Vísir - 13.06.1977, Síða 13
VISIR Mánudagur 13. júní 1977
17
íslenskt flugsögufélog stofnoð:
Ein af þeim flugvélum sem ætti sennilega heima á fiugsögusafni islands. Hún er af tegundinni De
Havillland Rapide og var i eigu Flugfélags islands á árunum eftir strfö.
Hyggjast koma á
fót flugsögusafni
Stofnfundur islenska flug-
sögufélagsins veröur haldinn i
ráöstefnusalnum á Hótel Loft-
leiöum á morgun, þriöjudag
klukkan 20.30. t>aö eru nokkrir
flugáhugamenn sem standa aö
stofnun þessa félags.
„Þab er llklega rétt aö skipta
þeim viöfangsefnum, sem viö
höfum hugsaö aö taka fyrir I
þrjá hluta”, sagöi Bjarni
Sveinsson, helsti hvatamaöur
aö stofnun félagsins. „1 fyrsta
lagi aö varðveita flugsöguna
eins og hún kemur fyrir skrifuö,!
ljósmyndum og I endurminning-
um. 1 ööru lagi aö varöveita
efnislegu flugsöguna, þ.e. flug-
vélahluta, hluta úr flökum og
siöasten ekki slst heilar flugvél-
ar. t þriöja lagi aö sjá um aö
sagan veröi gefin út og höfb til
sýnis.”
— Hver er aödragandinn aö
stofnun þessa félags.
„Viö sem boöum til þessa
fundar erum nokkrir kunningjar
sem höfum veriö meö ólæknandi
flugvéladellu siöan I barnæsku,
og ef nokkuö er, hefur sjúkdóm-
urinn versnaö meö árunum.
Þar kom fljótlega að viö átt-
ubum okkur á þvl ab á flugvell-
inum umgekkst maöur flugvél-
ar, sem manni þóttu ekkert
sérstakar þar til aö einhvern
góðan veöurdag, að einhver
þeirra var horfin. Þá vaknaði
maöur við vondan draum.
Hvers vegna haföi maöur ekki
tekið myndir af henni meöan
hún var fyrir augunum á
manni? Þannig vaknaöi áhugi
okkar og meö stofnum þessa
flugsögufélags vonumst viö til
aö flugsögu Isíands verði gerð
þau skil sem vera ber”.
— GA
DANSKIR BAllíTTDANSARAR
TYLtA VIÐ TÁ Á ÍSLANDI
Atta manna ballettflokkur frá
Konunglega leikhúsinu I Kaup-
mannahöfn er væntanlegur
hingaö til lands I boöi Þjóöleik-
hússins.
t flokknum eru margir
fremstu sólódansarar konung-
lega ballettsins. Þeir eru Frank
Andersen, Dinna Björn, Eva
Klogborg, Ib Andersen, Lise
Stripp, Niels Kehlet, Hans Jac-
ob Kölgaard og Anne Marie
Dybdal.
Dansararnir koma hér viö a
leið til Bandarlkjanria þar sem
þeir munu halda sýningar.
Hingaökoma þau frá Færeyjum
og Noregi. Flokkurinn sýnir hér
bæöi klássiskan ballett og nú-
timaballett.
Dansflokkurinn hefur aöeins
tvær sýningar hér laugardags-
kvöldiö 25. júnl og sunnudags-
kvöldið 26. júnl.
FYRSTA LANIÐ
AFGREITT
Fyrsta af þremur lánum Nor-
ræna fjárfestingabankans i
Helsinki til byggingar kísiljárn-
verksmiöju aö Grundartanga
var afgreitt I London 1. júni s.l.
Upphæöin sem afgreidd var
um mánaöamótin er u.þ.b. 1837
milljónir Isl. króna. Alls er lán
Norræna fjárfestingabankans
til tslenska járnblendifélagsins
hins vegar um 7370 milljónir
Isl. kr. eftir núverandi gengi.
Þetta veröa stofnlán félagsins.
Hluthafar Járnbleníjifélags-
ins, islenska rlkiö og Elkem
Spigerverket a/s ganga ekki I á-
byrgð fyrir láninu. Þeir tóku
hins vegar að sér meö samningi
við félagið 31. mai sl. að
Jtryggja útvegun á nægilegu
fjármagni handa félaginu til
þessaö ljúka viö byggingu verk-
smiðjunnar. Sá samningur var
gerðurmeð heimild í 6. gr. laga
um járnblendiverksmiöju i
Hvalfiröi og átti bankinn aöild
að honum.
Lán Norræna fjárfestingar-
bankans er tryggt meö veöi I
verksmiöju Islenska járn-
blendifélagsins og veröur þaö
eina vebiö á verksmiöjunni.
Endurgreiösla lánsins fer fram
á árunum 1982-1992. _ HHH
Áframhald ó göngum?
Herstöövaandstæöingar hafa A fundinum kom fram aö her-
haldið fundi aö undanförnu á stöövaandstæöingar yröu ab
suðurlandi og kynnt starf og fylgja stóraögeröum eins og
stefnu samtakanna á liönum ár- Straumsvikurgöngu eftir meö
um og rætt hugsanlegar aögerö- þrotlausu starfi.
ir í sumar. — SG
í ÚTILEGUNA
★ íslenzk tjöld
★ Frcjnsk Jjöld
★ Islenzkir
svefnpokar
★ Grill
+ Gastæki
★ Franskir
dúnsvefnpokar
★ Golfsett og
golfkúlur
HVERGI MEIRA ÚRVAL
Hvergi betra verö
S Sport&al
! cHEEMMTORGi
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 87., 89. og 90. tbl. Lögbirtingablaös 1976 á
hluta i Skipholti64, þingl. eign Jóns Aðalsteins Jónssonar
fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans á eigninni
sjálfri miðvikudag 15. júni 1977 kl. 15.00.
Borgarfógetaembættiö iReykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst vari 35.,37.og 38. tölublaöi Lögbirtingablaðs-
ins 1976á eigninni Breiðvangur 31, Hafnarfirði, þingl. eign
ErlingsSteingrimssonar,fer fram eftir kröfu Gjaldheimt-
unnar i Reyk javik og Skúla J. Pálmasonar, hrl., á eigninni
sjálfri miðvikudaginn 15. júni 1977 kl. 3.00 e.h.
Bæjarfógetinn I Hafnarfirði.
Góður jeppi
óskast á leigu frá júnflokum til ágústloka.
Simar 21296 og 42540.