Vísir - 01.06.1977, Blaðsíða 1

Vísir - 01.06.1977, Blaðsíða 1
Valgarður Stefánsson jarðvísindamaður um komu gufuleitarkonunnar Farelli til landsins: „BETRA AÐ HEFÐI KOMIÐ" „Eg tel það ntisskilning að hún kom til landsins og held að það hefði verið betra að hún hefði ekki komið”. Þetta sagði Valgarður Stefánsson eðlisfræð- ingur hjá Orkustofnun er Visir spurði hann i morgun álits á komu gufuleitarkonunnar Far- elli hingað til lands. Valgarður hitti Farelli við Kröflu ásamt jarðvisindamönn- unum Karli Ragnars og Ingvari Birgi Friðleifssyni. Hún var þar stödd, eins og Vísir skýrði frá i siðustu viku með Guðmundi Einarssyni verkfræðingi til að gera athuganir á svæðinu. Valgarður Stefánsson sagði ennfremur: „Ég tel að það eigi að standa að jarðvisindalegum rannsóknum með visindalegum hætti,en ekki eins og hún gerir. Við töluðum við konuna að beiðni Guðmundar Einarsson- ar, Við gerðum ýmsar athugan- ir til þess að athuga hæfileika hennar. Ég að minnsta kosti komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekkert þangað að sækja”. Guðmundur Einarsson verk- fræðingur sagði i samtali við Visi að hann væri nú að vinna úr niðurstöðum þeirra rannsókna sem Farelli hefði gert á Kröflu- svæðinu. Bjóst hann við að hálf- ur mánuður liði áður en niður- stöður fengjust. Við spurðum Valgarð Stefánsson hvort hann eða þeir jarðvisindamenn hjá Orkustofnun myndu athuga niðurstöður hennar. „Við munum skoða þær ef þær verða lagðar fyrir okkur” sagði hann, „en við munum ekki sækjast eftir þvi”. —EKG Samningamenn fóru í bíó í gœrkvöldi Rætt um aðql- kröfur í kvöld Allt bendir til þess að farið verði að ræða á ný aðalkröfur verkalýðshreyfingarinnar á sáttafundi sem hefst kl. 21 i kvöld. 1 dag verður áfram rætt um sérkröfur ýmissa hópa en ein- ungis tókst að semja við tvo slika i gær, þ.e. Starfsstúlknafé- lagið Sókn og hljómlistarmenn. Sameiginlegur sáttafundur hófst kl. 21 i gærkvöldi og stóð til hálf tvö um nóttina. Ekkert gerðist á þeim fundi fyrr en eftir miðnættið, og notuðu margir samningamenn þvi tækifærið og f(fru i bió i ráðstefnusal Loft- leiða, þar sem sýndar eru reglu- lega landkynningarmyndir. Um miðnættið hittust nokkrir fulltrúar aðila ásamt sátta- nefnd og gerðu fulltrúar ASÍ þar kröfu til þess að aðalkröfurnar yrðu ræddar ef á annað borð væri verið að kalla samninga- nefndir deiluaðila til funda, og ertalið að sú krafa beri árangur i kvöld. — ESJ Sjólfs- bjargar- viðleitni A þessuin tfmum þjónustumið- stöðva og leiðsagnar er ánægju- legt að sjá að sjálfsbjargarvið- leitnin er ekki endanlega tröll- um gefin. Þessar tvær glað- hlakkalegu stúlkur rákumst við á fvrir utan Bókfell á Hverfis- götunni. Þær tóku til sinna ráða I atvinnuleysinu sem jafnan herjar á námsmenn á þessum árstima og tóku að sér glugga- þvott. Er þetta ekki tilvalin þjónusta fyrir önnum kafin fyr- irtæki? — Visismynd JA/— HHH Ævintýri í London í nœstu viku Englandsdrottniiiq heklur upp á 25 ára hásœtisafmœli srtt Sjá erlendar fréttir bls.5 /#Þe ver gar n rey iadó iykvíkingar na að psku sína" Helgi Gíslason oddvifi í Fellahreppi svarar Páli Líndal borgarlögmanni vegna nafnagiftarinnar á Fellaskóla í Breiðholtí sjá bls. 2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.