Tíminn - 07.08.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.08.1968, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið í síma 12323 M <* wmwB 163. tbl. — Miðvikudagur 7. ágúst 1968. — 52. árg. -^________ Auglýsing 1 Tlmanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. Jafnvel á hæstu hnjúka FjórSungur Islendinga fór í útilegu um helgina, og má segja að fólk hafi farið um land allt og jafnvel upp á hæstu hnjúka, eins og myndin sýnir, en hún var tekin er fólk í Skíðaskólanum í Kerlingarfjöllum kleif Snækoll (um 1500 m.) á mánudaginn. Veður var þá hið fegursta þar, og víðsýnt mjög ofan af Snækolli. Nán •ri frétt er um ferðalög á baksiðu. (Tímamynd: Kári) 205 ÞÚSUND KRONUR í VERDLAUN FYRIR ÆSKULÝÐSHEIMILI KJ-Reykjavík, þriðjudag. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur ákveðið að efna til sam keppni um Æskulýðsheimili á lóðinni Tjarnargötu 12, þar sem gamla slökkvistöðin var. Er heitið alls 205 þúsund kr. í verðlaun, og þar af eru fyrstu verðlaun 105 þús. kr. Æskulýðsheimilið á að verða miðstoð æskulýðsstarfseminn ar í borginni og á þar m.a. að vera samkomusalur, tóm- stundaherbergi og önnur að- staða fyrir Æskulýðsráð Reykjavikur. Ákveðið hefur verið að nýbyggingin sem þarna á að rísa verði 3000 rúmmetrar, og þar af verði samkomusalurinn 280 fer- metrar. f verkefnislýsingunni eru á- kvæði um ýmsa hluta þessa heim ilis, auk salarins. Þar er gert ráð fyrir eldlhúsi og mjolkurbar, leik sviði í sal, tómstundafaerfbergjum og fleiru. Rétt til þátttöku í þessari sam- keppni hafa allir félagar í Arki- tektafélagi íslands og íslenzkir námsmenn í byggingalist, sem lok ið hafa fyrriíhlutaprófi við viður- kennda háskóla í þeirri grein. Skilafrestur er til 4. nóv., en, trúnaðarmaður dómnefndar er Ólafur Jensson hjá Byggingaþjón ustu Arkitektafélagsins. Dóm- nefnd skipa pessir menn: >ór Sandholt, arkitekt, fownaður; — Reynir G. Karlsson, framtevaemda- sttjóri Æskulýðsráðs, Styrmir Gunnarsson, lögfr., Jóhaan Eyfells arkitekt, Helgi HjóIm>arsson, arkitekt. HÆTTIR ÖLL FISK- VINNSLA í ÁGÚST? ICÞ-Reykjavík, þriðjudag. irirk Hér á eftir fara tvær fréttatilkynningar, sem Tímanum hafa borizt. Er önnur frá Sam- bandsfiskframleioendum, en hin frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. í báðum þessum fréttatilkynning- um er tekið fram. að síðustu mán- aðamót, júlí—ágúst, hafi verið úr- slitatími í fiskvinnslunni. ic-k-k í tilkynningu Sambands- fiskframleiðenda segir, að sölusam tökin treysti sér ekki til að standa við núverandi uppígreiðsluverð frá og með 1. ágúst 1968, og því blasi við alger stöðvun fiskvinnslu fyrirtækja eftir þann tíma. irk~k í tilkynningu SH, þar sem- skyrt er frá viðræðum við ríkis- stjórnina, segir, að óskað hafi ver- ið eftir því að veitt yrði verð- og sölutrygging á öllum frystum bol- fiskafurðum eftir 31. júlí 1968, og öðrum íáðstöfunum, er tryggðu stöðu hraðfrystihúsanna. 'ýrfrk Kkkert hefur heyrzt um, að vandi fiskvinnslustöðva og hrað- frystihúsa hafi verið leystur á þeim tíma, sem liðinn er frá mán- aðamótum. Það er því auðséð að fisk- vinnslufyrirtækin eru komin i greiðsluþrot. Sambandsfiskfram- leiðendur og Sölumiðstöðin hafa tilkynnt með ákveðnum dagsetn- ingum, svo aðeins munar degi, að þau geti ekki meira og við það situr. Fundur Sambandsfiskfram- leiðenda haldinn á Hótel Sögu, mánudaginn 29. júlí, 1968, vill benda á eftirfarandi: 1. Þrátt fyrir óvenjulega hag- stæða þróun markaðsverða erlend is á árunum 1962—66, reyndist Framhaid á öls 15 SLYSIN VIÐAÐ MÆTAST KJ-Reykjavík, þriðjudag. Alls hlutu fimm manns meiðsli í umferðarslysum núna um verzlunarmanna- helgina, f jórar konur og einn karlmaður. í öll skiptin urðu umferðarslysin með þeim hætti, að bílar voru að mæt- ast. Á sunnudaginn varð harð- ur árekstur við Þverá í Staf- holtstungum, við það að bif- reiðarstjóri vék til vinstri í stað hægri. Þrjár konur slösuðust við áreksturinn. Mun ein hafa handleggs- brotnað, önnur skarst í and- liti og tennur brotnuðu í þeirri þriðju. Um kvöldmatarleytið á sunnudag varð svo harður árekstur á Mývatnsöræfum, á Hámóum svokölluðum, um það bil miðja vegu milli Reykjahlíðar og Grímsstaða á Fjöllum. Þarna rákust saim Framhald a bls. 15. Sambandsfiskframleiðendur á fundi sínum. (Tímamynd: GE).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.