Tíminn - 07.08.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.08.1968, Blaðsíða 7
MTOVIKUDAGUR 7. ágúst 1968. TÍMINN Frá f jórðungsmóti hestamanna að Iðavöllum á ,Stíuðu á bak töf rahesti mínum' — Viltu ekki koma á bak hest- inum mínum? Sjáðu, hvað hann er fallegur, þetta er nefnilega töfrahestur. Andlitið, sem við mér brosir, er dæmigert andlit íslenzks sveitamanns, þrútið, veð- urbarið, og rist rúnum erfiðrar lífsreynslu. Hendurnar, sem halda í tauma töfrahestsins, eru sigg- grónar og hafa greinilega á ýmsu tekið um dagana. En ásýnd mannsins Ijómar af gleði, gleði yfir lífinu, yíir töfrahestinum, sem gæðir það svo miklum un- aði á þessu kyrra sumarkvöldi á Iðavöllum. Þessi maður á marga sína líka hér á þessum stað. Austfirzkir bændur, sem eiga við gifurlega erfiðleika að etja um þessar mundir vegna erfiðs árferðis, eru hér hópum saman, og áhyggjurn- ar virðast þeim horfnar eins og dögg fyrir sólu. Þeir eiga allir sína töfrahesta og þeirra vegna eru þeir komnir hingað á þennan stað. En það eru ekki aðeins bænd- ur og búalið að austan, sem komn ir eru til þessa fjórðungamóts hestamanna. Hér er alls konar fólk, ungt og gamalt, innisetufólk, grátt og guggið, stafkarlar, smá- krakkar og unglingar, og þarna er einnig talsverður fjöldi af ut- ansveitaríólki, sem komið hefur langar vegalengdir, ýmist ríðandi, fljúgandi eða akandi, allir í sama fiigangi, að sjá úrval austfirzkra hesta á Iðavöllum við Grímsá. Á undanförnum árum hefur ver ið mjög mikil gróska í hesta- mennsku á Héraði, og er þar gott úrval gæðinga. Lífið og sálin í Freyfaxa, hestamannafélagi Hér- aðsbúa, er hinn kunni hestamað- ur, Pétur Jónsson á Egilsstöðum. Hinn ódrepandi áhugi hans hef- ur hriiið fjölmargan manninn þarna eystra, ekki sízt unga fólk- ið, og hestamennirnir hafa nú lyft stóru Grettistaki mteð gerð nýs kappreiðavallar að Iðavöll- um. Hingað til hafa þeir þurft að notast við lítinn völl, þýfðan og óhentugan á flesta lund, en á Iðavöllum eru eggsléttar grund- ir og áhorfendastæði prýðileg frá náttúrunnar hendi. Eigi að síð- ur hefur þurft að gera ýmsar lag- færingar á svæðinu, og hefur það að sjálfsögðu kostað drjúgan skilding. Auk Freyfaxa stendur hestamannafélagið Hornfirðingur að fjórðungsmótinu. Vígsla vallarins fer fram með mjög skemmtilegum hætti. Þrjár ungar konur ríða inn á hann í söðlum að hætti formæðra sinna og virðulega klæddar í svart og sítt. Þær fara enga þeysireið, því að hvorki þær né reiðskjótarnir eru þessum útbúnaði vön, en þær bera sig vel, þrátt fyrir litla æf- ingu, og þessi vígsluathöfn vek- ur mikla hrifningu mótsgesta. Pétur Jónsson, formaður Frey- faxa,! flytiuv.'SÍðan- vígslu- og sýn- ingarávarp og mælist honum vel svo sem vænta mátti. Þá hefst j sýning kynbótahrossa, og er dóm- um lýst, en dómnefnd hefur átt Kolbrún Kristjánsdóttir á Svip, bezta gæðingnum Gula-GIetta geisist í mark. mjög annríkt við að gera upp á milli gæðinga og kynbótahrossa. Það eru Glói frá Ketilsstöðum á- samt fjórum afkvæmum sínum, Gamla-Blesa frá Urriðavatni í Fellum og afkvæmi hennar, og Svala, fjögurra vetra hryssa frá Brunnum í Suðursveit, sem mesta náð hljóta fyrir augum dómenda. Veðrið er skínandi gott, og á- horfendur láta fara vel um sig í brekkunum ofan við völlinn. Stemningin er létt og skemmti- leg, eins og á iiestamannamótum yfirleitt, og milli þess sem fólk hlustar á dóma og lætur í ljósi álit sitt á þeim ráðgerir það út- reiðartúra um kvöldið. og ýmsir gefa það í skyn, að þeir lumi á fleygum til kvöldsins. Fólk er stöðugt að drífa að til að horfa á það atriði mótsins. sem mesta eftirvæntingu vekur, kappreiðarnar. Eftir sýningu kyn bótahrossa og gæðinga fara fram undanrásir kappreiða og milliriðl ár, en úrslitakeppni er ekki fyrr en síðnri mótsdaginn. Fyrsta keppnisgreinin er skeið, og þar er keppt í þremur riðlum. Það blæs ekki byrlega í fyrstu, því að enginn vekringur í fyrsta riðli getur runnið skeiðið, allir þeirra stökkva upp. í næsta riðli eru þrír hestar, og tveir þeirra kom- ast klakklaust í mark, og í þriðja riðli er það aðeins einn. Buska úr Reykjavík hefur langbeztan tíma, enda er það ekki neinn venjulegur knapi, sem situr hana, heldur ninn frábæri hestamaður Sigurður Ólafsson, er stundum er kallaður galdramaður, hvað hesta snertir. Því næst er keppt í 300 metra stökki og 250 metra folahlaupi, en það er fyrst í 800 metra stökki, að eitthvað ber til tíð- inda. Þytur úr Reykjavík setur nýtt íslandsmet með því að renna sprettinn á 63.4 sekúndum. Það skemmtilega við þetta er, að Þytur hóf einmitt feril sinn sem kappreiðahestur á fjórðungs- móti eystra fyrir fjórum árum, og sigraði þá í 800 metra stökki. Eftir hestamannamótið að Skógar hólum nú í sumar ákvað eigandi hans, Sveinn K. Sveinsson, að láta hann hætta kappreiðum, en varð við þrábeiðni Austfirðinga um að láta hann keppa á Iðavöllum, og Ijúka ferli sínum, þar sem hann hefði byrjað. Segja má því með sanni, að Þytur hætti á hátindi Framhald á bls 14 Hópreið hestamanna inn á mótssvaeSið. Pétur Jónsson fremstur í flokki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.