Tíminn - 22.08.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.08.1968, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 22. ágúst 1968. TIMINN INNRÁSIN í TÉKKÓSLÓVAKÍU Alexander Dubcek, hinn frjálslyndi leiðtogi Tékkóslóvakíu. Hann na ut strax mikils fylgis meSal þjóSar sinnar vegna frjálsræSisstefnu innaniands, og sézt hann í hópi samlanda sinna, er votta honum stuSning sinn. NTB-Prag, London, Was- hington, París, Moskvu og Osló, miðvikudag. • Klukkan 22 í gærkvöldi að íslenzkum tíma, héldu hersveitir frá Sovétríkjun- um, Póllandi, Austur- Þýzkalandi, Ungverjalandi og Búlgaríu inn yfir landa- mæri Tékkóslóvakíu og hernámu landið. Herlið Tékkóslóvakíu varðist ekki samkv. fyrirskipun . tékk- neskra leiðtoga, enda við mikið ofurefli að etja. Náði innrásarherinn land- inu að mestu á sitt vald um nóttina og í dág. • Hér á eftir fer ítarleg lýsing á þróun mála í Tékkóslóvakíu frá því inn- rásin var gerð þar til líða ték á daginn í dag. • Þar á eftir fylgir lýs- ing á viðbrögðum ráða- manna og alþýðu víða um heim og nákvæm lýsing á þróuninni í Tékkóslóvakíu undanfarna mánuði, auk fjölmargra annarra upp- lýsinga. KMckan 4,30 í nótt að ís- lenzkum tíma höfðu skriðdrek ar umkringt Hracany-höllina, bústað Ludvik Svoboda, for- seta, svo og byggingu mið- stjórnar tékkneska kommún- istaflokksins. Milli kl. 30 og 4.00 í nótt tóku sovézkir hermenn sér stöðu fyrir utan útvarpshúsið í Prag. Þeir báru vélbyssur. Nær allar bifreiðar 1 borg- inni óku um göturnar með fullum ljósum og þeyttu horn sín til þess að aðvara fólkið. ,/Eina löglega rödd landsins" f morgun var ekki vitað, hvar flokksfcrmaðurinn, Alex- ander Dubeck, eða Ludvig Svo boda, forseti, voru niður komn ir. Útvarpið í Prag, sem hafði skyndilega hætt sendingum kl. 3.47, hóf serdingar aftur kl. 4.45, skorað'. á þjóðina að hlýða eingöngu hinni „löglegu rödd landsins“, eins og það var orðað. „Farið til vinnu ykk- ar, en sýnið þó andstöðu, án þess að snúast beint til varn- ar“, sagði j tilkynningu út- varpsins. „Við erum ekki fær um að verm landamæri okk- ar. Segið hermönnum, sem þið mætið, að akt hafi verið með kyrrum kjörum í landinu áð- ur én þeir komu. Trúið ekki. upplýsingum frá öðrum — þetta er hiu eina sanna rödd Tékkóslóvakíu" Þá skýrði útvarpið frá því, að innrásamðin hefðu komið upp ólöglegri útvarpsstöð, sem hefði sent ■ tilkynningu þess efnis, að hersveitirnar hefðu verið sendar til Tékkóslóvakíu að beiðni leiðioga par. — Við sólarupprás í morgun hafði sovézKrm skriðdrekum af gerðinni T-54 verið komið fyr- ir á brúnum yfir Moldá, og snemma í morgun flaug fjöldi sovézkra sprengjuflugvéla af gerðinni Iljusjin-18 stöðugt yf ir borgina. Var talið, að her- menn og skriðdrekar hafi ver- ið fluttir með vélunum til Tékkóslóvakíu. Borgarbúar þustu út á göt- urnar, sumir á náttfötum eða morgunsloppum. Þúsundir ungra Tékka fóru í hópgöngu til aðalbyggingar miðstjórnar- innar og báru tékkneska fán- ann. Fáeinum mínútum áður, um kl. 3.4ö höfðu sovézkir skriðdrekar og brynvarðir bíl- ar umkringt bygginguna. Frétta ritari Reuters í Prag skrifar: //Frelsi! — Hvar er Dubeck?" „Ég ók í átt til byggingar miðstjórnarinnar. Þegar ég beygði fyrii götuhorn, kom sovézkur hermaður á móti mér otaði að mér vélbyssu og benti mér að snúa við Það gerði ég, eri ók þtss í stað að bak- hlið byggingerinnar Þar mætti mér tvöföld röð sovézkra her- manna, sem slegið höfðu hring um fjögurra hæða bygginguna. Sovézkur slmðdreki nálgaðist bygginguna og skotturninum var snúið þangað til byssukjaft urinn beindist að aðaldyrun- um. Ungt fólk tók að safnast saman, og jókst mannfjöldinn jafnt og þétt. Nokkrum aðvör- unarskotum var hleypt af yfir höfðum fólksins og blátt púð- urský steig til lofts. Unga fólk-, ið hrópaði: Frelsi — Hvar er Dubeck — Burt með Bíússana. Rétt á eftir heyrði ég gelt í vélbyssum og sá fólkið hlaupa burt og leita skjóls bak við nærliggjandi tré. Þegar ég sneri við í att til miðborgar- innar, mætt ég fleiri sovézk- um sikriðdrekum af gerðinni T-54, sem komu yfir brýrnar frá norðurhluta borgarinnar til miðborgarini/ar. Bílstjóra sá ég sitja í bíl sínum, hágrát andi við þessa sýn. Fólkið fyrir utan útvarps- húsið í Prag var skömmu eft- ir kl. 4.00 1 morgun umkringt sovézkum hersveitum og skrið drekum, en engu skoti var hleypt af hér“, sikrifar þessi fréttaritari Reuters. „Löngu eftir að sovézku her sveitirnar \ oru komnar til borgarinnar. ók fólk um göt- urnar og veifaði tékkneska fánanum út um bílgluggana. Nálægt aðalstöðvum mið- stjórnarinnar stóð fólk í stór- um hópum og var eins og þrumu lostið við sýnina, sem blasti við: hjöldi skriðdreka og hermenn gráir fyrir járn- um. Enda þótt vélbyssurnar geltu í hundrað metra fjar- lægð, stóð fólkið kyrrt í sömu sporum og skeytti engu um, þótt sovézxu hermennirnir tækju sér hréstöðu og beindu að því vélbyssunum. „Þeir eru komnir — þeir eru komnir!" Kl. 3.30 . nótt voru engir hermenn fynr utan útvarps- bygginguna. Dyrnar að húsinu voru læstar og starfsmenn höll uðu sér út um gluggana og störðu niður á götuna. Ung- ur maður kom hlaupandi að bifreið minn'“ sknfar . frétta- ritari Reuters, „og hrópaði ör- vinglaður og reiður: Notaðu flautuna á Pílnum, aktu um göturnar, vektu allt fólkið — þeir eru xomnir þeir eru komnir. Sovézku hersveitirnar komu til útvarpshússins um kl. 4.00 og þegar ég átti næst leið fram hjá byggingunni, var hún um- kringd herf!utningabílum og skriðdrekum. Það var engu lík ara en fólkið, sem safnazt Framhalo á bls. 5. En Dubcek fékk ekki að vera í friði með frjálsræðisstefnuna. Miklar æfingar Varsjárbandalagsins voru haldnar á tékkneskri grund, og mjög var dregið að flytja sovézkt herlið á brott er æfingunum lauk. Myndin sýnir sovézka brynvagna á leið um tékkneskt landsvæði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.