Tíminn - 22.08.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.08.1968, Blaðsíða 5
FraiMTUÐAGUR 22. ágfist 1968. TÍMINN INNRÁSINITEKKOSLOVAKIU í Cierna leiddu tékkneskir og sovézkir ieiðtogar saman hesta sína, o g stóS fundurinn í marga daga. Mynd þessi var tekin er fundurinn var a3 hefjast, og sjást á myndinni f.v. O. Cernik, forsætisráðherra Tékka, Dubcek, Svoboda, forseti Tékka( A. Sheiepin frá Sovétríkjunum, Breshnev með bros á vör og O. Svestka. Nú eru brosin horfin. I Framhald af bls. 3 hafði saman, ætlaði að gleypa hermennina. Það starði á sov- ézku hermernina, sem stóðu stífir og otuðu vélbyssum sín- um. Einn kílónietra í burtu, við fbyggingu miðstjórnarinnar. klifraði ungur maður upp á bil og byrjaði að tala til fólks- ins. Meðan hann talaði, hófst skothríð. Ég stökk bak við tré og gat þvi ekki séð, hvað varð um þennan ucga mann. Meðan á þessum atburðum stóð, var allt með felldu í öðr- um borgarhlutum, verkamenn gengu til vinnu sinnar og lög- reglumenn stjórnuðu umferð- inni. Um kl. 4.00 varð raf- magnslaust skamma stund og sporvagnarnir stöðvuðust, sam tímis því, að sím- og fjarskipta samband roinaði um stund. Um hálfri klukkustund síðar kom rafmagmð á ný. Krafizt að þingið komi saman Útvarpið 1 Prag skýrði frá því, eftir að það hafði þagnað um tíma, að erlendar hersveit- ir hefðu tekið öll völd í Karl- ovy Vary og ábyrgðina á „að vernda vestarlandamærin“ Út varpið enduitók áskoranir sín ar til fólks um að veita ekki mótspyrnu. Útvarpið lýsti yf- ir stuðningi við Dubeck og krafðizt þess, að þingið kæmi þegar í 'stað- saman sem og miðsfjórn ’ lékknéskra komm- únistaflokksins Um kl. 5.00 í morgun mátti sjá langar lestir sovézkra skrið dreka á leið frá flugvellinum til miðborgannnar, en_ sú vega lengd er um 10 km. f kjolfar- ið komu herflutningabílar, full ir af sovézkum hermönnum. Sovézk lögregla tók við störf- um tékkneskra umferðarlög- reglumanna. Verkamenn á leið til vinnu sim.-ar sneru sér und an, er þeir mættu hermönn- unum. Um kl. 6.30 tilkynnti útvarp ið í Prag, að sendingar þess væru truflaðar af ókunnum merkjum. Prag-útvarpið „treyst- ir okkur" Útvarpið vísaði á bug full- yrðiugum Sovétmanna þess efnis, að hersveitir ríkja Var- ájárbandalags.ns hefðu ráðizt inn í landið að beiðni tékkn- esku stjórnarinnar. f einni sendingunni sagði útvarpið í ávarp til fólksins: Farið til vinnu ykkar eins og venjulega, viðurkennið ekki þessa innrás arseggi — viö- viljum ekki bíða eitt ár enn. Sleppið þeim ekki inn á heimili ykkra, treystið okkur — gefið þeim ekki til- efni til vopnaðrar árásar — þetta er brot á þjóðarrétti. Við biðjum vkkur í lengstu lög að sýna stillingu. Útvarp Prag er síðasta rödd Dubeck- stjórnarinnar, síðasta rödd þingsins — þetta er dapur morgunn. — Samkvæim fréttum AFP- stofunnar, serdi útvarpið út til kynningu þíss efnis, að þing- ið myndi koma saman. Til- kynningin var undirrituð af varaforseta þingsins, en ekki aðalforsetanum. Smrkovsky. Svobota Forseti Tékkóslóvakíu, Lud- vig Svoboda flutti ávarp til þjóðar sinnar i útvarpi snemma í morgun Hann kvað ástandið ( mjög alvarlegt, en brýndi fýrir þjóðinni að sýna stillingu. Ekki kvaðst hann Framhald á t>lxs 6. Hin örlagaríka nótt Tékka Hér á eftir fer tímasetning mikilvægustu afburða í innrásinni í Tékkóslóvakíu. Miðað er við íslenzkan tíma. Klukkan í Tékkó- slóvakíu er einmi klukkustund á undan. Kl. 22.00: Hersveitir frá Sovétrfkjunum, Póllandi, Austur- Þýzkalandi, Ungverjalandi og Búlgaríu fara inn yfir landa- mœri TékkóslóVakíu. Kl. 01.00: Útvarpið í Prag skýrir frá herflutningunum og segir, að miðstjórn tékkneska kommúnistaflokksins telji inn- rásina brot á alþjóðarétti. Ték'kneskar hersveitir hafa fengið skipun um að snúast ekki til varnar. Kl. 2,15: Allt símasamiband milli Vínar og Tékkóslóvakiu er rofið. ... Kl. 3.30: Útvarpsstöðin í Prag skýrir frá því, að sendingar sumra annarra útvarpsstöðva hafi fallið út, og tilkynnine mið- stjórnarinnar hafi þvi ekki náð til alls landsins. „Við biðjum ykkur að láta fréttirnar berast eins hratt og mögulegt er„ sagði útvarpið. Kl. 3,30: Sovézkar hersveitir taka sér stöðu fyrir utan út- varpsstöðina í Prag. - Kl. 3.45: Sovézkir skriðdrekar og brynvarðir bilar umkringja byggingu miðstjórnar tékkneska kommúnistaflokksins í Prag. Kl. 3.47: Útvarpið í Prag þagnar alveg. Kl. 4-20: Sovézka fréttastofan Tass greinir frá því, að sovézk ar hersveitir hafi verði kalláðar til Tékkóslóvakíu að beiðni leiðtoga þar. Kl. 4.45: Aftur heyrist í útvarpsstöðinni í Prag og biður hún nú þjóðina að fara aðeins eftir „hinni löglegu rödd Tékkóslóva- kíu“ eins og útvarpið orðaði það. Þá var endurtekin áskorun til fólks um að snúast ekki til varnar. ,,Við höfum ekki afl tíl að verja landamæri okkar“ sagði útvarpið. Kl. 6. 25: Sovézkar hersveitir hefja s'kothrið að fólki, sem stendur fyrir mótmælum fyrir utan útvárpshúsið í Prag. Kl. 6.30: Skotið af vélbyssum fyrir utan Esplanade-gistihúsið í Prag, þar sem margir erlendir fréttamenn búa. Kl. 6.30 Sjónvarpsstöðin í Prag tekin herskildi. Kl. 6.36: Tékkneskir útvarpsmenn reyma að útvarpa tilkynn- ingum og fréttum fram á síðustu stundu og gefa þessa að- vörun: „Þegar þið heyrið tékkneska þjóðsönginn leikinn vitið þið, áð öllu er lokið“. Kl. 6.37: Tékkneski þjóðsöngurinn er leikinn í útvarpinu. Kl. 7.00: Ludvik 9vohoda, forseti, flytur ávarp í tékkneska útvarpinu og skorar á fólk að sýna stíllingu og segist ekki geta s'kýrt innrás sovézku hersveitanna. Kl. 8,20: Útvarpsstöðin í Pilsen, sem er um 80 km suð-vestur af Prag lýsir því yfir, að hún sé síðasta frjálsa útvarpsstöðin sem haldi áfram seudingum 1 Tékkóslóvakiu. Kl. 10.00: Hin opinbera tékkneska fréttastofa Ceteka segir, að a.m.k. 10 sjúkrabflar hafi verið sendir að byggingu útvarps- stöðvarinnar í Prag, þar sem sovézkur skriðdreki standi í björtu báli. Kl. 10.25: Ceteka skýrir frá því, að skothríðin í miðborg Prag hafi aukizt og innárásarliðið hafi tekið aðalstöðvar flokks- blaðsins Rude Pravo (Rauðu stjörnunnar) á sitt vald. Strax á eftir sagði fréttastofan, að miðstjórnarmenn tékkneska komm- únistaflokksins væru í byggingu, sem innrásarherirnir hefðu hertekið. Kl. 10.30: Sovézkar herdeildir h'-' Ungur maður verður '•■-i’i- skoti í bakið. Kl. 11.50: Útvarpsstöðin f Pilsen skýrir frá því, að 25 manns hafi beðið bana af völdum innrásarinnar. Bað útvarpið fólk að sína stillingu, svo komið yrði í veg fyrir frekari blóðsúthefling- ar. Kl. 12,28: Fréttastofan Ceteka tilkynnir, að Alexander Duhcek forsætisráðherra sé í nokkurs konar stofufangelsi í byggingu miðstjórnar tékkneska kommúnistaflokksins. Á VfÐAVANGI Sköpum sterkt almenn ingsálit og órofa samstöðu Atburðirnir í Tékkóslóvakíu hafa slegið óliug á heiminn. Hér á íslandi eru menn. sam- mála um það að fordæma inn- ' rás Rússa í Tékkóslóvakíu, með hinum hörðustu i orðum. Eins Iog fram kemur m.a. í þeim orðum, sem blaðið hefur í dag eftir Ólafi Jóhannessyni, for- ■ manni Framsóknarflokksins, er höfuðatriðið nú, að skapa svo sterkt almenningsálit í heiminum, svo almenna og samtáka fordæmingu á fram- ferði Rússa, að þeir neyðist til að láta undan síga og hverfa á brott með heri sína af tékk- ^ nesku landi og hin tékkneska | þjóð fái að skipa málum sín- | um eins og hún álítur sjálf | bezt lienta sínum hagsmunum. § Samtaka, einhuga og sterk for | dæming á ódæði Rússa getur haft mikil áhrif. Órofa sam- staða allra lýðræðislegra afla í heiminum tU stuðnings og samúðar með hinni tékknesku þjóð er líka kannski hið eina, sem hinn frjálsi heimur getur lagt af mörkum, eins og mál- um er komið í heiminum. En sé samstaðan rík og fordæm- ingin þung, mun það hafa sín áhrif, þótt mönnum finnist nú kannski æði mörgum, að það sé t.d, lítið, sem við jslending- ar getum af mörkum látið til bjargar hinni kúguðu tékk- nesku þjóð. Einn myndarlegur fundur áhrifaríkari Með þetta í huga, sterka og brciða samstöðu til fordæming ar innrásar Rússa, hefði óneit anlega verið áhrifaríkara og eðlilegra að allir stjórnmála- flokkarnir í landinu hefðu kom ið sér saman um að halda sam- eiginlegan og öflugan mótmæla fund, þar sem ræðumenn úr. flokkunum öllum töluðu. Allir stjórnmálaflokkarnir hafa for- dæmt aðgerðir Uússa og fylgi- ríkja þeirra. í þes3u máli áttu Iþeir því samstöðu. Jafnvel þeir, sem voru tvíátta eða vörðu framferði Rússa í Ung- verjalandi 1956 hafa nú afdrátt arlaust lýst andúð sinni og and stöðu við innrás Rússa i Tékkó slóvakíu. Grundvöllur var þvi fyrir því að þjóðin sameinaði kraftá sína í órofa fylkingu með myndarlegum mótmæla- fundi gegn ofbeldinu. Þvi mið ur varð ekki af því í gær. Það fór svo, að margir aðilar boð- uðu til margra funda og kröft- unum þannig dreift og með því dregið úr þunga mótmælanna. Þetta var til tjóns, þvf að með þessu fékk almenningur þá til- finningu fyrir fundarboðunum, að ýmis pólitísk öfl vildu reyna að notfæra sér harmleikinn í Tékkóslóvakíu sér til fram- dráttar í hinni sífelldu streitu og reiptogi pólitískra. flokka á íslandi. Méð þessu háttalagi fengu mótmælin að óþörfu á sig leiðinlegri blæ en verið hefði, ef samstaða hefði getað skapazt um einn myndarlegan fund, sem allir pólitískir aðilar í landinu hefðu staðið að. Ekki tjóar að velta vöngum yfir því, úr þvi sem komið er. En það er vissulega ástæða til að fagna því nú — og hafa þá í huga viðbrögð ýmissa Framhalo á Dls 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.