Vísir - 10.06.1977, Blaðsíða 24

Vísir - 10.06.1977, Blaðsíða 24
VISIR 86611 Fö&tudagur 10. júni 1 m <§>. Lykillinn aó gódum bílakaupum R STEFÁNSSON HF. SÍÐUMÚLA 33 SÍMI 83104 83105 I ^ ^ sparar 1 Æ *SS> THORNYCROFT bátavélar ^ SíN OLL OKUTÆKI SMÁOG STÓR _. P. STEFÁNSSON HF. njg) H VERFISGðTU 103 SÍMI 26911 (gjjj) „Nei, þaðer mesta vitleysa uft þaðsé vegna álfa sem viö erum aö ihuga að fresta þjóðhátfð", sagði Guömundur Þ.B. Ólafsson formaður Iþróttafélagsins Týs I Vestmannaeyjum f samtali við Vfsi i morgun. Tilefni þessarar neitunar var að i Vestmannaeyjablaöinu Brautinni birtist frétt þess efnis að bæjarstjórn hefði beint þeim tilmælum til Týs að fara eftir óskum álfa og huldufólks i Herjólfsdal. Hefði einn ágætur maour komið þeim óskum álf- anna á framfæri við forráða- menn Týs, aö þjóðhátíöin yrði ekki haldin 1 júll, þar sem þá muni vera mikið um að vera I álfa- og huldubyggð. Hefði milligöngumaðurinn spáð þvf að ýmislegt slæmt gæti hent á þjóðhátlðinni verði hún haldin þessa fyrirhuguðu helgi og örugglega verði slæmt veður. „Hið rétta I þessu máli", sagði Guðmundur, ,,er að bæj- arstjóri hefur fyrir hönd bæjar- stjórnar farið þess á leit við okkur að við frestum þjóðhá- tiðinni um eina viku vegna út- geröarinnar. Astæðan er sú, að bátarnir hafa lagt upp um þjóðhátiðarhelgina og mann- skapurinn hefur oft tekið sitt frl frá þeirri helgi að telja. Ef hins vegar eitthvert fiskerl er væri það bagalegt fyrir útgerðina ef veiðar hættu svo til alveg í júll, en verslunarmannahelgina er núna 30. júli til l. ágúst. Að vlsu var það.látið fylgja með,,að vis maður hafi sagt, að ef þjöðhátlð væri haldin í júll færu allir álfar af stað til að vinna á móti okkur. Þetta kemur þó ekki heim oe saman við þaö aö þjóðhátfðin 1973 var haldin I júli og var hún sú besta sem menn muna." Guömundur kvað líklegt að farið yrði að ósk bæjarstjórnar, þótt þaö drægi ef til vill vir að- sókn úr landi. Hann sagði að bú- ið væri að tyrfa og snyrta Herjólfsdalinn og væri hann nú hvanngrænn upp I miðjar hlíðar. — SJ Samninga- viðrœður síðar í ár Ákveðið hefur verið að samningaviöræður milli fulltrúa Islands og Efna- hagsbandalagsins hefjist nú að loknum sumar- leyfum. . Á fundi með fréttamönnum sem haldinn var að loknum viðræðum þessara aðila i gær sagði Einar Ágústsson, utanrikisráðherra, að um litið yrði að semja að óbreyttum aðstæðum. Af yfirlýs- ingu sem gefin var ut að loknum viðræðunum má ráða, að fyrir- hugaður fundur fjalli um nýtingu auðlinda hafsins. Er látin I ljósi sú von, að næsti fundur verði verulega nær samkomulagi um það mál sem báðir geti unað við. Sv.G. LA VIÐ AÐ BJARGIÐ LENTI A BÍLÞAKINU „Auðvitað brá mér hastarlega þegar stærðar grjót kom fljúgandi og skall á vélarhlifinni, þar sem það sat fast. En ég jafnaði mig fljótlega eftir þessa óskemmti- legu lifsreynshi." Biiið milli lifs og dauða er stutt. Það kom vel i Ijós þegar Sævar Guðmundsson i Bolungarvik var á leið heim til sin fra Isafirði og ók óshlíðina. Miðja vegu kom 30-40 kg grjót- hnullungur fljúgandi ofan úr snarbrattri hliðinni og hafnaði á vélarhlif bilsins. Ef hann hefði komið niður á þakið hefði Sævar vart verið til frásagnar. Sævar ók nýlegri Toyota bif- reið sinni til Isafjarðar. Sjö ára gömul dóttir hans hafði ætlað með en hætt við. „Ég var þvi einn i bilnum og var á heimleið þegar at- burðurinn skeði. Þarna liggur vegurinn einna hæst i hliðinni og á honum beygja. Ég ók á 40-50 km hraða þegar steinninn skall á hlifina og á eftir fylgdi eitt- hvað af minni steinum. Mér tókst að stöðvar bilinn nær strax og sá þá steininn sitja i farinu," sagði Sævar I samtali við Visi. Hann sagði að það hefði eigin- lega ekki verið fyrr en á eftir, sem hann fékk nokkra ónotatil- finningu, en þetta skeði mjóg snöggt. Sævar Guðmundsson sagðist hafa ekið vörubil i 15 ár og oft farið þessa leið. Aldrei hefði hann orðiö fyrir slysi og fátitt væri, að grjót félli á bila, þótt alltaf væri nokkuð um hrun við. leysingar. Eftir er að athuga skemmdir bilsins nánar, en vélin mun tals- vert illa farin, auk annarra skemmda. -SG Þóttmerkilegt megi viröast brotnaði ekki framriiðan þegar grjdt- ið hrundi á vélarhlffina. Sævar við bflinn eftir hina eftirminnilegu ferö. LjósmyndKristjánL.Möller) Formannaskipti í stjórn Reykjaprents utgáfufélags Vísis Hörður Einarsson, hæstarétt- arlögmaður, var f gær kjörinn formaður stjórnar Reykjaprents, útgáfufélags Visis, er nýkjötin stjórn hlutafé- lagsins skipti með sér verkum. Ingimundur Sigfússon, sem veriö hefur stjórnarformaður undanfarin ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. A aöalfundi Reykjaprents h.f. voru auk Haröar kosnir i stjórn þeir Ingimundur Sigfússon, Þórir Jónsson, Guðmundur Guðmundsson og Sigfús Sigfús- son, en i varastjóm voru kjörnir Baldvin Tryggvason og Kristján Kjartansson. ,,Ég hef haft mikla ánægju af þvi að fylgjast með rekstri Visis undanfarin ár, en sökum anna á öðrum vettvangi hef ég ekki að- stöðu til þess að sinna Reykjaprenti og VIsi nægilega vel á næstunni og tel þvi rétt að annar maður taki við stjórnar- formennsku i Reykjaprenti", sagði Ingimundur Sigfússon í samtali við Visi. Hann kvaðst hafa sinnt málefnum Reykja- prents með forstjórastarfi sinu hjá Heklu h.f. en stjórnarfor- mennskan krefðist mikils tlma, og yrði hún fullt starf þegar Hörður Einarsson tæki við. Ingimundur kvaðst vilja nota tækifærið til þess að koma á framfæri þökkum til samstarfs- manna sinna i stjórn Reykjaprents og til starfs- manna Visis fyrir ánægjulega samvinnu. Ritstjórn Visis þakkar Ingi- mundi Sigfússyni störf hans i þágu blaðsins til þessa og væntir þess að eiga ánægjuleg sam- skipti við hann áfram, um leið og hún býður Hörð Einarsson, nýkjörinn stjórnarformann, velkpminn til starfa. — ÓR Þessa mynd tók Jens ljósmyndari Vfsis I gær er Ingimundur Sigfús- son hafði óskað eftirmanni sfnum, Herði Einarssyni góðs gengis sem stjórnarformanni Reykjaprents h.f. útgáfufélags Visis. Guðbjartsmálið enn í athugun hjá saksóknaro Öll gögn varðandi rannsókn Guðbjarts- málsins svonefnda voru send frá saka- dómi til saksóknara er Guðbjartur lést og ránnsókn hætt. Um ér að ræða mikið magn skjala og annarra pappira og sagði Þórður Björns- son ríkissaksóknari i samtali við Visi, að embættið væri nú byrjað á að kynna sér þessi skjöl. Ekki er ljóst hvað það tekur langan tima. — SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.