Vísir - 01.06.1977, Blaðsíða 19

Vísir - 01.06.1977, Blaðsíða 19
Gaddafier ákaflega siðvandur maður, reykir hvorki né drekkur og biðst fyrir oft á dag. Sjónvarp klukkan 21.45: GADHAFI mynd um Gadhafi þjóðarleiðtoga Lýbíu í kvöld „Þetta er athyglisverð mynd”, sagði Bogi Arnar Finnbogason, þýðandi og þulur breskrar heimildarmyndar um Gadhafi, þjóöarleiötoga Lýbiu i samtali við Vísi. „Þeirri spurningu er varpað fram i byrjun myndarinnar, hver þessi maður sé, og siðan er leitast við að svara henni. Gadhafi er umdeildur maður og nýtur lltilla vinsælda á vesturlöndum. Hann komst til valda fyrir 8 árum, þeg- ar ellefu herforingjar steyptu Idris fyrsta af stóli, og eitt af hans fyrstu verkum var að strika stjórnarskrá landsins út eins og hún lagði sig, og setja lög Kórans- ins yfir landið. Hann er ákaflega heittrúaður, biðst fyrir oft á dag og lifir fábrotnu lifi, enda af fá- tækum kominn.” í myndinni er viðtal breskrar blaðakonu viö þjóöhöfðingjann og þar kemur margt athyglisvert fram. Lýbla hefur oft þótt vera griðarstaður flugræningja og hryðjuverkamanna og Gadhafi var einn helsti frumkvöðull að oliuhækkuninni miklu fyrir stuttu siðan. Myndin, sem ber nafniö Heit- trúaður hermaður er þriggja stundarfjóröunga löng. — GA Útvarp klukkan 20.20: Sumarvaka byrjuð Nú eru kvöldvökur útvarpsins hættar og sumarvökur teknar við. Ekki breytist þó innihald þessara þátta að neinum mun, þó sumarið sé komiö, gamlir menn og konur halda áfram að flytja frásöguþætti og vísur um liðna tima fyrir þvi. Hallgrimur Jónasson rithöf- undur byrjar þessa fyrstu sumarvöku ársins með þvi að flytja frásöguþátt sinn, Páska- leyfi á Akranesi. Siöan les Agúst Vigfússon annan þátt Játvarös Jökuls Júliussonar um kerskni- visur. Arni Helgason i Stykkis- hólmiræðir svo við Asgrim Þor- grimsson frá Borg I Miklaholts- hreppi, og Sumarvökunni lýkur með söng Ingibjargar Þorbergs um sálina hans Jóns mins. -GA Sjónvarp klukkan 20.30: Kaldir vindar nœða um Onedin Onedin, góðkunningi sjón- varpsáhorfenda, verður á skján- um I kvöld. Margir hafa eflaust beðið spenntir eftir að sjá kapp- ann, eftir langan aðskilnað, en i Ijós kom að hann var litt breyttur, nema hvað hann var kannski enn- þá verri á taugum en áður, og svo er heilsan eitthvað farin að gefa sig. En það kemur nú fyrir bestu menn. 1 fyrsta þættinum sprakk skip i eigu Frazers i loft upp á Mersey fljóti. James og Baines eru nær- staddir, en James bannar að nokkuð sé gert mönnunum til hjálpar, enda telur hann það til- gangslaust. Einn kemst þó af og ber vitni við sjóprófin. James er sýknaður af öllum ákærum, en á þó við margvislegt mótlæti að striöa. Verst finnst honum, að Elisabetu systur hans tekst að ná undir sig oliuflutning- um milli Ameriku og Evrópu og James óttast að hún verði honum þung i skauti, þegar hún tekur við skipafélagi Frazers i fyllingu timans. Annar þáttur heitir „Kaldir vindar næða”. -GA Útvarp klukkan 19.35: HVAÐ BÍÐUR VANGEFINNA BARNA, ÞEGAR ÞAU KOMAST Á SKÓLASKYLDUALDUR? „Þessi þáttur er tilkominn vegna þess að nú stendur yfir innritun i barnaskóla landsins”, sagði Gisli Helgason I samtali við Visi, en hann og Sigurður Hallgrimsson sjá um þátt i út- varpinu I kvöld sem ber nafnið „Hvaö biður vangefinna barna, þegarþau komast á skólaskyldu aldur?” „Þátturinn er gerður til að sýna hvaða kjör vangefin börn búa við i þessu sambandi, i samanburði við þau heilbrigðu. Ekkert skólakerfi er nú til fyrir þroskaheft börn, þó að i grunn- skólalögunum séu skýr ákvæði sem kveða á um þetta. Þar segir að rikið eigi að sjá unglingum á aldrinum 7-16 ára fyrir menntun. og skólavist, og vangefnir hljóta aö teljast til þeirra. Einnig segir i lögunum að fólk meö tak- markanir eigi rétt á kennslu við sitt hæfi.” Glsli Helgason og Sigurður Hallgrfmsson við upptöku á þættinum. Ljósmynd JA ' „Við fáum nokkra menn til aö Magnús Magnússon, skólastjóri ræða málin, og meöal þeirra er öskjuhliðaskólans.” 12.25 Veðurfregnir og fréttir. 14.30 Miödegissagan: „Nana” eftir Emile Zola 15.00 Miðdegistónleikar 16.20 Popphorn Halldór Gunn- arsson kynnir. 17.30 Litli barnatiminn Guð- rún Guðlaugsdóttir sér um hann. 19.35 Hvaö biöur vangefinna barna, þegar þau komast á skólaskylduaidur? Umsjón- armenn þáttarins: Gisli Helgason og Siguröur Hall- grlmsson. L 20.00 Einsöngvarakvartettinn syngur lög við ljóöaþýðing- ar Magnúsar Asgeirssonar. Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. 20.20 Sumarvaka a. Páskaleyfi á Snæfellsnesi Hallgrimur Jónasson rithöfundur flytur fyrsta frásöguþátt sinn. b. „Beztu sálma býöur mér” Annar þáttur Játvarös Jökuls Júiiussonar um kersknivisur. Agúst Vigfús- son les. c. Þetta hefur allt blessast Arni Helgason I Stykkishólmi talar við As- grim Þorgrimsson frá Borg i Miklaholtshreppi. d. „Sál- in hans Jóns mins” Ingi- björg Þorbergs syngur eigið lag við ljóð Daviös Stefáns- sonar frá Fagraskógi. 21.30 Útvarpssagan: „Jómfrú Þórdis” eftir Jón Björnsson Herdls Þorvaldsdóttir leik- kona les (26). 2215 Veðurfregnir Kvöldsag- an: „Vor I verum” eftir Jón Rafnsson Stefán ögmunds- son les (16). 22.40 Djassþátturf umsjá Jóns Múla Arnasonar. 20.00 Fréttir og veður 20.25 Augiýsingar og dagskrá 20.30 Onedin-skipafélagið (L) Breskur myndaflokkur. 2. þáttur. Kaldir vindar næða. Efni fyrsta þáttar: Skip i eigu Frazers, keppinautar James Onedins, springur i loft upp á Merseyfljóti. James og Baines skipstjóri eru nærstaddir, en James bannar að nokkuð sé gert til aö bjarga mönnunum, enda telur hann, aö þaö sé tilgangslaust. Einn kemst þó af og ber vitni viö sjó- prófin. James er sýknaöur af öllum ákærum. Hann á þó við margvislegt mótlæti aö striöa. Verst finnst honum, að Elisabetu systur hans tekst að ná undir sig oliu- flutningum milli Ameriku og Evrópu, og James óttast að hún veröi honum þung i skauti, þegar hún tekur við skipafélagi Frazers I fyll- ingu timans. Þýöandi óskar Ingimarsson. 21.20 Gitartónlist (L) John Williams leikur lög frá þessari öld. Þýðandi Jón Skaptason. 21.45 Heittrúaður hermaður Bresk heimildamynd um Mo’Ammar Gadhafi, þjóðarleiðtoga norður- afriska rlkisins Libýu. A undanförnum árum hefur Libýa oft verið i fréttum og landið hefur oft þótt vera griöastaöur flugræningja og hvers kyns hryðjuverka- manna. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. 22.30 Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.