Tíminn - 22.08.1968, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.08.1968, Blaðsíða 12
12 TÍMINN FIMMTUDAGUR 22. ágúst 1968. m m INNRASINITEKKOSLOVAKIU Formenn stjórnmálaflokkanna fordæma árásina á Tékka Formenn stjórnmálaflokk- anna hafa komið fram í dag, Ólafur Jóhannesson og tjáð sig um innrásina í Tékkóslóvakíu. Hér á eftir fara ummæli þeirra. Hlýtur að vekja viðbjóð lýðræðissinnaðra manna Ólafur Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins sagði: „Þessi óvæntu tíðindi vekja ógn og skelfingu Menn höfðu vænzt þess að mesta hættan væri liðin hjá. Árás á þessa friðsömu þjóð, sem var að breyta stjórnar- háttum sínum i lýðræðisátt og vildi skipa málum sínum á þann hátt sem hún ta'di sér henta, hlýt ur að vekja viðbjóð allra lýðræðis sinnaðra manna og þeir hljóta að fordæma hana. Hún er eins og hnefahögg í andlit þeirra manna, sem trúðu því. að farið væri að birta til og smám saman myndi takast að draga úr spennunni milli austurs og vesturs. Það er ómögu legt að segja, hvern dilk þessir við burðir munu dr?ga á eftir sér, en augljóst er, að rfleiðingarnar geta orðið mjög alrarlegar og víðtæk ar. Um það verður ekki sagit á þessu stigi hvcr þróunin verður. Hér hefur einræðisríki lyft grím unni og sýnt sitt rétta andlit. Það ætti að vera ýmsum lærdómsríkt. AUir góðgjarnir menn hljóta að votta tékknesku þjóðinni samúð. Það sem mest ríður nú á er, að skapa svo sterkt almenningsálit í heiminum gegn þessu atferli, að innrá»arríkið verði nauðbeygt að slaka til. Bjarni Benediktsson forsætisráð herra sagði m. a.: Ástæðulaust er að tjölyrða um hversu þessir atburðir eru ömur legir. Fyrst og xremst bitna þeir auðvitað á hinni tékknesku þjóð, og allir góðir menn hvar sem er í heiminum hafa hina dýpstu samúð með öriógum hennar. Sum ir leggja áherziu á að þarna sé verið að hindru framkvæmd sósí alismans og allir eigi að hafa rétt til að framkvæma sósíalisma á þann hátt sem hverjum og einum þykir bezt við e:ga. í dag sýnast menn aftur vera staddir á sama ttað eins og þegar Tékkóslóvakía var svipt frelsi 1948, eða þegar innrásin var gerð í Ungverjaland 1956. Við skulum vona að afleiðirgarnar fyrir sam- komulag í heimirum í heild verði ekki jafn ömurlegar, en svona horfir málið við í dag, að það ‘er stígið stórt skref, eða réttara sagt mörg skref aftur á bak, margra ára vinr.a að því að eyða tortryggni og natri sýnist nú hafa verið unnin fyrir gýg. Lúðvík Jósefsson sagði: Ég undrast stórlega þessar frétt ir og lýsi bæði andúð minni og andstyggð á því sem þama hefur gerzt, það er hertöku Tékkóslóv- akíu af herliði Varsjárbandalags- ins. Mín skoðun er sú, að ljóslega hafi komið fram í fréttum að undanförnu, að tékkneska þjóðin standi heilshugar að baki forystu manna sinna í ríkisstjórn og komm únistaflokki landsins. Ég tel að ekkert ríki háfi leyfi til að blanda sér í næanríkismál þessa lands, né annarra sjálfstæðra landa og að forystumenn í Tékkóslóvak- íu hafi ótvíræðan rétt til að vinna að framkvæmd sósíalisma í land inu á þann hátt sem þeir telja réttastan og mest í samræmi við þarfir og óskir þjóðarinnar. Emil Jónssoo kvaðst vera bæði undrandi og hr>'ggur yfir því sem gerzt hefði í Tékkóslóvakíu. / OÓ-Reykjavík, miðvikudag. ★ Frjálsir menn um allan lieim hafa í dag fordæmt hina svívirði- legu innrás sovéthersins í Tékkó- slóvakíu, og frekleg afskipti all- flestra Varsjárbandalagsríkjanna af innanrikismálum Tékka og frelsissviptingu þjóðarinnar. Blöð og útvarpsstöðvar hafa flutt frétt- . ir af atburðunum og fólk er bæði undrandi og óttaslegið vegna þess nakta ofbeldis sem mesta herveldi heims sýnir vinveittri smáþjóð, sem ekki megnar að verja hend- ur sínar, og óskar þess eins að sjálfsákvörðunarréttur um innan- ríkismál sín séu virt. ★ En ofstæki og þrællyndi eiga sér engin landamæri. Jafnvel á jíslandi eigi kúgarar og þjóðar- morðingjar sína formælendur og má ekki hlandkollan hallast svo Tekur þátt í jarðfræðiþingi í Tékkóslóvakíu O-Reykjavík, miðvikudag. Alþjóðaþing 'arðfræðinga stóð yfir í Tékkóslóvakíu þegar landið var hernumið. Hófst þingið fyrir nokkrum dögum og er haldið i borgunum Prag og Bratislava. Sóttu það milli j500 og 2000 jarð fræðingar frá flestum löndum heims. Frá íslandi sótti einn jarð fræðingur, Jens Tómasson, þingið, en hann er enn í Tékkóslóvakíu eftir því sem bezt er vitað, enda var þingstörfum ekki lokið þegar innrásin var gerð A þingi þessu munu rússneskir og bandarískir jarðfræðingar vera fjölmennastir, eða nukkur hundr uð frá hvoru iandi. en alþjóða þing jarðfræðinga eru haldin fjórða hvert ár Jens Tómasson, jarðfræðingur, er starfsmaður Orkustofnunarinnar. að út úr fljóti, og að þessi ömur- lega manngerð fari á stúfana til að verja ofbeldið og mótmæla að frá því sé sagt, enda er sann- leiksást þessa fólks í réttu hlut- falli^ við þrællyndi þess. í dag og kvöld hefur varla linnt símahringingum í frétta- stofu og dagskrárdeild útvarpsins vegna frásagna af athurðunum í Tékkóslóvakíu í nótt og í dag. Telja þeir sem hringja að hlut- leysis útvarpsins sé ekki gætt sem skyldi og að ekki séu notuð viður kvæmileg lýsingarorð um tiltæki hinna dýrðlegu Sovétríkja sem fórna hluta af herafla sínum til að frelsa Tékka undan oki lög- lega kjörinna leiðtoga sinna. Eft- ir fréttaflutning í hádegisútvarpi og á eftir sjö-fréttunum flutti Har- aldur Ólafsson, dagskrárstjóri, fréttaskýringar og ræddi um á- standið í Tékkóslóvaldu. Þykja slíkar fréttaskýringar sjálfsagðar og nauðsynlegar í útvarpsstöðvum um allan heim. Þessar fréttaskýr- ingar útvarpsins virðast aðallega hafa snert viðkvæma strengi í brjóstum aðdáenda ofbeldisins. Strax eftir fréttirnar í hádegis- útvarpinu byrjuðu símahringing- arnar og reiðir menn og konur helltu úr skálutn reiði sinnar vegna „hIutleysisbrots“ útvarpsins og kröfðust afsökunarbeiðni fyrir hönd Sovétmanna og leppa þeirra. Þegar á daginn leið linnti látun- um nokkuð, en eftir fréttaskýring ar, sem fluttar voru á eftir sjö- fréttunum, hófst djöfulgangurinn í símum stofnunarinnar aftur og enn var mótmælt þeim gróflegu móðgunum, sem fréttaskýrandinn átti að hafa sýnt innrásarherjum Sovétríkjanna og leiðtogum kommúnistaflokka þeirra landa sem að innrásinni standa. ★ Fæst af því fólki sem þóttist eiga erindi við fréttaskýrandann og starfsmenn fréttastofunnar við hafði þá sjálfsögðu kurteisi að segja til nafns, heldur belgdi sig út af vandlætingu og reiði. ■k Ekki er ótítt að fólk kvarti yfir „hlutleysisbrotum“ útvarpsins og sýnist þá sitt hverjum, og þykja þessi brot sjaldnast alvar- leg, nema sneitt sé að skoðunum þeirra sem helzt kvarta yfir þess um vanköntum stofnunarinnar í flutningi frétta og frásagna. Má nefna að fyrrgreindur fréttaskýr- andi sá eitt sinn um vikulegan þátt í útvarpinu, sem nefndist Víð sjá, ásamt Jóni heitnum Magnús- syni, fréttastjóra. í þeim þætt! var oft vikið að alþjóðamálum á einarðan og skorinorðan hátt og var ekki ósjaldan rætt um Vietnamstríðið og fóru þeir sem um þáttinn sáu ekki í neinar graf götur um skoðanir sínar á því máli, og létu útvarpshlustendur , Framhald á bls. 14 Karel Jordan og Cyrll Kaspar í tékkneska sendiráðinu I gær. (Ttmamynd Gunnar) Rætt við tvo meðlimi Kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu: Hug fólksins verður ekki OÓ-Reykjavík, miðvikudag. Við erum þrumulostnir yfir þeim atburðum sem eru að gerast í heimalandi okkar, undrandi en umfram allt hármi slegnir. Leiðtogar Kommún- istaflokks Sovétríkjanna hafa gengið á bak orða sinna og svikið nýgerða samninga við löglega stjórn lands okkar og níðst á tékknesku þjóðinni, sem sténdur einhuga með leiðtog um sinum og þráir ekkert heit ara en frelsi og lýðræði og góða sambúð við nágrannaþjóð ir sínar eins og reyndar allar þjóðir heims. — Þetta sögðu þeir Karel Jórdan og Cyril Kaspar, sem eru verzlunarfull trúar í sendinefnd Tékkóslóvak íska sósíalska lýðveldisins í Reykjavík, er fréttamaður Tím ans hafði tal af þeim um kl. 15 i dag. Ambassador Tékka á fs- landi hefur aðsetur í Osló, en sendifulltrúinn, Jaroslav Pis- arik, dvelur i Prag um þessar mundir. Verzlunarfulltrúarnir tóku mjög vinsamlega á móti blaðamanni Tímans, er hann kvaddi dyra í sendiráðinu, og kváðust fúsir að svara spurn ingum um viðhorf sitt til inn- rásar herja Varsjárbandalags- ríkjanna í Tékkóslóvakíu í breytt nótt. Hins vegar tóku þeir fram að þeir séu ekki dipló- matar í stjórnmálalegum skiln ^ ingi og störf þeirra i sendiráð inu væru eingöngu verzlunar- legs eðlis og að það sem þeir létu sér um munn fara væri eingöngu þeirra persónulega álit og bæri efeki að túlka skoð anir þeirra á aninan veg. Verzlunarfulltrúarnir eru Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.