Tíminn - 07.08.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.08.1968, Blaðsíða 8
8 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 7. ágúst 1.968. „Hvaiysem mest var þörf á þér var bezt að vera" þar Þessi vísuorð Stephans G. Steph anssonar komu í huga minn dag- stundina sem ég spöallaði við hjón- in Hólmfríði og Hjiálm Daniels- son frá Winnipeg. Önn þeirra hefur veri'ð mikil, þörfin kallað hart að, verkefnið fyrst og fremst kynning og efling íslenzka menmingararfsins, sem landnemarnir í Vesturheimi elsk uðu og virtu. Hjálmur var að vísu kominn í þá trúnaðarstöðu að vera smali vestur á Snæfellsnesi áður en hann flutti af landinu, ellefu ára gamall. Hólmfríður var aðeins á öðru ári þegar foreldrar hennar fluttu vestur og var bam að aldri þegar faðir hennar andaðist. Hjahnur ólst upp í Grunnavatns- byggð í Manitoba, en eftir að hann lauk háskólaprófi í búfræ'ði, flutt ist hann til Árborg og starfaði sem landbúnaðarráðunautur á veg uni Manitobastjórnar. í fyrri heimsstyrjtöldinni var hann sjélf boðaliði 1 sjúkradeiM Kanadahers, en flutti aftur til Árborg. Þar ðlst Hólmfríðnr upp og þar áttu þau heimili sitt þangað til þau fluttu til Winnipeg árið 1939. Þau eiga einn son, sem var forsto'óri hjá HUdson Bay Mining & Smelt ing Company, en er nú mennta- skólakennari í Winnipeg. — Leiklistin hefur verið mitt kærasta viðfangsefni alla tíð, seg ír frú Hólmfríður. Hefur hún komið víða við á þeim vettvangi. allt frá unglingsárum. í Árborg voru venjulega flutt tvö leikrit á hvertjum vetri af álhugamannahóp- um á vegum safnaðarkvenferag- anna. Félag yngri kvennanna sýnd ensk leikrit, en félag eldri kvennanna sýndi alltaf íslenzkt leikrit. Hólmfríður t6k ekki ein- asta þátt í leiksýningunum, heldur hefur hún skrifað leikrit og stiórnað leiksýningum og hátíða- sýningum við ýmis tilefni. — Ég fór snemma að afla mér tilsagnar í leiktækni og raddþjiálf un segir fru Hólmfríður, — og eft ir að við fluttumst til Winnipeg veitti samlband leikfélaga í Mani to'ba mér styrk til leiklistarnáms við listabáskólann i Banff. Að vísu var ég búin að læra það mikið, bæði af sjálfri mér og öðrum, að í mörgum greinum vissi ég eins mikið og kennararnir. __ Þú hefur verið forseti leik félagasamibands Manitóba. Er það víðtækt samband? — Já, í þvl eru 23 héraðsdeiidir. Allt eru það auðvitað áhugaleikar ar. Við efnum til samkeppni milli deilda og meðan ég var í Árborg, þá unnum vi'ð slíka keppni og var boðið til Ottawa til að taka þátt í ríkissamkeppni. Því mi'ður gátu ékki allir farið, svo ekki varð af þáttttöku, en við ferð uðumst til næstu borga og höfð um mikla ánœgju af þessu starfi. Ég hef víða kennt framsögn og leiklist í Manitoiba. Sem dæmi um hvað við lögðum á okkur skal ég segja þér, að þegar Jóns Sigurðs sonar Ohapter, sem er íslandsdeild in í samtökunum Imperial Order Daugfaters of the Empire, ákva'ð að efna til leikritasamkeppni í tilefni af krýningu Elísaibetar þá skrifaði íslenzk kona í Edin- ararnir höfðu aldrei leikið áðúr, en ég var vön því, ef um nýliða var að ræða, að taka þá heim til mín og æfa þá sérstaklega. Ekki n6g með það, Hjálmur fór með leiktjöldin á vöruíbft á undan okk ur og setti þau upp fyrir hverja sýningu. — Skrifaðir þú ekki textann fyr ir sögulegu sýninguna, sem Jóns Sigurðssonar félagi'ð efndi til, þeg ar verið var að safna fé til að stofna kennarastói í íslenzkum frœðum við ManitobaMskóla? — Jú, það ger'ði ég, sýningin þótti takast vel og urðu af henni ágætar tekjur. Ö^nnur sýning, sem ég útlbö'ó og vakti mikla atlhygli var liður í þriggja daga hátíða höldum í Spanish Fork í Utalh 1955, þegar íslendingar þar minnt ust þess, að hundrað ár voru lið in frá hinu fyrsta landnámi ís- TRÚLOFUNARHRINGAR — afgreiddir samdægurs. Sendum um allt land. HALLDÓR SkólavörSustfg 1 FASTEIGNAVAL URA- OG SKARTGRIPAVERZL KORNELÍUS JÓNSSON SKÓLAVORDUStiG 8 - SiMI: 1856b burg í Norður-Dakota leikrit, sem lýsti lífi íslenzku frumlbýlinganna í Vesturheimi, og vann það sigur í samkeppninni. Þetta var gott leikrit og við sýndum það sjö sinnum. Lék ég aðallhlutverkið og j manns tóku þátt í sýningunmi og stjórna'ði sýningunni. Fjórir leik I áhorfendur voru um tvö þúsund. Sjónvarp, útvarp og blöð gerðu i sér ákafíega títt um mig í því | samlbandi og þótti einkennilegt að sótt skyldi vera kona til Kanada til að sjá um þetta. Auðvitað vann ég þetta, eins og önnur störf min við leiklistina, án þess að taka gjald fyrir, en ég fékk ákaflega fallega gjöf M þeim, sem um hátíðina sáu. — Hefur þú ekki líka lagt stund á söng? — Jú ég hef bæði sungi'ð og stjórnað söng og oft hefur verið yndislega gaman að starfa með skólabornum og öðrum, sem sung- ið hafa íslenzka söngva við ýmis tækifæri. — Ég veit, að okkur endist ekki tími til þess að nefna helminginn af þeim málefnum, sem þið hjón in hafið starfað að í Þj'óðernisfé laginu og fleiri samtökum ís- lendinga Viltu ekki segja mér það, sem þér er minnisstæðast og kærast fi'á þeim störfum? — Ef ég á að tala um minn Skólavörðiistlg 3 a II. næð Söluslm! 22911 SELJENDUB Látið okkur annast sðlu a fast- eignum vðar Aberzla lögð ð góða fyrirgreiðslu Vinsamlep ast hafií samband <rið skrii- stofu vora er bét ætlið aB selja eða fcaupa fastetgntr. s&tn ávallt eru fyrir bendi t miklu árval) hlá okkur JON ARASON. HOL. Sölumaður fasteigna: Torfi Asgeirsson. ¦þátt — og ég held að Hjálmur ætti nú að tala fyrir sig — þá vil ég fyrst taka fram, að Þjóð- ernisfélagið hefur unnið mikið og gott' starf. Af þeim störfum, sem mér eru minnisstæðust er kvöldskólinn, sem Þjóðræknisfé- lagið og The Icelandic Canadian Clulb, stofnuðu saman, en þá var ég f orseti Icel. Can. Club. Sá skóli starfa'ði í 4 ár. Ýmsir ágætir menn fluttu fyrirlestra og svc var kennd íslenzka. Um 70 manns sóttu íslenzkukennsluna, en iniklu fleiri komu til þess að hlusta á fyrirlestrana. Margir höfðu spurn ir af þessum fyrirlestrum og sendu mér tilmæli um a'ð iáta prenta þá. Við Skúli Johnson pró- fessar unnum saman að útgáfu þeirra serní fjölluðu um sögu og bókmenntir íslendinga. EJr bókin löngu uppseld og sendi- HólmfríSur og Hjáimur Danielsson. lenzku Morniónanna. Sú sýning kostaði mikla vinnu og ég varð að rannsaka margt áður en ég taldi mér fært að semtja texta og velja ljóð og tónlist. Um hundrað hringinn og gerir líf ykkar sjálfra fjöllbreyttara. — Þu munt hafa gert annað og meira til þess að kynna íslenzk miálefni en að aka leiktjöldum fyr ir leikflokka konu þinna, Hjálmur. Hvað er þér hugleiknast af því, sem þú hefur fengizt við á þeim vettvangi? — Það er stofnun og útgáfa tímaritsins The Icelandic Canadi an, segir Hjiálmur. Þegar Icel. Can. Club var stofnaður 11988, þá var það gert til þess að efla samband ið við þá, sem ekki gátu lesi'ð og talað íslenzku, en vildu þó við halda menningartengslunum. Menn fundu fljótlega, að æskilegt var að hafa málgagn og þegar ég kom í stjórn klúiblbsins 1941, lagði ég til að fenginn væri dálkur í íslenzku dagblöðunum, Lögibergi og Heimskringlu, til a'ð flytóa efni á ensku. Það reyndist ófuHnægj andi, svo rá'ðist var í útgáfu tíma ritsins 1942. Ekki var fjarhagur inn beisinn, enda ekki verið að hugsa um laun fyrir starfið. En ég var að heiman alla virka daga vegna atvinnu minnar, svo ég vann allar helgar við timaritið og í 26 ár hefur öll afgreiðsla þess farið fram á heimili okkar. Þegar ég komst á eftirlaun varð hæg- ara um vi'k fyrir mig að snúast í þessu. Nú er ég nýbúinn að segja þessu starfi af mér. Mig langar til þess a'ð segja þér eina sögu í sambandi við ritið. Milljónamœr. ingur af þýzkum ættum kom einu sinni til fslands og varð hrifinn af landi og þjóð. Stulka, sem hann var ástfanginn áf, neitaði að gift ast honum fyrr en ^hann hafði lofa'ð að verja auðiæfum sínum til menningar- og mannúðarstarfa. Þau hjónin hittu á ferðalagi ís- lenzkœttaða Bandaríkjastii'Iku og hún sendi honum árs áskrift að The Icelandic Canadian. Hann gerði sér lítið fyrir og keypti rit- ið handa fimm kanadískum og fimm bandariskum . háskólum. Þetta gerðist fyrir fjórtán árum, en fyrir fimm árum bætti hann við níu háskólum í Vestur-Evr- ópu. Áður en hann andaðist 1966, greiddi hann riti'ð fyrirfram handa þessum nitján háskólum í allmörg ár. Háskólinn í Kiel hefur alltaf keypt ritið og pólskur háskóli fær ráð íslands í Wasihington keypti i Það í skiptum fyrir annað rit. 400 eintök til þess að senda út um j Ellefu aðrir háskólar eru kaup heiminn. Engin kennslubók í ís- lenzku var fyrir hendi, svo ég samdi og fjölritaði verkefnin í íslenzku: Einnig þau fóru víða, þvi margir báðu um þau, sumir vest- an af Kyrrahafsströnd. Ég fékk endur ritsins og mörg 'bókasöfn, svo að þarna er vettvangur til þess a'ð kynna íslenzka menningu og bókmenntir á stö'ðum, sem gagn er að fyrir þjóðina og þetta lang ar mig til þess að þeir viti, sem mörg bréf útaf bókinni og einna j vilja koma á framfæri fræðslu um vænst þykir mér um bréf frá Columibia i Suður-Ameríku, og fylgdi þvi ritdómur um bokina á spænsku. Ég var ritstjóri The Icelandic Canadian tímaritsins í sjö ár og þá vann ég mikið að því að rannsaka og koma á fram- færi heimildum um íslenzku frum byggjanna i Kanada. Það starf var mér ákaflega hjarfcfólgið. Já, ég hef oft talað um íslenzk mál- efni í útvarp og flutt erindi á ótal stöðum, auk þess, sem ég hef skrifað. Ég hef alltaf viljað vinna í þeim anda, að nauðsynlegt væri fyrir okkur að kynnast upp runa okkar til þess að þekkja sjálf okkur. Vi'ð verðum að þekkja fortíðina til þess að' skilja hvað í okkur sjélíum býr. Ég hef stundum sagt við ungt folk. sem ég hef rætt við um íslenzka menn ingu: Þið gerið það ekki fyrir fs- iendinga. heldur fyrir ykkur sjalf að kynnast. sögunni og bókmennt unum. Það víkkar sjondeildar- sem íslenzkt er. Okkur larigar bæ'ði til þess að biðja Tímann a'ð skila kæru þafck læti okkar til Þjóðræknisfélagsins, Húnvetninga- og Snæfellingafélags ins, sem hafa sýnt okkur þann óverðsfculdaða heiður og ástúð, að bjóða okkur að koma heim. Þá fáum við ekki fullþakkað gest- risni þeirra hjónanna Kristínar Sölvadóttur og Garðars Þórhalls- sonar, sem við höfum búið hjá í heilan mánuð. Og öllum íslend ingum viljum við þakka fyrir elsfcu legar viðtökuT, sem við eigum eng in orð yfir. Ég segi þetta efcki af því, að allir segja það, — bætir frú Hólm fríður við. — Þetta er bara satt. — Ég þakka hjónunum ánœgju- lega samverustund og óska þeim góðrar ferðaí, er þau hverfa aftur til anna sinna í þágu íslenzkrar arfleiðar í Vesturheiini. Sigríður Thorlacius.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.