Vísir - 01.06.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 01.06.1977, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 1. júni 1977. VISIR VtSIR • t'tgeíandi:ReykJaprent hf F'ramkv*mdastJóri:DavIÖ Guftmundsson RitstJórar:Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Fréttastjóri erlendra frétta : Guðmundur Pétursson L'm- sjón meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaóamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guöfinnsson, Ellas Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guöjón Arngrimsson, Kjartan L Pálsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guövinsson Iþróttir: Björn Blöndal, Gyiíi Kristjánsson Akureyrarritstjórn: Anders Hansen. t'tlitsteiknun: Jón Oskar Hafsteinsson og Magnús Olafsson Ljósmvndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson Sölustj'óri: Páll Stefánsson Auglýsingasljón. t»orsteinn Fr. Sigurösson Drcifingarstjóri: Siguröur R Pétursson Auglýsingar: Siöumúla 8. Simar 8Z2M. 8M11. Askriftargjald kr. 13M á mánuöi Innanlands. Afgreiöala: Hverfisgötu 44. Slmi 8M11. Verö I laasasöla kr. 7á eintaklö. Rilstjórn: Siöumála 14. Slmi 8M11. 7 Hnur. Prentun: Blaöaprent hf. Ný viðhorf Siöustu mánuöi hafa blásið nýir vindar á vettvangi alþjóðamála. Mannréttindahreyfingunni hefur vaxið fiskur um hrygg eins og glögglega kom fram i Tékkó- slóvakíuá liðnum vetri. Þá hefur Carter, hinn nýi for- seti Bandaríkjanna, á ný gert þau að forysturíki fyrir lýðræðisþjóðunum. En Bandaríkin hafa mörg undan- farin ár verið i eins konar siðferðilegri úlfakreppu. Ræða Carters í Notre Dame háskólanum í síðasta mánuði markaði þáttaskil i þessum efnum. I beinu framhaldi af þeirri þróun, sem orðið hefur í mannréttindamálum síðustu mánuði, lagði forsetinn áherslu á, að utanríkisstefna Bandaríkjanna myndi hér eftir byggjast i ríkari mæli en áður á grundvallarhugmyndum um mannréttindi. Mannréttindahreyf ing sú, sem nú er að spretta upp, er ekki bundinn við nein landamæri og rætur hennar eru hjá fólkinu sjáifu. Þau straumhvörf, sem eru að verða á þessu sviði, hljóta að snerta utanríkisstefnu islendinga. Það liggur í hlutarins eðli, að við verðum að styrkja þessa hreyfingu eftir þvi sem föng eru á. Atlantshafsbandalagið hef ur um nokkurt árabil átt í vök að verjast inn á við. Einræðisstjórnin í Portúgal og valdataka herforingjanna i Grikklandi á sinum tíma veiktu mjög innviði þessa bandalags, sem byggt erá grundvallarhugmyndum um borgaralegt lýðræði. Striðsrekstur Bandarikjanna i Vietnam gróf einnig undan trausti bandalagsins, svo ekki sé dýpra i árinni tekið. Þá er einnig á það að líta að Bandaríkin gátu ekki lengur talist forystuþjóð fyrir lýðræðisríkjunum. Samspil þeirra með vafasömum einræðis- og herfor- ingjastjórnum hafði leitttil þess. En þessar neikvæðu hliðar á varnarbandalagi lýðræðisþjóðanna í Vestur- Evrópu og Norður-Ameríku eru nú smám saman að breytast. Lýðræði hefur verið endurreist í Grikklandi og sama er að verða upp á teningnum í Portúgal. And- lýðræðissinnuð öf I gátu ekki hagnýtt sér fall einræðis- stjórnanna i þessum ríkjum, þó að mikið hafi verið til þess reynt. Lýðræðisöflin i heiminum hafa óneitan- lega varist í vök. Endurreisn lýðræðisskipulagsins í tveimur aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins er því óneitanlega mikill siðferðilegur styrkur fyrir bandalagið í heild. Sú grundvallarbreyting, sem Carter hefur komið fram á utanríkisstefnu Bandaríkjanna, hefur einnig treyst hinar siðferðilegu stoðir Atlantshafsbandalags- ins. Það er vilji frjálsra þjóða að brúa bilið á milli fátækra og ríkra, þeirra sem eta yfir sig á hverjum degi og hinna, er svelta. Og lýðræðisþjóðirnar geta aldrei fallist á, að baráttan við einræði og andmannúðarstefnu sósíalismans byggist á samstarfi við herforingjaklíkur. Það er einmitt fráhvarf frá þessum gömlu aðferð- um, sem er uppistaðan i hinni nýju utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Afleiðingin er sú, að Bandaríkin eru að endurheimta f orystuhlutverk sitt meðal lýðræðisþjóðanna og um leið hefur arfinn verið reytt- ur úr þeim jarðvegi, sem varnarsamstarf þjóðanna í Vestur-Evrópu' og Norður-Ameríku hefur byggst á. Bandarikjaforseti lagði sérstaka áherslu á það í ræðu sinni í Notre Dame, að bætt sambúð við Sovétrík- in og Kína yrði að fara fram í skjóli öf lugra varna. Við höfum verið þátttakendur i varnarsamstarfi Atlants- hafsbandalagsþjóðanna. Varnar- og eftirlitsstöðin á Keflavíkurflugvelli byggist á gagnkvæmum hags- munum okkar og annarra aðildarþjóða bandalagsins, ekki síst norðmanna. Áframhaldandi varnarsamstarf er vissulega öryggisatriði fyrir okkur. En það hefur víðtækari til- gang. Hin nýju viðhorf i alþjóðamáium, mann- réttindahreyfingin, bætt samskipti austurs og vesturs og samvinna iðnaðarríkjanna við þróunarríkin, byggjast á trausiu varnarsamstarfi. Fulltrúar sjöundu bekkja I 17 skólum á höfuðborgarsvæðinu ræða um baráttuna gegn reykingun- um. Nemendur sjöunda bekkjar 17 skóla ó höfuðborgarsvœðinu: BANNIÐ REYKINGAR í INNANLANDSFL UGII Fulltrúar nemenda I sjö- unda bekk sautján skóla i Reykjavik, Garðabæ, Hafnar- firði, Kópavogi, Mosfeilssveit og á Seltjarnarnesi hafa skor- að á islensku flugfélögin ,,að taka upp þá reglu að leyfa alls engar reykingar i áætlunar- fiugi innanlands”. t samþykkt, sem gerð var á fundi þessara aðila fyrir nokkru, var samþykkt ályktun um þetta efni. Þar segir m.a., að fundarmenn telji „hverium manni vorkunnariaust að reykja ekki á svo stuttum flugleiöum sem þar er um að ræða og þess vegna beri aö taka fyllsta tiliit tii þeirra mörgu farþega, sem óska að vera alveg lausir við tóbaks- reyk”. —ESJ. Þjóðleikhúsið sýnir Hel- enu fögru Tónlist: Jacques Offen- bach í helstu hlutverkum: Steinunn Jóhannesdóttir (Helga Jónsdótt- ir), Arnar Jónsson (Ólafur örn Thoroddsen), Róbert Arnfinns- son, Guðmundur Jónsson, Garöar Cortes, Siguröur Björnsson, revía né „leikrit” I venjulegum skilningi. Þaö getur út af fyrir sig verið góðra gjalda vert að hressa upp á gömul verk og staöfæra þau, laga aö nýju umhverfi, ofurlitið Að daðra við staðfœrslu V. y Þýðing: Kristján Arna- son Leikgerð: Brynja Bene- diktsdóttir og Sigurjón Jóhannsson. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir Tónlistarstjóri: Atli Heimir Sveinsson Sviðsmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Hljómsveitarstjórn: Atli Heimir Sveinsson og Ragnar Björnsson. Kristinn Hallsson, Arni Tryggvason, Leifur Hauksson. — Islenski dansflokkurinn, Þjóð- leikhúskórinn, „popparar” o. m. fl. Að þvl er segir I leikskrá, skemmti Offenbach (1819-1880) samtiö sinni með þvl að gera grin aö heföbundnum óperum. óper- una um Helenu fögru hafi þannig átt að skilja sem skop um samtlmann undir yfirskini grlskrar goösagnar. Þýöandi og flytjendur verksins þessu sinni hafi þvi aöeins verið að halda á- fram þvl sem höfundur byrjaöi, er þau staöfæröu og fluttu til nú- tima okkar ádeiluna, og geröu úr einhvers konar „ærslasöngleik”, sem hvorki er ópera, músikall, breyttum siöum. Eru þess enda mörg dæmi aö þetta hafi veriö gert meö góöum árangri. En á þvl er nokkur eölismunur aö fara þann veg meö leikrit annars veg- ar, óperu hins vegar. Óperan er nefnilega sambland úr mörgu, hún grundvallast aö hluta á leik- list, hluta á tónlist, bæöi sunginni og leikinni á hljóöfæri. Leikritiö er aftur á móti einfaldara, styöst ekki viö aðra miöla en orö og leik. Staöfærsla á texta Helenu fögru hefur aö minu viti tekist vel I mörgum dæmum. Þannig veröur bæöi sunginn. og talaður texti oft- lega bráöfyndinn. Sama er aö segja um sumt I leiknum. Þaö veröur t.d. gróflega kómlskt aö blanda saman ástsælum óperu-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.