Vísir - 10.06.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 10.06.1977, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 10. júní 1977 VISIR VÍSIR t'tgefandi: Heykjaprent hf Kramkvæmdastjóri: Davift (íuómundsson Hitstjórar: Porsteinn Pálsson ábm. oiafur Haj'narsson. Hitsljórnarfullt rúi: Bragi Guftmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guhmundur G. Pétursson. I msjón meft llelgarblafti: Arni Þórarinsson. Blaóamenn: Anders Hansen. Anna Heiöur Oddsdóttir, Edda Andrésdottir, Einar K Guöfinnsson, EliasSnæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guöjón Arngrímsson. Hallgrimur H. Helgason. Kjartan L. Pálsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sveinn Guöjonsson. Sæmundur Guövinsson. tþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. ttlitsteiknun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnus Olafsson l.jósmyndir: Einar Gunnar Einarsson, Jens Alexandersson, Loítur Asgeirsson. Siilustjori: Páll Stefánsson Auglýsingastjóri: Dorsteinn Kr. Sigurösson Drelfingarstjóri: Siguröur K. Pétursson Auglýsingar: Siöumúla x. Simar 822110. XMill. Askriftargjald kr. i:i0» á manufti innanlands. Afgreiftsla: Slakkholti 2-4 simi Xlilill \Crft i lausasiilu kr. 70 eintakift. Hilstjóru : Síftumúla II. Simi Xlilill, 7 llnur. Prentun : Hlaöaprent hf. Að veita menningarstraum- um okkór til nógrannonna Norræn samvinna hefur í vor og sumarbyrjun verið talsvert til umræðu i Vísi og í tilefni aldarf jórðungs afmælis Norðurlandaráðs i marsmánuði síðastliðnum gerði blaðið úttekt á samstarfinu á þeim vettvangi norrænna þingmanna. Flestir eru á einu máli um að auka þurfi og treysta samstarf þessara grannþjóða á sem flestum sviðum, enda hefur náskyld menning þeirra og afstaða tii lífs- ins og tilverunnar greitt fyrir jákvæðum samskiptum þeirra og tengslum. Engu að siður er þetta samstarf frændþjóðanna ekki nægilega áþreifanlegt að því er varðar hinn al- menna borgara og svo virðist sem það vanti ákveðna kjölfestu. Einn hinna föstu greinahöfunda Vísis, Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur, hef ur vakið athygli á leið, sem hann telur færa til þess að skapa norrænni sam- vinnu slika kjölfestu. I grein í Vísi i fyrradag hvetur hann til þess að hafin verði ritun sögu norrænna manna, sem ekki þurfi að verða margra binda verk, og segir að raunar sé hægt að hugsa sér hana ritaða á ýmsum stigum og til margvíslegra nota. Indriði telur i grein sinni, að auðvelt ætti að vera að gera útdrátt úr sögu norrænna manna til kennslu í skólum á Norðurlöndum til að efla þá tilfinningu að um nokkra heild sé að ræða þar sem Norðurlöndin séu, og leggur áherslu á að sagan verði gott lestrarefni. Með því móti segir hann að fólk muni kynnast því sem sameini Norðurlönd og geti haft á hraðbergi svör við spurningum um ástæður fyrir þeirri nánu samvinnu sem tekin hafi verið upp. Vísir tekur undir þessar hugmyndir og væntir þess að fulltrúar söguþjóðarinnar sem þetta land byggir, beiti sér fyrir að rituð verði saga norrænna manna sem siðan yrði fyrir tilstilli menntastofnana Norður- landanna kjölfesta í samstarfi landanna. Samvinna þjóðanna sem byggja Norðurlönd má ekki verða of nátengd hinu stjórnmálalega sviði, hún þarf að snerta hvern og einn ibúa landanna með ein- hverjum hætti. Þar koma fjárveitingar úr sjóðum þeim, sem Norðurlandaráð hefur stofnað að miklu gagni, ekki á það síst við um norræna menningar- málasjóðinn. Með hans tilstyrk koma hingað árlega fjölmargir gestir frá frændþjóðum okkar til þess að f lytja okkur efni af margvislegum toga og kynna þannig hin ýmsu svið lista og menningar þessara landa. Aftur á móti hefuralltof lítiI áhersla verið lögðá að styðja íslenska aðila f járhagslega og hvetja þá til dáða á umræddum sviðum. Að sjálfsögðu er á Islandi að finna margbreytilegt listrænt og menningarlegt efni, sem að okkar mati ætti erindi til annarra ibúa hinnar norrænu menn- ingarheildar. Mætti í því sambandi nefna margt for- vitnilegt af vettvangi bókmennta, leiklistar, kvik- mynda og myndiistar. Norræna húsið i Reykjavík ætti að láta slíka dreif- ingu íslenskrar menningar til sin taka I mun ríkara mæli en það hefur gert fram að þessu. Þegar þvi var komið á fót á grundvelli ályktunar Norðurlandaráðs frá árinu 1963 var því ætlað að verða tengiliður milli islands og annarra Norðurlanda og auka áhuga ís- lendinga á norrænum málefnum. Aftur á móti var lögð rik áhersla á það þegar í upphafi, er Norræna húsinu var komið á fót, að íslenskum menningar- straumum yrði samhliöa veitt til annarra Norður- landa. Vísir hvetur til þess, að markvisst verði unnið að því að uppfylla þetta síöastnefnda stefnumið nor- rænu menningarmiðstöðvarinnar í Reykjavík. Rœtt við fulltrúa ó Umhverfisverndarráðstefnunni: Peter Stone og Edward D. Goldberg: „Astæöu- Forseti ráöstefnunnar próf. Linus Pauling og iaustaögrátaþviekkieröll vonútienn.” framkvæmdastjóri Dr. Nicholas Polunin. Þeim þótti útlitiö uggvænlegt, — f.v. Donald J. Keunen, Reid A. Bryson og FatehsingraoGaekwad, Magnús Kjartansson, fyrrver- andi iönaöarráöherra, hefur haft nokkra skemmtun af konu, sem fengin var til aö athuga um gufu á Kröflusvæöinu. Þeir eru raunar fleiri, sem tekiö hafa gleöi sfna út af þessu fráviki frá heföbundnum aöferöum viö leit aö orku. Og satt er þaö aö aöferöin er óvenjuieg og byggir á trú á hulda krafta, þótt sú trú hafi fariö þverrandi á þess- ari öld. Hins vegar var svo „mik- ill satans kraftur að saltaöir gengu þorskar aftur” rétt fyrir aidamótin. Um skemmtun Magnúsar er það að segja, að hann er vel að henni kominn vegna þess að upp- hafs hinna nýrri virkjunarmála og stóriöju i landinu er m.a. að leita hjá Alþýöubandalaginu. Þaö er svo annað mál hvort Magnús hefði samþykkt gufumiðil væri hann enn iönaðarráðherra með hæstu vonir upp á einn tiunda á- ætlaðrar orku. Hann hefði að visu hlegið minna, en gufumiðillinn heföi eflaust getað án uppihalda stundað jarðrýni sina annars staðar. Mikil ítök huldra krafta hérlendis Annars er alveg með ólikindum hve huldir kraftar eiga hér rik itök. Frá þvi á seinni hluta hitjándu aldar hafa komið út ó- kjör af safnritum, sem að stórum hluta hafa birt frásagnir af draugum, fyrirboðum og skrimsl- um. Meö auknum umsvifum i prentlist gafst meira tóm til þess- arar iðju, enda dró þá jafnframt úr útgáfu guösorðarita. Segja má aö um tima hafi sögurnar, rim- urnar og kynjabókmenntirnar veriö helst viðfangsefnið i prent- smiðjum, og svo auðvitað skáld- in, sem ortu „heilaga glóð i freön- ar þjóðir”. Helstu safnepdur þessara kyijabókmennta voru þeir Jón Arnason og Sigfús Sigfússon. Sag- an af Hlyni kóngssyni varð að eins konar barnatima þessa menningarskeiðs, sauðamenn samsvöruöu þeim hetjum, sem viö sjáum nú i kvikmyndum um villta vestrið, væru þeir ekki snarlega gripnir af tröllum, og afturgangan — þessi hryllingur bæjargangna og fjósferða, var eins konar sambland af Dracula og Frankenstein. Auövitað er þetta grófur samjöfnuður, enda timarnir varla sambærilegir. Hins vegar er þjóðsagnaöldin svo rik i okkur enn, að þaö þykir eng- in óhæfa á siðari hluta tuttugustu aldar að fá hingað konu til að huga að gufu, þegar raunvisindin standa uppi gufulaus og geta enga björg veitt. Það er eins og maður sjái fyrir sér þá Jón Arnason og Sigfús Sigfússon. Jón hefði skrif- að einhverjum glöggum nanni i Mývatnssveit og beöið hann að segja sér allt af létta um hegöan konunnar við Kröflu, en Sigfús hefði setiö fyrir fyrsta manni norðan yfir til að spyrja tiðinda. Og úr þessu hefði oröið mikil gufusaga. Mórarog skottur í bæjarsnatti Einkennilegt er, aö ekki virðist hafa borið mikið á huldum kröft- um hjá frændþjóðum okkar á Norðurlöndum eða i Evrópu yfir- leitt, nema þá helst i Englandi, en þó með allt öðrum hætti en hér. Þegar mórar og skottur voru i bæjarsnatti uppi á tslandi gengu enskar heföarfrúr aftur og voru siðar myndaöar i breiöum stigum hárra salarkynna. Hins vegar fengum við andatrúna frá bretum og skrimslatrú þeirra er mjög i anda okkar, enda frægt að Þór- bergur Þórðarson taldi sig vera skrimslafræðing hennar hátignar bretadrottningar, sem nú heldur upp á tuttugu og fimm ára krýn- ingarafmæli sitt, þótt hún eigi fulltrúanum færra á tslandi. Fjöl- margar þjóðir, sem standa þó nærri okkur i menningarlegu til- liti, létu nægja að hafa sigauna, en fjarlægöir og hiö alkunna siglingaleysi kom i veg fyrir að við hefðum nægileg kynni af sliku skemmtunarfólki. Sigfús safnari og sagan af Bjarna-Disu Sigfús Sigfússon byrjaði stund- um mestu ævintýrasögur sinar á setningunni: Það var inni i djúp- um dal undir háu fjalli. Og þótt hann hafi verið talinn of hlýðinn á sögur, er ekki hægt að neita þvi, að hann hefur með frásögninni af Bjarna-Disu skilið eftir sig spor- ræka slóð inn i myrkviði hjátrúar og fördóma, sem i rauninni upp- lýsir meirihlutann af allri fyrir- tektinni. Sagan er i stuttu máli, að Neðanmáls T y’ \ Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur skrifar um hina mögnuðu trú ís- lendinga á hulda krafta í tilefni af komu gufu- konunnar svonefndu á Kröf lusvæðið. Segir Indriði að trúin á yfir- náttúrulega krafta eigi að fá að lifa í landinu, en telur til sorgarefna að hjátrúin skuli vera á út- leið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.