Tíminn - 18.08.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.08.1968, Blaðsíða 1
Gerizt áskrif endur að Túnanum. Hringið í sima 12323 & <* fmnm 173. tbl. — Sunnudagur 18. ágúst 1968. — 52. árg. Auglýsing 1 Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. ÖnAZT UM 6 SPÁNVERJA Á VATNAJÖKLI ¦' KJ-Reykjavík. laugardag. Óttazt er oú um Spánverj- ana sex, sem lögðu á Vatnajök ul 6. ágúst :, 1. og ekki hefur heyrzt til síðan 11. ágúst, er lciðangurinn var á leið frá Grímsvötnum og til Kverk- fjalla. Þetta getm verið allt með relldu, en ekki þarf að skakka neina nokkrum gráðum á áttavita, ;vo Spánverjarnir hafi villzt austur á Brúarjökul, sem er nær ótær yfirferðar. Leiðangur á vegum Slysa- varnafélagsins er lagður af stað frá Egilsstöði'm. og er ferðinni heitið inn i Kverkfjöll. Þá er björgunaræfing á vegum Slysavarnafélagsins á Fjallabaks leið, og eru Slysavarnafélags- menn reiðubarJr að fara í leit inn á jökul. riöfðu þeir reynd ar gert ráðstafanir til að bregða skjótt við til hjálpar Spán- verjunum ef á þyrfti að halda, þar sem Spánverjarnir höfðu óskað eftir að félagið tylgdist með íerðum peirra. Slysavarna félagið á tvo rélsleða og verða þeir að öllum líkindum séndir inn í Jökulheima, þar sem farið verður til leitar á iökul. Árangurslaust hefur verið , Framnald á bls 14. Eisenhower Fékk enn hjartaáfall NTB-Washington, laugardag. Dwight D. Eisenhower fékk enn hjartaslag í gærkvöidi á Walter Reed hersjúkrahúsinu í Washington, en þahgað var hann fluttur 6. ágúst s.l. eftir alvarlegt hjartaáfall. Eisen- hower var í dag sagður á bata vegi. Síðan 1955 hefur Eisen- hower, sem nú er 77 ára gam- all, fengið hjartaslag fimm sinnum, og í þremur tilfellum var um alvarleg og lífshættu- leg áföll að ræða. Hinn aldni hershöfðingi hefur staðið af sér allar árásir sláttumannsins með ljáinn, enda eru læknar hans við Walter Reed sjúkra- húsið frábærir. Frá því Eisenhower yfirgaf Hvíta húsið árið 1961, eftir 8 Framhaltl ð Dls 15 Landbúnaðarsýningunni í Laugardal lýkur í kvðld Um kl. 13.30 i dag kom fimm- tíu-þúsundasti íesturinn á Land- búnaðarsýninguna. og fékk hann að gjöf dýrindis gæruskinnskápu frá Iðnðaradeild SÍS. Sú heppna var Jóhanna Sóley Hermannsdótt- ir, Hverfisgötu 102 í Reykjavík, en hún kom ásamt móður sinni, Guðbjörgu Björnsdóttur, og tveim ur börnum — Guðbjörgu 3ja ára og Birni 5 ára. Eiginmaður henn- ar, Erlingur Einarsson, bókbindari. komst ekki með peim á sýninguna. A myndinni sézt Jóhanna taka við kápunni úr hendi Agnars Guðna- sonar, en hjá fctanda börnin og Hjalti Zóphonías&on, blaðafulltrúi sýningarinnar. -Tímamynd-GE). KJ-Reykjavfk, laugardag. * í dag er síSasti dagur Land-S búnaðarsýningarinnar '68 f Laug; ardal, og upp úr hádeginu kom fimmtíu þúsundasti gesturinn á sýninguna. Var það Jóhanna Sóley' Ilerniannsdóttir, Hverfisgötu 102. sem fékk aS verðlaunum pels, eins og pelsarnir sem sýndjr. hafa verið f sýningardeild Iðn-, aðardeildar SÍS. , f gærkvöldi begar sýningunni,|[ var lokið, höfðu 48 þúsund manns' komið á sýninguea, og það virð-' ist því ætla að rætast að sextíu þúsur.d manns komi á sýningunar og vel það, eftir þeirri aðsókn sem veriö hefur í morgun. Strax' klukkan hálf ellefu, eða hálftíma eftir að sýninglnn var opnuð, voru 811 bflastæSi kringum' Laugardalsihöllina orðin full. For,' ráðamenn sýndngarinnar hafa lát-" ið það út ganga að sýningin verði ekki framlengd, en það er nokkr- um erfiðleikum bundið, m.a.; vegna dýranna sem eru til sýnis. f gærkvöldi var héraðsvaka, Dalamanna, en í kvöld, laugardags kvöld, verður héraðsvaka Eyfirð^ inga. Á morgun, sunnudag, verður; sýningin svo opnuð klukkan tfu' eins og venjulega. Klukkan elléfu verður fræðsla við sýningareiti Framhald 6 bls 14 Tvö dráttarvélaslys í vikunni — annað banaslys: FANNST LÁTINN EFTIR UM 17 TÍEVBA UNDIR DRÁTTARVÉLINNI KJ-Reykjavík, laugardag. Á fimmtudaginn lézt bóndi í Suður-Þingeyjarsýslu í dráttar- vélaslysi, og fannst hann ekki fyrr en eftir sautján tima. Á miðviku- daginn varð dráttarvélaslys við bæinn Hrafnabjörg í Arnarfirði, en fjórtán ára piltur sem var á vélinni, hentist af vélinni áður en hún féll þrjár mannhæðir, og mun það hafa bjargað lífi hans. Bóndinn sem lézt á fimmtudag- inn, hét Garðar Jónsson og bjó á Vaði í Reykjadalshreppi í S- Þingeyjarsýslu. Garðar var jafn- framt mjólkurbílstjóri, en bíll hans hafði bilað ,og var á verk- stæði. Síðari hluta fimmitudagsins fór Garðar heitinn með vara- mjólkurbílnum áleiðis heim á lejð og fór úr bílnum við afleggjarann heim að Vaði. Þar hafði hann dráttarvél sína geymda, og ætlaði að aka á henni heim að Vaði. Þegar hann hefur verið kominn um fjögur hundruð metra frá þjóðveginum, hefur dráttarvélin af einhverjum ástæðum farið út af veginum, og Garðar orðið und ir henni. Dráttarvélin var hvorki með öryggisgrind eða öryggishúsi og taldi héraðslæknirinn að hann hefði látizt samstundis. Heimilisfólkið á Vaði hafði ekki búizt við Garðari heim fyrr en um nóttina, og var því ekki farið að óttazt um hann fyrr en eftir að búið var að loka síma, svo hægt væri að spyrjast fyrir um ferðir hans. Strax og sími var opnaður um morguninn var spurzt fyrir um ferðir hans, og fannst hann látinn skömmu síðar, undir dráttarvélinni. Garðar heitinn var 64 ára að aldri og lætur eftir sig konu og uppkomin börn. Annað dráttarvélaslys varð á miðvikudaginn. að bænum Hrafna björgum í Arnarfirði. Fjórtán ára drengur úr Hafnarfirði, var að vinna með dráttarvél i hvarfi frá bænum, þegar dráttarvélin af einhverjum ástæðum hentist fram af klettum um þrjár mannhæðir. Framhald a bls 15. Gránar ífjöll KJ-ReyKjaviK laugardag Síðustu tvar ii«ítur hefur gránað * fjöl: 'vrn norðan. en snjórtan hefui viðasr hvai tekið upp a dagint, Hefui þvi m-io heldur kulaa.'egt norðanátt « inni lynr norðan oessa dagana Veðui stof an pá'ð i áf ramhald andi norðanáit nyrðra. og rign ingu. 'VIi't þvi ouasi viS aS í nótt i.ijói ¦ ¦ iöll priSju uóltina í röS HevskapartiS hefur ekki 'eriS -iiðustu daga nyrSra vegna úrkomunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.