Tíminn - 18.08.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.08.1968, Blaðsíða 8
8 TÍMINN SUNNUDAGUR 18. ágúst 1968. Fyrsta þing SUF NæsU laugardag hefst að Laugarvakii þing Sambands ungra íramsóknarmanna. Þing þetta hefur vakið aukna athygli vegna þess, að stjórn S.U.F. hefur ákveðið að halda það fyr- ir opnum tjöldum. Það stendur opið fréttamönnum útvarps og blaða og öðrum. sem vilja fylgj ast með störfum þess. Þegar er Ijóst, að margir munu not- færa sér það í sambandi við þetta þing verður þess minnst, að 30 ár eru liðin síðan Samband ungra Framsóknarmanna var stofn- að. Stofnfundurinn var háður að Laugarvatni 11.—14. júní 1935 og sóttu hann 104 full- trúar úr ölium héruðum lands- ins. Áður hafði ekki verið hald- ið fjölmennara ping æskufólks í landinu, Sérstök nefnd, sem Félag ungna Fx-amsóknarmanna í Reykjavík hafði kosið, vann að undirbúningi þess og var formáður hennar Guðmundur V. Hjálmarsson, sem nú er kaup- félagsstjóri að Skriðulandi. Nefndin leysti starf sitt mjög vel af hendi, cnda bar þátttak- an og þinghaldið greinilega vott um það, en óhætt er að segja að það einkenndist af miklum áhuga og fór fram með glæsi- brag. Að þmginu 'oknu voru gefin út ítarieg þingt.íðindi, þar sem birt voru ávörp þau, sem flutt voru þar af þáv. forustumönn- um flokksins Fróðlegt er að lesa þessar ræður nú, því að þær geía glöggt til kynna þann anda, st-m þá var ríkjandi. Ár- ferði var þá stórum erfiðara en nú og efnahagslegir erfið- leikar því mikiu meiri. En það ríkti samt síður en svo uppgjaf- arhugur hjá Framsóknarmönn- uim. „Að gera þjóðina frjálsa, sterka og samheldna“ Jónas Jónsson, sem þá var formaður flokksins, gat ekki set ið þingið, en .-.endi því kveðju. Henni lauk með þessum orðum: „Ungir Framsóknarmenn! Notið þetta fvrsta flokksþing ykkar íil að festa heit í málum lands og pjóðar Vitið að á ykk- ur hvilir miki' ábyrgð Við ykkur eru tejndar miklar von- Ir. Gangið fram með djörfung og festu í þvi mikla verki, sem bíður íriendinga, að gera þjóð ina frjálsa, sterka og sam- heldna. Munið, að hin fyrsta sókn hefur verið hafin og henn- ar sjást glögg merki um allt land. Ykkar sókn á að verða enn meiri Verkefni ykkar og átök stærri. Gangið hugheilir til staría Þá mun gifta fylgja hverju ykkar fótmáli um mörg ókomin ár.“ „Landnemar skapa sér sjálfir starf“ Eystemn Jónsson, sem þá var fjármálaráðherra.. flutti ítar- lega ræðu um efnahagsmálin og stjórnmálabaráttuna. Hann tagði megi^áherzlu á eflingu framleiðslunnar og sem víðtæk asta þátttöku allra landsmanna í henni. Hann sagði m. a.: „Verulegt landnám og ný- sköpun getur ekki átt sér stað, nema æska lundsins sé reiðu- búinn að leggja að sér nokk- urt erfiði og skapa sér þannig starf þeirrar tegundar, sem þjóðarheildin þarfnast mest. Island hefði aidrei byggzt, ef landnámsmennirnir hefðu ekki sjálfir skapað sér starf.. . Við Framsóknarmenn höld- um þvi ekki fram, að við eig um neinn töfrasprota, og að allt, sem aflaga fer, geti lagast af hans völdum, án fyrirhafnar. Við hóldum aftur á móti hinu fram, að meginúrræði þau, sem við bendum á, séu duglegum mönnum samboðin og hafi verið reynd undir erfiðum kringum- stæðum með góðum árangri. Við viljum að veitt sé aðstoð til þess að dugandi fólk geti bjarg- ast af dugnaði sínum, en ekki gæla við þann nugsunarhátt, að rétt sé að heimta allt af öðrum en ekkert af sjálfum sér. Þetta getum við sagt hiklaust, án þess að vera með nokkrum rétti tortryggðir um það að misnota þeessar röksemdir á sama hátt og ýhaldsflokkar hafa þrásinnis gert, af þvi að meginstefna Framsóknarflokks ins hefur verið og er við það miðuð, að vernda þá sem þannig vilja starfa, fra því að tapa arð inum af vinnu sinni til þeirra, sem ekki vilja aðhyllast þessa meginreglu.“ „Lífshamingjan er fólgin í baráttu og starfi“ Hermann Jónasson, sem þá var forsætisráðherra, hélt er- indi sem hann nefndi: Lífsham- ingjan er fólgm í baráttu og sfcarfi. Hann sagði m. a.: „Hið dásamlega við lífið er það, að hagur og gæfa einstakl- inganna og þjóðfélagsins fara saman. Þróttmikill og ábyrgur einstakliugur, >em heyir lífsbar áttuna með elju og karl- mennskn, er nollur þegn i sínu þjóðfélagi. Og nann er jafn- framt hoEur siálíum sér. þvi gæfuna er hvergi gð finna nema í vinnu og baráttu Sá. sem htífur allt til alls og þarf ekkert fyrir því að hafa, verður ekki hamingjusamur. Lífsham ingjan er í pví fólgin að erfiða og sigrast á erfiðleikunum og jafnvel bíða annað slagið ósig- ur; því meiri og hreinni verður gleðin yfir sigrinum; sólskins- dagar cru okkur jleðistundir vegna þess, að við höfum ekki alltaf sólskin, oj birta sumars- ins vegna þess að við höfum dimman vetur. Þannig er lífs- lamingjan Skúrir og skin verða að skiptast á — það er einnig fullvíst, að það nær enginn langt fram né öðlast karlmennsku og þor nema sá, oem leggur mikið á sig, mætir miklum erfiðleik um og jafnvel hættum og heir harða baráttu til að yfirstíga þær .. Það er eitt af stærstu hlut- verkum okkar flokks að kenna mönum þessi lífssannindi og að þeir staðfesti þau í lífi sínu og starci.“ Hin andlegu verðmæti Skúli Guðmundsson, sem þá var atvinnumálaráðherra, flutti ræðu, er hann nefndi: Atvinnu- hættir og andleg verðmæti. Hann ræddi um aukna samvinnu og hlutaskipti f atvinnurekstrin um, en sagði síðan: „Það er ekki nóg að hugsa eingöngu um hið verklega. Mað urinn Ijfir ekki á pví einu sam- an. Andlegu verðmætin þarf einnig að varðveita og Mynna að þeim. því að ef þaa væru ekki, þá væri engin von um framfarir í atvinnuháttum eða á verk- lega sviðinu. Hvernig væri umhorfs í okkar þióðfélagi, ef við hefðurn aldrei átt skáld, enga sögu, ef ekkert ljóð væri til, engin staka. ekkert íslenzkt sönglag, ekkert íslenzkt mál- verk, enginn íslenzkur mynd- höggvari. Ef eickert af þessu væri til, væri þjóðin ekki til. Þá væru íslendingai ekki stjórn arfarslega sjálfstæð þjóð. Það hafa <Kðið miklar og stórstígar framfarir i verklej- um efnum á ísiandi á síðu-tu tímum, pví verður ekki neitað. bótt þar sé miKÍð ónumið. En brátt frrir be.-sar miklu fram- farir á því sviði þá stöndum við ekki jafníætis öðrum þjóð- um í þvi efni. Það er á öðru sviði, sem íslendigar hafa kom ist til jafns við menn annarra þjóða: Vor myndasöfn þau gnæfa í hugariieimi, svo hátt sem andi býst í jarðnesk orð, og hirðmál er vor tunga í goðageymi, þar greppar sækja eld við konungsborð.,1 segir Eiuar Benediktsson. Það eru þessi myndasöfn í hugarheimi, sem þarf að geyma og auka við.“ Tvíþætt verkefni Skúli Guðmundsson lauk ræðu sinni með þessum orð- um: „Ungir Framsóknarmenn! Ykkar bíða mikil verkefni, það má í höfuðatrlðum skipta þeim í tvennt. Annað er að koma atvinnumálum þjóðarinn- ar í heilbrigðara horf, svo að allir, sem hafa starfsþrek, fái að taka þátt í gagnlegum störf um og fái réttilega goldið, erf- iði sitt, ekki sem þrælar ein- hverra konunja, heldur sem eig in húsbændur í frjálsum félags- skap, par sem „fótur fæti, hendi hönd hjálpar við og styður.“ Enginn, sem hefur starfsþrek, ætti að þurfa að lifa á annarra kostnað. En það er trú okkar Framsóknarmanna, að þetta verði ekki gert með byltingu, með því að rífa niður allt, sem nú er, og umturna öllu í von um, að þá risi upp einhver paradís, fyrirhafnarlaust, þar sem allir geti lifað í alsælu. Við trúum þvi að þetta verði gert með þrot/ausu starfi, en ekki með ærslum og gauragangi. Og pað verður bezt gert með því að nlynna að öllu því gagn lega, sem nú er til oe með þvi að fy’Ja í skörðin. sem á hverium úma myndast í garðinn, með pvi að finna þá 4 galla. sem eru á okk- ar atvinnuháttum og bæta úr þeim. En þetti er aðe ns ann- ar þátturinn i pvi mikla starfi, sem biður okkar Hitt er að varðveHd andins eld varðveita þá glóð, sem hefur haldið þjóð inni liíandi í gegnum aldirnar, pá glóð, sem við getum fengið ylinn frá um alla framtíð í „marga kalda daga.“ Hættulegasti óvinurinn í þinglokin hélt hinn fyrsti formaður Sambands uingra Fram sóknarmanna, Þórarinn Þórar- insson, ræðu um hlutverk ungra Framsóknarmanna, sem ætti öðru fremur að vera fólgið í því að efla samvinnu með þjóðinni. Hann sagði m. a.: „írski stjórnmálamaðurinn de Valera, hefur nýlega sagt,' að’ írar ættu ekki nema einn hættu legan óvin, sundurlyndið. En sá óvinur jætí líka verið hættu legri sjálfstæði þjóðarinnar en allir aðrir til samans. Þeir sem fylgjast með harðn- andi átökum milli stéttanna hér á landi, munu hiklaust fella svipaðaa dóm um íslenzkt þjóð líf um þessar mundir. Af hverju. stafar sundurlynd- ið? Það á rætur sínar í því, að menn kunna ekki að vinna sani an. Þeir meta eigin hag svo mikils, að þeir geta ekki tekið réttlátt tillit til annarra og af því rísa deilurnar ... Við þurfum að kenna einstakl- ingunum að vinna saman á rétt an hátt, kenna peim að taka heilbrigt tillit til hagsmuna og rétinda annarra, kenna þeim að skipta afrakstri starfsins og, náttúrugæðanna réttlátlega á milli sín. Slíkur skilningur og sú samheldni, sem hann hlýtur .• að skapa, er hin eina örugga vörn þjóðarsjálfstæðisins gejn aðsteðjandi hættum . . . Þetta markmið, aukin samvinna og samheldni, hefur jafnan verið aðalmarkmið FramsóknarflokkB ins. Hann hefur barist fyrir auk- inni samvinnu á öllum sviðum þjóðlífsins. Þótt slíks hafi oft. áður verið þörf, getum við samt verið þess fullviss að aldrei hef ur þess verið meiri þörf að vinna gegn mndurlyndinu og boða xiamvinnuna en einmitt nú.“ Samstarf ungra Framsóknarmanna Ræðu sinni lauk Þórarinn. með þessum orðum: „En il þess, að við getum haft fullan rétt til að flytja þjóð-. inni þennan boðskap, verðum við að geta sýnt, að okkar eig- ið sam-.tarf sé til fyrirmyndar. . . . Þsð kemur áreiðanleiga engum ekkar tú hugar að halda því fram, að ekki geti komið fram mnan vébanda okkar mismunandi skoðanir og sjónarmið í ýmsum málum. Við óskum ekki heidur eftir sITee. Við álitum slíkt. þvert á mót: æskilegt og nauðsynlegt til þess að máiin íái sem vandleg- asta og itarlegasta athugun Slik ur ágreiningur á ekki að verða til þess að fæ,-a okkur í sundur heldur il þess að við leitum að því bezta. Við “igum að læra af meðferð slíkra mála að taka sanngjarnt tillit hver til annars. leita að því sem getur verið 'betra hiá öðrum en okkur sjálf um, og viðurkenna það rétta, þótt i bvj felist stundum sú játninj, að okkur hafi skjátl Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.