Tíminn - 22.08.1968, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 22. ágúst 1968.
TIMINN
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Fram.kvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fuiltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug-
lýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur 1 Eddu.
húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastrseti 7 Af-
greiðslusími: 12323. Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300. Áskriftargjald kr. 120.00 á mán innanlands — f
iausasölu kr. 7.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h. f.
Harmleikur í
Tékkóslóvakíu
Um langt skeið hefur ekki gerzt atburður, sem hefur
vakið eins mikla andúð og óhug og innrás herja Sovét-
ríkjanna, Póllands, Austur-Þýzkalands, Ungverjalands og
Búlgaríu, í Tékkóslóvakíu í fyrrinótt. Innrásin sýnir tak-
markalausa lítilsvirðingu ríkisstjórna þessara þjóða á
sjálfstæði og sjálfákvörðunarrétti annarra þjóða. Fyrst
og fremst sýnir hún þó þessa afstöðu stjórnar Sovét-
ríkjanna, því að vitanlega er það hún, sem markar hér
stefnuna. Stefna Sovétríkjanna hefur bersýnilega ekki
breytzt síðan Stalín braut niður lýðræðið í Tékkóslóvakíu
1948, og Krustjoff braut niður frelsishreyfingu Ungverja
1956. Sjálfstæði hinna minni þjóða er einskisvirt og
fótumtroðið, þegar ímyndaðir hagsmunir Sovétríkjanna
og kommúnismans eru annars vegar.
Það bætir ekki hlut innrásarmannanna, að það er
óttinn við frelsið, sem hefur knúið þá til að fremja þetta
óhæfuverk. Tékkóslóvakía var á leið til aukins frelsis.
Forráðamenn innrásarherjanna óttuðust, að þetta gæti
leitt til þess, að kommúnistar misstu völdin og Tékkó-
slóvakía gengi úr Varsjárbandalaginu. Þeir óttuðust jafn-
framt, að áhrifin af auknu frelsi í Tékkóslóvakíu kynni
að berast til annarra kommúnistaríkja í Austur-Evrópu
og ýta undir kröfur um aukið frelsi þar. Þess vegna yrði
að kæfa frelsishreyfingu Tékka strax í fæðingunni.
Og enn níðingslegri verður verknaður innrásar-
mannanna, þegar þess er gætt, að þeir voru nýlega búnir
að gera hátíðlega samninga við Tékka og efna þá svo á
þann veg, að þeir láti innrásarher ráðast á þá óviðbúna
að næturlagi.
Frelsisunnandi menn um allan heim brestur nógu
sterk orð til að fordæma innrás og frelsisrán ofbeldis-
mannanna. Þeir votta tékknesku þjóðinni dýpstu sarrjúð.
Samúðin ein veitir að sönnu ekki mikla hjálp að sinni.
En nógu einlæg og sífelld fordæming á ofbeldisverkum,
getur haft sín áhrif. Sterkt almenningsálit í heiminum
hefur oft reynzt undirokuðum þjóðum góð liðveizla.
Svo getur einnig reynzt hér.
Það er líka víst, að þótt afturhalds- og ofbeldismenn-
irnir fagni sigri um stund, bíður ósigurinn þeirra að
lokum. Sú frelsishreyfing, sem hefur verið að eflast í
Tékkóslóvakíu, á ekki aðeins góðan jarðveg þar, heldur
í allri Austur-Evrópu. Hún verður ekki kæfð niður með
hervaldi og vígvélum, nema um stundarsakir. Stjórnar-
farið á eftir að breytast í Austur-Evrópu, þótt afturhalds-
mennirnir þar geti stöðvað það með ofbeldi nokkra hríð.
En meðan hernaðarsinnuð afturhalds- og ofbeldis-
öfl drottna í Austur-Evrópu, verða lýðræðisþjóðirnar í
Vestur-Evrópu að gæta áfram varðstöðu sinnar. Þannig
verður að koma í veg fyrir, að fleiri ríki hljóti þar örlög
Tékkóslóvakíu. Slíkt er óhjákvæmilegt meðan það ástand
hefur ekki skapazt, að beiting hervalds sé útilokað í
skiptum þjóða þar.
En að því verður að stefna. Fyrsta sporið í þá átt
er að reyna að knýja það fram með öllum tiltækum
ráðum, að innrásarherirnir haldi frá Tékkóslóvakíu og
tékkneska þjóðin fái sjálf að ráða málum sínum. Að því
þurfa öll frelsis- og friðaröfl í heiminum að vinna.
)9
ERLENT YFIRLIT
Verður Breshneff nýr Stalín
vegna óttans við frelsið?
Nýr hættutími krefst aukinnar samheldni vestrænna þjóða.
/
EINS og áð'ur hefur verið
getið hér í erlenda yfirlitinu,
dvaldi ég nokkra daga í Pól-
landi dagana áðux en komm-
únistaleiðtogar Sovétríkjanua
og Tékkóslóvakiíu héldu fund
sinn í Cierna Ég reyndi þar
að kynna mér viðhorf pólskra
ráðamanna til Tékkóslóvakíu,
m.a. hvað þeir héldu um árang
ur hins væntanlega fundar. Ég
fékk nokkuð mismunandi svör,
eins^ og kom fram í erlenda
yfirlitinu 3. þ.m. Heildaráhrif-
in af Póllandsför minni dró ég
saman í þessvm orðum:
„Hin stutta dvöl mín í Pól-
landi styrkti mig í þeirri trú,
að framundan kynni að vera
tími óróa og spennu í alþjóða-
málum, ekki sízt f málum Ev-
rópu, þar sem einna rólegast
hefur verið um skeið. Vestur-
þýzku kosningarnar sem fara
fram á næsta ári, geta orðið
örlagarikar. Og austan tjalds
vili fólkið ekki síður breyting-
ar en vestan tjalds, ný viðlhorf
og ný andlit. Óneitanlega hafa
seinustu árin verið þar mikil
framfaraár, ekki síður en vest-
antjialds. En menn vilja meira
og annað, ekki sízt unga kyn-
sióðin. Ef kommúnistaleiðtog-
ar Austur-Evrópu skilja þetta
ekki, eða átta sig ekki nógu
fljótt á því, getur verið að
vænta ýmissa tíðinda þaðan.
Vegna þessara ástæðna getur
fraipwindan í Tékkóslóvakiu
orðið hin lærdómsríkasta".
f ERLENDA yfiriitinu sem
birtist næsta dag (4. þ.m.),
fjallaði ég um þann orðróm,
að leiðtogar Siovétríkjanna
væru ósammála um afstöðuna
til Tékkóslóvakíu (Eru leiðtog
ar Rússa ósammála um afstöð
una til Tékkóslóvalkíu?). Eftir
að hafa rætt nokkuð um þetta,
fórust mér orð á þessa léið:
„Vissulega væri það ekki ó-
eðlilegt, þótt ágreiningur hefðl
verið um það innan yfirstjórn-
ar rússneska kommúnistafloikks
ins, hvernig snúizt, yrði við
breytingunum í Tékkóslóvakíu.
Óneitanlega sikapa þær ýmsa
áhættu fyrir Sovétríkin.' Það
væri því ekki nema mannlegt,
að sitt hafi sýnzt hverjum,
hvernig brugðizt yrði við þeim.
Að sumu leyti væri það góðs
viti. Það sýndi að ekki rikti
lengur einn vilji í æðstu stjórn
Sovétríkjanna lík; og í tíð
Stalins. En jafnhliða skapaði
það meiri óvissu um framtíðar-
stefnuna, þar sem ósýnt værl
hvaða öfl gætu orðið ofan á
að lokum.“
AF ÞVÍ, sem greint er hér
að framan fannst mér það
nokkuð ljóst, að óvissu- og
hættutímar gætu verið fram-
undan, og því þyrfti bæði að
vera á verði og íeitast kapp-
samlega við að reyna að draga
úr spennunni. Það ber að við-
urkenna, að Vesturveldin
reyndu að gera sitthvað til að
draga úr spennunni í sambandi
Breshneff
við Tékkóslóvakíu. Þau aflýstu
heræfingum við landamæri
Tékkóslóvakiu, aflýstu fyrir-
huguðum fundum vestur-þýzka
þingsins í Vestur-Beriín o.s.frv.
Þau forðuðust að gera nokkuð.
það, sem var líklegt til að auka
spennuna mieðan hinar öriaga-
riku viðræður leiðtoga Tékka
og Rússa fóru fram.
En þetta dugði ekki. Þær
tilslakanir, sem forustumenn
tékkneskra kommúnista hafa
vafalaust fallizt á í viðræðun-
um í Cierna og Bratislava,
hafa ekki dugað heldur. Hið
versta, sem menn vonuðu í
lengstu lög. að ekki myndi ger-
ast, hefur gerzt.. Hin ofstækis-
fullu afturha.asöfl í stjórn
rússneska koimmúnistaflokks-
ins, sem ótiuðust aukið frelsi
Tékka og töldu ofbeldisleiðina
eina tiltæka. hafa orðið ofan
á. Breshnt-ff og fylgismenn
hans hafa tekið völdin.
Svar þeirva við kröf-
unum um meira frjálsræði, er
ekki að koma hægt og hægt
til roóts við þær, heldur að
berja alla slíka viðleitni niður
með ofbeldi. Hin níðingsléga
innrás í TékKóslóvakíu, opinber
ar þá ömuriegu staðreynd, að
það eru be.'.-n öfl í stjórn
rússneska kommúnistaflokks-
ins, sem drottna Austur-
Bvrópu í dag. Leiðtogar Pól-
lands, Ungverjalands, Búlgaríu
og Austur-Þýzkalands verða að
fylgja með nauðugir viljugir.
GÖMUL og ný reynsla hefur
sýnt það, að ekkert er eins
hættulegt og þegar afturhalds
sinnaðir ofstækismenn fara að
stjórnast af ótta, jafnt út á við
og inn á við Slíkui ótti þjáir
nú bersýnilega þá menn. sem
mestu ráða í Kreml. Út á við
óttast þeir Þjóðverja. Saga
seinustu heimstyrjaldar er enn
svo lifandi. að sá ótti er skiljan
legur. Óttinn inn á við er
þó enn hættuiegri, en það er
óttinn við eigin þjóð, að hún
heimti meira frelsi en skipu-
lag kommún.-snians fái staðizt
Það var slíkur ótti, sem gerði
Stalín brjálaðan á sinni tíð.
og var orsök allra hinna miklu
„hreinsana“ i valdatíð hans.
Það var slíkur ótti, sem stjórn
aði Hitler, þegar hann var að
útrýma andstæðingunum. í
lengstu lög verður að vona, að
þessi ótti leiði núv. valdamenn
Sovétríkjanna ekki eins Iangt.
En innrásin í Tékkóslóvakíu
sýnir, að þeir eru komnir
hættulega langt út á þessa
braut. en tilefri hennar er öðru
fremur sá óai, að aukið frelsi
þar myndi auka frelsiskröfurn
ar í Sovétríkjunum.
ÞÓTT menn vilji af beztu
getu reyna að finna ráðamönn
um Rúss-a málsbætur er það
ekki hægt. Eftir fundi tékk-
nesku og rússnesku valdhaf-
anna í Cierna og Bratislava,
gerðu menn sér- vonir um, að
sæmilegar sættir hefðu náðst.
Vafalaust hafa ráðamienn
Tékka líka treyst þessu. En
forráðamenn Rússa halda þetta
samkomulag á þann veg, að
þeir ráðast óvænt á Tékkósló-
vakíu að næturiagi og hernema
landið. Framikoma þeirra er
því eins niðingsleg og hugsast
getur.
Tékkneska þjóðin stendur nú
í sömu sporum og í marz 1939.
Þá rauf Hitler MunehenHsamn-
inginn og hernam það, sem þá
var eftir af Tékikóslóvakíu.
Bréshneff hefur farið í þessi
fótspor Hitlers næstum eins ná
kvæmlega og verið gat. Hann
rýfur Bratislava-samninginn og
hertekur Tékkósilávakíu. Nem-
ur hann staðar á þeirri braut
eða heldur hann áfram i slóð
Hitlers? Það er aldrei hægt
að segja fyrir, hvert einræðið
leiðir, en aldrei er það þó
hættulegra en þegar einræðis-
herrann er bensýnilega ekki
aðeins hræddur við aðrar þjóð
ir, heldur mest við eigin þjóð.
Allir frjálsir menn í heim-
inum fordæma innrásina í
Télkkóslóvakiu og það níðings-
lega ofbeldi, sem lítil og frels
isunnandi þjóð er beitt. En
fordæmingin ein nægir ekki.
Það er bersýnilegt, að hættu
tímar geta verið framundan,
og því verða þjóðir Vestur-
Evrópu að halda vel vöku
sinni. En þær verða jafn-
framt að halda kapp-
samlega áfram að vinna
fyrir friðinn. Með því styrkja
þær þau öfi í Austur-Evrópu,
sem æskja friðar og frelsis.
Ofbeldisöflin þar geta um
skeið lokað leiðinni til bættrar
sambúðar, en þeim tekst það
ekki til lengdar, ef vestrænu
þjóðirnar sýna i senn sam-
heldni og samningavilja. Það er
vænlegasta leiðin til að stuðla
að þvi að Ték'kóslóvakía
heimti frelsi sitt á ný. Þ.Þ.