Vísir - 13.06.1977, Side 4
c
Mánudagur 13. júní 1977 VJSIR
Umsjón:
óli Tynes
J
RAY
ENN
ÓFUND-
INN
Lögregian í Tennessee í
Bandaríkjunum telur sig
vera komin á slóð James
Earl Ray, morðingja
Martins Luther King, og
segir að það sé útilokað að
honum takist að sleppa.
Lögreglan er þegar búin að ná i
fjóra af þeim sjö föngum sem
flúðu úr fangelsinu i Petros, i
Tennessee á föstudagskvöldið.
Enginn þeirra hafði komist mjög
langt.
Ray var dæmdur i 99 ára fang-
elsi árið 1969, fyrir morðið á
blökkumannaleiðtoganum Martin
Luther King. Hann hefur áður
reynt að flýja úr fangelsi og var
nú hafður i sérstakri öryggis-
gæslu ásamt þeim sem sluppu
meö honum.
James Earl Ray (fremst)
Amin étur and-
stœðinga sína
— segir fyrrum heilbrigðis-
róðherra Uganda
Idi Amin, forseti Ug-
anda, hreykti sér af þvi
oftar en einu sinni að
hafa étið andstæðinga
sina, að sögn Henrys
Kyemba, fyrrverandi
heilbrigðismálaráð-
herra landsins. Ky-
emba er nú landflótta i
Englandi og skýrir frá
þessu i grein i stórblað-
inu Sunday Times.
„Forsetinn sagði mér stoltur,
að hann hefði étið annað hvort
liffæri eða hold ýmissa fórnar-
dýra sinna”, segir Kyemba, i
grein sinni. Hann bætir því við
að hann sé sannfærður um að
Amin hafi verið full alvara.
„Hann gat þess sérstaklega að
það væri mikið saltbragð af
mannakjöti”.
Henry Kyemba, sem gerðist
landflótta þegar hann var á
ferðalagi i Genf, i siðasta mán-
uði, biður nú eftir úrskurði
bresku stjórnarinnar um hvort
hún tekur við honum sem póli-
tiskum flóttamanni.
1 grein sinni í Sunday Times
hvetur hann bresku stjórnina til
að stöðva flug flugvéla frá Ug-
anda til Stansted flugvallar við
London. Vélarnar lenda þar
tvisvar i viku til að sækja á-
fengi, sigarettur og aðrar við-
lika vistir.
Kyemba segir að þótt efna-
hagur Uganda sé nú nær i rúst
og salt, sápa og sykur séu ófá-
anleg i verslunum, geti herfor-
ingjar og háttsettir embættis-
menn sótt flestar nauðsynjar i
sérstakar verslanir hersins.
Hann segir að rikisstjórnun-
arkerfi landsins sé nú i molum
og hann búist ekki við að stjórn
Amins haldi út miklu lengur.
„Fólkið hugsarnú ekki um ann-
að en hvort það lifi af, frá degi
til dags”,segir heilbrigðismála-
ráðherrann fyrrverandi.
Biturð og reiði ríkir nú á
milli mólókka og hollendinga
„Mólúkkarnir verða
að fara”, virðist vera
nokkuð samdóma álit
ibúanna i Bovensmilde
i Hollandi, þar sem
börn og kennarar voru
teknir i gislingu fyrir
þrem vikum um leið og
aðrir mólúkkar náðu á
sitt vald jámbrautar-
lest annars staðar i
landinu. Mikil tauga-
spenna rikir nú eftir að
bollenskir landgöngu-
liðar stormuðu i lestina
og skólann, felldu sex
mólúkkanna og frels-
uðu fangana. Hollenska
stjórnin hefur haldið
sérstakan fund með
leiðtogum mólúkkanna
til að reyna að finna
leið til að hindra frek-
ari átök.
Tvær sveitir hollenskra land-
gönguliða gerðu árásir á skól-
ann og lestina samtimis. Við
lestina varbyrjað á þvi að Star-
fighterorustuþotur flugu i nokk-
urra feta hæð yfir vögnunum og
vörpuöu reyksprengjum. Þær
settu svo eftirbrennarana á, en
það verður til þessað auka háv-
aðann um allanhelming á jörðu
niðri.
Þetta var um klukkan þrjú
aðfaranótt laugardagsins, en
læknar og aðrir sérfræðingar
höfðu valið þann tima til árás-
arinnar. Um leið og orrustuþot-
urnar byrjuðu „árásina” þustu
sérþjálfaðir landgönguliöar að
henni og hófu vélbyssuskothrið
á glugga hennar, frá báöum
hliðum.
Skothríð á glugga
Þeirri skothrið var ætlaö aö
hindra mólúkkana i aö komast á
fætur og verjast árásinni með
þvi að skjóta út um gluggana.
Jafnframt var haldið uppi
harðri skothrið á veggi eins
klefans, þar sem talið var að
mólúkkarnir heföu „höfuö-
stöðvar.”
Meðan skotið var stanslaust á
gluggana, geystust landgöngu-
liöar inn um alla innnganga sem
voruá lestinni. Læstar dyr voru
sprengdir upp á augabragði,
með sérstökum áhöldum, og
landgönguliðarnir þutu inn.
Þeir skutu samstundis og um-
hugsunarlaust á alla sem báru
skotvopn og þannig voru sex
mólúkkanna felldir þar á meðal
stúlkan sem var með hópnum.
Það hjálpaði hollensku land-
gönguliðunum, að þeir vissu að
á þessum tima og i þessum lát-
um var óliklegt aö nokkrir aðrir
stæðu á fótum en mólúkkarnir.
Þeir myndu þurfa að standa til
að beita byssum sinum og þvi
væri nokkuð öruggt að skjóta á
alla sem væru uppistandandi.
Fyrir utan þá sex mólúkka
sem féllu, særðist einn alvai-
lega og tveir gislar biöu bana.
Yfirvöld segja að þeirhafi fallið
fyrir byssum mólúkkanna.
Skothriðin við lestina stóö i
um fjórtán minútur, en þá var
byrjað i snatri að flytja gislana
yfir i rauðakrossstöö sem var i
nokkurhundruð metra fjarlægð.
Reyndar voru margir gislanna
komnir þangað þegar, þvi
hollensku landgönguliðarnir
höfðu settupp „færiband” til að
koma öllum frá lestinni sem
þeir náðu til, meöan á bardag-
anum stóð.
1 lestini vorufimmtiu og fjórir
farþegar og hlaut enginn alvar-
leg sár, fyrir utan þá tvo sem
létust.
í gegnum dyrnar
1 skólanum i Bovensmilde
voru fjórir kennarar i haldi, og
þarkomubrynvaröirbilar i stað
orrustuflugvélanna. Mólúkk-
amir voru einnig fjórir og
sluppu allir lifandi úr þessari
árás: fangaverðir og gislar.
Arásin hófst með þvi að
skyndilega æddu brynvarðir bil-
ar á ofsahraða yfir þá þrjú-
hundruð metra sem voru á milli
skólans og stjórnarstöðvarinnar
sem hollenska stjórnin haföi lát-
ið setja upp hjá honum.
Um leið og bilarnir fóru af
stað var hafin hörð skothríö á
glugga skölans til aö hindra
mölúkkana iað hrinda árásinni.
Einn brynvörðu bilanna ók beint
i gegnum aðaldyr skólans og
hann hafði ekki fyrr staönæmst
en hollenskir landgönguliðar,
vopnaðir hándvélbyssum þustu
inn. Mólukkarnir sem inni voru
gáfust upp samstundis. I
árásarliðinu særðust þrir menn
litillega, einn i skólanum og þrir
i lestinni.
Biturð og reiði
Og núna eftir aö þessu þriggja
vikna umsátri er lokið, eru
erfiðleikarnir rétt að byrja.
Meðan gislarnir voru á valdi
mólúkkanna, sögðu hollend-
ingar ekki neitt, af ótta við að
mólúkkarnir myndu hefna sin á
gislunum. En nú er biturðin og
reiðinað koma upp á yfirborðið.
Það eru nú um fjörutíu þús-
und mólúkkar viðsvegar um
Holland.Þeir hafaaldrei fengist
til að samlagast þjóöinni, eins
og aðrir innflytjendur frá fyrr-
verandi nýlendum Hollands
hafa gert.
Þeirhafa gifst innbyrðis, búið
útaf fyrir sig og alltaf haldið i
drauminn um að Mólúkkaeyjar
myndu einn góðan veðurdag fá
sjálfstæði frá Indónesiu.
Þetta er, þvi miður fyrir þá,
óraunhæfur draumur og það er
harla litiö sem Holland getur
gert til að liðsinna þeim i þessu
efni.
Það er ekki langt siðan tók aö
bera á ofbeldiskenndri óánægju
hjá mólúkkunum i Hollandi.
Meðan þeir leiðtoga þeirra voru
lifandi sem réðu þegar þeir
fluttu til Hollands árið 1951 var
að visu sterk þjóðerniskennd
með þeim, en þótt þeim fyndist
þeir eiga rétt á meiri stuðningi
frá hollensku stjórninni datt
þeim ekki I hug að beita ofbeldi.
En yngri leiðtogar hafa breytt
þessu. Fyrir nokkrum árum
komst upp um samsæri um að
ræna Júliönu drottningu og öör-
um úr konungsfjölskyldunni. I
fyrra gerði svo annar mólúkka-
hópur árás á lest og myrti f jóra
gfsla með köldu blóði áður en
það var til lykta leitt.
„Ekkert verður eins og
áður”
Sambúð móiúkkanna og
hvitra hollendinga hefur gengið
alveg þokkalega hingað til. En
eftir þessa siðustu atburði er
farið að bera á alvarlegri
andúð. Hún er að visu á báða
bóga, en þó sýnualvarlegri fyrir
mólúkkana, þar sem þeir eru i
miklum minnihluta.
Flestirmólúkkanna i Hollandi
hörmuöu gislatökuna og atburði
siðustu vikna. Hvitir hollend-
ingar gera sér grein fyrir þessu
og viðurkenna að mólúkkarnir
séu yfir'.ihöfuö friðsemdar og
sómafólk. En innan um leynast
öfgamennirnir, sem skirrast
ekki við að ræna og myrða.
Það er þvi hætt við að á næstu
vikum og mánuðum komi til
einhverra átaka á milli þessara
tveggja hópa. Rikisstjórnin ger-
ir sér fulla grein fyrir þessu og
nú er til dæmis strangur her-
vörðurum hverfi mólúkkanna i
Bovensmilde.
Þar er nú þegar búið að skipa
nefnd hvítra hollendinga, sem
vilja mólúkkana burt úr bæn-
um: „Við gerum okkur fulla
grein fyrir þvi að það er aðeins
litill hópur mólúkkanna sem er
svona sinnaður”, segir einn
nefndarmannanna. „En gallinn
er sá að við getum ekki vitað
hver jir þeirra það eru. Þeir tóku
hundrað og fimmtiu af börnum
okkar i gislingu og hótuðu aö
myrða þau. Það getum við ekki
fyrirgefið og við getum ekki tek-
ið áhættuna af þvi að það endur-
taki sig. Þetta er harmleikur
sem við vildum gefa mikið fyrir
að hefði aldrei gerst, en það
verður ekkert eins og áður eftir
þetta.”