtilega daga. Allir eru sammála um, að; mótið hafi farið hið bezta fram, og enda þótt ekki hafi blásið mjög byrlega fyrir þeim Frey-. faxamönnum, sem stóðu straum af kostnaði við undirbúning móts ins, eru þeir ánægðir með, hversu allt tókst vel til, og ekki síður ánægðir með völlinn sinn, sem reyndist hinn bezti í hvívetna. Á þessum velii verða væntanlega haldin mðrg skemmtileg og vel heppnuð mót í framtíðinni. Ekki er allt fengið við að fá verðlaun eða viðurkenningu fyr- ir hesta sína, og ekki er mér kunnugt um, að töfrahesturinn fagri hafi fengið nokkuð slíkt. Ef til vill nefur hann ekki einu sinni verið á keppnisskrá, og það er heldur ekki víst að hann sé neitt sérstakur að dómi fagmanna. En hann gerir þó bað sem mest er um vert. Hann dreifii huga eig- anda, síns frá hinu hversdagslega amstri óg áhyggjum, veitir hon- um gleði og ánægiu. Fyrir hon- um er hann því töfrahestur. gþe.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.